Alþýðublaðið - 20.01.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.01.1967, Blaðsíða 7
Liu, íeng og Tao Hans Granqvist, fréttaritari norrænna jafnaðarmanna blaða í Hongkong vekur í þessum tveimur greinum athygli á þremur höfuðandstæðingum Mao Tse-tungs og verkföllum gegn kröfum kínverskra valdhafa um að verkamenn sýni sjálfsafneitun, en verkföllin tel- ur hann merkilegustu tíðindin sem borizt hafa frá Kína að undanförnu. ÞRÍR menn geta ráðið örlögum Kína. Þeir eru Liu Shao-clii, Teng Hsiaoping og Tao Chu. □ I.iu hefur verið forseti Kína síðan 1959, þegar hann leysti Mao Tsetung af hólmi. Um tuttugu ára skeið var hann nánasti samverka- maður Maos, og var það ekki fyrr LIU SHAO-CHI — nýtur álits_ TENG HSIAO-PING — styður Liu. TAO CHU — gáfaðastur. en í fyrra að þessi gamli skæru- liðaforingi, sem er 68 ára gam- all, varð að þoka um nokkur þrep í valdastiganum. En Mao hefur gengið seint að leggja þennan gamla vopnabróður sinn að velli og enn er ekki víst, hvort það hefur tekizt. Mao virðist liafa von- að í lengstu lög, að Liu kæmi til liðs við „menningarbyltinguna.” En þegar Liu gagnrýndi eigin gjörðir í október í fyrradag, varð þess lítið vart, að hann iðraðist, og hann lét heldur ekki í Ijós neina hrifningu á menningarbylt- ingunni. Það var eftir þennan atburð að Chiang Chi, það er að segja frú Mao, kallaði Liu „sömú mannteg- und og Krústjov.” Liu nýtur mikillar virðingar~ í Kína, ekki sízt í flokksbákninu og í verkalýðshreyfingunni, þeim tveimur, sem Mao er greinilega staðráðinn í að brjóta á bak aft- ur. Hann nýtur einnig mikils stuðnings meðal bænda, og færi svo, að bændurnir risu upp gegn Mao, verður ekki hjá því komizt að aflýsa menningarbyltingunni. □ Teng Hsiao-ping er aðal- ritari flokksins. Hann er 62 ára að aldri, draghaltur, bældaður og þunglamalegur. Hann kom til liðs við menningarbyltinguna 1966, en ekki leið á löngu þar til hann tók að snúa við henni baki. í dag er hann borinn þeim sökum, að hann beri höfuðábyrgðina á því að margar flokksdeildir og margir flokksritarar á landsbyggðinni veiti Mao óvirka andspyrnu. Til- raun Maos til að kollvarpa valdi flokksbáknsins með hjálp „rauðra varðliða” og svipaðra hópa hefur oröið til þess, að Teng hefur tekið höndum saman við Liu, en það táknar að Liu getur gert ráð fyrir stuðningi mikils hluta flokksins. □ Þriðji maðurinn, Tao Chu, er ef til vill forvitnilegastur. — Hann er yngstur þeirra þrímenn- inganna, sextugur að aldri. Hann er sá þeirra, sem hlotið hefur slcjótastan frama. Síðan menning- arbyltingin hófst, hefur hann komizt upp á fjórða þrepið í valdastiganum. í sumar var hann skipaður yfirmaður áróðursdeild- ar flokksins, og þegar Teng féll í ónáð, komust völdin yfir flokks- bákninu að miklu leyti í hendur Taos. , Tao hefur á ferli sínum verið í nánari tengslum við herinn en Liu og Teng. Hann hefur verið yfirmaður suð-austur-herstjórnar- umdæmisins með aðsetri í Kant- on og varð síðan landsstjóri á sama svæði. Ekki er fráleitt að ætla, að hann geti aflað sér stuðn- Pramhald á 15. Síðu. geta ráðið öriögum Kína ÞAÐ sem þótt hefur hvað merk verðast í fréttum frá Kína und- anfarna daga er, að komið hefur til óeirða, stundum jafnvel blóð- ugra. En mikilvægustu fréttirnar eru þó sennilega þær, að gerð hafa verið verkföll f nokkrum kín- verskum iðnaðarborgum. Þetta er í fyrsta skipti í tíu ár sem verk- föll hafa átt sér stað svo vitað sé. Þetta byrjaði í Shanghai um áramótin. Borgin varð rafmagns- laus og vatnslaus um tíma vegna verkfalla. Verkföllin breiddust út til Nanking og Foochow og einnig til Kanton, að því er sumar fréttir herma, og fleiri borga. Mikilvæg- asta orsök verkfallanna var sú á- kvörðun Maos að binda enda á óvirka andstöðu verkalýðshreyf- ingarinnar gegn „menningarbylt- ingunni” og skipuleggja í hennar stað nýja hreyfingu í líkingu við „Rauða varðliðið.” Þessi nýja verkalýðshreyfing gengur undir nafninu „Byltingarsinnaðir (eða rauðir) verkamenn.” En ástæðurnar voru fleiri. í fyrsta skipti síðan 1956 hafa verkamenn látið í ljós óánægju með launakjör sín. Kaupgjalds- stöðvun gildir í Kína. Raunveru- leg laun hafa sífellt Iækkað. — Kínverskir leiðtogar hafa skýrt frá því, að grípa verði til vara- gjaldeyrisforða landsmanna til þess að tryggja viðgang menn- ingarbyltingarinnar og endur- skipulagningu hins kínverska sam- félags. Þetta hefur orðið þess vald- andi, að iðnverkamenn hafa ver- ið neyddir til að afkasta meiru en nokkru sinni áður án þess að fá greidda nokkra viðbót við venjulegt kaup. Margir þeirra hafa þvert á móti verið sviptir þeim aukatekjum, sem þeir fengu áður fyrir yfirvinnu, dugnað í starfi eða með sparnaði á hráefni og sparlegri notkun vinnutækja. Þetta hefur ekki bitnað á öll- um verkamönnum, en hinn gengd- arlausi áróður, sem rekinn var á síðasta hausti í þeim tilgangi að kenna Kínverjum óeigingirni með því að lesa grein Maos „Að þjóna þjóðinni”, vísaði veginn, veginn til sjálfsafneitunar. Verkamenn- irnir skildu þetta fljótt, þeir skildu að þeir mættu gera ráð fyrir tímabili „blóðs, svita og tára“, sameiningu allra afla til endurskipulagningar samfélags- ins.” Mörgum verkamönnum hefur sjálfsagt fundizt eðlilegt að sætta sig við þessa persónulegu sjálfs- afneitun til þess að koma á fyrir- komulagssamfélagi því, sem Mao hefur heitið þjóðinni í verkum sínum. Aðrir hafa verið vantrú- aðri — sumpart hafa þeir kann- ski ekki verið sannfærðir mao- i.star og sumpart hafa þeir ó- þægilegar minningar frá árunum 1958—59, þegar allt atvinnulífið fór úr skorðum, en þá hugðist Mao iðnvæða Kína í einu vetfangi með „stóra stökkinu ófram” eins og aðgerðir hans kölluðust. En síðarnefndi hópurinn er sennilega í minnihluta. Kyrrð virðist hafa verið komið á í mik- ilvægasta iðnaðarhéraði Kína, mið hluta landsins. Verkfallsmenn hafa snúið aftur til vinnu sinnar og Mao virðist hafa staðizt þetta áhlaup. Trúlofusiarhringar Senduin gegu póstkröfu. I fljót afgreiðsla. h Guðm. ÞorsteinsgOM íollamlður Sankastræti 1*. 20. j'anúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.