Dagur - 15.11.1997, Side 5

Dagur - 15.11.1997, Side 5
l^MT' LAUGARDAGUR 1 S.NÓVEMBER 1997 - S FRÉTTIR L Síniiim að drepa alla sauilvc-ppm Mim Póstur og sími sölsa imdir sig fleiri og fleiri svið, þar sem nauðsynlegum vam- aðaraðgerðum var sleppt við hlutafélags- breytinguua. Hreinn Loflsson segir brýnt að bregðast við. „Eg taldi og tel enn mjög mikil- vægt að fyrirtækinu verði skipt upp í minni einingar til að skil- greina hvað sé samkeppnisrekst- ur og hvað ekki. I hlutafélags- væðingu þarf að skilgreina sam- keppnisrekstur sérstaklega frá einokunarsviði, markmið einka- væðingar er að auka samkeppni á markaði. Þegar Póstur og sími fer á markað sem einokunarfyrir- tæki í krafti stærðar sinnar verð- ur að taka sérstaklega á sam- keppnisþáttum," segir Hreinn Loftsson, formaður Fram- kvæmdanefndar um einkavæð- ingu, Skrímsli sem gengur laust? Hreinn varaði fyrir tveimur árum við því sem gæti gerst ef ekki yrði staðið faglega að hlutafélags- breytingu Pósts og síma. Þá sagði hann: „Það er ekki til góðs að til verði risi sem heitir Póstur og sími sem er sloppinn úr umsjá ríkisins án þess að staða hans á markaðinum sé skilgreind og virkt eftirlit sé með starfsemi hans, t.d. verðákvörðun- um...Hlutafélag eins og óbreytt- ur Póstur og sími gæti sölsað undir sig fleiri og fleiri svið og drepið af sér alla samkeppni ef ekki er varlega farið.“ Stjórnlaus eiuokun Einkavæðingarnefnd hefur einnig bent á mikilvægi þess að komið yrði á fót öflugum eftir- „Hlutafélagsvæðing Pósts og síma átti að treysta samkeppni en ekki búa til stjórnlausa einokun, “ segir Hreinn Loftsson, formaður Einkavæðingar- nefndar. litsaðila til að fylgjast með verðá- kvörðunum Pósts og síma líkt og t.d. var gert í Bretlandi. „Þrátt fyrir varnaðarorð okkar fór málið í gegn eins og umræðan á liðn- um vikum sýnir okkur. Ég er mjög ósáttur við að menn skyldu ekki huga nægilega að þ\i að tryggja eftirlitsþáttinn. Fram- kvæmdin átti að miða að því að treysta samkeppni en ekki búa til nýja stjórnlausa einokun. Það þarf stórlega að efla eftirlit með gjaldskrárbreytingum á meðan stofnunin hefur þessa stöðu,“ segir Hreinn. Fjaxskiptastofnun of veik Fjarskiptastofnun átti að sinna þessu hlutverki en hún er of veik að matiHreins. „Eg er að tala um eftirlitsaðila sem fer yfir þessar verðákvarðanir og jafnvel kemur til greina að setja þak á verð- hækkanir. I Bretlandi tryggir ákveðin formúla að hækkanir séu í samræmi við raunveruleikann. Afskipti forsætisráðherra Islands fyrir skömmu benda til að svo hafi verið ekki verið hér.“ — bþ Forráðamenn hestamannafélagsins Fáks ihuga nú stofnun hlutafélags um næsta landsmót sem fram fer árið 2000. Myndin er frá Landsmóti hestamanna á Hellu árið 1994. Háeffun á landsmóti hestamanua árið 2000 Kvennallst- imtrneð? Það ræðst á Iandsfundi Kvenna- listans um helgina hvort samtök- in taka þátt í viðræðum A-flokk- anna um samfylkingu í næstu þingkosningum. Um 70 konur höfðu tilkynnt komu sína á landsfundinn í gær, sem er mun meiri þátttaka en á landsfundin- um í fyrra, enda mikil spenna og s k i p t a r s k o ð a n i r um samfylk- ingarmálin. G u ð n ý Guðbjörns- dóttir, þing- k o n a Kvennalist- ans, hefur gert það og segir að við- brögðin hafi styrkt sig í þeirri trú að Kvennalistann sem heild eigi að taka þátt í samfylkingarvið- ræðunum framundan. Meðal annars hafi verið viðraðar kröfur um að konur skipi helming sæta, ef farið verði í sameiginlegt framboð og því verið vel tekið. Guðný telur að dregið hafi úr andstöðunni innan Kvennalist- ans við samfylkingu og að það séu meiri líkur en minni á að landsfundurinn samþykki að fara í viðræður við A-flokkana. - VJ Blaðameim himdrað ára Blaðamannafélag Islands heldur á næstu dögum upp á 100 ára af- mæli sitt með ýmsum hætti. Vik- una 17. til 20. nóvember verður daglega kl. 20.30 boðið upp á fjölbreytta dagskrá í Sólon Is- landus, en Iaugardaginn 22. nóv- ember verður haldin vegleg af- mælishátíð á Hótel Islandi. Mánudaginn 17. nóvember er létt söng- og sögukvöld á Sólon og meðal annars segja eldri blaðamenn frá eftirminnilegum atvikum úr starfi. Á félagssvæði Fáks árið 2000. Borgin byggir nýjan keppnis- völl. Erlendir fjárfest- ar. Forráðamenn hestamannafélags- ins Fáks íhuga að stofna hlutafé- Iag um rekstur landsmóts hesta- manna, sem haldið verður á fé- lagssvæði þess árið 2000. I tengslum við þetta rekstrarform er ekki útilokað að erlendum fjárfestum verði boðið að verða með við fjármögnun mótsins. Þótt skiptar skoðanir séu um þessa hugmynd meðal hesta- manna, þá vill t.d. Sigurður Þór- hallsson, framkvæmdastjóri Landssambands hestamanna, ekki útiloka neitt fyrirfram í þessum efnum. Óháð annarri starfsemi Þórður Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri Fáks, segir að eng- in ákvörðun hafi verið tekin um þetta mál, enda eigi að ræða það frekar. Hins vegar sé engin laun- ung á því að menn hafi áhuga á að skoða þetta rekstrarform á Iandsmótinu. Engu síður er talið að hlutafélagaformið muni sker- pa á allri vinnu við undirbúning og framkvæmd mótsins og yrði jafnframt óháð allri annarri starf- semi Fáks. Ennfremur mundi þetta form auðvelda alla skipt- ingu á ágóða eða tapi af fram- kvæmdinni. Það á sfðan eftir að koma í ljós hvort þetta sé fram- kvæmanlegt með tilliti til laga- og skattamála. Hann útilokar ekki að hlutafé- lagsformið gæti nýst sem sóknar- færi til að Iaða að bæði innlenda og erlenda fjárfesta til taka þátt í fjármögnuninni. Þá er í burðar- liðnum að gera samning við Samvinnuferðir-Landsýn um þátttöku í markaðssetningu mótsins. Ferðaskrifstofan mun því væntanlega verða samstarfs- aðili Fáks ásamt Flugleiðum og fleirum. Þórður bendir á að þótt þrjú ár séu til stefnu, þá séu þau fljót að Iíða. Af þeim sökum sé nauðsynlegt að vanda vel allan undirbúning frá fyrstu hendi, kynningu á mótinu svo ekki sé minnst á sjálft mótshaldið. Enda töluverð nýlunda að halda lands- mót hestamanna í sjálfri höfuð- borginni og sýnist sitt hverjum um þá ákvörðun. Nýr vegur og völlur I tengslum við athugun manna á kostum og göllum á hlutafélaga- forminu verður byrjað að huga að gerð fjárhagsáætlunar fyrir mótið. Á meðan vill hann ekki tjá sig um hugsanlegan kostnað. Engu að síður er viðbúið að borg- in muni verja allt að 150-160 milljónum króna til ýmissa end- urbóta sem nauðsynlegt er að gera fyrir mótið. Sem dæmi þá mun borgin leggja nýjan veg að mótssvæðinu, byggja nýjan keppnisvöll og Iaga til á svæðinu. Stefnt er að því að framkvæmdir borgarinnar hefjist strax á næsta ári. - GRH ALÞINGI Kvótinn til um- hverfisráduneytis Tveir þing- menn Alþýðu- bandalagsins, Kristinn H. Gunnarsson og Hjörleifur Guttormsson, hafa lagt fram frumvarp um að hafrann- sóknir og ákvörðun um heildaraflamark í einstökum fisktegundum verði færðar frá sjávarútvegsráðuneytinu til ráðu- neytis umhverfismála. Jafnframt er lagt til að rannsóknir á gróður- vernd og skipulagi landnýtingar verði í höndum umhverfisráðu- neytis en ekki landbúnaðarráðu- neytis eins og nú er. I greinargerð segja flutnings- menn m.a. að með þessu sé Iögð ríkari áhersla á umhverfisþátt rannsókna og stjórnunar á hag- nýtingu auðlinda og dregið úr áhrifum beinna hagsmunaaðila. 500 milljónir í húháttabreytingax Framleiðnisjóður hefur varið rúmum 432 milljónum króna frá 1985 í að styrkja bændur til að breyta um búskaparhætti. Þetta kemur fram í svari landbúnaðar- ráðherra við fyrirspurn Gísla Einarssonar, þingflokki Jafnaðar- manna. Þar kemur einnig fram að frá 1987 hafa 82 bændur fengið styrki til þess að breyta úr hefðbundnum búskap í hrossa- búskap. Ekki kemur fram hversu háir þessir styrkir eru. Skýrsla um stöðu aldraðra Þingflokkur jafnaðarmanna hef- ur óskað eftir skýrslu frá forsæt- isráðherra um stöðu eldri borg- ara hér á landi í samanburði við aldraða í öðrum ríkjum OECD. Um 27 þúsund manns, eða 10% þjóðarinnar, eru 67 og eldri, en spár gera ráð fyrir að ellilífeyris- þegar verði orðnir tæp 20% þjóð- arinnar eftir 30 ár. Jafnaðarmenn vilja að gerð verði úttekt á kjörum aldraðra, aðstoð hins opinbera og fleiru er varðar hag aldraðra og stöðu í samfélaginu. Kvótinn til allra Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, hef- ur lagt fram þingsályktun um að fela rík- isstjórninni að kanna kosti og galla þess að skipta árlegum afnotarétti nytjastofna á íslandsmiðum jafnt milli allra íbúa landsins. Einnig verði kannaðir kostir og gallar annarra mögulegra leiða á að tryggja varanlegt eignarhald þjóðarinnar á fiskistofnunum. I greinargerð segir Pétur að til- lagan byggist á þeirri hugmynda að markaðs- og almannavæða veiðiréttinn, sem muni lækka verð á kvótum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.