Alþýðublaðið - 21.01.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 21.01.1967, Blaðsíða 15
íþréttir Framhald af bls. 11 Mikið líf og fjör er nú í starfi TBR. Garðar Alfonsson er fast- ráðinn kennari hjá félaginu og er með 60 manna hóp hvem laugar- dag og eru það unglingar 12—16 ára. Hefur nýlega verið haldið Unglingamót og tókst það með 'á- gætum. í vetur eru framundan hjá TBR 4 mót. Verður efnt til einliða- keppni og er það í fyrsta sinn sem eingöngu er keppt í þeirri grein. Hefur sú grein verið minna stund uð en ætla mætti, en slíkt kemur ekki sízt til af því hve þröngt er í æfingatímum og einliðaleikur lítið stundaður. Hyggst TBR hér úr bæta. í febrúarbyrjun verður efnt til firmakeppni sem er tvíliðaleikur. í marz verður Reykjavíkurmótið og íslandsmót í aprílok eða maí- byrjun. í einliðamótinu á laugardaginn veiður keppt í meistarafl. karla og kvenna, og 1. fl. karla og kveima. Mótið verður í Valshús- inu kl. 2 í dag. Dómaranámskeið í körfuknattleik KKÍ MUN gangast fyrir námskeiði í körfuknattleiksreglunum og er námskeiðið ætlað starfandi dóm- urum, leikmönnum (einnig kven- fólki) svo og þeim, sem taka vilja dómarapráf. Námskeiðið verður í KR-heimilinu við Kaplaskjóls- veg- og byrjar á sunnudag 22. jan. kl. 1 e.h., en lýkur á sama stáð á m'ánudagskvöld kl. 20.00. Guð- mundur Þorsteinsson og Jón Otti Ólafsson munu leiðbeina á nám- skeiðinu. íslandsmátið í handknaftleik Á morgun heldur íslandsmótið í handbolta áfram í Laugardalshöll inni og verða þá eftirtaldir leikir. Mfl. kvenna I deild: Fram — Víkingur V.alur — KR FH — Ármann 2, fl. kaiia A — riðill: í R — ÍA Fram — KR 2 fl. karla B — riðill: Valur — Þróttur Haukar — Víkingur Mánudaginn 23. janúar kl. 20,15 verður leikið að Hálogalandi og verða þá leiknir eftirtaldir leikir: 2 .fl. kvenna A — riðill: FH — Breiðablik 2. fl. kvenna — B —riðill KR — Ármann Mfl. kvenna 2. deild ÍBK — Grindavík 3 .f 1. karla B — riðill: ÍBK — Ármann 1. fl. karla A — riðill: Ármann — KR m Jarðarförin. Villtu englarnir bera félaga sinn í kirkjugarðinn. (» (» (» (» \ Bandaríska kvikmyndin ViRtu englarnir eftir Roger Corman hefur nú veriff alger lega bönnuð í Danmörku og Svíþjóð. Hefur þetta að von um vakið mikla athygli, þar eð Danir og Svíar eru ekki vanir að láta allt fyrir brjósti brenna, einkanlega í kvik- myndagerð. Enn meiri athygli hlýtur það að vekja, þegar í hlut á bandaris)k kvikmynd. Villtu englamir, sem upphaf lega var frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum í fyrra og er með Peter Fonda og Nancy Sinatra í aðalhlut-. verkum, fjallar um bandaríska óspektarunglinga, er þeysa um á mótorhjólum. Þessir „leður- jakkar" hafa skapað sér eins konar nazistiskt lífsfyrirkomu- lag, þar sem allt er levfilegt. í upphafi myndarinnar stelur einn félaganna mótorhjóli. en lögreglan kemst á snoðir um það og eltir hann uppi. Fé laginn, sem ’stal mótorhjólinu særist lífshættulega í átökun um við lögregluþjónana Hann er fluttur á sjúkrahús, en skömmu isíðar koma vinir hans og bera hann þaðan burt. Hann deyr rétt á eftir, er sett ur í kistu, umvafinni hakakross merki, og er borinn til kirkju. „Leðurjakkarnir" neyða prest inn til að halda minningar- ræðu yfir látinn félaga sinn. Síðan er prestinum misþyrmt og lýðurinn efnir til mikils gleðskapar í kirkjunni. Eftir „messugjörð" er kistan borin í grafreit, en þá kemur lögregl an aðvífandi og „kirkjugestir" flýja af hólmi — utan foring inn, sem verður eftir og bíður síns tíma.... Einn af þrem stjórnarmeð limum kvikmyndaeftiriitsins í Danmörku hefur gefið eftirfar andi skýringu á banni mynd arinnar: f — Það er engin ástæða að innleiða meiri ruddaskap en þegar er fyrir. Villtu englarn ir munu aðeins hafa óþægileg áhrif á unglingana. Það stend ur í lögunum, að ef einhver kvikmynd hafi mjög slæm á- lirif, eigum við að banna hana. Og við eru allir þrír samdóma um, að þessi kvikmynd sé það ruddaleg, að liún muni hafa geigvænleg áhrif Kvikmvndin hefur verið bönnuð í öðrum skandinavískum löndum sem væri ágætt að hafa í huga, ef einhverjum fyndist þetta ó sanngjörn úkvörðun. Er kvik- myndin liefði hins vegar verið mjög sterk — kannski listræn — hefði aftur á mót.i verið möguleiki á, að hún yrði sýnd. En tilraunin er nú önnur. Hún er langt frá því að hafa eitt hvert listrænt gildi til að bera. Það kemur manni á óvart, að hún skyldi vera sýnd í Feneyj um, en þar fékk hún að vísu ekki góða dóma. En að sjálf- sögðu er hægt að fá okkar dóm áfrýjaðan. Þá myndi kvikmynd in verða séð af kvikmyndaráð Prestur flytur minningarræðu hakakrossmerkinu. inu, þar sem dómsmálaráð herra yrði einnig viðstaddur. Hans dómur yrði þá lokaniður staðan. Þá er bara að bíða og vona, að kvikmynd þessi berist liing að til lands, áður en nýtt kvik myndaeftirlit erður sett á lagg irnar. yfir kistunni, sem umvafinn er l I Körfubolti ! í kvöld Laugardagur 21. jan. kl. 20.15. Há- ; loiilaland. ÍKF—Skallagrímur. -3. ifl. karla. ÍKF—Skallagrímur 2. fl. karla. Á—KR 2. fl. karla. Skalla grímur—KR Mfl. kv. (Ath. breyt- ing á leikskrá). Sunnudagur 22. jan. kl. 20.15. í- þróttahöll: KR-KFR 1. deild. ÍS —ÍKF 1. deild. Fulbrsght Framhald af 1. síðu. Fulbright er fæddur í Sumn er í Missouri árið 1905 Hann nam við háskólann í Arkansas og lauk þaðan prófi árið 1928. Síðan stundaði hann nám um þriggja ára skeið í Oxford í Fnglandi og lauk þaðan prófi. Síðan nain hann lögfræði og starfaði um liríð við banda- ríska dómsmálaráðuneytið í deild þeirri er hafði eftirlit með hringamyndunum og fyrir tækjasamsteypum. Var þetta á fvrstu forsetaárum Tmmans. Síðan fékkst Fulbright um skeið við háskólakennslu og | var forseti háskólans í Arkans j as 1939-41, en 1943 var hann i kjörinn í fulltrúadeild Banda 1 ríkjaþings og sat þar til 1945, j er hann var kjörinn senator, \ og hefur hann síðan átt sæti í öldungardeildinni, þar sem liann á sæti í fjárliagsnefnd auk þess sem hann er formað ur utanrikismálanefndar. Árið 1946 flutti liann frum- varp til laga um, að fé, sem Bandaríkjastjórn átti inni fyrir sölu margskonar hergagna og birgða í fjölmörgum -löndum yrði notað til að styrkja fram haldsnám efnilegs fólks, sem lokið liefur háskólaprófum og til að greiða fyrir menningar tengslum við önnur lönd m. a. með því að greiða laun gisti prófessora. Lög þessi voru sam þykkt og námsstyrkir þessi síð an ævinlega kenndir við Ful- bright. Munu nú um tuttugu lönd hafa tengsl af þessu tagi við Bandaríkin og hafa rúm lega tuttugu þúsund styrkir f verið veittir, og hafa m. a. j fjölma.rgir íslendingar hlotið Fulbright styrki. Lesið filbvðublaðið 21. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.