Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 10
26 - LAUGARDAGVR 18. OKTÓBER 1997 rD^tr Leikfélag Akureyrar 4 TROMP Á HEND! é Hart bak eftir Jökul Jakobsson. á Renniverkstæðinu 3. Sýning Föstudaginn 17. október UPPSELT 4. Sýning Laugardagínn 18. október UPPSELT 5. Sýning Föstudaginn 24. október 6. Sýning Laugardaginn 25. októbe örfá sæti laus Gagnrýnendur segja: „Uppsetning LA á Hart í bak er hefðbundin og verkinu trú. Örlög og samskipti persónanna eru í fyrirrúmi ..." AuSur Eyciar í DV „Leikritið Hart í bak er meistara- lega samsett af hliðstæðum og andstæðum, táknum og samblandi af stílfærðu raunsæi og botnlausri rómantík. Sveinn Haraldsson i Mbl. „Inn í dökkva söguþráðarins fléttar hann (höfundur) fögur ljósbrot og spaugileg atriði auka dýpt verksins." Haukur Ágústsson í Degi „Því er fyllsta ástæða til að grípa þessa gæs meðan hún gefst." Þórgnýr Dýrfjörð í R ÚV ♦ Á ferð með frú Daisy Frunisýnitig á Renn 'tverhstceðinu 27. cks. Titilhlutverk: Sigurveig Jónsdóttir ^ Söngvaseiður Frttmsýning i Samkomuhíisinu 6. mars Aðalhlutverk: Þóra Einaisdóttir é Markúsarguðspjail Frumsýning á Renniverkstœðinu 5. apríl Leikari: Aðalsteinn Bergdal Leikfélag Akureyrar Við bendum leikhúsgestum á að enn gefst tækifæri til þess að kaupa aðgangskort á allar sýningar Leikfélagsins, tryggja sér þannig sæti og njóta ljúfra stunda í leikhúsinu á einstaklega hagstæðum kjörum. S. 462-1400 Munið Leikhúsgjugg Flugfélags íslands sími 570-3600 FLUGFÉLAG ÍSLANDS er styrktaraðili Leikfélags Akureyrar LÍFIÐ í LANDINU „Þetta er bara svona hérna, þad viröist ekki skipta máli þóttégséí iþróttum, en þaö skiptir máli hjá strákum eins og við vitum, “ segir handboltakonan Judith Eztergal um nýfenginn og langþráðan rikisborgararétt sinn. mynd:pjetur Loksinsfékk Judith Eztergcd íslenskan rík- isborgararétt og er því komin í landsliðið í handbolta. Á henni er að skiljast að rjóminn sé ekki til stórræð- anna. Judith er frá Ungverjalandi og hefur búið á Islandi, með nokkrum hléum þó, í sjö ár. Þrátt fyrir langa vetursetu fékk hún fyrst ríkisborgararétt fyrir nokkrum vikum og varð þar með gjaldgeng í íslenska landsliðið í handknattleik, þar sem hún hef- ur átt heima í mörg ár. „Ég kom þegar ÍBV var að leita að leikmanni sem væri bú- inn að Ieika Evrópuleiki og sem talaði ensku og gæti þjálfað, þeim fannst ég tilvalin." I upphafi ætlaði hún aðeins að vera hér í 6-7 mánuði og hugsaði með sér að það væri í lagi að prufa Island og fara svo heim. ,,-En ég er ennþá hérna og líkar vel.“ Judith hefur sótt um ríkis- borgararétt síðustu íjögur árin, en hver er skýringin á hversu langan tíma það tók að fá stimp- ilinn? „Þetta er bara svona hérna, það virðist ekki skipta máli þótt ég sé í íþróttum, en það skiptir máli hjá strákum eins og við vitum.“ Og hún er óhress með þetta. „Ég er orðin þrítug og þá er heldur seint að fara -í Iandsliðið, en engu að síð- ur er ég ánægð með að vera með.“ Handboltiim hér og heima Judith stynur svolítið og segir æ-i þegar hún er spurð um kvennaboltann á íslandi. „Við erum auðvitað alls ekki nógu góðar og getum ekkert keppt við lið frá Ijölmennum Iöndum sem þar að auki æfa miklu meira. Liðið frá Ung- veijalandi lenti t.d. síðast í öðru sæti á heims- meistarmótinu, far eruáhíuá fiskisemégvaríraun kvennahandbolta J ° mikill en um- fjöllun í blöðun- um þar mætti -En þama varég kom in og varað vinna í Finnst þér hún nægileg hér heima? „Hún er skárri en í Ungveija- landi en auðvitað erum við stelpurnar alltaf í öðru sæti, strákarnir fá alltaf miklu meiri umfjöllun. -En þetta hefur lag- ast töluvert síðustu árin.“ Heima í Ungverjalandi var handboltinn full vinna en á Is- landi vinnur Judith í heildversl- un á daginn sem selur gæludýra- fóður. „Já, liðið sem ég var með var atvinnulið og við gerðum ekkert annað en að spila hand- bolta, tvisvar á dag á hverjum degi.“ Hvemig var að koma hingað og þurfa að vinna og æfa? „Það var algjört sjokk. Ég vissi ekki að ég þyrfti að vinna, það kom ekki fram í samningnum við ÍBV en síðan var mér sagt að ég þyrfti aðeins að vinna Iétta og skemmtilega vinnu í ijóra tíma á dag. Þegar ég svo kom til Vest- mannaeyja var um að ræða vinnu í fiski og þegar þeir sýndu mér vinnustaðinn hélt ég að þetta væri grín og hló bara. - En þetta var víst ekkert grín, daginn eftir mætti maður að sækja mig og lét mig hafa stígvél. Ég hef aldrei unnið í fiski og var í rauninni dauð- skelkuð við að snerta á fyrir- brigðinu. -En þama var ég komin og var að vinna í fiski, það gerði ég í heil tvö ár!“ Léttar æfingar í litliun sölum Henni fannst léttir að losna úr fiskinum en hefur síðan unnið sem íþróttakennari, við skúring- ar og í skóbúð svo eitthvað sé nefnt. I Ungveijalandi þáði hún hins vegar laun fyrir handbolt- ann. „Um það leyti sem ég kom híngað til að leika með ÍBV var inni dauðskelkuð að snerta, það gerði ég í heil tvö ár!“ allt að breytast í Ungveijalandi, kerfi kommúnismans að líða undir lok. Við fengum laun frá ríkinu en þetta var víst afnumið." Og það er fleira sem skilur á milli handboltaveruleik- ans hér og í Ungveijalandi. ,/Eí- ingarnar hérna eru mildu léttari og eins er aðstaðan miklu verri. Stundum erum við að æfa í litl- um skólaíþróttasölum en ef gott lið eins og Haukar væru í Ung- verjalandi myndum við fá fasta æfingatíma í góðum sölum. Haukar eru bestir á Islandi en við erum samt að flækjast á milli sala og þetta er alltof laust í böndunum." Hvað heldurðu að þú verðir lengi á Islandi? „Ég veit það ekki, ætli ég setj- ist ekki bara að. Mér Iíkar illa við kuldann en fólkið er skemmtilegt. Munurinn er mik- ill á Ungveijum og íslendingum, hér er rólegt og gott fólk. ís- lendingar eru mjög vinalegir." Judith býr ein og segist stund- um sakna Ijölskyldunnar í Ung- verjalandi mikið. „Mamma kom í heimsókn í maí og ég fer alltaf heim í jóla- og sumarfríum. Ég fer aldrei í frí til Spánar, bara heim.“ Hvemig heldurðu að landslið- inu muni nú vegna? „Ég veit það ekki, maður hugsar auðvitað ekkert um að vinna lið eins og Ungveijaland, Tékkland eða Þýskaland. Ef við töpum ekki með mjög miklum mun verður þetta í Iagi. Ég er líklega ekki mjög bjartsýn.11 -MAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.