Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 9

Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 1 8. OKTÓBER 1997 - 25 Xfc^ur LÍFIÐ í LANDINU Um konu sína Árnýju: „Stundum leit hún við og horfðist í augu við mig og ég ímynda mér að þá hafi hún fund- iö þessi starandi ástaraugu brenna i hnakka sér." Veikindi systur þinnar hljóta að hafa verið mikið áfall? „Hún var lítil og falleg stúlka, æringi, og mjög skemmtileg. Sem unglingur kom f ljós að hún gekk ekki heil til skógar. Það var mikið áfall fyrir fjölskylduna því fyrir utan móður okkar hafði ekkert okkar gert sér grein fyrir veikindum hennar. Hún var greind með geðldofa og lenti í þeim vanabundna dansi sem beið unglinga með geðsjúkdóma á þessum tíma. Hún dvaldi á öllum mögulegum sjúkrastofn- unum og var kýld út á lyljum sem gerðu hana sinnulausa. Fjölskyldan var ráð- þrota og fékk lítil svör um hvað var eigin- lega að gerast. Lukka hennar í lífinu felst í því að um síðir lenti hún í Skaftholti í Gnúpveijahreppi þar sem gott fólk starfar samkvaemt kenningum þýska heimspek- ingsins Rúdolf Steiner. Lyfjaskammtur hennar var minnkaður margfalt, hún borðar lífrænt náttúrufæði, sinnir hefð- bundnum bústörfum og líður miklu bet- ur. Þarna hefur hún verið í fimmtán ár og líf hennar hefur á þeim tíma gjörbreyst." Draumar sem veita gleði Hvenær vaknaði áhugi þinn á pólitík? „Mjög snemma. Það var mikið rætt um pólitík á heimilinu. Faðir minn er mikill sjálfstæðismaður, hægri maður af eld- heitri hugsjón. Þegar ég fór á sjóinn, ung- ur maður í menntaskóla, og var á Jökli frá Raufarhöfn, var um fátt annað rætt en pólitík og skoðanir mínar úr heimahúsum þóttu þar ekki margra fiska virði. Raufar- hafnarsjómenn voru rökfastir mjög, og studdu Hannibal sem þá var að fylkja sínu liði til orrustu. Þegar ég kvaddi þá til að halda áfram námi í MR var ég orðinn Hannibalisti. Held því alltaf fram að ég hafi orðið það einhverjum árum á undan Jóni Baldvin." Eitt sinn las ég smásögu eftir þig sem fékk fyrstu verðlaun t smásagnasamkeppni Menntaskólans í Reykjavík. Þetta var fín saga, varstu ungur inaður með skálda- drauma? „Eg hef aldrei þorað að leita þessa sögu uppi og hef heldur ekki Iesið þær gömlu smásögur sem ég á í skúffum mínum og eru óbirtar. í mér bærist Iöngu gleymt skáld. Ég gekk með skáldadrauma á tíma- bili en komst tiltölulega fljótt að þeirri niðurstöðu að ég myndi aldrei verða nema í besta falli bærilegur rithöfundur og J)að nægði mér ekki. A tímabili var ég nálægt [m' að hverfa frá þeirri hugmynd að læra raunvísindi og velti því alvarlega fyrir mér að fara í bók- menntir í háskólanum. Til allrar guðslukku gerði ég það ekki. Ég hef í seinni tíð ekki haft mikið álit á bók- menntafræði. Ég fæ útrás fyrir sköpunargleðina í gegnum skriftir. Þessi þörf mín held ég að hafi gert það að verkum að ég var þokkalegur blaðamaður og ritstjóri. Ég hef skrifað eina bók og það veitti mér ákaflega milda gleði og ánægju. Hún er um urriðann í Þingvallavatni og er öðrum þræði sagnfræðileg spennusaga eins og þeir vita sem hafa Iesið hana. Stopulum frístundum mínum eyði ég í Þjóðarbók- hlöðunni við að lesa gamlar heimildir og kanski get ég einhvern tíma nýtt það í öðrum verkum. Mig hefur lengi langað til að snúa mér að skapandi ritstörfum. Þegar ég sit undir langdregnu masi og buldri í þinginu og virðist fullur áhuga þá er ég stundum víðsfjarri, að hugsa um þann Islending sem löngum hefur átt hug minn. Það er Gísli Oddsson, sterkasti biskup Islands- sögunnar, sem dó í kór Þingvallakirkju 1638. Draumur minn, að skrifa sagn- fræðilegt leikrit um þann mann er eins og margir draumar, veitir gleði af þ\i hann er til en mun varla rætast." Falleg fröken í fögru skini Þú varst í barnlausu hjónabandi t tuttugu ár, hvað var erfiðast? „Erfiðust var hin dvínandi von um að eignast barn. Það er samt svo skrítið að ég upplifði aldrei sömu örvæntinguna, sem ég hef síðar kynnst hjá mörgum sem eru í svipaðri stöðu og ég var og hafa leit- að til mín. Ég var alltaf viss um að við myndum með einhverjum ráðum eignast barn.“ Ertu forlagatrúar, heldurðu að Birta hafi verið ætluð ykkur? „Ég er ekki forlagatrúar en ég gat ekki varist þeirri tilfinningu þegar ég sá hana í fyrsta sinn að þetta barn hefði verið ætlað mér.“ Nú er Birta ákaflega Itk þér, hafið þið svipaða skapgerð? „Ég held að ættleidd börn taki ósjálfrátt upp hátterni og Iátæði foreldra sinna, al- veg einsog önnur börn. Við erum bæði kát og gleðjumst mikið saman. Ég segi henni aulabrandara sem hún kann vel að meta, að því leyti erum við á svipuðu þroskastigi." Og þið ætlið að ættleiða annað bam frá Kólumbtu, hvenær er von á því? „Við höfum þegar feng- ið jákvætt svar að sunn- an. En það verður ein- hver bið á því. I kjölfar ýmissa mála sem upp hafa komið í Evrópu og tengjast illri meðferð á börnum hafa orðið blaða- skrif í Suður-Ameríku, meðal annars í Kól- umbíu, og þau hafa leitt til þess að ættleiðing er ekki eins auðfengin og áður og biðtíminn hefur lengst." Þú segir að t þér blundi gleymt skáld en ég veit til þess að þú hefur ort til dóttur þinnar. „Ég hef ort til hennar skímarsálm og vísur. Mér er ekki létt um að yrkja en þegar við Árný fórum til Kólumbíu að sækja Birtu varð ég um stundarsakir talandi skáld. Þá sat ég, vaggaði Birtu, horfði á kólibrífuglana og smíðaði stökur. Fyrsta vísan varð til daginn sem við fengum hana. Þá komum við heim seint um kvöld í tunglsijósi. Þegar ég horfði hamingjusamur og glaður á fallega dóttur mfna, þar sem hún lá í burðarrúmi í grasinu í fölu mánaskini og kólibrífuglarnir sátu á trjágreinum, hraut af vörum mér þessi staka: Falleg þykir mér fröken sú í fögru skini. Heldur vil ég hana nú en hundrað syni. Húmor á tölvu Snúum okkur að pólitíkinni. Samkvæmt skoðanakönnun DV um vinsældir stjóm- málamanna ert þú sá þingmaður jafnaðar- manna sem mestrar hylli nýtur meðal kjós- enda, að sjálfsögðu að Jóni Baldvin frá- dregnum. Þú ert þar t 6. sæti en Sighvatur Björgvinsson kemst ekki inn á topp tíu listann. Stefnirðu ekki hraðbyri að þvt að verða formaður Alþýðuflokksins? „Það getur vel verið að sá tími komi að ég freisti þess.“ Halldór Ásgrímsson fór nýlega hörðum orðum um þig i Degi og kallaði þig ómál- efnalegan stjómarand- stæðing. Hvað segirðu um það? „Steingrímur Her- mannsson kenndi mér að stjórnmálamenn ættu að forðast að troða persónu- legar illsakir. Þetta gæti Halldór lært af Stein- grími eins og margt ann- að. Ég hef hins vegar fullan skilning á því að Halldór átti erfiða viku. Davíð sýndi með Taívan málinu hver það er sem raunverulega ræður ut- anríkisstefnu íslenska ríkisins. Það er hinsvegar stjórnmálamönnum aldrei til farsældar að auglýsa það þegar þeir fara á taugum." Nú hefur þú aldrei far- ið dult með vináttu þína og Daviðs Odds- sonar, hefur hún orðið þér til trafala i Al- þýðuflokknum? „Hún hefur að minnsta kosti ekki orðið mér til framdráttar. Þegar við unnum saman í ríkisstjórn tókst með okkur gott samstarf og hann hefur alltaf reynst mér drengur góður. I mínu tilviki skera per- sónuleg tengsl á pólitískar víglínur. Sum- um finnst það kannski fötlun. Sama er mér.“ Þeir sem eru tíðir gestir i þinginu hafa ekki komist hjá að taka eftir þvi að stund- utn virðist dátt með ykkur Bimi Bjama- syni og sumir halda því jafnvel fram að hann sjáist aldrei hlæja nema í návist þinni. „Það er ágætt með okkur Birni. Við vinnum saman í Þingvallanefnd og hann er traustur samstarfsmaður, skjótur til ákvarðana og fastur fyrir. Það kann vel að vera að sumum finnist Björn þurr á manninn og ekki húmoristi. Mín reynsla er önnur. Hann hefur mjög sérstakan, hárfínan húmor, sem birtist langbest í bréfaskriftum okkar á tölvupósti. Af öll- um þeim fjölda manna sem ég skiptist reglulega á skoðunum við á Internetinu er enginn sem slær Björn út í fágaðri kímnigáfu. Hún minnir stundum á gömlu prófessorana mína í Englandi sem voru af aristókratískum ætturn." Hvaða þingmaður stjórnarflokkanna finnst þér helst eiga skilið að verða ráð- herra? „Mér líkar vel við karaktera og Guðni Ágústsson er einn af fáum karakterum í þinginu. Hann hefur eflst að reynslu og hyggindum og það yrði mikill sómi að honum í ríkisstjórn. Hann kemst næst því að vera hin óspjallaða samviska Fram- sóknarflokksins. Þar fyrir utan get ég nefnt menn eins og Einar K. Guðfinns- son og Árna M. Mathiesen. Ég tel reynd- ar að þessir þrír menn eigi eftir að sitja í ríkisstjórn." Óviturlegt að útiloka Sjálfstæðis- flokkiim Hvemig finnst þér R-listinn hafa staðið sig í borgarstjóm? „Ég gerði mér meiri vonir." Finnst þér líklegt að hann haldi borg- inni? „Já. Þegar tvö framboð, sem hafa í rauninni svipaða stefnu, eru alkostir kjós- enda þá ráðast úrslit af frammistöðu for- ystumannsins. Ingibjörg Sólrún er leið- togi. Hún virðist einnig hafa sálræn tök á Árna Sigfússyni. Árni er ágætur stjórn- málamaður og vænsti maður en í keppni þeirra tveggja mun hún alltaf sigra. Þegar hún er búin að bera sigurorð af honum í tveimur til þremur sjónvarpsþáttum rétt fyrir kosningar mun það duga til að Reykjavíkurlistinn beri aftur sigurorð af Sjálfstæðisflokknum." Ef ég held því fram að stjómarandstað- an sé dauðyflisleg og vekja þurfi hana til lífsins, hverju svararðu mér þá? „Þú hefur jafnan dregið samasemmerki milli Jóns Baldvins Hannibalssonar og Al- þýðuflokksins. Þér finnst lífið litlaust og jafnaðarmenn dauflyndir eftir að hinn lit- ríki leiðtogi tilkynnti brottför sína. Kannski er þetta spurning um áfalla- hjálp." Menn hafa reiknað með því að verði sameiginlegt framboð félagshyggjuafla að raunveruleika og það næði verulegum ár- angri í kosningum yrði gengið til ríkis- stjómarsamstarfs við Framsóknarflokkinn. Kæmi ekki allt eins til greina að fara í stjómarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn? „Ef af sameiginlegu framboði verður, sem allar líkur eru á, og ef Reykjavíkur- listinn vinnur sigur í borgarstjórnarkosn- ingunum þá tel ég góða möguleika á að hér skapist sterk pólitísk bylgja sem gæti jafnvel leitt til þess að framboð jafnaðar- manna næði meirihluta." Það þykir mér afar ólíklegt. Lt'klegast er að Framsóknarflokkurinn btði afhroð i kosningunum og eftir standi tvö sterk öfl, Sjálfstæðisflokkur og samtök jafnaðar- manna. Er ekki vænlegast að þau gangi til samstarfs? „Það væri óviturlegt að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn svo fremi sem hið sameiginlega framboð jafnaðarmanna hefði styrk til jafns við hann. En það er forsenda slíks samstarfs." Ertu sannfærður um að af sameiginlegu framboði verði og af hverju er það nauð- syn? „Ég tel að það sé ekkert sem skilji A- flokkanna að. Málefnaleg samstaða þeirra í þinginu hefur aldrei verið sterkari og ekkert mun koma í veg fyrir að af sam- einingunni verði. Spurningin er einungis hvort hún verði fyrir næstu kosningar. Það væru svik við tvær kynslóðir, að minnsta kosti, ef ekki verður af henni þá. Að því búnu er kannski kominn tími til að skrifa leikrit.“ „Það væri óviturlegt að útiloka samstarfvið Sjálfstæðisflokkinn svo fremi sem hið sam- eiginlega framboð jofnaðarmanna hefði styrk til jofns við hann. En það erfor- senda slíks sam- starfs. “

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.