Dagur - 08.11.1997, Side 9
LAVGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 - 9
rD^tr.
fsingar leysi ekki allan vanda.
umfjöllun fjölmiðla um afbrot væri
mun meiri og „hasarkenndari" á
þessum áratug en áratugina á und-
an - afbrot eru orðin að eftirsóknar-
verðri söluvöru.
Helgi greindi frá niðurstöðum
rannsókna sem sýna að jafnvel stór-
hertar refsingar hafi almennt ekki
meira en tímabundin áhrif í mesta
lagi á tíðni afbrota. Hafa verður í
huga að mörg ofbeldisverk, eins og
manndráp, eru framin í hita augna-
bliksins án mikillar fyrirhyggju og
því kemur kalt mat á refsingu ekki
til álita, enda gjarnan um að ræða
persónulega harmleiki. Einnig er
fæling refsingar minni hjá þeim
sem Iifa fyrir utan hið borgaralega
mynstur og fyrir suma lítið áfall að
sitja inni í eitt til tvö ár Iengur eða
skemur við frítt fæði og húsnæði.
„Við verðum að líta til fleiri þátta
í glímunni við aíbrot en að einblína
eingöngu á nauðvörn samfélagsins;
þungar refsingar," sagði Helgi í
lokaorðum sínum og nefndi að þeg-
ar tengsl einstaklinga við hinar
ýmsu stofnanir þjóðfélagsins - fjöl-
skyldu, skóla, vinahópinn - eru já-
kvæð og sterk dregur það jafnframt
úr líkunum á afbrotum.
FRÉTTIR
Farsímamast-
ur ekki leyft
Ekki fæst leyfi á Sel-
fossi fyrir 50 m háu
mastri íslenska far-
símafélagsins.
Bæjarráð Selfoss hefur hafnað
umsókn Islenska farsímafélags-
ins um leyfi til uppsetningar á
50 m háu fjarskiptamastri í landi
Haga á Selfossi, sem stendur
skammt sunnan við kaupstað-
inn. Þetta var samþykkt á fundi
ráðsins á fimmtudag.
í bókun ráðsins segir að leyfi
fyrir mastri á þessum stað væri
ekki í samræmi við aðalskipulag
Selfoss, sem gildir fram til ársins
2015. Þá hafi og komið fram af
hálfu Flugklúbbs Selfoss að ekki
sé ráðlegt af öryggisástæðum að
reisa 50 metra hátt mastur í ná-
grenni flugvallarins. A grund-
velli þessara röksemda hafni
bæjarráð umsókninni. „Við fögn-
um þessari niðurstöðu," sagði
Sigurður Karlsson, formaður
Flugklúbbs Selfoss, í samtali við
Dag um þessa niðurstöðu máls-
ins.
„Líklega verður aðeins eitt
mastur reist á þessum slóðum,
það er við Jórvík í Sandvíkur-
hreppi og við erum núna í samn-
ingaviðræðum við hreppsnefnd-
ina þar um þau mál,“ sagði Arn-
þór Halldórsson, framkvæmda-
stjóri Islenska farsímafélagsins, í
samtali við Dag. Hann sagði
varðandi mastrið við Haga sem
áformað hefði verið að setja upp,
að þá hefði verið leitað álits
Flugmálastjórnar um staðsetn-
ingu þess, þar sem Hagi er ekki
nema í um 400 m ljarlægð frá
Selfossflugvelli. Hefði flugmála-
stjórn engar athugasemdir gert
við mastrið í því sambandi. Seg-
ir Arnþór að þessvegna hafi mót-
mæli einkaflugmanna á Selfossi,
komið sér á óvart. — SBS
Sko ö anaköimun
vekur undrun
Laimanefnd sveitarfé- \~~7~ 'li'' ?/' -
laga boðar til laima-
málaráðstefnu í dag,
þar sem m.a. verður
gerð grein fyrir kjara-
samningum við kenn-
ara.
í lok fundarins er samkvæmt
fundarboði gert ráð fyrir skoð-
anakönnun þar sem kannaður
verður hugur þeirra sveitar-
stjórnarmanna sem sækja fund-
inn til kjarasamningsins sem
gerður var nýlega við kennara.
Sigríður Stefánsdóttir, bæjar-
fulltrúi á Akureyri og stjórnar-
maður í Sambandi íslenskra
sveitarfélaga, segir það undar-
legt að efna til þessarar skoðana-
könnunar þar sem launanefndin
hafi formlegt umboð til að ganga
frá samningum og því geti þetta
ekki verið nein atkvæðagreiðsla.
Hún segist ætla að taka málið
upp á stjórnarfundi sem er fyrir
Sigríður Stefánsdóttir.
ráðstefnu launanefndarinnar.
„Hvað ætlar fólk að gera í
framhaldinu ef meirihluti fund-
armanna er opinberlega á móti
nýgerðum kjarasamningi? At-
kvæðagreiðslu kennara um
samninginn er lokið svo niður-
staða þessarar skoðanakönnunar
hefur engin áhrif á niðurstöður
hennar sem verður birt í næstu
viku,“ sagði Sigríður Stefáns-
dóttir. — GG
Verðlækkun á raf-
magni um áramót
Verð á rafmagni frá Raf-
mangsveitu Reykjavfkur, RR,
lækkar á næsta ári um 2-3%.
Hugsanlegt er að lækkun komi
til framkvæmda strax í ársbyrj-
un. Verðlækkunin mun ekki
leiða til þess að arðgreiðslur RR
til borgarsjóðs verði eitthvað
minni. Talið er að umrædd
lækkun hafi í för með sér um
120 milljóna króna heildarlækk-
un á raforkukostnaði viðskipta-
vina RR. Fyrir meðalnotenda í
íbúðarhúsnæði mundi 3% verð-
lækkun nema um 905 krónum á
ári, eða 150 krónur fyrir hvern
útsendan rafmagnsreikning.
Raforkureikningur matvöru-
verslunar mundi hinsvegar
lækka um 45 þúsund krónur á
ársgrundvelli og hjá iðnaðarfyr-
irtækjum og bönkum um 187
þúsund krónur.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Þetta kom fram í svari borgar-
stjóra við fyrirspurn sjálfstæðis-
manna um lækkun raforkuverðs
í borgarráði. — GRH
| ^iilý jíiiij St. Georgsgildið á Akureyri stendur fyrir leiðalýsingu í kirkjugarðinum eins og undanfarin ár. Tekið á móti pöntunum í símum 462 2625 og 462 4225 til 20. nóvember. Verð á krossi er kr. 1.500,- Lýst verður frá 30. nóvember. Þeir sem vilja hætta tilkynni það í sömu símum. Þeir sem eiga ógreidda gíróseðla vinsamlegast greiðið þá sem allra fyrst.
qpStelÐur í stjórnmálum U U Hvað vilja þær, hvernig vegnar þeim? Opinn fundur Kvenréttindafélags íslands á Kornhlöðuloftinu miðvikudaginn 12. nóv. kl. 20.30. Ávarp: Sigríður Lillý Baldursdóttir, formaður KRFÍ Framsögumenn: Helgi H. Jónsson, tréttastjóri Ásdís Halla Bragadóttir, formaður SUS Soffía Guðmundsdóttir, fv. bæjarfulltrúi á Akureyri Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Rýnar: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Arnþrúður Karlsdóttir Sólveig Pétursdóttir Margrét K. Sigurðardóttir Svala Jónsdóttir Össur Skarphéðinsson Aðalheiður Sigursveinsdóttir Hreinn Hreinsson Kristjana Bergsdóttir Árni Mathiesen Inga Jóna Þórðardóttir Sigurður Tómasson
Laugardagsgetraun Getraunakerfið H-17808 Enska getraunakerfið H-17808 hefur gert margan Englendinginn ríkan að undanförnu. Nú hefur það einnig slegið í gegn í Svíþjóð og sem dæmi hafa hverjar 500 kr. sænskar meira en sexfaldast síðustu 5 leikvikur. 16x5000= u.þ.b. 300.000 ísh
Munt þú verða ein/n hinna heppnu? Sendu þá nafn þitt og heimilisfang og fáðu fríar. upplýsingar um hvernig eigi að taka þátt. Upplýsingar sendist til: Redaktör Hans Nilsson, SVENSKA TIPSBOLAGET, Poppelgatan 28B, 213 62 Malmö, Sweden.
^ ° F N A Ð Verslunarrekstur veiðimannsins Hafnarstræti 5er til leigu Fágun byggð á íslenskri hefð Tilvalið tækifæri fyrir þá, sem hafa áhuga á að skapa sér sjálfstæðan atvinnurekstur. Nánari upplýsingar veita Lögmannsstofa Þorsteins Eggertssonar hdl., sími 581 4011, ogVitund efh., sími 562 0086