Dagur - 17.10.1997, Side 12

Dagur - 17.10.1997, Side 12
Föstudagur 17. október 1997 Það heitasta í krakkatískunm Stelpur og strákar smitast af tískunni þó að ung séu og láta sér ekki standa á sama um hverju þau klæð- ast hvað svo sem pen- ingapyngjúnni líður. Það er kannski eins gott til lengri tíma litið, þau venj- ast því þá að vera hrein og snyrtileg og vel til fara. I skólanum er náttúrulega gott að vera í góðum bux- um og þykkri peysu og svo er nauðsynlegt að yfir- höfnin sé þykk og skjólgóð og falleg um leið. Krakkat- íska haustsins var sýnd á tískusýningu krakka í Grafarvoginum nýlega og þar eru það fallegar mynstraðar peysur í bland við Spice Girls boli sem blíva. Stelpur hafa alltaf gaman af því að vera í fallegum kjólum og þessir virðast sætir og heppilegir i skólann. Strákurinn sýnir réttu skólaúlpuna. myndir: hilmar þór Áhorfendur máttu til með að fylgj- ast með þessum duglegu krökkum sem voru ófeimnir við að ganga fram og aftur um gólfið og sýna fatnaðinn. rgóð tilþnf ^ fíHfSspeSeW "PJöuiéttgs^^ Þetta er strákatískan i dag. Með húfu ofan í augum, buxum og peysu. Húfan skiptir öllu máli. Það er enginn strákur með strákum nema hann eigi réttu húf- una og það hefur verið svo lengi. Það heitasta hjá sjö ára stelpum og upp úr í dag eru óneitaniega Spice Girts-botir. Strákarnir þola nefnilega ekki Spice Girls og þá er hægt að stríða þeim svolítið... Fallegir Moon Boots-skór eru líka inni, sér í lagi efþeir eru svolítið skrautlegir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.