Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 14

Dagur - 18.10.1997, Blaðsíða 14
r i 30 - LAU GARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 HEILSULÍFID í LANDINU Jón Þrándur Steinsson, sérfræd/ngur i húð- og kynsjúkdómum, segir rúmiega 80% landsmanna með herpesveiruna ísér. mynd: eól Leiðinlegir kvillar Jón Þrándur Steinsson, sérfræðingur í húð- og kyn- sjúkdómum, segir þessa kvilla alls óskylda. „Herpes er frunsa og orsök hennar herpesveiran. Það er til týpa eitt og tvö af þeirri veiru og veiran er náskyld hlaupabólu- veirunni. Maður getur bæði fengið áblástur á kynfæri og varir, þó mun algengara sé að herpes leggist á var- 80% landsmanna með herpesveiruna. Jón Þrándur segir Iíklega 80% til 85% allra íslend- inga vera með herpesveiruna í sér, þ.e. beri hana, því hún fari aldrei úr líkamanum eftir að hún sé einu sinní komin þangað inn. Hún Iiggi bara í dvala milli þess sem hún gefi einkenni. „Sumir fá bara frunsu einu sinni á ævinni, aðrir eru að fá þetta með reglulegu millibili. Hjá hverjum og einum er oftast eitthvað sem veldur því að veiran fer úr dvala og veldur frun- su. Hjá sumum sprettur hún fram í sól og sumri, hjá öðrum kemur hún með kvefi, jafnvel þreytu.“ Fyrsta herpessýkingin kemur oft á barnsaldri og getur orðið mjög slæm, mun útbreiddari en frunsan sem margir þekkja. Þá koma oft sár á fleiri stöðum og viðkomandi get- ur orðið veikur, jafnvel fengið hita. Sumir fá þó engin einkenni við fyrstu sýkingu. Seinni köstin valda bara sári á einum stað. Herpes eðafrunsa, kossageit eða geita- koss. Þetta eru hvim- leiðirhlutir sem fjöl- mörgum þykirfylgja haustinu. Veiran leggst í dvala Herpessýkingunni fylgja sár, gjarnan í munnvikin, en þau geta þó komið hvar sem er á líkamann. „Það fer algerlega eftir því hvar veiran hefur komið sér inn í Iíkamann í upphafi. Hún getur hafa komið sér inn í gegnum varir, rasskinnar, fingur, jafnvel kyn- færi og þegar veiran vaknar úr dvala þá koma sárin alltaf á sama stað. Það er einkennandi með herpes. Síðan hverfur veiran aftur á 4 til 5 dögum, upp í viku, og leggst í dvala aftur. “Þegar baktería kemst ofan í veirusárin, frunsurnar, eru þau lengur að gróa. Þá er um bakteríusýkingu að ræða, sem er allt annað en herpesinn, og kallast hún geitakoss eða kossageit. Það er þó ekki algilt að kossageitin komi út frá herpesnum, því hún getur einnig komið út frá sárum eða jafnvel smá skrámum á húðinni. Þar sem kossa- geitin er sýking er hægt að eyða henni." Veira, baktena og þurrkur „Við herpessýkingum er ekki hægt að eyða veirunni fyrir fullt og allt úr líkamanum. Við mæl- um með kremi á frunsur sem er selt án Iyfseðils og heitir Zovir. Það á að nota fimm sinnum á dag um leið og fólk finnur fyrir einhverjum einkennum af frunsum, eins og sviða eða kitli. Með því að gera það þá eru meiri líkur á þvi að áblástur- inn standi styttra við. Við mjög slæmum frunsum þarf stundum að gefa veiruhemjandi töflur. Ef veir- an er horfin og baktería komin í staðinn þá þarf að gefa bakteríu- drepandi smyrsli. Það er auðvelt að sjá hvenær svo er.“ Þurrkur í munnvikum þarf ekki að vera skylt við herpes að sögn Jóns. Með her- pes koma fyrst litlar blöðrur, bara í annað munnvikið, sem springa og verða að sári en þurrkur í munnvikum stafar oft af kulda. „Þurrkur í munnvik kemur vegna þess að loftið er þurrt. Þá gufar vökvi frá húðinni og þeir sem eru viðkvæmir þola það ekki og fá munnþurrk og sprungur í munnvik. Þeir geta jafnvel fengið bakteríusýkingar eða sveppasýkingar ofan í þurrkinn. Ef er eingöngu um að ræða þurrk þá notar maður feitan varasalva en ef um bakteríusýkingu er að ræða þá er gefið bakteríudrepandi smyrsli, við sveppasýkingu er gef- ið sveppadrepandi smyrsli og við herpes er gefið veiruhemjandi lyf.“ HBG Öbeinar reykingar bama Það er vel þekkt að ef reykt er að staðaldri á heimili þar sem börn alast upp hefur það slæm áhrif á lungu barnanna auk þess sem sýkingar í eyrum verða algengari. Nú er komið í ljós að óbeinar reykingar barna geta einnig lækkað kólesterólmagn í blóði þeirra, sérstaklega hjá börnum sem fyrir eru með einhver kól- esterólvandamál. Minna kólesteról þarf samt ekki endilega að boða gott, þótt yfirleitt sé kólesteról ekki talið hollt fyrir hjartað og æðarnar. I þessu tilviki er hins vegar um að ræða ákveðna tegund kólesteróla sem hafa verndandi áhrif. Þau gegna mikilvægu hlutverki við að fjarlægja skaðlega fitu úr blóð- inu og minnka þannig líkurnar á hjartasjúkdómum síðar meir. Lífið er atvinna og atvinnan getur gleypt fólk með húð og hári og haft gríðarleg áhrif á líf manna. Algengt er að fólk veiji átta til tólf klukkustund- um á dag á vinnustað fimm til sex daga vikunnar til að brauðfæða fjölskylduna, fæða og klæða börnin, og halda hraða í lífsgæðakapphlaupinu. Margir hafa ánægju af vinnunni og gefa sig alla í hana þann tíma sem hún stendur og þannig má það auðvitað vera. Fólk ver gjarnan mun Iengri vökutíma á vinnustað en með fjölskyld- unni. Vinnan og aðstæður á vinnustað hljóta því að setja mark sitt á einstaklinginn og geta haft gríðarleg áhrif á Ijölskyldulff- ið. H E1LS A Af Iffi ng sál Atviiman gleypir fólk Aðstæður á vinnustað skipta höfuðmáli, bæði aðbúnaðurinn sjálfur, heilsufar og starfsandi. Allir þurfa rými, birtu, loft og næði. Fólk sem hýrist í dimmu herbergi og lítur ekki upp frá tölvunni langtímum saman hlýtur að verða þungt í höfði og erfitt í skapi. Fólk sem fær litla tilbreytingu í starfi og fær sjaldnast að takast á við ný og krefjandi verkefni hlýtur að verða þreytt á aðstæðum sínum til lengri tíma litið. Fólk sem býr við lélegan starfsanda meðal félaganna hlýtur að vera undir stöð- ugu álagi. Allt hlýtur þetta að bitna á fjölskyldunni. Flestir hafa þörf fyrir að ræða um vinnuna, sérstaklega þegar eitthvað liggur mönnum þungt á hjarta, óánægja eða erfiðleik- ar eru á vinnustað. Þá er eðlilegt að ræða við maka og spyija ráða og víst er það stundum óhjákvæmilegt að börnin heyri. I sumum tilvikum kraumar óánægjan í langan tfma, bæði á vinnustað og inni á heimilinu, og erfiðleikarnir stigmagnast án þess að nokkuð sé að gert. Þörfin fyrir útrás brýst út í fjölskyld- unni og getur smám saman gegnumsýrt heimilislífið. Með þessu er auðvitað meðvitað eða ómeðvitað kallað á aðstoð en þvf miður er oft kallað fyrir daufum eyrum, aðstoðin berst ekki. Aldrei verður undirstrikað nógsamlega mikilvægi þess að rækta sjálfan sig og fjölskyldu sína og vera vakandi fyrir velferð sín og sinna. Fólk, sem á við erfiðleika að stríða, getur þurft að leita sér aðstoðar til að taka á málunum og fá þeim breytt - það er hvorki rétt né eðlilegt að mönnum líði illa í vinnunni. Mað- ur má ekki vera ragur við að gera eitthvað í sínum málum, ræða samskipti við vinnufélagana eða yfirmennina, skipta um vinnu- stað, fara í nám, byrja í líkams ækt eða grípa til einhverra ann- arra ráða til að breyta ástandinu og hressa þannig upp á sjálfa sig. Það er ekki endilega víst að ástæðan liggi í vinnunni, hún getur líka verið hjá okkur sjálfum og þá er bara að gera eitthvað í því. Hinu er þó ekki að neita að allir eiga rétt á því að þeim líði vel í vinnunni og því er það skylda vinnuveitenda að gera sitt til að svo sé. Allur ytri umbúnaður þarf að vera í lagi á vinnustað. Vinnuveitendur þurfa líka að leggja sitt af mörkum til þess að samskipti fari eðlilega fram, starfsandinn sé hvetjandi og góð- ur, andinn milli vinnufélaga sé vinalegur og þægilegur þvf að vandamál koma óhjákvæmilega upp þar sem margir koma saman. Til að stuðla að þessu væri æski- Iegt að ráða sálfræðing eða jafnvel geðlækni inn á vinnustaðinn - einhvern sem starfsmennirnir geta sýnt trúnað og þeir treysta. Það er einfalt fyrir hið opinbera og sveitarfélög þar sem starfsmennirnir •skipta hundruðum eða jafnvel þúsundum að ráða sérfræðing til starfa enda hefur það þegar sýnt sig hjá Pósti og síma þar sem sálfræð- ingur sinnir starfsmönnum og hjálpar þeim að taka á vanda- málunum. Þetta er Iíka einfalt í einkageiranum þar sem minni vinnu- staðir gætu tekið sig saman um ráðninguna. Hér er komið upplagt |f baráttumál í næstu kjarasamningum. Guðrún Helgei Sigurðardóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.