Alþýðublaðið - 21.01.1967, Blaðsíða 7
Rússar vígbúast af kappi. Þeir segja að þaó sé végila Viethaiústríðsins. Á Vesturlöndum er talið aS ástae®
an sé dcilan við' Kínverjai Mao hórfir juir níúrinn, en ÍESresjnev segir: — Burt með ykkur...,
EFTIR einhverja eftirtektarverð-
ustu kynningarherferð, sem valda-
mennirnir í Kreml hafa staðið
fyrir, vita milljónir Rússa í fyrsta
skipti hvað leiðtogar þeirra eiga
við, þegar þeir ræða um ,,kín-
versku hættuna".
Undanfarna daga hafa rúmlega
tveir þriðju þeirra 20 manna, sem
drottna yfir Rússlandi úr stjórn-
málaráðinu og framkvæmdastjórn
inni ferðazt um landið þvert og
endilangt. Þessi sýning á hinni sam
virku forystu að verki þjónaði
þeim tilgangi að gefa Rússum til-
fölulega rétta mynd af hinni miklu
menningarbyltingu öreiíganna í
Kína og útskýra hvaða áhrif hún
hefði á stefnu Sovétstjórnarinn-
ár heima og erlendis. Leiðtogarn-
ir ferðuðust landshornanna á milli,
frá pólsku landamærunum í vestri
til Vladivostok í austri, og töluðu
!á fundum flokksstarfsmanna og
spjöiluðu við verkamenn í öllum
stærstu og mikilvægustu verk-
smiðjum.
Ræður þær, sém þeir héldu,
hafa ekki verið birtar á prenti, og
það var heldur ekki ætlunin. En
engum blöðum er um það að fletta
að Rússum hefur verið sagt af
meiri hreinskilni en Krústjov
nokkru sinni sýndi, að Peking-
stjórnin hefði lagt út á braut, sem
er liættuleg Rússum, kommúnista-
hreyfingunni og lieiminum öllum.
★ VONLAUSAR TILRAUNIR
Á bak við þessa skyndilegu fram
takssemi Kremlherranna liggja
því nær tvö ár vonlausra tilrauna
til að rökræða við Kínverja. Þeg-
ar Krústjov var formálalaust vik-
ið úr valdasessi, sögðu nýju vald-
hafarnir skilið við stóru orðin
og bægslaganginn, sem settu svip
sinn á valdaskeið hans, og gerðu
sér vonir um, að styrjöldin í Viet-
nam gæti leitt til bættra sam-
skipta við Pekingstjórnina.
Þeim varð ekki að ósk sinni.
Þvert á móti hertu Kínverjar á
andróðrinum 'gegn Moskvu og
stimpluðu umbúðalaust hina nýju
stefnu ,,Krústjovisma án Krústj-
ovs“.
Þegar herferð Kínverja gegn
Sovétríkjunum komst á svo alvar
legt stig, að ekki var hægt að virða
hana að vettugi, þegar Kínverjar
tóku að stofna til bardaga á hinum
geysilöngu landamærum ríkjanna
og þegar valdhafarnir í Peking
neituðu að verða við öllum áskor-
unum um sameiginlegar aðgerðir
í Vietnamdeilunni, komust herr-
arnir í Kreml loksins að þeirri
niðurstöðu, að allar tilraunir
þeirra hefðu verið til einskis.
í fyrrasumar fóru blöðin í Sov-
étríkjunum .að svara áróðursher-
ferð Pekingstjórnarinnar og tóku
að birta frásagnir af starfsemi
Rauða varðliðsins^ Næsta skrefið
var samþykkt sú, sem gerð var á
desemberfundi miðstjórnarinnar,
en þar sagði skýrt og skorinort,
að Kreml hefði orðið að þola nógu
miklar svívirðingar af hendi fyrr-
verandi bandamanna sinna.
Hvort sovézku valdhafarnir hafi
í raun og veru talið Kínverja svo
óútreiknanlega, að þeir væru lík-
legir til að ráðast á Sovétríkin,
skiptir ekki máli. Það var nóg,
að aflmiklar útvarpsstöðvar í
Kína höfðu háfið sálfræðilegan
hernað gegn Rússum og gefið í
skyn, bæði beinlínis og óbeinlínis,
að innrás væri ekkert vafamál,
eina vafamálið væri hvenær hún
yrði gerð.
Vitað er, að það var sérstaklega
ein útvai-pssending, sem olli miklu
uppnámi, en þar var varað við
því, að Rauðu varðliðarnir mundu
dansa á götum Moskvu á 50 ára
afmæli bolsévikabyltingarinnar í
nóvember næstkomandi.
Taugaóstyrks þessa varð mest
vart á landamærum Kína og Sov-
Rússar gcra óspart gys að „menningarbyltingu“ Maos og hér sjást nokkrir Moskvubúar brosa að and
kínversku áróðursspjaldi, sem sýnir brennu á verk im Beethovens, Sliakespeares, Rembrandt og Push
kins, brotinn postulínsvasa og svört fótspor, sem sýna að önnur menningarverðmæti hafa einnig
verið fótum troiiin Texti spjaldsins segir, að eyðing sígildra verðmæta eigi ekkert skylt við „menn
ingu“ eða „byltingu“.
étríkjanna, en nokkrir embættis-
menn á þessum slóðum — þeir
hafa nú verið sviptir störfum —
urðu skelfingu lostnir og sendu
öll sín plögg til Moskvu. Embættis
menn flokksins komust einnig að
raun um, að stöðugt þurfti að
vinna meira o>g meira átak til að
kveða niður sögusagnir. Einn al-
gengasti orðrómurinn var á þá
lund, að 12. desember væri dagur
hinnar kínversku innrásar í Sov-
étríkin.
Ástandið veitti leiðtogum Rússa
færi á að sýna Kínverjum og sum-
part einnig vestrænum rikjurn, að
eftir 49 ár sovézkrar stjórnar
stæðu valdhafarnir og þjóðin sam-
an sem einn maður. Þannig ihefur
„Pravda“ dag eftir dag slegið upp
fréttum um, að hermenn úr Rauða
hernum og verkamenn „samþykki
einróma“ línuna frá Kreml.
★ KÍNA EINANGRAÐ
í raun og veru er það vafalaust
rétt, að enginn ágreiningur ríkir
í Rússlandi: Allir eru á einu máli
um það, að menningarbyltingin sé
viðurstyggð og dæmd til að mis-
takast. Sovézku valdhafarnir eru
að vísu sárreiðir hinum sífelldu
isvívirðingum Kínverja í þeirra
garð persónulega og árásunum á
stefnu þeirra. En það sem vakið
hefur með þeim mesta skelfingu
og reiði, er sundurlimun kínverska
kommúnistaflokksins.
Þeir hafa ekki gleymt því, að
Stalín stóð fyrir mörgum hreins-
unum í sovézka kommúnista-
flokknum, en þeir halda því fram,
að hann hafi aðeins rutt leiðtogum
hans burtu og ekki snert kjarna
flokksins.
Sovézkir menntamenn hafa
fylgzt af hryllingi með ástæðu-
lausri eyðingu kínverskra og vest-
rænna menningarverðmæta. Þeir
segja, að þótt margt af því, sem
gert hafi verið i nafni byltingar-
innar kunni að hafa farið út í
öfgar, hafi rússnskir kommúnistar
aldrei brennt dýrmætum bókunn
eða rifið niður líkneski. Það sem
hinum venjulega Rússa, sem þola
varð þjáningar á Stalínstímanum,
finnst langsamlega ógeðfelldast er
dýrkunin á persónu Maos.
Valdhafarnir í Kreml leggja nú
á það mikla áherzlu, að haldin
verði alþjóðleg ráðstefna komrn-
únistaflokka. Bresjnev, aðalleið-
togi flokksins, segir, að það sé fá-
sinna að halda því fram, að Rúss-
ar vilji halda slíka ráðstefnu til
að gera Kínverja brottræka úr
kommúnistahreyfingunni.
Honum var fullkomin alvara. í
augum ráðamanna í Kreml hafa
Kínverjar þegar klofið hreyfing-
una og einangrað sig frá hinu al-
þjóðlega bræðralagi kommúnista.
Á fundi æðstu manna kommúnista
flokka í Kreml þurfa herrarnir i
Kreml ekki að hafa neinn liávaða
í frammi til þess að treysta og efla
forystu Rússa í aíþjóðahreyfingu
kommúnista.
21. janúar 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ" J