Alþýðublaðið - 21.01.1967, Blaðsíða 11
Jón Jóhannesson afhendir íslandsmeistaranum í badminton frá sl. ári, Jóni Árnasyni, bikar þann, sem
faann gaf til keppninnar ojr verða á farandsgripur.
Jón Jóhannesson var um langt skeið meistari í ba Iminton hér á landi.
Verblaun afhent og skýrt
frá mótunum í vefur
Ágæt þátttaka í einliða-
keppni TBR sem fram fer í dag
bikarinn hlutu Haraldur Kornel-
íusson og Jafet Ólafsson, og fengu
þeir mikið klapp.
Framhald á 15. síðu.
Haukar og FH sjgruðu í gærkveldi
Svíar og Júgó-
slavar unnu
í igær voru háðir tveir leikir
í HM í handknattleik. í fyrsta lagi
léku Svíar og Vestur-Þjóðverjar
um 5. og 6. sæti. Svíar áttu ágæt
an leik og sigruðu með 24:22, í
hléi var staðan 12:10 fyrir Svía.
Fyrir úrslitaleikinn í dag hafa
54007 áhorfendur séð leiki HM.
i keppni um 7. og 8. sæti sigr
aði júgóslavía Ungverjaland með
24-20. í hléi var jafnt 9:9.
Skemmtifundur
Frjálsíþróttad. ÍR
Á sunnudag efnir Frjálsíþrótta
deild ÍR til rabb- og fræðslufundar
í ÍR-húsinu við Túngötu. Fundur
inn hefst kl. 2. Sýndar verða í- j
þróttakvikmyndir o. fl. til skemmt j
unar. Félagar eru beðnir að hafa
með sér töfl.
í gærkvöldi fórii fram tveir
leikir í I. deild íslandsmótsins í
handbolta. Haukar sigruðu Ár-
mann með 29:16 og FH Val með
24:15.
Orslifl
í dag
I DAG LEIKA Tékkar
og Danir til úrslita í heinis-
meistarakeppninni í hand-
^fiattlelk. Bújzt er við
geysispennandi leik, en þetta
er í fyrsta sinn, sem Danir
komast i úrslit í heims-
meistarakeppni í handknatt-
Ieik. Flestir spá Tékkum
sigri, en þeir voi-u í úrslit-
um í síðustu keppni og töp-
uðu þá naumlega fyrir Rúm-
enum. Danir geta þó kom-
ið enn á óvart.
A LAUGARDAGINN afhenti Tenn
Ss- og badmintonfélag Reykjavíkur
verðlaunabikara frá haustmótinu
síðasta og bikar sem gefinn hef-
ur verið sem heiðurslaun til handa
Islandsmeistara í einliðaleik
faverju sinni. Sátu síðan vinnend-
ur bikaranna, forráðamenn TBR,
blaðamenn og fleiri kaffisamsæti.
Kristján Benediktsson formað-
ur TBR gat úrslita Haustmótsins
en þar er keppt um bikarana sem
iengstum hafa verið kenndir við
Vagner Walbom og Unni Briem
og er keppt um þá í karla- og
kvennaflokki. Þá er hinn þriðji
Aaltonen sigraði
í Monte Carlo
Finninn Rauno Aaltonen sigr
aði í Monte Carlo keppninni að
þesu sinni. Hann ók Mini Cooper
Sigurinn var naumur, Anderson
Svíþjóð varð annar, aðeins 12 sek.
á eftir Aaltonen ,hann ók Lancia.
Frá Frjálsíþrótta-
deild Ármanns
Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar
Ármanns fer fram að Café Höll
(uppi) í daig kl. 16.30. Félagar eru
beðnir að fjölmenna.
bikar, sem nýliðai’ keppa um. Hef-
ur verið keppt um þá alla síðan
1958 að Haustmótið komst á lagg-
irnar.
Er að afhendingu bikaranna
kom tók Jón Jóhannsson til máls,
en hann er brautryðjandi badmin-
ton hér á landi og gamall meist-
ari árum saman. Hefur hann gefið
bikar til heiðurs íslandsmeistara
í einliðaleik hverju sinni og skal
um hann vinnast þrisvar í röð eða
5 sinnum alls til eignar. Afhenti
hann bikarinn Jóni Árnasyni ís-
landsmeistara.
Þá afhenti Kristján Benedikts-
|son ,,Haust-bikarana“, WajJbom-
bikarinn hlutu Viðar Guðjónsson
og Garðar Alfonsson. Unnar-bikar-
inn hlutu Jónína Niljohníusdóttir
og Rannveig Magnúsdóttir. Nýliða-
Bridge
Firmakeppni Bridgesambands
íslands h^fst í Súlnasal Hótel
Sögu mánudagskvöldið l^. jan.
kl. 8.00. 198 firma taka þátt í
keppninni og spila jafnmargir spil
arar, en þeir sem efstir hafa ver-
ið í einmenningskeppnum félag-
anna ganga fyrir.
Bridgesamband íslands þakkar
þessum firmum þann stuðning sem
þau sýna sambandinu með þátt-
töku sinni í keppninni.
Keppnisstjóri verður Guðmund-
ur Kr. Sigurðsson.
Sl. laugardag- voru afhent verðlaun í Haustmóti T. B. R. og sömuleiðis mjög glæsilegur bikar sen*
Jón Jóhannesson gaf til keppni í cinliðaleik á íslandsmót sem fyrst var keppt um á sl. ári. Haust-
mótið er forgjafakeppni og aðeins keppt I tvíliða eik.
Á myndinni eru Jón Árnason íslandsmeistari með hinn fagra grip, sem nafni hans gaf og sigurvegarar
úr Haustmótinu með verðlaunagripi:
Garðar Alfonsson og Viðar Guðjónsson — Jónína Níeljónúsardóttir og Rannveig Magnúsdóttir og Har
aldur Kornelíusson og Jafet Ólafsson.
21. janúar 1967 ~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ %%