Dagur - 06.11.1997, Síða 15

Dagur - 06.11.1997, Síða 15
 FIMMTUDAGVR 6.NÓVEMBER 1997 - 31 LÍFIÐ í LANDINU Guðrún Gunnars- dóttir, söng- kona ogút- varpskona, eraðfara til Svíþjóðar til að bæta við söngkunn- áttu sína. SöngnámíSvíþjóð Norræna ráðherranefndin styrkir Gurúnu til þessarar ferðar, en eins og kunnugt er hefur Guðrún verið ötul við sönginn undanfarin ár. Hún söng hlutverk Maríu Magda- lenu í Jesus Christ Superstar og söng með Agli Ólafssyni á sólóplötum hans. Guðrún hef- ur tekið þátt í leikhúsuppfærsl- um og sungið inn á margar plötur, m.a. með Snörunum, sem eru að koma með nýja plötu, án Guðrúnar þó. „Eg hreinlega gat ekki verið með, sökum anna. Maður verður að geta gefið svona dæmi góðan tíma og hann hef ég ekki núna,“ segir Guðrún. „Eg hef verið að syngja síðan ég man eftir mér,“ segir Guð- rún. „En þó svo að söngurinn heilli stöðugt og sé stór hluti af lífi mínu, þá dregur útvarpið mig alltaf til sín aftur.“ Eg hefverið að syngja frá því að ég man eftirmér... Nýr liðsmaður Guðrún var í 10 ár á Rás 2, en vinnur núna á Bylgjunni, sér um síðdegisþáttinn Þjóðbrautina ásamt Skúla Helgasyni og sér ekki eftir því að hafa skipt. Henni líkar ákaflega vel að vinna á Bylgjunni, segir góðan starfsanda þar og skemmtilegt fólk.“ Það er að bætast nýr liðs- maður í hópinn, hann Jakop Bjarnar Grétarsson, sem verið hefur í King Kong, kemur til liðs við okkur í næstu viku. Þá verð- um við þrjú og við það verður þátturinn ennþá öflugri," segir Guðrún. Alltaf í vinminni. Hún segir starfið við útvarpið grípa sig föstum tökum. „Maður er eiginlega alltaf í vinnunni, þó maður sé í fríi, þá er maður alltaf að hugsa um hvort þetta eða hitt sé efni í þátt. „Söngurinn og útvarpið er orðin samofin heild, því þegar ég var búin að ákveða för mína til Svíþjóðar, hugsaði ég strax um að nota tímann líka til að taka einhver viðtöl þar eða hringja pistla í þáttinn." Guðrún á fjölskyldu, mann og þrjú börn. En er ekki erfitt að vera í vinnu allan daginn með þrjú ung börn? „Eg var í vinnu hálfan dag- inn,“ segir Guðrún, „en það gengur bara ekki upp í þessu starfi. Eg var farin að vinna svo mikið heima, hringja í allar áttir og eiginlega orðin í fullri vinnu, svo það var alveg eins gott að vera bara í vinnunni allan dag- inn.“ Kollafer í bíó ConspiracyTheory ** I Conspiracy Theory leikur Mel Gibson leigubílstjóra sem virðist ekki ganga heill til skógar. Hann er haldinn þeirri sjúklegu þrá- hyggju að sjá samsæri í hverju horni og predikar ótrúlegar kenningar sfnar fyrir daufum eyrum. En einhver hinna fjöl- mörgu kenninga hans virðist vera rétt því illmenni ræna hon- um og gera tilraun til að þvinga hann til sagna. Okkar maður veit elcki hvað honum er ætlað að játa, tekst að flýja með hóp óvina á hælum sér og leitar skjóls hjá tortryggnum, ungum lögfræð- ingi, sem Julia Robert leikur. Conspiracy Theory er ákaflega köflótt mynd. Eftir fremur lang- dregna byrjun kemst myndin á nokkurt flug en upp úr miðju fellur hún í meðalmennsku og nær sér aldrei almennilega á strik. Myndin er einfaldlega of löng og sundurlaus. Engu er lík- ara en leikstjórinn hafi ekki vit- að hvaða stefnu hann ætti að taka og því ákveðið að láta mynda sem mest. En það er ekki einungis Ieikstjórnin sem hefði þurft að vera markvissari. Hand- ritið er ekki sérlega burðugt sem er synd því hugmyndin er góð. Lausn ráðgátunnar er einkar klén og veldur vonbrigðum. Það er Mel Gibson sem held- ur myndinni á floti með stjörnu- leik í erfiðu hlutverki og sannar rækilega að hann er miklu meira en einungis snoturt andlit. Julia Roberts er út á þekju mestalla myndina, og hið sama má segja um aðra leikara myndarinpar, fyrir utan undur sjarmerandi blökkumann sem stendur sig með prýði í hlutverki Ieyniþjón- ustumanns. Conspiracy Theory er spennu- mynd í meðallagi. Myndin er aldrei beinlínis leiðinleg en hún nær sér alltof sjaldan á flug. I henní er þó að finna nokkur æsispennandi atriði en helst til langt er á milli þeirra. En Mel Gibson, sem ég hef fram að þessu aldrei litið á sem alvöru leikara, er ansi árans góður. J SMÁTT OG STÓRT UMSJON GuðPún Helya Sigurðardóttip Viltu fá þér huud eda kött? Hundar og kettir fyrirfinnast í öðru hverju húsi út um allt land, páfagaukar, hamstrar og jafnvel slöngur eða útlendar kóngulær og risaskjald- bökur. í flestum tilfellum er þó gælu- dýrið hundur eða köttur enda er fólk tilbúið að eyða tugum þúsunda í slík dýr. Þegar um svo háar upphæðir er að ræða þá er eins gott að þeim pen- ingum sé ekki hent út um gluggann. Viltu finna út hvort hentar þér betur? Veltu þá eftirfarandi hlutum fyrir þér. Sumir geta hugsad sér aö eiga slöngu eða útlenska risaskjaldböku fyrir gæiudýr en flestir velja hund eða kött. Hefurðu lyst á að þrífa upp skítiun? 'V. A\ % f' im i wfzjjsú /. ■ ^ ■ / . f ■ ■ ■-ál - Rísa hárin á þér i hvert skipti sem þú heyrir óvæntan hávaða? Þá hlýturðu að fá þér kött. Rísa hárin á þér í hvert skipti sem þú heyrir óvæntan hávaða og ferðu að svitna? Finnst þér gaman að horfa á annað fólk? Ertu alltaf að heiman? Þig langar til að fá fólk í kvöldmat en finnur þér aldrei tíma til að búa til mat? Þú breytir um áætlun gjarnan á síðustu stundu? Ferðu snemma á fætur um helgar? Geturðu hugsað þér að þrífa upp skítinn eftir gæludýrið? Þessar spurning- ar ættu að geta leiðbeint þér eitthvað, að minnsta kosti um það hvort þú færð þér hund eða kött. Ekki hara manuamál sem dýriu skHja Margir tala við gæludýrin sín og byggja upp mjög persónulegt samband við þau og við hin hljótum að velta fyrir okkur á hvaða hátt það gerist. Margir telja að dýr skilji mannamál og sjálfsagt er það að einhverju leyti rétt. Sumir segja þó að það sé ekki bara mannamálið sem dýrin skilja heldur fer samtal fram með hugar- orkunni einni saman. Ef umhverfið er rólegt og afslappað eru möguleikarnir á gagn kvæmu samtali meiri. Gott er að hugsa um nafn dýrsins og gera sér mynd af dýrinu í hugarlund. Síðan má reyna að senda skila boðin. Gjarnan má spyrja í huganum hvort það sé eitthvað sem hægt sé að gera fyrir dýrið. Það fyrsta sem kemur í hugann er líklega svarið. Og að sjálfsögðu teku maður alltaf fullt mark á svarinu, sama hversu fáránlegt það kann að virðast. Best er að takmarka þessi samskipti aðeins við 10 mínútur í hvert skipti. Margir geta byggt upp sérstakt samband við * , . ... Þýtt oc endursact gæludyrio sitt meo hugarorkunni emm saman. Hundar ku skilja bædi mannamál og hitt málid.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.