Dagur - 08.11.1997, Síða 1
Verð í lausasölu 200 kr.
80. og 81. árgangur - 212. tölublað
Hundruð bíða
meðferðar á Vogi
Ekkert lát á straumi
fólks í meðferð. Mörg-
um vísað frá vegna
plássleysis. Aukið
álag á starfsfólk. Með-
ferðartími styttur.
Á fjórða hundrað manns eru á
biðlistum hjá SÁA til að komast í
meðferð vegna áfengis- og vímu-
efnaneyslu. Þetta álag hefur ver-
ið nær viðvarandi síðan sumarið
1995 þegar ungt fólk fór að hóp-
ast inn á Vog eftir að stórfelld
aukning varð í amfetamínneyslu
fólks 25 ára og yngri. Þá bendir
ekkert til þess að þessi mikla eft-
irspurn eftir meðferðarúrræðum
muni minnka á næstunni, nema
síður sé.
„Þetta þýðir í dagsins önn að
við erum að neita fólki um þjón-
ustu sem væri full þörf á að veita
strax,“ segir Þórarinn Tyrfings-
son, yfirlæknir á Vogi. Hann seg-
ist ekki vilja neinum það hlut-
skipti sem hann býr við að þurfa
að velja 7-8 einstaldinga á degi
hverjum af þessum fjölda sem
bíður eftir plássi.
Þórarinn segir að þeir hafi
brugðist við þessu með því að
stytta meðferðartímann inn á
Vogi og auka aðstoð á göngu-
deildum. Það hefur hins vegar
ekki dugað til. Sem dæmi þá hef-
ur meðaUegutími á Vogi styst úr
því að vera frá 10,5-11,5 dagar
niður í 9 daga. Legudagar á ári
hafa verið um 24 þúsund en ár-
legar innritanir hafa verið um 2
þúsund.
Komið til að vera
„Eg er mest hræddur um að þetta
Á hverjum degi þarf að neita fólki um
meðferð, segir Þórarinn Tyrfingsson yf-
irlæknir.
sé komið til að vera,“ segir Þórar-
inn aðspurður um þróunina í
þessum efnum. Hann bendir á
að þegar ungt fólk kemur í með-
ferð þurfi það lengri tíma enda
þolinmóðara verk að fást við þá
yngri en þá eldri. Sé miðað við
þær árstíðabundnu sveiflur sem
verða í fjölda þeirra sem biðja um
aðstoð má ætla að fyrstu mánuð-
irnir eftir áramót verði þyngri en
aðrir.
Þrátt fyrir þennan mikla fjölda
sem bíður eftir plássi bendir fátt
eitt til þess að stjórnvöld leggi
fram meiri fjármuni til reksturs
SÁA. I það minnsta hafa framlög
stjórnvalda ekki aukist á Iiðnum
árum nema síður sé. I það
minnsta hefur SÁA ekki séð sér
fært að fjölga starfsfólki þrátt fyr-
ir aukið álag né heldur að bæta
við sjúkrarými. -GRH
Bana-
slys við
Eyrar-
bakka
Banaslys varð um áttaleytið í
gærmorgun á þjóðveginum á
móts við Eyrarbakka þegar veg-
farandi varð fyrir bíl. Sá sem lést
var að koma úr afplánun á Litla-
Hrauni.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni á Selfossi virðist
sem maðurinn hafi verið að
ganga yfir veginn þegar hann
varð fyrir bílnum og íést sam-
stundis. Viðkomandi var
dökkklæddur en myrkur og
slydda var þegar slysið átti sér
stað. Ekki er talið að ökumaður
bílsins hafi ekið hratt eða ógæti-
lega. Talið er að sá sem Iést hafi
ætlað að húkka sér far í stað
þess að bíða eftir áætlunarbif-
reiðinni sem er þarna um níu-
leytið á morgnana. -GRH
Handboltameim í
SMm '' f'
í 1 A , T MMmm W 'mær h rW&kif \ f&i&Á— fef §4 if
KA menn eiga strangan dag fyrir höndum er þeir mæta firnasterku liði Pivo Varna Lasko i riðlakeppni meistaradeildar Evrópu. I
liði Lasko eru 16 landsliðsmenn, en auk leikmanna fylgir liðinu hópur stuðningsmanna og fréttamanna, vel á annað hundrað
manns. Hópurinn kom til Akureyrar i gær með leiguvél beint frá Slóveníu og mun vélin staldra hér við þar til að leik loknum.
Gríðarlegur áhugi er á handknattíeik i Sióveniu og velti Lasko 100 milljónum á siðasta ári. Nánar er fjallað um leikinn á síðu 12
í blaðinu.
Skulda
50 niilljúnir
Eiginfjárstaða Alþýðubandalags-
ins er neikvæð um rúmar fimm-
tíu milljónir króna. Þetta kom
fram á landsfundi flokksins þeg-
ar reikningar voru lagðir fram.
Tæplega tuttugu milljóna tap
var á rekstri Alþýðubandalagsins
árið 1995 og eiga rekstur Viku-
blaðsins, kosningar og for-
mannsslagur drýgstan þátt í tap-
inu. Rekstrartap ársins 1996 var
tólf milljónir króna, en inn í
þeirri tölu eru óreglulegir liðir
og eitthvað af gjöldum fyrra árs.
Tap af reglulegri starfsemi v'ar
hins vegar ríflega sjö milljónir
króna.
Sjú einnig bls. 5 og
Ritstjórnarspjall bls 7
Dagur
stvrkir
stoðuna
Ný könnun Félagsvísindastofn-
unar sýnir að daglegur lestur á
Degi hefur aukist um 20% frá
síðustu könnun sem gerð \'ar
um mánaðamótin mars-febrúar.
Aukningin er mest á höfuðborg-
arsvæðinu, þar sem meðallestur
hefur nánast tvöfaldast.
Sjá bls. 5
Ný Hríseyjar-
ferja smíouð
Samönguráð-
herra, Hall-
dór Blöndal,
hefur óskað
eftir því við
ríkisstjórnina
að heimilað
verði að hefja
smíði nýrrar
Hríseyjarferju. Samkvæmt út-
tekt Sigurðar Ringsted, verk-
fræðings hjá Utrás, mun nýja
ferjan verða um 22,5 metrar að
Iengd, 6 metrar á breidd og taka
um 130 farþega.
Kostnaður við smíðina er
áætlaður 115 milljónir króna.
GG
1 Rútubíl- M * : ■; :ís 4 i ! Glæpur og
HBgk. - . stjóriun refsing
i - - og Njála . ‘rJ, j
Blað 2 Uy • 1 bls. 8 9
BIACK&DECKER
Handverkf æri
SINDRI
-sterkur í verki
BORGARTÚNI 31 • SÍMI 562 7222 • BRÉFASÍMI 562 1024