Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 4
20 - LAUGARDAGUR 1 8.OKTÓBER 19 9 7
LÍFIÐ í LANDINU
Sænska akademían, sem hefur
útdeilt bókmenntaverðlaunum
Nóbels árlega mestan hluta ald-
arinnar, hefur sjaldan orðið til
að heiðra helstu leikskáldin með
þeim hætti. Undantekningarnar
eru George Bernard Shaw
(1925), Luigi Pirandello (1934),
Eugene O’NeiIl (1936) og
Samuel Beckett (1969) sem tók
ekki við verðlaununum. Og nú
ítalski snillingurinn Dario Fo
sem er allt í senn: leikskáld,
leikari, Ieikmyndasmiður og
leikstjóri.
&
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Stóra sviðið kl. 20
GRANDAVEGUR7
eftir Vigdísi Grímsdóttur
Leikgerö: Kjartan Ragnarsson og
Sigrlður M. Guðmundsdóttir.
Tónlist: Pétur Grétarsson
Lýsing: Björn B. Guðmundsson
Leikmynd og búningar:
Axel Hallkell
Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson
Leikarar: Margrét Vilhjálmsdóttir,
Bergur Þór Ingólfsson,
Sigrún Edda Björnsdóttir,
Jóhann Sigurðsson,
Ólafía Hrönn Jónsdóttir,
Valdimar Örn Flygenring,
Þröstur Leó Gunnarsson,
Vigdís Gunnarsdóttir, Ingrid Jóns-
dóttir, Magnús Ragnarsson, Elva
Ósk Ólafsdóttir,
Hjálmar Hjálmarsson,
Gunnar Hansson.
Frumsýning mvd. 29/10
2. sýn. fid. 30/10
3. sýn. sud. 2/11
4. sýn. föd. 7/11
5. sýn. fid. 13/11.
FIÐLARINN Á ÞAKINU
eftir Boch/Stein/Harnick í kvöld
Id. uppselt - Id. 25/10
sud. 26/10
föd. 31/10-Id. 8/11.
ÞRJÁR SYSTUR
eftir Anton Tsjekhof
11. sýn. á morgun sud. nokkur
sæti laus -12. sýn. fid. 23/10 -
föd. 24/10-Id. 1/11.
„KVÖLDSTUND MEÐ GHITU
NÖRBY“-
Dagskrá í tali og tónum
Mád. 20/10 kl. 20, uppselt.
Aðeins þetta eina sinn.
Litla sviðið kl. 20.30
LISTAVERKIÐ eftir Yasmina
Reza í kvöld uppselt -
Aukasýning mvd. 22/10 laus
sæti - Id. 25/10 uppselt
sud. 26/10 uppselt.
Ath. ósóttar pantanir
seldar daglega.
Smíðaverkstæðið kl. 20.30
KRABBASVALIRNAR
eftir Maríanne Goldman
Þýðing: Steinunn Jóhannesdóttir
Lýsing: Ásmundur Þórisson
Leikmynd og búningar:
Helga I. Stefánsdóttir
Leikstjóri: María Kristjánsdóttir
Leikarar: Guðrún S. Gísladóttir, Krist-
björg Kjeld, Edda Arnljótsdóttir, Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir, BaldurTrausti
Hreinsson, Sigurður Skúlason.
Frumsýning Id. 25/10 - sud.
26/10-sud. 2/11 - fid. 6/11
föd. 7/11
LISTAKLÚBBUR LEIKHÚS-
KJALLARANS mád. 20/10
Ghita Nörby á stóra sviði Þjóðleik-
hússins, uppselt.
Miðasalan er opin mánud.-þriðjud.
13-18, miðvikud.-sunnud. 13-20.
Símapantanir frá kl. 10 virka daga.
Dario Fo á langan og Qöl-
breytilegan starfsferil að baki í
ítölsku leikhúsi. Hann var vin-
sæll og umdeildur í heimaland-
inu löngu áður en leikrit hans
bárust til annarra landa. Um-
byltingarnar mildu sem kenndar
eru við árið 1968 skiptu hins
vegar sköpum fyrir Fo; þá fór
hann fyrir alvöru inn á brautir
pólitísks leikhúss sem tók fyrir
atburði í ítölskum samtíma,
stundum um leið og þeir voru
að gerast.
Æskudrauinar
Dario fæddist 24. mars árið
1926 í smábænum Sangiano á
bökkum Maggiore vatnsins. Fað-
ir hans var járnbrautarstarfs-
maður á daginn en lék í áhuga-
leikhúsi á kvöldin. Dario var
elstur þriggja systkina. Bróðir
hans, Fulvio, varð síðar leikhús-
stjórnandi, en systirin, Bianca,
búningahönnuður. Þannig dró
leikhúsið þau öll til sín.
A barnsaldri komst hann í
kynni við farandsöngvara og
sagnaþuli sem ferðuðust um og
skemmtu alþýðunni með sögum
og leikþáttum. Þeir bræðurnir
komu sér upp brúðuleikhúsi
þegar Dario var sjö ára og settu
á svið frumsamin verk. Hann
fékk líka áhuga á að teikna og
mála og hóf nám í listaskóla.
I síðari heimsstyrjöldinni
hjálpaði Dario föður sínum um
hríð í andspyrnuhreyfingunni en
gekk síðan í ítalska flotann,
strauk, flæktist um, gekk svo í
fallhlífaherdeild, strauk aftur og
var á flakki til stríðsloka. Þessi
ferill hans var af ýmsum talinn
merki um stuðning við fasista,
en Dario hefur alltaf neitað því
harðlega.
Hann hóf aftur nám í málara-
list og húsagerðarlist, hætti
námi áður en hann gat lokið
prófum og fékk taugaáfall.
Læknar ráðlögðu honum að ein-
beita sér að því sem honum
þætti skemmtilegast að gera; þá
sneri hann sér að Ieikhúsinu.
„Hirðfífl borgaranna“
Dario Fo samdi fyrsta farsa sinn
árið 1944 og komst fljótlega í
kynni við kunnan Ieikara sem
opnaði honum leið inn í heim
leikhúsa og útvarps snemma á
sjötta áratugnum. Hann samdi
fjölmarga stutta leikþætti og lék
í þeim sjálfur. Samtímis tók
hann þátt í stjórnmálastarfi
kommúnista og annarra vinstri-
sinna. Þá kynntist hann einnig
leikkonunni Franca Rame; þau
giftust árið 1954, eignuðust son
árið eftir og störfuðu saman í
leikhúsinu áratugum saman.
Dario hóf að semja ýmsa þá
farsa sem vinsælastir hafa orðið
undir lok sjötta áratugarins og á
fyrri hluta þess sjöunda. Þar á
meðal eru þau leikrit sem mest-
um vinsældum hafa notið hér á
landi af verkum hans, svo sem
„Þjófar, Iík og falar konur“ og
„Sá sem stelur fæti er heppinn í
ásturn.” Hann hlaut miklar vin-
sældir fyrir í heimalandi sínu,
varð að eigin sögn „hirðfífl borg-
aranna.“
En svo kom viðhorfsbyltingin
mikla og Dario Fo skipti um gír:
varð það sem hann kallaði sjálf-
ur „hirðfífl alþýðunnar.”
Stj ómley smginn
Árið 1970 stofnaði Dario Fo
leikfélag sem hann nefndi Le
Commune, eða Kommúnan, og
samdi og flutti leikrit sem áttu
að vera hluti stéttabaráttunnar.
Frægast verka hans á því tíma-
bili er „Stjórnleysingi ferst af
slysförum" en það var byggt á
raunverulegum atburðum eins
og mörg leikrita hans á þessum
tfma - og tók sífelldum breyting-
um eftir því sem atburðarásin í
þjóðfélaginu breyttist. Baksvið
verksins var dauði ungs stjórn-
leysinga á meðan hann var í
haldi Iögreglunnar. Hann var að
sögn grunaður um sprengjutil-
ræði, en síðar kom í ljós að öfga-
menn til hægri höfðu staðið að
ódæðinu, og lögreglan drepið
stjómleysingjann.
Dario Fo samdi og túlkaði eitt
af merkustu hlutverkum sínum í
þessu verki: brjálæðinginn
Matto sem fær lögregluna smátt
og smátt til að játa á sig glæpi
sína. Þetta leikrit, sem er aðeins
eitt margra tuga verka nýja
nóbelskáldsins, hefði vafalaust
nægt til að halda nafni hans á
lofti.
Rithöfundas amb andið
fær Gunnarshús
Rithöfundasamband-
ið hejurflutt starf-
semi sína úrHafnar-
stræti í hús Gunnars
Gunnarssonar.
Þegar Gunnar Gunnarsson
Flutti frá Skriðuklaustri til
Reykjavíkur ásamt Fransiscu
konu sinni fengu þau hjón
Hannes Kr. Davíðsson arkítekt
til að teikna fyrir sig hús sem
síðan var byggt að Dyngjuvegi
8 á árunum 1950-1952. Þar
bjó Gunnar allt til dauðadags
árið 1975. Reykjavíkurborg
keypti húsið síðan af erfingjum
hjónanna árið 1990. Frá þeim
tíma og allt til síðastliðins sum-
ars hefur húsið einkum verið
notað sem gestaíbúð fyrir er-
lenda myndlistarmenn sem
hingað hafa komið til að halda
sýningar. En félagar í Rithöf-
undasambandinu áttu drauma
sem tengdust húsinu. Þeir
vildu gera húsið að miðstöð
sambandsins og sá draumur
hefur nú ræst. Síðastliðið sum-
ar fékk Rithöfundasambandið
húsið til afnota en það er þó
enn eign borgarinnar sem sér
um allt meiri háttar viðhald en
Rithöfundasambandið rekur
húsið að öðru leyti.
OII starfsemi Rithöfunda-
sanmbandsins flyst í húsið sem
opnar formlega 18. október, í
dag Iaugardag. Ingibjörg Har-
aldsdóttir formaður Rithöf-
undasambandsins segir sam-
bandið stefna að því að halda
reglulega bókmenntakvöld í
húsinu. Sú dagskrá hefst 22.
október og 5. nóvember og
verður þá helguð Gunnari
Gunnarssyni. Fyrra kvöldið
munu bókmenntafræðingarnir
Jón Yngvi Jóhannsson og Soffía
Auður Birgisdóttir flytja erindi
og Guðmundur Olafsson leik-
ari les úr verkum Gunnars.
Seinna kvöldið 5. nóvember
flytur Halla Kjartansdóttir er-
indi og Helga Bachmann les úr
Fjallkirkjunni. Þegar líða tekur
á vetur munu félagar í Rithöf-
undasambandinu að sjálfsögðu
mæta með jólabækur sínar til
upplesturs og kynningar.
Gunnarshús er á tveimur hæð-
um auka kjallara, en í honum
verður innréttuð gestafbúð til
afnota fyrir rithöfunda, ýmist
þá sem koma erlendis frá eða
utan af landi.
Ingibjörg Haraldsdúttir er hin ánægðasta
enda hefur Rithöfundasamhandið fengið
aðstöðu i glæsilegu húsi Gunnars
Gunnarssonar.