Alþýðublaðið - 21.01.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 21.01.1967, Blaðsíða 14
FRÉTTIR í STUTTU MÁLI Mao Framhald af 1. síðu. búa í úthverfum Shanghai, að mynda sameinaða fylkingu ásamt maosinnuðum verkamönnum í borginni gegn stéttarfjendum. Undanfarnar tvær vikur hafa verkamenn í Shanghai verið hylltir í opinberum tilkynningum fyrir þátt þeirra í því að brjóta á bak aftur samsæri afturhalds- sinna í flokksdeildinni í borg- inni. í boðskapi toyltingarsamtakanna segir að afturhaldssinnar reyni nú að flytja toaráttuna frá borginni til sveitanna umhverfis Shanghai. Pekingútvarpið tilkynnti, að flokks reíndin hefði tjáð fulltrúum toærida 9. janúar, að verkamenn Iiefðu í hyggju að ráðast til at- lögu gegn þeim. Útvarpið sagði, að framselja yrði „erkibófana" í ftokksnefndinni fjöldanum svo að Jiann gæti gagnrýnt þá og út- rymt þeim síðan. ★ LAUNAHÆKKANIB AFNUMDAR í boðskapnum segir, að launa- hækkanir þær, sem afturhaldssinn ar hefðu framkvæmt, hefðu verið afnumdar. Skorað var ó bændur að lialda ekki til borgarsvæðisins í 'Stórhópum. Byltingarsinnaðir stúdentar ættu að fara út í sveit- irnar „á skipulegan hátt“ til þess að segja bændunum frá hugsun- um Maos. í annarri útsendingu sagði út- varpið, að iðnaðurinn í borginni Hangshow hefði orðið fyrir mikl- um skakkaföilum þar sem borgara- leg öfl hefðu mútað nokkrum verkamönnum til að taka þátt í „löngum göngum“. Útyarpið bætti því við, að borgaraleg öfl heíðu einnig æst fáfróða verkamenn í Chengtu til að ráðazt á toyltin'g- arsinnaða verkamenn. ★ ÚTVARPSEFTIRLIT Blað' í Tokyo liermir, að bylt- ingrarhópur hafi tekiff menningar- málaráðuneytið á sitt vald. Ann- að Tokyoblað hermir, að mið- stjórn flokksins hafi fjrirskipað, að herinn taki að sér stjórn út- varpsstöðva. Massey Ferguson DRÁTTARVÉLA og GRÖFUEIGENDUR W Nú er rétti tíminn til að láta yfirfara og gera við vélamar fyrir vorið. Massey Ferguson-við- gerðaþjónustu annast Vélsmiðja Eysteins Leifssonar hf. Síðumúla 17. sími 30662. Nýlega kom út á vegum forlags ins „Progress“ í Moskva bókin Ladja Islandi (íslandsbátur), en bók þessi er safn smásagna eftir Ólaf Jóliann Sigurðsson. Sögur í safn þetta valdi frú Svet lana Nédléyaéva, sem á árinu 1966 lauk meistaraprófi í íslenzku við háskólann í Leningrad og kennir nú við háskólann í Vilnus jafn framt því, sem hún vinnur að þýð ingu á einni af bókum Halldórs Laxness. Frú Svetlana skrifar grein um Ólaf Jóhann aftast í smásögusafn inu og hún hefur þýtt þrjár sögur í bókinni. Aðrir þýðendur eru S. Stréblova (2 sögur) S. Khalipov og Árni Bergmann. Ólafur Jóhann skrifar sjálfur formála fyrir sögu safnið. Utanríkisráðuneytið, Höfðaborg 19. 1. (NTB-Reuter). Dr. Eban Donges 68 ára,-verður næsti foseti Suður-Afríku. Þjóð ernissinnaflokkurinn, sem fer með völdin í Suður-Afríku, tilnefndi hann í dag eftirmann Charles Swart, sem er 71 árs gamall og læt ur af forsetaembættinu í maí. Það kom á óvart að Donges varð fyrir valinu en ekki hinn íliald sami menntamálaráðherra, Jan de Klerk. Donges var lögfræðingur og blaðamaður áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum, og hefur orð fyrir að vera í hópi frjáls lyndari ráðherra, en hann styður apartheidstefnuna. Frambjóðandi Sameina'ða flokksins í forsetakosn ingunum er Pieter van der Byl majór 77 ára, einn kunnasti ráð herra stríðsstjórnar Smuts mar- skálks. Þriðju sunnudagstónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands á þessu starfsári munu sem fyrr flytja „eitthvað fyrir alla fjölskylduna“. Þeir verða haldnir í Háskólabíói næstkomandi sunnudag kl. 15. Stjórnandi verður Bohdan Wo- diczko, en Guðmundur Jónsson mun syngja einsöng í nokkrum vinsælum íslenzkum og erlendum lögum. Þjóðleikhúskórinn mun einnig koma fram á þessum tón- leikum í atriðum úr óperunni Faust eftir Gounod og sígildum Vínarvölsum eftir Strauss. Efnis- skráin verður: Lýrisk svíta eftir Grieg, einsöngur Guðmundar Jónssonar, atriði úr óperunni Faust eftir Gounod, rómversk Þátturr) úr Surtseyjarmynd Ós- valds Knudsen var sjónvarpað á fyrstu dagskrá sovézka sjónvarps ins í þættinum „Kvikmyndaklúbb ur ferðalanga“ kl. 6—7 e.h. á að fangadag jóla. laugardaginn 24. desember sl. Fyrirkomulag dagskrárþáttar- ins var þannig að þrír staðir voru heimsóttir. Fyrst Murmansk og nyrztu hlutar Sovétríkjanna, næst Tyrkland og loks ísland og þá sér staklega Surtsey. Var hver þáttur um 20 mínútur og ræddi formað ur klúbbsins við ,,ferðalang“ kunn ugan viðkomandi stað. Var Vladi mir Jakub ferðalangurinn frá ís landi og kynnti smekklega bæði Ósvald Knudsen „hinn hugrakka kvikmyndatökumann“, eins og hann komst að orði, og fór auk þess nokkrum orðum um ísland en ræddi sérstaklega um sögu Surts eyjar. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík 17. janúar 1967 Koparpípur og Rennilokar. Fittings, Ofnkranar, Tengikranar, Slöngukranar, Blöndunartæki, Burstafell Réttarholtsvegl 3. Byggingavöruverzlun, Síml 3 88 40. kjötkveðjuhátíð eftir Berlioz, Sög ur úr Vínarskógi og Listamanna- líf eftir Johann Strauss, yngri, og tónleikarnir enda á Boðið upp í dans eftir Weber. Alðgöngumiðar verða seldiir í Bókaverzlun Lárusar Blöndal, Sig- fúsar Eymundssonar og i Háskóla- bíói eftir kl. 4 í dag, laugardag, og við innganginn á morgun. Fyrstu áskriftartónleikar síðara misseris verða fimmtudaginn 26. janúar í Háskólabíói. Verður þá m.a. flutt Stabat mater, fyrir ein- söngvara, kór og hljómsveit, eftir Szymanowsky — það er Polyfón- kórinn sem syngur, og fimmta sin fónía Beethovens. Stjórnandi verð ur Bohdan Wodiczko. Eitthvað fyrir alla hjá Sinfóníunni |,4 21. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Skemmtikvöld á ísafirði Alþýðuflokkurinn á ísa- firði lieldur skemmtifund í veitingasal Alþýðúhússins á ísafirði, í kvöld laugardag- inn 21. janúar og ihefst skemmtunin kl. 21. Birgir Finnsson flytur ræðu, sameiginleg kaffi- drykkja, skemmtiþættir- verða fluttir og að lokum stiginn dans. Allir stuðnin'gsmenn Al- þýðuflokksins velkomnir. KOMMAFUNDUR Framhald af 1. síðu. dag. Hin óvænta heimsókn sovézku leiðtoganna Kosygins og Bresjnevs 17 .og 18. janúar var liður í und irbúningi þessara fundarhalda. Jafnframt munu kommúnista- flokkar í ýmsum heimshlutum halda ráðstefnur. Franska komm vxnistafiokknum verður falið að undirbúa ráðstefnu kommúnista- flokka Vestur-Evrópu. Pólski kommúnistaflokkurinn hefur til þessa verið andvígur alþjóðaráð stefnu kommúnistaflokka, en mun nú hafa skipt um skoðun. TÁNINGAR HLÆJA . . . Framhald af 1. síðu. var í upphafi notaður til að leika rússnesk sönglög ,en stöðugt fjölg aði gestum sem vildu heyra tón list sem þeir höfðu heyrt í vestræn um útvarpsstöðvum. Blaðið segir að þótt nokkur góð lög hafi verið leikin eins og söngvar Adamo og Charles Aznavour, nokkur bítlalög eins og „Michelle“ og nokkur lög sungin af Pat Boone sé það því miður svo, þeir sem vilji 'heyra rússnesk lög verði að biðja um það með mestu varúð og eigi það á hættu að táningarnir hlægi að þeim. Veitinga'hús Framliald á 14. síðu. haldnir fundir með heilbrigðis- nefndum í þeim bæjum sem lieil- brigðisfulltrúi er ekki starfandi. í ársskýrslu -eftirlitsmanns segir í nokkrum tilfellum virðist svo sem heilbrigðisnefndir séu óstarfhæfar eða finnist ekki þörf fyrir slíka afskiptasemi. Skrifleg fyrirmæli um breytin'g ar og lagfæringar voru lögð fyrir á 57 stöðum og gerðar tillögur um breytingar til ihagræðis og stækkunar á fjórum teikningum að nýjum greiðasölu og gististöðum, um stærð og. staðsetningu og fyr- irkomulag á snyrtiklefum. Tekin voru sýnishorn af mat- arílátum og hnifapörum á fjöl- mörgum stöðum með tilliti til þrifnaðar og reyndist uppþvotti í mörgum tilfellum mjög ábótavant. Fjöldi þeirra staða sem eftirlit- ið þarf að hafa afskipti af og at- huga úti á landi eru alls 269 tals- ins. í Reykjavík annast embætti borgarlæknis slíkt eftirlit. Sykarno Framhald af 2. síðu. mánuði til að fjalla um afstöðu for setans. Sutjipto landbúnaðarráð- herra sagði blaðamönnum í dag, aö Sukarno hefði tjáð honum tveimur vikum eftir hyltingartilraunina, að sex herforingjar, sem byltingar- menn myrtu, hefðu verið teknir af lífi á verðugan hátt eftir að al þýðudómstóll hefði dæmt þá til dauða. Næturklúbbur Framhald af 3. síðu. á segulbandsmúsik og hafði svo farið fram nokkur kvöld. Þó glatt hafi verið ó hjalla, er ekki vitað til að vín hafi þar verið áberandi haft um hönd. Sá, sem staðið hefur fyrir gleð skapnum er Dave nokkur Cshaffe ur, ungur maður af kanadískum og frönskum ættum ,en fæddúr í Suður-Afríku. Hefur maður þessi haldið hér nokkrar sýningar á vertshúsum borgarinnar, einnig hef ur hann „troðið upp“ hjá ýmsum danshljómsveitum. Hvað varðar áð urnefndan skemmtistað hafði hann í hyggju að reka hér eins konar næturklúbb, án þess að hafa minnstu heimild til þess. Götyskemsndir Framhald af 2. síðu. Þá kom það fram, að saltaustur- inn á göturnar leysir ekki upp malbiksyfirborðið, en keðjur og snjónaglar rispuðu það hins veg- ar upp og þegar saltið blandaðist þessum lausu tjöruögnum mynd- aðist stöðug bleyta, sem væri nauð synleg til að halda götununi auð- um, en að þessu væru óneitanlega talsverð óþrif. Þessi saltupplausn gæti komizt í gegn um óþéttari undirlög gatnanna, og ofan í und- irbygginguna og myndað þar ó- frosna bletti. Undirbyggingin yrði því misjafnlega föst fyrir og mal- bikið vildi því brotna undan þunga umferðarinnar. Mest ihefur borið á skemmdum á götum, sem malbikaðar voru fyrir 10 til 15 árum eða fyrr svo og á þeim götum, sem enn vantai’ malbiksslitlag ofan á, en lagning þess hefur víða verið látin sitja á (hak^num. Tilraunir 'hafa venið gerðar með mismunandi steinefni í undirbyiggingu gatna og mismun- andi malbiksblöndur. Nú er mest notað griágrýti úr Selásnum og hefur það reynzt betur en harðari steintegundir, og gæði bikblönd- unnar hafa batnað síðan farið var að blanda í hana semcnti. Bent var á að takmarka þyrfti notkun snjókeðja og naglahjól- barða sem mest, og viðurkennt að sparlega hafi undanfarið verið far ið í við'hald á eldri götum, en tal- ið er, að fjárfesting til gatnavið- halds muni nægja til að gera við þessar skemmdir o'g ekki þurfi að taka fé af nýbyggingarfjárveit- ingum. Þá er það og talið með- virkandi í þessum miklu skemmd- um, að viðhaldi varð sumstaðar ekki komið nægilega vel við sl. sumar og víða vantar enn kanta á malbikaðar götur, auk þess sem skurðir grafnir af einstaklingum og fyrirtækjum og frostlyfting hafi haft sitt að segja í þessu sam- bandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.