Alþýðublaðið - 21.01.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 21.01.1967, Blaðsíða 16
rAT USTTJÁNING OG SKEMMTANAHALD Ósjaldan heyrir maður raddir um að skemmtanalífið í höfuð- borginni sé orðið fuli fjölskrúð- •ugt, skemmtistaðir of margir, of vel sóttir og skemmtikraftar bæði Aiýrír og djarfir og ekki sízt skemmti fólk sér allt of mikið. Aðrir eru á annarri skoðun og segja að skemmtanalifið sé held- ur leiðinlegt og útkjálkabragur á flestu sem því við kemur. Sér- staklega þykir mikið vanta á að Wessuðum unglingunum sé skemmt að nokkru gagni. Þeir fá ekki einu sinni brennivínsblönd- una sína í veitingahúsunum nema með brögðum. Fyrir nokkru rættist svolítið úr fyrir krakkagreyjunum. Fram- kvæmdasamur ungur maður utan o.ir þeim stóra heimi sem dvalið hefur hérlendis í nokkurn tíma var fljótur að koma auga á þessa gloppu í þjóðlífinu og stofnaði eigin skemmtistað fyrir ungt fólk. Leigði hann sér kjallara- holu, þar sem krakkar sem komn- ir eru yfir fermingu geta ekki gengið uppréttir, og setti upp næturklúbb sem opinn var allan sólarhringinn. Piltungi þessi hefur annars gert sér sitthvað til frægðar þann stutta tíma sem hann hefur dval- ið hér. Á rúmri viku hélt hann ekki færri en fjórar málverka- sýningar, sem blöðunum iþóttu svo merkilegar að sagt var ítar- lega frá þeim öllum og hafa varla aðrir listamenn hlotið aðra eins pressu á jafn stuttum tíma, enda var listsköpunin hin athyglisverð- asta. Konstnerinn breytti listtj'án- ingu og efnismeðferð á tveggja nátta fresti og geri aðrir betur. Ekki þurfti klúbbeigandinn að kvarta yfir slælegri aðsókn þótt nokkra upphæð kostaði að ger- ast meðlimur og fá að slcríða þarna inn og hlusta á segulbands- tónlist sitjandi á gólfinu eða dansa á ihnjánum, sem sjálfsagt er ekkert verri aðferð til þess arna en hver önnur. En Adam var ekki lengi í Para- dís og ekki leið á löngu áður en sú leiða lögregla gerði innrás á fjórum fótum og leysti klúbbinn upp. Svona er ávallt komið í veg fyrir að vesalings unglingarnir skemmti sér, eins og þeim sjálf- um likar. Fyrir nokkru ruddust lögreglu menn inn í annað samkvæmi sem útlendingar stóðu fyrir og stungu dúsíni af þeim inn, ráku svipað- an fjölda út og skiidu annað eins eftir í húsakynnunum þar sem gleðskapurinn fór fram. Svo er nú komið í dægrastytt- ingum mörlandans að ávallt þarf útlent fólk til að standa fyrir skemmtanahaldi og er skemmst að minnast kvensunnar sem skemmti öllúm landslýð ekki alls fyrir löngu með því að ganga fram af íslandsmanninum í ávís- anafalsi og er þá mikið sagt. £3 Móðirin, sem heitir Rose- marie Janussk er KVÆNT 33 ára gömlum bifvélavirkja í Duesseidorf. . . Morgunblaðið Við komust áreiðanlega iun- an skamms til tunglsins, enda er ekki svo ýkja langt þang- að. Það er miklu meiri f jar- lægð manna á milli hér niðri á jörðinni. . . Nú er kallinn búinn að missa allan áliuga á liandknattleik og segist aldrei ætla að horfa á soleiðis leiki í framtiðinni. Það er af því að Danir grís- uðu sig í úrslitin. . . Þessir menn sem eiga að sjá um götumar í henni Reykjja- vík, þeir hljóta að vera anzi götóttir. . . i» \ # ÞINGMANNAVÍSUR Gylfi Þ. Gíslason Gylfi vel til verka kann, vanur þessu og liinu, í mörgu stússi stendur hann á stjórnarheimilinu. Veður gerast vot og stygg, vöknar skór með þvengjum, í lilöðuna sína bankabygg ber liann heirn af engjum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.