Dagur - 07.11.1997, Side 7
FÖSTUDAGUR 7. XÓVEMBER 1997 - 7
ÞJÓÐMÁL
Breiðu bökin fundin
í Degi á föstudaginn 31. októ-
ber, var slegið upp með
stríðsletri á forsíðu, hvernig
þessi háværi og óbilgjarni aldurs-
hópur fólks, sem kominn er yfir
sjötugt, veltir sér í vellystingum
praktuglega upp úr peningaflóð-
inu.
Það var nú ekki vanþörf á að
einhver vandaður fjölmiðill
kæmi stjórnvöldum til stuðnings
í réttlátri baráttu þeirra við
þennan kröfuharða hóp. Þennan
hóp sem sífellt kvartar og kvein-
ar. Kvartar og kveinar í hvert
skipti sem stjórnvöld loks finna
einhverja leið til þess að sporna
við fjáraustrinum í þennan lýð.
Þó ekki sé með öðru en því,
eftir langa og stranga leit að að-
ferðum til þess að koma höndum
á bruðl hópsins, en að ráðherr-
ann, sem passar kassann, taki
sér nú vald til að skammta hópn-
um sjálfur, en sé ekki sífellt að
láta þessar tryggingagreiðslur
elta hin uppsprengdu launakjör í
landinu.
Og hópurinn kvartar einnig
yfir því að fjármálaráðherranum
skuli takast að ná í nokkrar krón-
ur af þessu lúxusfólki í gegn um
svo kallaða jaðarskatta, eða
takast að ná til sín því sem lífeyr-
issjóðirnir eru að spreða út til
þessa fólks í viðbótar eyðslueyri.
Nú þegar breiðu bökin eru
loksins fundin, þökk sé Degi, þá
ætti að vera sæmilega tryggt að
hægt verði áfram að halda hér
úti sæmilega reisulegu banka-
stjóra, sægreifa og topp-embætt-
ismannakerfi.
Það hefur nefnilega tekist að
búa til nokkurskonar „eilífðar-
vél“, sem menn hafa hingað til
trúað að ekki væri hægt að finna
upp.
Eilífðarvél sem vinnur þannig
að það er sama hvað eftirlauna-
fólk eða lífeyrissjóðir þess gera
til þess að ausa fé í þetta óráð-
síufólk. Eilífðarvélin sér til þess
að kassavörðurinn fái þetta fé.
Það er sama hvort fólkið er að
rembast \áð að vinna og taka
auðvitað með því vinnu frá öðr-
um, eins og sagt er, eða að lífeyr-
issjóðurinn þess, vegna bættrar
stöðu sinnar, er að greiða því
hærri lífeyri, vélin sér til þess að
þetta renni til kassans.
Þannig er komin eilífðarvél,
fleiri krónur merktar eftirlauna-
fólki en afraksturinn í ríkiskass-
ann.
Þetta er fútt kerfi
Og Dagur hefur nefnilega fund-
ið það út að þetta fólk hafí það
að meðaltali ágætt og við þurfum
ekki að hafa áhyggjur af því. Það
hafi í tekjur að meðaltali um
80% af tekjum einstæðra kvenna
og hafi nánast allar þarfir fríar.
Ja, bragð er að þá barnið finn-
ur og mikil er nú reisnin yfir við-
miðuninni.
Dagur hefur hins vegar ekki
útskýrt það hvernig meðallaunin
eru fundin. Hann segir t.d. ekki
frá því að í hópi þessa aldurs-
flokks eru nokkrir af tekjuhæstu
einstaklingum þjóðfélagsins.
Hann segir heldur ekki frá því að
4-5 þúsund einstaklingar í þess-
um aldurshópi eru með það háar
tekjur að þeir fá ekki greiddan
grunnlífeyri almannatrygginga.
En þeir vigta vel í meðaltalinu.
Dagur segir heldur ekki frá því
að af 23 þúsund einstaklingum,
sem fá greiddan grunnlífeyri frá
almannatryggingum, grunnlíf-
eyri sem er um 14 þúsund krón-
ur á mánuði, fá nær 20 þúsund
einnig greidda svokallaða tekju-
tryggingu, sem bendir nú ekki til
þess að það fólk hafi háar tekjur.
Tekjutryggingin er nefnilega háð
því að fólk hafi mjög lágar tekjur.
En meðaltalsaðferðin er góð,
að mati fréttamanns Dags, og
sett fram án skýringa eða at-
hugasemda, þó fjórir fimmtu-
hlutar af fjölda eftirlaunafólks
lifi kannski við sult og seyru, þá
segir meðaltalið að þeir hafi það
bara ansi gott því að 10% þeirra
hafi svo háar tekjur að allir hafi
þeir að meðaltali tekjur sem
jafngiltu um 80% af meðaltekj-
um einstæðra kvenna.
Dagur segir ekki
frá því að af 23
þúsund einstakling-
um, sem fá greiddan
grunnlífeyri frá al-
mannatryggingum,
14 þúsund krónur á
mánuði, fá nær
20 þúsund einnig
greidda svokallaða
tekjutryggingu, sem
bendir nú
ekki til þess að
það fólk hafi
háar tekjur.
Við þökkum Degi fyrir frá-
bæra skarpskyggni
Og það er kannski full ástæða til
að slá upp með stríðsletri á for-
síðu svona frétt, sem getur stutt
stjórnvöld í réttlátri baráttu þeir-
ra gegn öfgahópum eins og elli-
lífeyrisþegum, sem nú eru allt að
sliga í okkar þjóðfélagi, svo vand-
séð er hvernig hægt er að verja
okkar fráhæra sægreifa- og for-
réttindahópakerfi.
Þökk sé Degi.
Hvað gera þingmenn öldruðum?
Bréf til Dags frá
aðgerðarhópi
aldraðra.
Þriðjudaginn 7. október s.l. létu
aldraðir vita af sér á stórum úti-
fundi við Alþingishúsið og gerðu
þar með þingheimi ljóst að þeir
eru ekki dauðir úr öllum æðum!
Sumir höfðu á orði að jafnvel
æðri máttarvöld hefðu gengið í
lið með gamlingjunum, svo dýrð-
legt var veðrið!
Þessi dagur var valinn vegna
þess að verið var að leggja fram
(járlagafrumvarp fyrir næsta ár.
Það var greinilegt á ávarpi fjár-
málaráðherra að hann var ekki
glaður með að þurfa að vera í
þessu hlutverki, enda varð
manninum illilega „fótaskortur"
á tungunni. Það er athyglisvert
að Davíð Oddsson er oftast fjar-
verandi þegar mál aldraðra eru á
dagskrá eins og við þetta tæki-
færi og við þær atkvæðagreiðslur
sem hafa verið kannaðar og ver-
ið er að greina frá.
Vissulega var ánægjulegt að sjá
allan þennan hóp gamals fólks
flykkjast niður á Austurvöll
þennan fagra októberdag, en
hinsvegar ömurlegt að sjá þarna
noklcra þingmenn, sem sannar-
lega greiddu atkvæði á móti
hagsmunum fundarmanna á s.l.
þingi, vera að spranga á milli
þeirra með bros á vör, voru þeir
kanske að storka fólkinu?
Þeir þurftu eldki að minna á sig
við þetta tækifæri, svo mikið er víst.
Nú birtist hér framhald skoð-
ana á atkvæðagreiðslum sem
fram fór í þinginu 18. desember
1995 um afnám 15% skattafrá-
dráttar sem aldraðir höfðu feng-
ið vegna tvísköttunnar lífeyris,
og er nú komið að þingmönnum
utan Reykjavíkur og Reykjaness.
Næst munum við skoða hverj-
ir sviftu okkur Iaunatengingu við
almenna launaþróun í landinu.
Þessir landsbyggðarþingmenn
samþykktu afnám 1 5% skattafrá-
dráttar til aldraðra sem tilkom-
inn var, í tíð fyrri ríkistjórnar
Davíðs Oddssonar, vegna tví-
greidds skatts lífeyris.
Guðjón Guðmundsson 4. þm.
Vesturlands
Sturla Böðvarsson 2. þm. Vest-
urlands
Magnús Stefánsson 3. þm.
Vesturlands
Ingibjörg Pálmadóttir 1. þm.
Vesturlands
Einar K. Guðfinnsson 1. þm.
Vestljarða
Einar Oddur Kristjánsson 3.
þm. Vestíjarða
Gunnlaugur M. Sigmundsson
2. þm. VestQ.
Hjáimar Jónsson 2. þm. Norð-
urlands vestra
Páll Pétursson 1. þm. Norður-
lands vestra
Stefán Guðmundsson 3. þm.
Norðurlands vest.
Vilhjálmur Egilsson 5. þm.
Norðurlands vest.
Tómas Ingi Olrich 5. þm.
Norðurlands eystra
Guðmundur Bjarnason 1. þm.
Norðurlands ey.
Halldór Blöndal 2. þm. Norð-
urlands eystra
Valgerður Sverrisdóttir 3.
þm.Norðurlands ey.
Guðni Agústsson 2. þm. Suð-
urlands
Isólfur G. Pálmason 4. þm.
Suðurlands
Þorsteinn Pálsson 1. þm. Suð-
urlands
Arni Johnsen 3. þm. Suður-
lands
Arnbjörg Sveinsdóttir 5. þm.
Austurlands
Egill Jónsson 3. þm. Austur-
lands
Halldór Asgrímsson 1. þm.
Austurlands
Jón Kristjánsson 2. þm. Aust-
urlands
A móti voru :
Gísli S. Einarsson 5. þm. Vest-
urlands
Hjörleifur Guttormsson 4. þm.
Austurlands
Kristinn H. Gunnarsson 5.
þm. Vestfjarða
Sighvatur Björgvinsson 4. þm.
Vestfjarða
Ragnar Arnalds 4. þm. Norð-
urlands vestra
Lúðvík Bergvinsson 6. þm.
Suðurland
Margrét Frímannsdóttir 5.
þm. Suðurlands
Svanfríður Jónasdóttir 6. þm.
Norðurl.eystra
Steingrímur J. Sigfússon 4.
þm. Norðurl eystra.
Aldraðir, haldið listanum til
haga!