Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 19
+
LAUGARDAGUR 18. OKTÓRER 1997 - 35
LÍFIÐ í LANDINU
SIGUEÐUR
BOGI
SÆVARSSON
SKRIFAR
í Eyjagosinu. Stór hluti Vestmannaeyjakaup-
staöar fór undir hraun í eldgosinu árið 1973 og
margir segja að samféiagið í Eyjum hafi aldrei
orðið það sama á eftir. í gosinu voru margir að
gefa upp vonina, en fleyg orð letruð á sáluhliðið
við kirkjugarðinn héldu hinsvegar von í margra
brjósti um að áfram yrði i Eyjum búið. Hver eru
þessi orð og úr hvaða guðspjalli koma þau?
Flateyrarkauptún. Þessi mynd er af Flateyrar-
kauptúni við Önundarfjörð. Byggðin hefur reyndar
talsvert breyst frá þvi þessi mynd var tekin, en
það var fyrir snjóflóðið mikla og mannskæða sem
reið yfir kauptúnið i október fyrir réttum tveimur
árum. En hér er spurt um hvað fjallið, sem hér
sést á myndinni, hinum megin fjarðarins, heitir og
hvað heitir skörungskonan sem er fuiitrúi Flateyr-
inga í bæjarstjórn ísafjarðarbæjar?
Tryggvi og garðræktin. Skörungurinn Tryggvi
Gunnarsson, sem við sjáum hér, var fæddur á
Laufási við Eyjafjörð árið 1835. Hann lagði gjörva
hönd á margt um dagana og einna þekktastur er
hann fyrirsmíði fyrstu brúarinnar yfir Ölfusá árið
1891. Tryggvi iéstárið 1917, en á slðustu árum
ævi sinnar eyddi hann miklum tíma i að koma
upp garði sem til þess að gera fáir hafa heimsótt,
þótt hann sé í alfaraleið. Einna helst er að karl-
menn i pissuspreng og konur, sem eru að gefa
börnum ís, ieggi leið sína ígarðinn. Hver er hann?
Stjórnin var vinsælust. Stjórnin var vinsælasta
hijómsvetin á þvi herrans ári 1990 og náði þá afar
góðum árangri i keppni erlendis með lag, sem
náði miklum vinsældum hér heima. Spurt er i
fyrsta lagi hvert þetta iag hafi verið og síðan
hvaða fóik hafi skipað sveitina, talið frá vinstri,
samkvæmt myndinni hér að ofan?
Meira salt! Þessi mynd er tekin fyrir mörgum
árum þegar síldarstemmningin var í algleymi.
Meira salt, kölluðu „keriingarnar“ - og vertíðir
voru peningauppgrip og hjónabandsmarkaður. Nú
eru menn að gera sér vonir um að norsk-isienski
sítdarstofninn sé að koma aftur upp, en hann
hrundi fyrir margt iöngu; það er árið sem veiðin
náði hámarki. Hvað ár varþað?
Landog
þjóð
1. Tveir færir vegir eru af Svalbarðsströnd og í
Fnjóskadal. Annar var aflagður fyrir nokkr-
um árum, og nýr vegur lagður í staðinn.
Hverjar eru þessar tvær leiðir?
2. I síðustu viku veitti Ferðamálaráð viður-
kenningu til sveitarfélags á Austurlandi fyrir
myndarskap í uppbyggingu á ferðaþjónustu.
Hvaða sveitarfélag er þetta og fyrir hvaða af-
markaða þátt féllu því verðlaunin í skaut?
3. Öfáir bæir eru í byggð á Hólsfjöllum og eru
Grímsstaðir þekktastir. Eitt var það sem
skóp byggðinni nafn fremur en annað, en
með landgræðslusamningum árið 1991 varð
það að engu. Hvað er hér átt við?
4. Ur hvaða kaupstað er það fólk sem hér er
nefnt?; Kristín Astgeirsdóttir, alþm., Jónas
Þór Steinarsson, framkvæmdastj. Bílgreina-
sambandsins, Andrés Sigurvinsson, Ieik-
stjóri, og Guðmundur Karlsson, forstöð-
umaður hjá Fiskistofu?
5. Björk, Kiðjaberg, Göltur, Amarbæli, Svína-
vatn, Bjarnastaðir og Stærribær. Hvar í Ár-
nessýslu eru þessir bæir?
6. Hvaða fyrirtæki gerir út togarana Skagfirð-
ing, Skafta, Hegranes og Málmey?
7. Sýslumaður á ísafirði er Ólafur Helgi Kjart-
ansson. Hann er þekktur sem aðdáandi
rokkhljómsveitar sem hefur leikið og sungið
í áratugi. Hvaða hljómsveit er þetta?
8. Hvar á landinu starfar Ungmennafélagið
Gaman og alvara?
9. Tilkomumikið fjall gnæfir upp af Flugumýri
í Blönduhlíð í Skagafirði og sagan segir að
Helga Sigurðardóttir, fylgikona Jóns Arason-
ar, hafi hafst við í fjallinu árið eftir líflát
hans, sem var 1550. Hvert er fjallið?
10. Á Hofsstöðum f Hálsasveit í Borgarfirði bjó
þekktur hestamaður - og vísu sagði að þar
færi „hrokafullur glanni". Þessi maður náði
meira en 100 ára aldri, og um dagana kom
hann víða við. Á bannárunum, meðan hann
bjó í Flóanum, var hann þekktur fyrir það
sem ekki mátti og var undir smásjá Björns
Blöndals, lögreglumanns. Hvað hét maður-
inn?
■UOSSJ19H3 jnp|n>|so|3 jba iddBj) issacj'oi
jPiXalB99IO 9!H®fd 6
•njsXsjBfXaSuicj-g 1 iddojqsujBAESpf-j
1 jbjjbis 8B[3jBuuoui8un ESajpjjaui BjiOcj -g
•ssuojs 8uij[oy ipuEBp
-gB uias jnjipjaij ja uossuBjjsfy] ;8pu JnjB|0 'L
bjbSoj i'ss.xj jn j;ja8jn8ui9Ji|8B>j§ ub1 >]s| .] 9
•jsausiujjo 1 njo Jjæq jjssaq •£
uinKaBUUBuijsa/y in ja sj|pj Ejjacj j[[y t’
•gijob|i8ueq-E[iBf)S[oj-j giq jjia jjb jo jajq y
•puajg 1 JBcj Bijio|n8uo8 nSujuSej ju.íj
80 sq|9jBQJO[ gojsijiujE8uisX[ddn e n8ui88Áq
-ddn JIJÁ) jp J u;unB|(jJOA qqpj jæqeijBjssiiSg •£
•QjBqsjnqi/\ uin jn83i| jnSoA ipuejOAnjvj uinjB
c [ uin jijáj jnSyiijje jea uios ‘;q;oqB[QB/\
jijX uu;jii8oa jbSoa sjbuub njo j;oai jiuji8o/\ ■ [
uutujojs
ipunjq JB buibs miocj 3o - 9961 9>JB iqjnuinq
nppu uinu;ujois Bqsuo|Sj-i|SJOu jn JB\iioAp[ig -
'uossjEUum) uuiojsjocJ
uuijnqio|nuicuoj] jo ijSoiq |ij js8uo[ 80 ijb>[io|
-JEJlS ‘UOSSUIOJSJBJJ JBA[3 Upf ‘;JB>|IO|U9JOXBS
uosBuÐjq iSejg jeuig ‘ijbauSuos 80 iJB>j;a|
-sqjoquipjjq ‘uossjbajo J’llpJ;) ‘;JBqio|ESSBq
‘uosJBUjy J11913 ínjo qipij ujsuia ejj ‘iuu;
-puXui e BUjjjOAS jBdjqs uias q|9j piicj uuo 8b|
ljig jo uin jjnds jo jaq uias jBuuuBUjpfjg 8eq -
•uu;\)JB8s;8uicj|y ddn Bjqæj qb |;j ujs jb nisn
-91S buiij uin8uo[ ;ppXo uossjBuung ia38.Xj[ -
■JniopsunuiqtiQ bou8bj/\[ ja JiifæqjByjBf[Bs|
ujofjsjBfoiq 1 eSujpjjjuo !iiJJ[|nj jnuuijjocj
jo ‘jBgjEfjjBunpuo u;8aui nu;q ‘junjdnBqjB
-jXaje[j sjuædspue iu;aq jnpuojs uias 9!|[Bfq -
••qiEfdsjqnSjESOUueqqf Jn u;qaj nja ‘ejq
qnunui jpcj 3o ;jq 8g nja umfXaBUUEuijso^
1 suisqjBSnfqjiq iqqqiqes B qjo n8Xa|j issoq —
:JQAS
Fluguveiðar að sumrl (3 9)
Hvað svo?
Stóra spurningin í lífinu er hvernig mað-
ur veiðir. Ekki hvernig maður kastar. Eða
hvert maður kastar. Heldur hvernig mað-
ur veiðir. Eg er í raun að tala um hvað
maður gerir eftir að flugan lendir fallega í
vatninu og straumurinn hrífur hana með
sér. Hvað gerir maður?
„Ekki neitt!“ Eg sat í sumar í
fögru veiðihúsi með miklum
snillingum veiðiandans og jöfr-
um sem landað hafa mörgum
laxi, og sett í enn fleiri. Þetta var
fjölþjóðlegur hópur manna:
Bandaríkjamenn, Frakkar, Fær-
eyingur, Seyðfirðingur, Reykvík-
ingur og ég, sem er blanda af
ýmsu. Ég gerði mér það til gam-
ans eftir matinn meðan
kvöldsólin gyllti ána og móana
fyrir utan húsið að spytja þenn-
an afslappaða og
skemmtilega lax-
veiðihóp: „Hvað ger-
ir maður eftir að
flugan lendir í vatn-
inu?“ Með öðrum
orðum: Hvernig
VEIÐIR maður?
Það var bandaríski
lögmaðurinn frá
Manhattan sem
sagði að maður ætti
ekki að gera neitt.
Láta fluguna bara
berast með straumn-
um. Passa sig að
gera ekki neitt. Það
væri með silunginn
að hann tæki flug-
una af rökrænni
ástæðu; ekki svo með Iaxinn. Það væri
engin skýring, og því engin aðferð. Þetta
virkaði fyrir hann daginn eftir: 8 punda
fiskur kom upp.
Vinur hans, forríkur náungi, fjármála-
jöfur, kom með aðra kenningu. „Maður á
að sjá fyrir sér
fiskinn í vatn-
inu.“ Fallegt
kast, sjá fiskinn
fyrir sér og bfða
eftir að hann
taki. Það var
Seyðfirðingur-
inn sem var
sammála um
að það væri svo
mikilvægt að
bíða. Og hafi
fjármálajöfur-
inn verið róm-
antískur þegar
hann talaði um
„makin Iove to
the river" þá
var Austfirðing-
urinn lítill eftir-
bátur: „Maður
verður að njóta
fegurðarinnar“,
njóta, og láta fluguna fá gott rennsli.
Gott rennsli
Þetta með góða rennslið er óskilgreint.
Eins og góða kastið. Ég las einu sinni bók
eftir mikinn veiðimann sem sagði að allur
galdur fluguveiðinnar færi í „presenta-
tion“. Hvernig flugan er lögð fram. Bók-
in sem fjallaði um „presentation" útskýrði
á engan hátt hvað það er! Ég var einu
sinni að veiðum með miklum Iaxveiði-
manni, þjóðkunnum, rómuðum leiðsögu-
manni. Þegar ég spurði hann hvað væri
mikilvægast sagði hann (við vorum með
útlendingum): Presentation! Og þarna
kom þetta hugtak aftur og aftur um
kvöldið þar sem við sátum í Ieðurstólum
og ræddum galdur veiðinnar. Það er svo
mikilvægt að Ieggja fluguna rétt fram. Og
svo bætti austmaðurinn við: Og láta hana
reka frjálst, ekki draga inn! „No stripp-
ing“ áréttaði hann við Iögmanninn sem
var sammála. Hugtakið gott rennsli var
komið til sögunnar, en enginn skilgreindi
það frekar en góða framlagningu.
Hraði
Það var Færeyingurinn sem sagði að það
væri mikilvægt að fá fluguna til
að veiða um leið og hún lenti.
Þetta er hluti af framlagningunni.
Leggja fluguna fram svo hún byrji
að veiða strax, en ekki gefa sér
aukatíma til að laga hana til. Og
hann sagði að stutt köst væru
betri en löng, því þá hefði maður
betri stjórn á flugunni. Og tæki
fiskurinn ekki þyrfti maður að
breyta um kastvinkil. Þetta var
áhugavert því fáir tala um kast-
vinkil. Margir einskorða sig við
45 gráðu horn. En Færeyingur-
inn vill leggja flug-
una fram með mis-
munandi hætti,
þverkasta, nú ef það
virkar ekki, þá kasta
skáhallt niður fyrir
sig með þröngu
horni til að prófa.
Nú kvaddi sér
hljóðs landskunnur
formaður veiðifélags
og talsmaður nátt-
úruverndar og vildi
meina að veiðimað-
urinn þyrfti að hugsa
um fiskinn. Skapa
áhuga hans. Gefa
flugunni réttan
hraða. Ef straumur-
inn er of hraður þarf
að kasta með því homi sem gefur henni
tóm til að svifa lengur fyrir framan fisk-
inn. Og ef straumurinn hægist þarf að
gefa flugunni líf. Og hann er talsmaður
þess að kasta þverar en margir, og sætta
sig við slaka á Iínunni meðan flugan berst
niður straum-
inn; hugsunin
er sú að þegar
réttist úr lín-
unni fái flugan
örlitla hröðun í
vatninu og lyft-
ist upp í átt að
yfirborði. Þá
komi oft taka!
(Þetta er al-
gengt í silungs-
veiði.) Og
hann vill gefa
flugunni líf
með litlum
handarhreyf-
ingum, smá
togi eða kipp-
um í línuna;
og þegar hún
berst inn á
hægara vatn
vill hann toga
hana ögn hraðar inn. Hann kallar þetta
að „skapa áhuga“ hjá fiskinum. Flugan á
að hreyfast segir þessi veiðimaður, ekki
reka dauð í vatninu!
Frakkinn kemur sterkur inn
Nú var komið að Frakkanum sem hafði
boðið upp á gæsalifrarkæfu og kampavín
kvöldið áður. Hann sagði að það væri
vanmetin aðferð að kasta andstreymis,
upp fyrir Iaxinn. Kasta jafnvel nymfu.
„Það er hægt að mata laxinn með því að
kasta upp fyrir hann og láta nymfuna
reka upp í hann!“ Þessu hef ég sjálfur lýst
sem einu af mínu mesta frægðarverki, en
aðrir í þessum kvöldsólarhópi tóku lítið
undir. Hver var með sína aðferð. Og eng-
in sú eina rétta. Og engin sú ranga. En
eitthvað hefur þetta með að gera að ná
góðu kasti, góðu rennsli, hugsa jákvætt,
hafa mynd í höfðinu og galdur í höndinni
- hver sem hann er.
Stefán Jón
Hafstein
skrifar
Hafi fiámiálajöfiirinn verið
rómantískur þegar hann
talaði um „makin love to the
river“þá varAustfirðingur-
inn lítill eftirbátur:
„Maðurverðurað njóta
fegurðarinnar. “
Galdurinn er i huganum og höndinni. Segja sniHingarnir sem nú
verður greint frá.