Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 17

Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 17
-+ X^nr LÍFIÐ í LANDINU LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997- 33 Feng Shui, vindur og vatn Það boðar ekki gott ef herbergi er L-laga, eða ef eitthvert hornið vantar í það. Þá þarf að setja spegil á þann vegg til að bæta upp það sem vantar. Spegillinn má ekki vera úr flísum, hann þarf að vera heild, annars sker hann í sundur þann sem í her- berginu býr, persónan er ekki heil í gerðum sínum. Þessi banki er í Hong kong, The Bank ofChina. Húsið erteiknað afl.M.Pei og er oft tekinn sem dæmi um gáða Feng Shui bygg- ingu, þar sem tekið er tillit til umhverfisþátta. Til að gefa bank- anum vægi í fjármálaheiminum er han hafður stærri en hinir og vatn og gler notað til að bægja frá slæmum áhrifum umferðarinnar. Hús við endagötu, herbergi sem erL-laga, stytta með hvössu homi og msl í híl- skúmum. Allt þetta og miklu fleira gefur slæmt ch’i, lífsaflið flæðir ekki nógu frjálslega til að þölskyldunni vegni vel samkvæmt kenningum/lífsspeki sem kallað eru Feng Shui. Feng Shui, sem í beinni þýðingu merki Vindur og vatn, er eldgömul kínversk heimspeki, lífspeki eða lífsmáti og Ijallar um það hvernig allt er samtvinn- að og hefur áhrif á líf manneskjunnar. Að allir þættir lífsins og umhverf- issins þurfi að vera í jafn- vægi til að fólki líði vel. Miklu máli skiptir að herbergi séu rétt staðsett, t.d. að baðherbergi og eldhús séu ekki hvort á móti öðru, komið sé inn í forstofu þar sem stiginn upp rís beint upp frá útidyrum, sé komið fyrir vömum svo orkan fljóti ekki beint út þegar dymar eru opnaðar og annað eftir því. Einnig að húsgögnum sé raðað rétt upp í herbergj- um og þar sem þörf krefur, séu settir- speglar, kristallar og blóm til að vinna á móti slæmri orku eða of kröftugri orku. Allt í lífinu kristallast í tölunni 8 og í hverju herbergi eru 8 horn sem þarf að útbúa rétt. Hornin eru útskýrð á mynd I. Vilji fólk leggja meiri áherslu á einhvern ákveðinn þátt í lífi sínu, þá þarf að auka vægi þess horns sem um er að .jj ræða hverju sinni. Sem Speglar Og Vinabjollur dæmi má nefna auð eða i £ '1 peninga. Ef þannig hátt- hafagoð ahnf, Húsgögnum raðað Uppröðun húsgagna og staðsetning hússins er einn angi þess og kannski sá sem best er þekktur á Vesturlöndum, þar sem iðkun Feng Shui hefur farið hraðvaxandi undanfarin ár. Það er al- gengt að leitað sé til Feng Shui meistara þegar skipuleggja á húsnæði, hvort sem það er atvinnuhúsnæði eða íbúðarhús- næði, til að tryggja gott flæði ch’i, lífsaflsins eða orkunnar, semræður vel- gengi. ar til að hurð inn í her- „ 4 ,. bergi er beint á móti endurvarpa goðu Lh l. annarri sem liggur út og sú hurð er í peninga- horninu, þarf að setja eitthvað sem lokar á milli, t.d. vindbjöllu eða stóra plöntu. Annars koma peningar inn og fara jafnóðum út. Sé hjónabandið í ólagi, þarf að auka vægi þess horns með fallegum lampa, einhverju grænu eða hengja kristal i hornið. Og gæta þess vel að í því horni hússins sem merkir hjóna- band, sé ekki mikið rusl. Ef t.d. bílskúr- inn er í því horni, er ekki gott í efni ef hann er fullur af drasli. Vel staðsett hús? Sé langur gangur í húsinu eða íbúðinni og 3 eða fleiri hurðir í röð (sjá mynd II), þarf að hengja eitthvað í Ioftið til að vinna á móti því að orkan fari of fljótt í gegn og verði slæm orka. Afstaða rúms í svefnherbergi þarf að vera slík að sá sem liggur í rúminu hafi sem mest og hest útsýni yfir herbergið og sjái vel alla sem inn í það koma. Staðsetning húss er ekki síður mikilvægt. Sé húsið staðsett innst í hotnlanga, þannig að öll umferð sem fer um götuna aki að húsinu, framdyrum, þá er illt í efni. Buckinghamhöll er stund- um tekin sem dæmi um slæma staðsetningu og telja að það eina sem bjargi íbúunum frá því að vera verr staddir en þeir eru í dag, sé stóra styttan sem stendur beint á móti höllinni. Gatan sem liggur beint að höllinni, beini allt of mikilli orku að henni og orsaki deilur íbúanna og ósamkomulag. Hægt er að vinna á móti öllum slæmum áhrifum með aðstoð smáhluta og skrautmuna. Það sem hjálpar, ef uppröðun á nýjan veg er ekki nóg, er t.d.: • Ljós eða hlutir sem endurkasta ljósi, s.s. speglar eða kristallar. • Hljóð, vinbjöllur eða bjöllur. • Lifandi hlutir, fiskar í búri, grænar fallegar plöntur, blóm. • Hlutir sem hreyfast, óróar, vindmyllur eða gosbrunnar • Þungir hlutir, steinar eða stytt- ur með mjúkum útlínum. • Rafmagnsáhöld, sjónvörp, útvörp. Bambo flautur • Litir Hver hlutur hefur sína merkingu og vinnur á móti ákveðnum vandamálum. Speglar og hlutir sem endurkasta ljósi eru sterkastir og endurvarpa slæmri orku og auka góða. Ljós eru Iíka sterk, geta aukið gildi góðrar orku verulega. Vind- bjöllur jafna orkuna og eru sérlega góðar á stöðum þar sem margar ólíkar skoðanir koma saman, í holi, á skrifstofum þar sem margir vinna í sama herbergi og ná- lægt inngangi. Heilsugóðar plöntur og fiskar skipta líka miklu máli og geta aukið vægi góðrar orku marg- falt. Einnig stöðvað slæma orku og jafnað orku í herbergjum sem hafa slæmt jafnvægi, horn sem erfitt er að komast í og ónotuð rými. I viðskiptalífinu þarf að gæta þess að staðsetning- in sé góð, gefi gott ch’i. Aðkoman auðveld og að ekki sé skarpt horn á hús- um á móti sem beinast að innganginum, það er slæmt og á raunar við um heimili líka. Ef svo er, þarf að setja eitthvað sem lokar á slæmu orkuna sem hornið beinir að innganginum, t.d. spegil eða kristal sem endurkastar orkunni. Gott er talið að hafa spegil fyrir aftan peningakassann, það margfaldar peningamagnið sem í hann kemur, með því að kassinn speglast. Best er að peningakassinn sé staðsettur í peningahorninu. Og að sá sem stjórnar, kristall Efþrjár hurðir eða fleiri eru í röð, þarfað hengja vindbjöllur eða krystal í ganginn. Góð uppröðun ístofu, hér flæðir Ch’i vel um stofuna. trægð/álít /■ auður fjölskylda þekking \_ frami hjónaband börn/fortið hjálpsamir vinir -/ Hér sjást hornin átta, hjálpsamir vinir, börn eða fortíð, hjónaband, frægð/álit, auður, fjölskylda, þekking og frami. Öll hornin þurfa að vera íjafnvægi hvert við annað og ekki má vanta neitt horn. sé í stjórnunarstöðu á staðnum, ef hann situr við skrifborð í herbergi þar sem margir vinna, þá þarf hann að sitja þannig að hann snúi að dyrunum, helst skáhallt á móti þeim, sjái þá sem koma inn og horfi yfír alla sem vinna hjá hon- um. Hann má aldrei snúa baki við þeim sem vinna hjá honum og ekki hafa hurð á bak við sig heldur. Raunar á aldrei að sitja þannig að hurð sé í bakið á starfs- fólki, það ýtir undir ósamkomulag. Hvort sem eitthvað er til í þessu eða ekki, þá hefur Feng Shui vaxandi áhrif á Vesturlöndum og margir láta sér ekki til hugar koma að byggja stórbyggingu án þess að hafa samráð við meistara. En Feng Shui er miklu meira en uppröðun húsgagna, það er heil fræðigrein og um þessa helgi er verið að halda námskeið í Feng Shui, annað í röðinni hér á landi. Þau verða væntanlega fleiri, ef dæma má eftir áhuga manna annars staðar í heim- inum. vs. Vatn ífiskabúri með vel hirtum fiskum eða lítil tjöm hentarvel.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.