Dagur - 06.11.1997, Side 10
26 - FIMMTUDAGUR 6.NÓVEMBER 1997
ro^tr
LÍFIÐ í LANDINU
L. A
Gróskan er í hugbúnaði
Aflvaki hf. hefurfeng-
ið vel á þríðja hundrað
mála til skoðunarfrá
þvístarfsemi fyrírtæk-
isins hófstfyrírfjórum
árum ogfjárfest í lið-
lega 30 verkefnum,
gjaman í hugbúnaðar-
geiranum. Páll Guð-
jónsson segir að grósk-
an sé mikil.
Aflvaki hefur tekið fjárhagslegan
þátt í liðlega 30 verkefnum og er
áberandi hversu mikil gróska er
í hugbúnaðargeiranum en hlut-
verk fyrirtækisins er að bæta
umhverfi atvinnulífsins og veita
áhættufjármagn í nýsköpunar-
fyrirtæki. Páll Guðjónsson,
framkvæmdastjóri, segir að í
hugbúnaðargeiranum sé mikið
af margbreytilegum hugmynd-
um á ferðinni og býst við að
þaðan geti komið „innan tíðar
mjög spennandi hlutir." Þá er
mikið að gerast á svokölluðu
„megatronic" sviði, þar sem vél-
búnaður og hugbúnaður tvinn-
ast saman. Dæmi um slíkt fyrir-
tæki er Marel, þar sem flæðilín-
urnar eru annars vegar og hins
vegar stýribúnaðurinn.
Samruni og samstarf
Viðhorf manna í fyrirtækja-
rekstri hefur verið að breytast á
síðustu árum og segir Páll að nú
sé ný hugsun komin inn í fyrir-
tækin. Fyrirtækin séu opnari og
leiti allra leiða til að ná sem
bestum árangri, til dæmis með
samstarfi, sameiningu eða sam-
runa við önnur fyrirtæki ef
menn sjá hag í því. Hann á von
á því að þessi tilhneiging aukist
enn frekar.
„Fæst þessara fyrirtækja eru
farin að skila þeim árangri sem
við eigum von á en við sjáum
vonandi á næstu tveimur til
þremur árum að þetta fer að
springa út,“ segir hann.
- Geturðu nefnt einhver dæmi
um fyrirtæki sem eru þegar farin
að skila árangri?
„Fyrirtækið Imúr, sem fram-
leiðir íslenskar múrblöndur, er
farið að gera það gott í sam-
keppni við innfluttar lausnir,
endurreisn Landssmiðjunnar,
sem var smiðja en er nú orðið
megatrónískt fyrirtæki. Við erum
líka þátttakendur í hugbúnaðar-
fyrirtækjum, til dæmis Tauga-
greiningu, Softis og Islenskri
vöruþróun," svarar Páll að lok-
um. -GHS.
Ekkert smá
skemmti-
□
LEGUR
STRAUMRAS
Furuvöllum 3 ■ 600 Akureyri
Sími 461 2288 ■ Fax 462 7187
Ætlarðu til
Höfum allan búnað sem til þarf
i---------------
Haglabyssur
Haglaskot
Skotfærabelti
Gönguskór
Áttavitar
Rjúpnapokar
Vesti
Hlífðarfatnaður
og margt fleira...
Veiðileyfi í Þórðarstaða-, Sigríðarstaða- og
Melaskógum
BYGGINGAVORUR
Gerðu þér ferð - það borgar sig!
/ Sími: 4fi0 350
Páll Gudjónsson, framkvæmdastjóri Aflvaka ht: „Fæst þessara fyrirtækja eru farin að
skila þeim árangri sem við eigum von á en við sjáum vonandi á næstu tveimur tii þrem-
ur árum að þetta fer að springa út.“ mynd: hilmar.
Vaxtarbroddar!
Sjónvarpsstöð og
Útboðsbanki em í hópi
þeirra fimm fyrírtækja
semAtvinnumála-
nefnd Akureyrar hefur
ákveðið að styrkja.
Atvinnumálanefnd Akureyrar
styrkti nýlega vænlega vaxtar-
brodda í íslensku atvinnulífi.
Þeir eru ólíkir en áhugaverðir,
og þykja líldegir til að auka fjöl-
breytni.
Gervikrabbi
Teista ehf., í eigu Jóns R. Krist-
jánssonar og Isaks Oddgeirsson-
ar, hlýtur 200 þúsund króna
styrk til undirbúnings full-
vinnslu sjávarafurða til fram-
leiðslu á heilsufæði. Hráefni til
framleiðslunnar er „surimi“,
fiskafskurður og annað sjávar-
fang. Surimi er fiskprótein sem
notað er til íblöndunar á vörum
eins og t.d. gervikrabba. Surimi
er flutt inn en stefnt er að þróun
sh'krar framleiðslu hjá Teistu.
Eldvari
Rafverk ehf. hlýtur 200 þúsund
krónur til að vinna að þróun
frumgerðar á „Eldvara", sem er
búnaður sem rýfur rafstraum af
eldavél ef hiti frá hellu skapar
eldhættu. Hönnuður „Eldvara"
er Svavar Guðni Gunnarsson.
Fersk en frosin rækja
Loftur Sigvaldason hlýtur 200
þúsund króna styrk vegna stofn-
unar lítils matvælafyrirtækis
sem framleiðir til niðurlagningar
á valinni, frosinni rækju í sér-
stökum legi sem viðheldur fersk-
leika vörunnar og er varan til
markaðssetningar innanlands.
Unnið verður að að könnun á
möguleikum á sölu á veitinga-
húsa- og iðnaðarmarkað og
markaðsmöguleikum erlendis.
Svæðissjónvarp
Það er sjónvarpsstöðin Aksjón,
sem hafið hefur svæðisbundnar
útsendingar, sem hlýtur 300
þúsund krónur en stefnir að
stækkun sendisvæðis á útmán-
uðum sem þá mun ná til 20
þúsund manns.
Útboð - upplýsingar
Árni Laugdal hlýtur 200 jrúsund
króna styrk vegna stofnunar
„Utboðsbanka“, fyrirtækis sem
fylgist með útboðum og miðlar
upplýsingum til áskrifenda auk
Jress að vinna að upplýsinga-
miðlun um útboðsmarkaðinn.
Þjónustan mun helst nýtast
verktökum á Akureyri og ná-
grenni.
Við mat á umsóknum er lagt
til grundvallar nýsköpunargildi,
skilgreinds og raunhæfra verk-
efna. Einnig er lögð áhersla á
verkefni sem stuðla að þróun og
hagræðingu innan fyrirtækja og
verkefni sem snúa að markaðs-
setningu á nýrri framleiðslu.
GG
Vaxtarbroddar! Hluti styrkþega ásamt formanni atvinnumálanefndar, Hákoni Hákonar-
syni og Berglindi HaHgrimsdóttur, starfsmanni nefndarinnar. mynd: brink