Dagur - 24.10.1997, Side 2

Dagur - 24.10.1997, Side 2
rc^tr 2 -FÖSTUDAGUR 2Í.OKTÓBER 1997 FRÉTTIR Atlavík Óhaggað að hæsta tré ís- lands er í Atlavík, lerki sem er 20,34 m á hæð. Austlendingar hrósa sigri. Sunnlendingar óhræddir og ætla að sigra næst. Sýslumaður Rangæ- inga hvetur til að meun pissi á hæsta tré á Suður- landi. Sunnlendingum tókst ekki að slá Aust- lendinga út af laginu í keppnínni um hæsta tré landsins, sem í gær var til lykta leidd. Það stendur, sem áður var fullyrt og ekki tókst að hnekkja, að hæsta tré landsins er lerkitré í Atlavík- urlundi í Hallormsstaðarskógi. Tréð sem Sunnlendingar telfdu fram var ösp við Múlakot í Fljótshlíð og er það 42 cm Iægra. Sýslumeim dæmdu Það voru sýslumenn Norður-Múla- sýslu og Rangárvallasýslu sem voru dómarar í þessari sérstæðu keppni, en til hennar var efnt af blaðamönnum Austra á Egilsstöðum og Sunnlenska fréttablaðsins á Selfossi. Starfsmenn Skógræktar ríksins framkvæmdu mæl- ingar. Þar kom í Ijós að tréð í Atlavík- urlundi, sem gróðursett var fyrir um 60 árum, er 20,34 metrar á hæð. Því getur áfram staðið skjöldur sem Davíð Oddsson festi á tréð fyrir tveimur árum, þar sem segir að það sé hæsta tré landsins - en þá var það þó ekki nema 20,0 m á hæð. Öspin við Múlakot er 19,92 m á hæð, og vantaði því nokkuð upp á að Sunnlendingum tækist að velgja Aust- lendingum undir uggum. Við bjuggumst við þessu „Þetta er ekki annað en það sem við Austlendingar bjuggumst við. Sunn- lendingar tóku of stórt upp í sig,“ sagði Sigurður Björn Blöndal, blaðamaður á Austra, í samtali við Dag. Hann bætti við að annarsstaðar í Hallormstaðar- skógi mætti finna tré sem væru álíka i Atlavíkurlundi í gær. Lerkitréð þar mældist 20,34 m á hæð, og staðfesti sýslumaður Norð-Mýl- inga mælinguna. Öspin við Múlakot í Fljótshlíð er hinsvegar 19,92 m á hæð. Skúli Björnsson, starfsmaður Skógræktarinnar, er að mæla en þeir Lárus Bjarnason sýslumaður og Bragi Jónsson, starfsmaður Skógræktarinnar, fýlgjast með. há, þannig að vel mætti vera að flytja þyrfti skjöldinn góða milli trjáa áður en langt um líður. En altjend stefndi ekki í að hann færi á Suðurlandið „Menn ættu að fara varlega í að efast um hæð trjáa í Hallormsstaðarskógi. I það minnsta fara Sunnlendingar flatt á því,“ sagði Sigurður Björn. Pissum á öspina „Við óskum Austlendingum bara til hamingju með það að eiga ennþá hæsta tré á Islandi," sagði Jón Þórðar- son, blaðamaður Sunnlenska. „Það hefði orðið gífurlegt áfall fyrir þá ef þeir hefðu tapað titlinum - en það kemur að því. Við skorum á þá í sams- konar keppni að tveimur árum liðn- um.“ Jón sagði að Sunnlendingar ættu leynivopn í þessari keppni, svo sem tré í uppsveitum Árnessýslu og ef til vill víðar. Þeim yrði beitt þegar þar að kæmi. „Sýslumaður Rangæinga, Friðjón Guðröðarson, hefur beint þeim tilmæl- um til kappsamra Sunnlendinga að pissa allir sem einn við öspina í Múla- koti til að örva vöxt hennar á alla lund,“ segir Jón Þórðarson. -SBS. Pottverjum cr auðvitað tíðrætt um prófkjörsslag D-Iistans í Reykjavík og þá ekki síst um hversu FÍB-tengsl Áma Sigfússonar hljóti að vera hag- stæð honum. Þannig er á það bent að það sé lygi- lega heppilegt að FÍB er nú með sérstaka kynn- ingu á blaði sínu Ökuþór og er búið að senda 6000 utanfélagsmöimum blaðið. í blaðinu er meðal annars að finna viðtal við formaim FÍB, Ánia S; ússon. Þess íyrir utan cr búið að prenta kynn ^arbækling í 2000 emtökum vegna sér- stakv félagaátaks sein stendm yfir í Kringlunni. AI 'tta kemur ofan á hljómfagran áróður um ar' tgakúbbur FÍB hafi fært heimilum la 2,3 milljarða króna í vasann. Heyrst hefur í heita pottinum að pólitísk yfir- völd á Dalvík hafi sett ofan í við bæjarritara sinn og starfandi bæjarstjóra. Eins og fram kom í Degi um daginn talaði hann í útvarpi gegn sam- einingu sveitarfélaganna þriggja við Eyjafjörð og þar með gegn stefnu meirihlutans. Þótti sum- um sem þar hefði einbættismaðurinn farið yfir strikið. Sameiningin var sem kumiugt er sam- þykkt og nú er það bæjarritarans að leiða þá vinnu sem við tckur og pottverjar veltu íyrir sér hversu heill hann yrði í því starfi. Og aftur að prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykja- vík. Það vakti mikla athygli og raunar líka gremju sumra þegar Ámi Sigfússon ákvað að fara í heimsóknir á kosningaskrifstofur annarra frambjóðenda, þ.e. þeirra sem eru ineð skrifstof- m. Ámi birti auglýsingu um málið í Mogganum um helgina og raunar tók hann þar fram í smáu letri líka hverjir frambjóðenda hefðu ekki kom- ið sér upp kosningaskrifstofu. Athygli vakti að Ámi fer ekki í heimsókn á eina skrifstofu, skrif- stoíúna til Ingu Jónu, en í pottinum heyrðist að hún hafi hafnað ósk Áma um að koma í heim- sókn.... FRÉTTA VIÐ TA LIÐ Helgi Laxdal formaður Vélstjórafélags íslands Stefnir íþriðja verkfall sjó- manna á fiskiskipaflotanum á nokkrum árum vegna kvótabrasks og verðmyndun- ará fiski. KvótabanM gegn kvótabraski talinn skila árangri - Hverjar eru helstu kröfur vélstjóra gegn útvegsmönnum? „Það er í fyrsta lagi að auka hlutaskipti vélstjóra á fiskiskipum með aðalvél 1 501 kw og stærri vegna aukinnar ábyrgðar og sjö ára menntunar. Samkvæmt því mundi hlutur yfirvélstjóra hækka úr 1,50 í 1,75 og aðrir vélstjórar fengju hliðstæðar hækkanir á sín- um hlut. Eg er ekki að gera lítið úr stýri- manninum en hans nám tekur aðeins tvö ár. Þess vegna finnst okkur það ekki eðlilegt að yfirvélstjóri og stýrimaður séu með sama hlut. Við förum Iíka fram á að allur fiskur fari á markað. Auk þess viljum við setja þak á útivist togara á fjarlægum miðum þannig að mannskapurinn sé ekki allt að þrjá mán- uði norður í Smugu eins og hefur gerst. Þar fyrir utan erum við með fleiri kröfur sem lúta að því að bæta kjör vélstjóra.“ - En er hægt í reynd að setja allanfisk ú markað, eins og þið og aðrir sjómenn fariðfram «? „Að mínu mati eru ýmsar skorður á því. Eg held að menn verði að skilja á milli verð- lagningar á fiski annarsvegar og kvóta- brasksins hinsvegar. Við getum náð árangri gegn kvótabraskinu með kvótabanka. Þeir sem vilja selja kvóta leggja hann í bankann og tilgreina það lágmarksverð sem þeir geta sætt sig við. Síðan koma kaupendur og bjóða í. Hvorki kaupandi eða seljandi vita hvor af öðrum. Á þann hátt er hægt að slíta í sundur þessi tengsl sem eru á milli kaup- anda og seljanda í kvótabraskinu. Eftir sem áður væri hægt að flytja kvóta á milli skipa í eigu sömu útgerða og skipta á jöfnum heim- ildum.“ - Hvað með uppsjávarfiska, eins og t.d. síld og loðnu? „Eg held að allir séu sammála því að upp- sjávarfiskar fari ekki á markað. Ég hef hins- vegar enga töfralausn á því hvernig verð- myndun á þessum fisktegundum ætti að vera. Það getur hinsvegar vel kotnið til greina að setja lágmarksverð á verðlagningu uppsjávarfiska og einnig aðrar tegundir. Það yrði þó aldrei nema tímabundið. - Þið stefnið í þriðja verkfallið gegn kvótabraskinu á þessum áratug. Eru ein- hver líkindi fyrir árangri að þessu sinni? „Úr fyrra verkfallinu kom þessi tillaga um kvótabankann. Henni var ekki ýtt á flot að hluta til vegna þess að ákveðnir aðilar innan samtaka sjómanna voru á móti eða lögðu til- lögunni ekki lið. Ég held að Farmanna- og fiskimannasamþandið hafi verið allt á móti tillögunni en Sjómannasambandið bæði og, en við studdúffi hana. LIÚ Vár eðlilega á móti því þeir eru á móti öllum breytingum. Kvótabraskið er hægt að Ieysa með kvóta- banka og þá stendur eftir vandamálið með verðlagninguna. Það var mikið fljótræði að leggja Verðlagsráðið niður vegna þess að það hefur ekki gengið að vera ekki með neitt kerfi til að verðleggja fisk.“ - GRH

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.