Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 13

Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 13
Til hvers eru O Hverjir hagnast á Af hverju er ég skyldaður lífeyrissjóðirnir? lífeyrissjóðunum? 0 til að borga í tiltekinn lífeyrissjóð? 0 Hvað gera lífeyrissjóðirnir fyrir mig? Til hvers eru lífeyrissjóðirnir? — Öll þurfum við að hafa tekjur til að fram- fleyta okkur. Líka eftir að við hættum að vinna, hvort sem það verður vegna aldurs eða skertrar starfsorku. Þess vegna söfnum við í sjóði sem eru ávaxtaðir til að tryggja okkur lífeyri í framtíðinni. Markmið lífeyrissjóðanna er að tryggja þér ævilangan verðtryggðan ellilífeyri sem nemur 70% af tekjum þínum. Þetta markmið mun nást á næstu áratugum þegar sjóðirnir hafa náð fullum þroska. Um það leyti sem fyrstu sjóðfélagarnir hafa lokið starfsævi sinni munu sjóðirnir tryggja þeim ríflegan ellilífeyri til æviloka án þess að auka byrðar þeirrar kynslóðar sem þá verður á vinnumarkaði. Hverjir hagnast á lífeyrissjóðunum? — Allir sjóðfélagar, sem eru meginþorri þjóðarinnar, njóta góðs af iðgjaldagreiðslum sínum. Mánaðarleg upphæð lífeyrisgreiðslunnar ræðst af iðgjöldunum sem þú greiðir á starfs- ævinni, en heildarupphæð iífeyrisins fer eftir því hvað þú lifir lengi. Alla jafna munu þeir sem lifa lengst fá mest út úr sjóðunum, enda er hlutverk sjóðanna að tryggja öllum fjárhags- legt sjálfstæði alla ævi. Komandi kynslóðir munu einnig hagnast á lífeyrissjóöunum. Framfærslukostnaður okkar lendir ekki á þeim og afkomendur okkar munu geta tryggt sína eigin framtíð rétt eins og við erum að gera núna - með lífeyrissjóðunum! 0 Af hverju er ég skyldaður til að borga í tiltekinn lífeyrissjóð? — Aðild að lífeyrissjóði er hluti af umsömdum kjörum hverrar starfsstéttar eða starfshóps. Á móti skylduaðild þinni kemur að lífeyris- sjóðurinn er skyldugur til að taka við iðgjöldum þínum og tryggja þér réttindi til jafns við alla aðra. Afnám skylduaðildar leiðir ekki til frelsis launafólks til að velja lífeyrissjóð heldur þvert á móti til frelsis lífeyrissjóða til að velja sér félaga. Lífeyrissjóðir í harðri samkeppni þurfa að verðleggja hvern einstakling. Sjóðfélagar yrðu metnir á grundvelli aldurs, atvinnu, kynferðis og heilsufars. í sameiningu getum við tryggt öllum lífeyri því áhættan dreifist jafnt á alla sjóðfélaga. Skylduaðildin er forsenda þeirrar sam- tryggingar sem við íslendingar búum vió og erum hreykin af. Edda Konráðsdóttir. verslunarmaður Robert Ingi Rikharðsson Gunnar Reginsson, skiltamaður nemi Hver er munurinn á O lífeyrissjóðunum og séreignarsjóðum? Er ávöxtun lífeyrissjóðanna Eru lífeyrissjóðirnir á lakari en séreignasjóðanna? móti breytingum? q Hver er munurinn á lífeyrissjóðunum og séreignarsjóðum? — Séreignarsjóður líkist bankabók með sérstökum úttektarreglum en réttindi í almennum lífeyrissjóði eru líkari tryggingu. Sá sem á inneign í séreignarsjóði getur tekið hana út á ákveðnu tímabili (gjarnan er miöað við 10 ár) þangað til hún er á þrotum. Lífeyris- sjóðirnir tryggja hins vegar sjóðfélögum lífeyri ævilangt. Félagar í lífeyrissjóðunum eru einnig tryggðir fyrir tekjumissi af völdum sjúkdóma og slysa og við fráfall sjóðfélaga greiða sjóðirnir maka- og barnalífeyri. Bæturnar geta oft orðið miklu hærri en greidd iðgjöld. Engin sambærileg trygging fylgir aðild að séreignarsjóði. Fyrir þá sem tök hafa á er sparnaður til efri áranna nauósynleg fyrirhyggja. Inneignir sem takmarkast við fjárráð hvers einstaklings koma þó aldrei í stað réttinda í lífeyrissjóðunum. Er ávöxtun lífeyrissjóðanna lakari en Eru lífeyrissjóðirnir á móti breytingum? ávöxtun séreignarsjóðanna? — Nei! Ávöxtun lífeyrissjóðanna hefur batnað ár frá ári og stenst fyllilega samanburð við ávöxtun í séreignarsjóðum. Rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna er einnig mun lægri en hjá séreignarsjóðum og sameining lífeyrissjóða hefur aukið hagkvæmni lífeyriskerfisins í heild. — Já og nei! Undanfarin ár hafa lífeyris- sjóðirnir unnið markvisst að því að bæta þjónustu við sjóðfélaga, auka upplýsinga- streymi til þeirra og bæta eftirlit með áunnum réttindum. Um leið hafa þeir leitað nýrra fjárfestingaleiða. Á sama tíma hefur rekstrar- kostnaður lækkað og hagkvæmni aukist. Þessar breytingar skila sér beint til sjóðfélaga. Fjöldi grciðandi sjóðfélaga Hrein raunávöxtun 1996 120,000 - 100,000 - MMWMMI 80,000 - 60,000 - 40,000 - 20,000 - 0 ------------■■■— Séreignar- Almennir sjódir lífeyrissjóðir 10 Séreignar- Almennir sjóðir lífeyrissjóðir Það væri hins vegar alvarleg skammsýni að gera grundvallarbreytingar á íslensku lífeyrissjóðunum, þegar Ijóst er að þeir munu standa undir lífeyrisskuldbindingum sínum í framtíðinni og verða hagkvæmasti kostur sem völ er á til að tryggja framfærslu íslenskra lífeyrisþega. Traust lífeyriskerfi verður aldrei byggt á skammsýni, óþolinmæði og von um skjótfenginn gróða. LÍFEYRISSIÓÐIRNIR lifðu vel og lengi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.