Dagur - 31.10.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 31.10.1997, Blaðsíða 1
Fj ölhæf kona vill lifa af listmni Vitavörður, hafnar- vörður, leirkerasmiður, trillusjómaður, lyfsali og einstæð móðirmeð tvö ung böm. Hvað eiga þessi stöifsameig- inlegt? Kannski ekkert annað en að hún Lóa Odds á Suðureyri hefurgegnt þeim öllum. Ólöf Oddsdóttir er fædd á ísa- firði og valdi sér snemma óvenju- leg sumarstörf. Tvö sumur, þá 17 og 18 ára, leysti hún Jóhann Pétursson af sem vitavörður á Horni og í 8 sumur var hún hafn- arvörður á Isafirði. Harla óvenju- leg sumarstörf fyrir unga stúlku. „Eg fór síðan suður og settist í öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð en hélt síðan til Sví- þjóðar til náms við textíl og síðan leirkerasmíði við frábæran einka- skóla, Capella Gaarden á Öland í Svíþjóð. Þaðan kem ég svo heim árið 1995 og fer þá beint til Suð- ureyrar á skak á trillu. Sú útgerð gekk mjög vel en ég nýtti mér all- ar stundir til að vinna í leirn- um en fór ekki að snúa mér f alvöru að leirnum fyrr en fyrir þremur árum og opnaði síðan vinnustofu og verslun sem heitir „Lóa - leirkeragerð". Það hefur gengið alveg ágæt- lega, en margir ferðamenn hér á sumrin virðast verða nokkuð undrandi að finna listmunaverslun þar sem þeir eiga ekki von á neinu nema atvinnustarfsemi kringum fiskinn. Vonandi tekst mér ein- hvern tíma að lifa af listinni, en þá verð ég að selja mun meira, t.d. í Reykjavík, en það væri sem best hægt að hafa sitt aðsetur hér í Súgundafirði. Eg hef selt á höf- uðborgarsvæðinu hjá Heimilis- iðnaði en hef aldrei fylgt því eftir þótt ég hafi fengið mjög áhuga- verðar viðtökur þar og jafnvel frekari fyrirspurnir og hvatningu. Það er framtíðarsinfonía og viss ögrun að horfa meira til Reykjavíkurmarkaðarins. En þeg- ar maður er einn með tvö börn þá er maður ekki eins vogaður að taka þá áhættu að vinna ein- göngu við listina. Til þess þyrfti ég eignilega að hafa fyrirvinnu! Þegar ég hætti á skakinu tók ég að mér útibú apóteksins á ísa- firði og er lyfsalan fjárhagslega akkerið mitt þó vissulega væri gaman að geta séð sér og sínum farboða með listinni. Það væri al- gjör draumur! Hvernig hafa íbúar Suðnreyrar tekið þér? „Þeir taka öllum mjög vel, enda fór ég í fyrstu að vinna í fiski og þar kynntist ég öllum. Það er svo annað mál að ég fer örugglega ekki aftur á sjó, það var ömurlegt og eingöngu tekjumöguleikarnir sem lágu þar að baki. En þetta var góður skóli, en lyktin maður, oj!!“ Lóa er kennari í Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar í Edin- borgarhúsinu á ísafirði, leiðbein- ir þeim yngstu, 4 til 5 ára, með leirinn þrisvar í viku og ekur frá Suðureyri til þess. Eftir tilkomu Vestfjarðaganganna segir Lóa það ekkert vandamál, en það hefði getað orðið snúið áður fyrr þegar brjótast þurfti f ófærð yfir Botnsheiðina. Við Lista- skólann eru auk þess námskeið fyrir verðandi málara, söngv- ara, glernámskeið o.fl. en skól- inn er auk þess verktaki hjá ísafjarðarbæ að mynd- menntakennslu efri bekkj- anna á ísafirði og allra nem- enda í Önundar- firði. Listaskólinn fær til kennslunnar m.a. listamenn frá höf- uðborgarsvæðinu sem auk launanna fá sem sérstaka umbun að sýna eigin Iistaverk í Slunkaríld á ísafirði án endurgjalds. „Nú eru í gangi lista- og menningarvika á ísafirði sem heitir Vet- urnætur og þar hef ég verið með sölusýningu í Rammagerð Isafjarðar sem gengið hefur alveg „glimrandi". Eg held þó að ég fly- tji eldd nær markaðnum, t.d. til ísafjarðar eða Reykjavíkur, færi frekar til útlanda. Ég tók í fyrra þátt í alþjóðlegu verkefni „As- hmatica" ásamt fleiri Islending- um auk Norðmanna, ítala og Austurríkismanna, og var sýnt í Austurríki og á ltalíu. Sýningin fékk mjög góða umsögn gagn- rýnenda svo kannski á maður eft- ir að fara á þessar slóðir aftur.“ GG Súgfirski listamaðurinn á vinnustofu sinni, en þar er að finna marga eiguiega muni. Listina er því viða að finna. mynd: gs. Veitum hagstæð lán til kaupa á landbúnaðarvélum ’ SP-FIÁRMÖCNUN HF Vegmúli 3 • 108 Reykjavik • Sími 588-7200 • Fax 588-7201 Hvað er að gerast um helgina? Líf og fjör Lefkdómur um Grandaveg 7. bls. 19

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.