Alþýðublaðið - 21.01.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 21.01.1967, Blaðsíða 9
Stjórn félags niöursuðufræðinga: Talið frá vinstri: Magnús Jónsson, varaformaður, Jóhannes Arason, formaður, Birgir Þorvaldsson, ritari og gjaldkeri. IVSarkaðsleit vegna niður- suðuvara verða stóraukin Niðursuðufræbingar stofna með sér félag Nokkrir niðursuðufræðingar, er flestir hafa numið í V-Þýzkalandi bæði bóklegt og veirklegt náfi stofnuðu í vikunni með sér sam- tök, sem heita Félag íslenzkra nið- ursuðufræðinga. í lögum félagsins svo og í álykt- un stofnfundar er lögð 'á það á- herzla að stuðlað verði að því á skipulegan liátt, að íslenzkar sjáv- arafurðir verði fullnýttar sem kostur er og bent á nauðsyn þess að skilningur aukist á þjóðhags- legum kostum slíkrar fullnýting- ar. Félagið hyggst í framhaldi af stofnun þess beita sér fyrir fjöl- breýttari framleiðslu íslenzkra niðursuðuvara og auknu samstarfi framleiðenda þeirra. Hvatt er til aukinnar markaðsleitar fyrir ís- lenzkar niðursuðuvörur og býður hið nýja félag fram samstarf sitt í þeim tilgangi. Inn á við hyggst félagið efla starfsaðstöðu og samstarf sér- menntaðra niðursuðufræðinga, m. a. með öflun tæknirita og bóka svo og með skipulegum athuigun- um á nýjungum á sviði niðursuðu- og fiskiðnaðar almennt. Félagið hefur í hyggju að efna til útgáfustarfsemi þegar tímar líða til að kynna innlendan niður- suðuiðnað og að hafa samstarf við sambærileg félög í öðrum löndum eftir því sem ástæða þykir til og nauðsyn krefur. Á stofnfundi félagsins kom skýrt fram, að félagsmenn telja nauð- synleigt, að hér á landi verði kom- ið hið fyrsta á fót eftirliti sér- menntaðra niðursuðufræðinga með öllum niðursuðuiðnaði eins og tíðkast með öðrum þjóðum er framarlega standa í þessari grein. Norska óperu- og ljóðasöngkon- an Edith Thallaug kemur til R- víkur n.k. sunnudag á vegum Tón- listarfélagsins. Hún ætlar að halda hér tvenna tónleika, á mánudags- og þriðjudagskvöld kl. 7 í Aust- urbæjarbíói. Hingað kemur söngkonan frá Edith Thallaug. Stjórn hins nýja félags skipa Jóhannes Arason, sem er formaður félagsins, Birgir Þorvaldsson og Magnús Jónsson. Stokkhólmi en þar hefir hún verið fastráðin við konungl. óperuna síð an árið 1964. Edith Thallaug stund aði upphaflega jöfnum höndum leiklistar- og söngnám og kom fyrst fram árið 1948, þá mjög ung, sem leikkona í Þjóðleikhúsinu í Oslo þar sem liún átti eftir næstu árin, að leika ýms mikilsverð hlut- verk. En árið 1959 hélt hún fyrstu opinberu tónleikana og liefir síð- an eingöngu helgað sig söngnum. Árið 1960 réðist hún að Stora Teatern í Gautaborg og söng þar aðalhlutverk í ýmsum stærri óp- erum. Meðal hlutverka er hún syngur eru Carmen, Eboli í ,,Don Carlos“, Amneris í ,,Aida“ og Ascusena í ,.I1 Trovatore". Iiún hefir oft sungið í Konunglega leik- húsinu i Kaupmannahöfn m.a. Venus í Tarinhauser. Á tónlistar- hátíðinni 1964 var hún ráðin ein- söngvari með dönsku Útvarps- hljómsveitinni og söng á hátíðar- hljómleikum er haldnir voru til minningar um 100 ára afmæli Si- beliusar. Hún hefur sungið víða, Framhald á 10. síðu. Edith Thallðug syngur á tón- leikum Tónlistarfélagsins 2800 vel með farin frímerki og minningarmerki að sannvirði 320 mörk fást af sérstökum ástæðum fyrir aðeins 300 mörk. Hægt er að greiða með íslenzkum krónum meðan birgðir endast. Utanáskriftin er: MARKENZENTRALE, Dempscher- gasse 20, 1180 Wien_ Landsvirkjun Eftirlitsverkfræðingur við Búrfell óskar að ráða teiknara til aðstoðar í verkfræðiskrifstofu. Væntanlegir umsækjendur snúi sér til Rögn valdar Þorlákssonar, verkfr., skrifstofu Lands virkjunar, Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, sími 38610. HEILSUVERNDARSTÖÐ KÓPAVOGS er opin sem hér segir: I Ungbarnavernd: Mánudaga kl. 9-11 fyrir börn úr Vesturbæ. Þriðjudaga kl. 9-11 fyrir börn úr Austurbæ. Föstudaga kl. 14-15 fyrir börn úr báðum bæj'ar hlutum 1 árs og eldri. Mæðravernd: Þriðjudaga kl. 16-17. Heimilishjúkrun og heimilishjálp: Viðtalstími alla virka daga kl. 12-13. | Héraðslæknir: Viðtalstími kl. 14-16 virka daga nema laugar- daga kl. 11-12. — Sími 41188. Stjórn Heilsuverndarstöðvar Kópavogs. SAMVINNUSKÓLINN BIFRÖST Stúlku vantar að Samvinnuskólanum. Upplýsingar í símstöðinni að Bifröst, Borgar- firði. Samvinnuskólinn Bifröst. Kópavogur Börn eða unglingar óskast til að bera Alþýðu blaðið til áskrifenda í Nýbýlavegshverfi. Upplýsingar í síma 40753. Áskriftasíminn er 14901 21. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.