Aldamót - 01.01.1897, Blaðsíða 45
fljótur að nema, skarpur að skilja og gleymdi aldrei
þvi, sem hann hafði eitt sinn numið.
Þegar hann var að eins 10 ára, missti hann
föður sinn. Aður en hann andaðist, kallaði hann
syni sina fyrir sig og áminnti þá um, að vera
hlýðna guði og hlynnta kirkjunni. »Margar bylt-
ingar hefl jeg orðið var við i heirainum um rafna
daga, en það standa aðrar meiri fyrir dyrum; guð
varðveiti ykkur þá; gangið á hans vegum og verið
stöðugir í hinu góða«. Þannig mælti hann, roeð
grun deyjandi manns um óorðna hluti. Hann var
að eins 40 ára, er hann ljezt.
Eptir iát föður síns ttuttist Filippus með móður
sinni til Pforsheim. Þar kynntist hann frænda sín-
um, Jóhanni Peuchlin, miklum andans manni, einum
hinum fremsta í hópi þeirra, er ijett á undan sið-
bótartímabilinu stunduðu hinar fornu grísku og róm-
versku bókmenntir og listir af dæmalausu kappi og
kærleika; hann var þá nokkuð hniginn á efra aldur.
Tókust brátt með þeim ástir miklar, eins og milli
föður og sonar. Ættarnafn sitt, Schwartzerd (svarta
jörð) þýddi hinn ungi maður, sem nú hafði varpað
sjer yfir hið æðra skólanám af mesta kappi, að ráði
þessa lærða frænda síns á griska tungu og gjörði
úr því Melanchthon. Varð hann um leið eins og
innlimaður 1 tölu lærðra manna, sem ef til vill bef'-
ur þótt meiri heiður þá en nokkurn tíma endrar-
nær.
Þegar Melankton var hjer um bil 12 ára gam-
all, fór hann á háskólann 1 Heidelberg. En þótt hann
væri svo ungur að aldri, var hann þegar kominn
langt í námi sinu. Ekki fjell honum veran þar neitt
vel í geð, samt las hann af mesta kappi. Kennslan