Dagur - 07.11.1997, Síða 12
12- FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1997
ÍÞRÓTTIR
Haukasig-
ur í KeHa-
vík
Fjórir íyrstu leikirnir í 6. umferð
Urvalsdeildarinnar í körfuknatt-
leik voru háðir í gærkvöld. Hauk-
ar héldu sigurgöngu sinni áfram
með því að Ieggja Keflvíkinga að
velli í Keflavík, 86:87, og þá sigr-
aði Tindastóll KR í hörkuleik á
Seltjarnarnesi, 66:67. IA lagði
Þór á Akranesi, 98:81, og þá lauk
viðureign botnliðanna, ÍR og
Vals, með sigri Valsmanna,
79:83.
Haukar eru nú efstir í deild-
inni með 12 stig og Grindavík og
TindastóII hafa 10 stig, en
Grindvíkingar eiga leik til góða.
Umferðinni lýkur í kvöld með
leikjum KFI og Skallagríms og
Njarðvíkur og Grindavíkur og
hefjast báðir ld. 20.00.
íkvöld
KARFA
Urvalsdeild:
KFÍ-Skallagr. kl. 20:00
Njarðvík-Grindavík kl. 20:00
HANDBOLTI
1. deild kvenna:
ÍBV-Víkingur kl. 20:00
2. deild karla:
Fylkir-Hörður kl. 20:00
Þór-Ármann kl. 20:30
Selfoss-Grótta/KR kl. 20:00
D ómarali omid
Það er ekki alltaf draumur að vera dómari.
Dómarar eiga bæði
góða og slæma daga
rétt eins leikmeimim-
ir sem þeir eiga að
viima með. Stuudum
eru Jjeir sakaðir um
heimadómgæslu og
stundum annarskonar
hlutdrægni. Stundum
hreinlega klúðra þeir
án þess að það hitni
meira á öðru liðinu
en hinu. Við þessu er
ekkert að gera. Þetta
er hluti leiksins. En
þegar dómarar koma í
gervi jólasveinsins í
hyrjun nóvemher, eins
og gerðist í leik HK og
Hauka á miðvikudag-
inn, er tími tU kom-
inn að þeir hugsi sinn
gang.
Leikur HK og Hauka verður
seint talinn til skemmtilegri
handboltaleikja sögunnar þó
spennandi væri. Bæði lið áttu
góða og, inn á milli, arfaslaka
spretti. Eins var um einstaka
leikmenn liðanna. Sumir þeirra
vilja sjálfsagt gleyma þessum leik
sem allra fyrst. Á engan er þó
hallað þó fullyrt sé að slökustu
menn vallarins voru dómararnir,
Gísli Jóhannsson og Hafsteinn
Ingibergsson. Ekki að þeir hafi
dæmt illa allan Ieikinn. Hinsveg-
ar brugðust þeir þegar mest á
reyndi. Þeir höfðu ekki
úthald í þennan „hörku-
leik“ vegna þess að þeir
tóku ekki í taumana fyrr
en ákafi og harka leik-
manna var orðin þeim
óviðráðanleg. Það sauð
einfaldlega upp úr sem
ekki hefði þurft að ger-
ast hefðu þeir félagar
tekið leildnn föstum tök-
um frá upphafi og kæft
hörkuna í fæðingu.
„Góðmennska“ Gisla
og Hafsteins var alger-
lega misskilin af leik-
mönnum beggja liða
þetta sinn. Þeir gengu
einfaldlega á lagið og því
lengra sem á Ieikinn leið
urðu kærleikar minni
með mönnum. Menn
komust upp með fáránlegar bak-
hrindingar og stimpingar án þess
að fá svo mikíð sem tiltal. Sömu
menn voru svo spjaldaðir, og
jafnvel sendir í tveggja mfnútna
hvíld, fyrir smábrot. Sagan end-
urtekur sig víða, „smákrimmar"
eru gómaðir meðan þeir stóru
sleppa. Dómarar þurfa að vera
samkvæmir sjálfum sér, ef ekki
allt keppnistímabilið, þá að
minnsta kosti í hverjum Ieik fyr-
ir sig.
Vilji Guðs
Drottinn sjálfur,, hefur oft bland-
að sér í íþrót'taleiki. Hver man
ekki eftir „hendi Guðs“ úr HM í
knattspyrnu forðutn. Má vera að
það hafi verið vilji Guðs að Gísli
og Hafsteinn gáfu Haukunum
aukakastið á lokasekúndunum,
eftir að Rúnar skaut yfir markið.
Alla vega bjóst enginn í húsinu
við öðru en HK menn hefðu
unnið boltann og tryggt sér jafn-
teflið. Þá komu „jólasveinarnir"
til sögunnar. Haukar fengu bolt-
ann, reyndar óinnpakkaðan, sem
leiddi af sér réttmætt vítakast er
aðeins fimm sekúndur lifðu af
leik. Sigur Haukanna var í höfn.
Eins og staðan var, gáfu Gísli og
Hafsteinn Hafnarfjarðarliðinu
stigin tvö.
Auðvitað er það stór fullyrðing
þegar blaðamaður segir að dóm-
arar hafi gefið liði sigur í Ieik.
Sem betur fer er lfka oftast um
oftúlkun að ræða. Það má vel
vera að svo sé í þessu tilviki.
Bæði liðin gerðu aragrúa mis-
taka. Það liðið, sem hefði fækk-
að mistökum sínum um 20%,
hefði unnið þennan leik með
fimm mörkum. En eins og stað-
an var orðin voru það mistök
dómaranna sem réðu úrslitum í
lokin. Því var reiði Gísla Óskars-
sonar, liðsstjóra HK, réttlát þó
svo að það réttlæti ekki skammir
og svívirðingar í garð dómaranna
sem hafa ekkert sér annað til
varnar en rauða spjaldið. - GÞÖ
Þorvaldur í
Stoke City?
Þorvaldur Makan Sig-
björnsson, hinn efnilegi
framherji Leiftursmanna
sem varð þriðji marka-
hæsti leilonaður Islands-
mótsins í sumar, er nú til
reynslu hjá enska 1.
deildarliðinu Stoke City
og mun æfa og leika með
varaliði félagsins á næstu
dögum.
Nokkur leynd hefur
hvílt yfir ferðalagi Þor-
valdar í Englandi. Hann
æfði um tíma með Sheffield
United, en fór sfðan til Stoke
með skömmum fyrirvara, eftir
stutta viðdvöl hér á
landi. Hann verður til
reynslu hjá félaginu,
fram að Iokum næstu
viku og mun leika með
varaliði félagsins. Eftir
þann tíma munu for-
ráðamenn enska félags-
ins gera það upp við sig
hvort þeir vilji fá hann í
sínar raðir. Gangi
samningar ekki eftir
mun hann koma heim
til viðræðna við íslensk
félög en bæði Leiftur og IBV
hafa lagt kapp á að fá hann í
þjónustu sína.
Hörður til FH?
Knattspyrnumaðurin
Hörður Magnússon
kann að vera á leið til
sinna gömlu félaga í FH
eftir ársdvöl að Hlíðar-
enda, þar sem hann lék
með úrvalsdeildarliði
Vals á síðasta sumri.
Knattspyrnudeildir fé-
Iaganna hafa hins vegar
ekki enn komist að sam-
komulagi og framtíð
Harðar virðist nokkuð
óráðin, þar sem Valsmenn vilja
halda í Hörð, sem enn á eftir eitt
Hörður Magnússon.
ár af samningi sínum
við félagið.
„Það eina sem ég er
nokkuð viss um, er að
annað hvort leik ég með
Val eða FH á næsta
keppnistímabili. Meira
get ég ekki sagt á þess-
ari stundu, en málin
skýrast vonandi á næstu
dögum,“ sagði Hörður
þegar rætt var við hann
í gærdag.
Knattspyrnumaðurinn Heimir Guðjónsson, sem KR-ingar
virtust ekki hafa not fyrir, gæti verið á Ieiðinni til nýliða
Þróttar í úrvalsdeildinni. Willum Þór Þórsson, sem misst
hefur tvo sterka Ieikmenn frá sl. sumri, vill fá þennan fyrr-
um landsliðsmann til sín og aðilarnir hafa ræðst við að
undanförnu. Hvort leið Heimis liggur í Laugardalinn á
hins vegar eftir að koma í ljós, en knattspyrnudeild KR
hefur beitt sér fyrir því að hann komist á samning erlend-
is.
Erlingur Kristjánsson, hinn gamalkunni fyrirliði íslands-
meistara KA í handknattleik, er farinn að æfa með félag-
inu að nýju, en segir sjálfur að það sé einungis gert til að
halda sér í formí. Af einhverjum dularfullum ástæðum
rataði nafn Erlings þó á Ieikmannalista þann sem KA-
menn gáfu út fyrir Evrópukeppnina. Það er greinilegt að
KA-menn þekkja sinn mann, sem oftar en einu sinni hef-
ur tilkynnt að hann væri hættur að spila handknattleik.
Það skyldi þó aldrei vera ...
Vinir Lúkasar Kostic, nýráðins Víkingsþjálfara í knatt-
spyrnu, munu hafa áhyggjur af símareikningi þjálfarins,
eldd síst eftir hækkunina á innanbæjarsímtölunum. Einn
knattspyrnumaður fullyrti að Lúkas hefði hringt í tugi
leikmanna að undanförnu til að kanna hvort þeir vildu
ganga til liðs við gamla Fossvogsstórveldið sem ekki hefur
verið í vígahug á undanförnum árum. Arangurinn kemur
vonandi í Ijós á næstu dögum og vikum, en heyrst hefur
að Hólmsteinn Jónasson, sem lék bæði með Fram og Val
í fyrra, sé á leiðinni í Fossvoginn. Hólmsteinn varð Is-
landsmeistari með Víkingi árið 1991.
V