Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 - 23 Tkyftr. LÍFIÐ í LANDINU Dúi sagði sögu sína í viðtali t Degi-Tímanum í vor. i framhaldi afþví hafði hann samband við læknana og nú er Díanna Ómel komin i viðtö/ til Óttars Guömundssonar geðlæknis og Arnars Haukssonar kvensjúkdómalæknis. Á næstunni verður ákveðið hvort hún fær að skipta um kyn með aðgerð en sjálf efast hún ekki. „Mér finnst þetta sjást utan á mér, “ segir hún. Léttir að skipta um kyn Amold Schwartzeneggerfengi tæpast að skipta um kyn því að hann hefur ofkarlmannlegan lik- amsvöxttil aðgeta orðiðkona. Kynáttun- arvandi erflókinn og kynskipti em ekki alltaflausnin. í mörg- um tilvikum erhægt að hjálpafólki á annan hátt. Kynskipti taka að minnsta kosti tvö til þrjú ár og hefurein slík aðgerð þegarfarið fram hérá landi. Óljóst er nákvæmlega hvernig staðið verður að kynskiptimeð- ferð hér á landi í framtíðinni þó að fyrsta kynskiptiaðgerðin hafi farið fram síðasta vor þegar konu var breytt í karl. Það er þó Ijóst að Iöng meðferð kemur í veg fyrir mistök. Einstaklingar geta séð eftir kynskiptunum og löng meðferð tryggir að greining lækna sé rétt. Vinnuhópur á vegum landlæknis sér um kyn- skiptin hér á landi en hann skipa Jens Kjartansson lýtalækn- ir, Óttar Guðmundsson geð- læknir og kvensjúkdómalækn- arnir Jens Guðmundsson og Arnar Hauksson. Þarf að hafa óbeit Einstaklingur sem vill skipta um kyn verður að hafa fengið stað- fest hjá lækni að hann telji sig tilheyra gagnstæðu kyni við það sem líkaminn sýnir og að þessi tilfinning hafi verið til staðar frá bernsku. Hann þarf líka að hafa óbeit á þeim einkennum sem til- heyra líkamlegu kynferði hans, svo mjög að hann geti varla snert kynfæri sín og hafi enga ánægju af þeim þannig að kyn- Jens Kjartansson lýtalæknir segir að það væru náttúrulega reginmistök að gera aðgeröir á fólki, sem hefði einhver not afsinum kynfærum eða gæti umgengist þau á eðlilegan hátt. skiptin verði léttir, ekki fórn, fyr- ir viðkomandi. „Það væru náttúrulega regin- mistök að gera aðgerðir á fólki, sem hefði einhver not af sínum kynfærum eða gæti umgengist þau á eðlilegan hátt,“ segir Jens Kjartansson en hann hefur gert kynskiptiaðgerðir í Sviþjóð og hér á landi. Böm cm ekkifyrirstaða Einstaklingar sem vilja fara í kynskipti þurfa að vera andlega og lfkamlega heilbrigðir, líkams- vöxtur þeirra má ekki vera í of miklu ósamræmi við ætlað kyn- hlutverk enda fengi tæpast karl- maður á borð við Arnold Schwartzenegger að Iáta breyta sér í konu. Einstaklingurinn þarf að hafa Iifað að fullu og öllu í nýja kynhlutverkinu í tvö ár fyrir aðgerð og þarf að hafa sýnt góðan samstarfsvilja meðan á ferlinu stendur. Óskir um kyn- skipti verða að vera stöðugar. Það þýðir ekki að skipta um skoðun á miðri Ieið. Sálarlegur óstöðugleiki eða þunglyndi geta komið í veg fyrir að einstaklingur fái að skipta um kyn og vímuefnavandi veld- ur ávallt neitun. Það er ekki gott að vera á sakaskrá og vissulega er galli að viðkomandi hafi ekki stuðning vina sinna og vanda- manna. Það þykir líka galli að viðkomandi búi við félagslega einangrun og tilefnislaust at- vinnuleysi. Kynferðislegar öfgar þykja neikvæðar en samkyn- hneigð telst þar ekki með. Hjónaband og hrein gagnkyn- hneigð þykir af hinu slæma en tvíkynhneigð þykir góð fyrir fólk sem vill skipta um kyn. Börn eru þó engin fyrirstaða. Getur endaðmeð skelfmgu „Stór hluti af þessu fólki á við sálræn vandamál að etja eða önnur kynhverfiseinkenni sem ekkert hafa með kynskiptingu að gera. Sjúklingar sem ekki hafa þessa greiningu geta leitað ekki síður hart eftir kynskiptum en hinir þó að það sé ekki þeirra vandamál. Þeir eru bara búnir að bíta það í sig að þetta sé lausnin. En hún er það kannski alls ekki,“ segir Jens. Læknar hafa hér áður fyrr gert töluvert af mistökum með því að hleypa sjúklingum í aðgerðir og komist að því eftir á að þeir hafi ekkert haft í þær að gera. Jens segir að það bafi stundum end- að með skelfingu. Þess vegna þyki nauðsynlegt að starfshópur kanni vel hvort kynskipti séu raunverulega Iausn á vandanum. Skurðlæknir mundi aldrei gera aðgerð af þessu tagi nema sjúk- lingurinn væri búinn að fara í gegnum slíka athugun. „Það er ekki aftur snúið þegar búið er að gera þetta. Það má segja að starfshópurinn sé síð- asta vernd sjúklingsins fyrir því að hann sé ekki að fara í aðgerð sem passar honum engan veg- inn. Frá sjónarmiði læknisins erum við að reyna að hindra mistök," segir hann. Getur lifað kynlifi Einstaklingur með kynáttunar- vanda, eða svokallaðan trans- sexualisma, fer í geðlæknismeð- ferð til að undirbúa sig fyrir nýtt hlutverk. Jafnframt þessu byrjar hormónameðferð til að einstak- lingurinn aðlagist þeim hormón- um sem hann kemur til með að nota í framtíðinni. Samhliða fer viðkomandi að lifa í öðru kyn- hlutverki. Eftir tvö til þijú ár kemur svo að aðgerðinni þar sem ytri kyneinkennum er breytt, til dæmis kynfaerum og óæskilegum hárvexti. Arangur- inn er að sjálfsögðu mismunandi en þó verður nokkuð augljóst að viðkomandi er það kyn sem hann hefur látið breyta sér í að henni. -Getur fólk lifað kynlífi eftir kynskipti? „Já, það getur það, ekki kannski á nákvæmlega sama hátt og aðrir." -ghs Umsókn um framlög úr framkvæmdasjóði aldraðra 1998 Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýsir eftir umsókn- um um framlög úr sjóðnum árið 1998. Eldri umsóknir koma aðeins til greina séu þær endurnýjaðar. Nota skal sérstök umsóknareyðublöð sem fylia ber samviskusamlega út og liggja þau frammi í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu. Einnig er ætlast til að umsækjendur lýsi bréflega ein- ingum húsnæðisins, byggingarkostnaði, verkstöðu, fjár- mögnun, rekstraráætlun, þjónustu- og vistunarþörf ásamt mati þjónustuhóps aldraðra (matshóps) og þar með hvaða þjónustuhætti ætlunin er að efla. Umsókn skal fylgja árs- reikningur 1996 endurskoðaður af löggiltum endurskoð- anda og kostnaðaryfirlit yfirfyrstu níu mánuði ársins 1997. Sé ofangreindum skilyrðum ekki fullnægt áskilur sjóðs- stjórnin sér rétt til að vísa umsókn frá. Umsóknir skulu hafa borist sjóðstjórninni fyrir 1. desember 1997, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra. AKUREYRARBÆR Rafveita Akureyrar Rafmagnstæknifræðingur - verkfræðingur Rafveita Akureyrar óskar eftir að ráða rafmagnstæknifræðing eða verkfræðing til starfa sem fyrst. Starfssvið: Umsjón og skráning gagna varðandi raforkukerfi Rafveitunnar. Meðal tölvukerfa Rafveitunnar eru stjórnkerfi, álagstýrikerfi, landupplýsingakerfi, gæða- kerfi og pc-netkerfi tengt IBM AS 400. Hæfniskröfur: Reynsla af tölvukerfum, s.s. stjórnkerfum (scada system), Oracle gagnagrunni, og Microstation teikniforriti. í boði er áhugavert starf á góðum vinnustað, þar sem frum- kvæði fær að njóta sín. Laun samkvæmt kjarasamningi Kjarafélags Tæknifræðingafé- lags íslands og Stéttarfélagi verkfræðinga við Launanefnd sveitarfélaga. Upplýsingar um starfið gefur rafveitustjóri í síma 461 1300. Upplýsingar um kaup og kjör gefur starfsmannastjóri Geisla- götu 9, í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri. Umsóknarfrestur er til 31. október nk. Starfsmannastjóri. AKUREYRARBÆR Umhverfisdeild Tækniteiknari - skrifstofumaður Umhverfisdeild Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða starfs- mann með tækniteiknaramenntun, til tækniteiknunar- og skrifstofustarfa. Tölvukunnátta er nauðsynleg. Laun eru samkvæmt kjarasamningi STAK og Launanefnd- ar sveitarfélaga. Upplýsingar um starfið gefa umhverfisstjóri í síma 462 5600 og starfsmannadeild í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást í Starfsmannadeild Akureyrarbæj- ar, Geislagötu 9, Akureyri. Umsóknarfrestur er til 28. október nk. Starfsmannastjóri. BELTIN IUMFERÐAR RÁÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.