Dagur - 19.11.1997, Blaðsíða 1
RíMsendurskoðim
á ríkísbankabmðl
Hótel KEA.
Jóhaima Sigurðardótt-
ir segir ferðarisnu og
bílapeninga ríkis-
bankakerfisins bera
vott u iii bruðl og
óráðsíu. Hún viU
skýrar reglnr og að
ríkisendurskoðun
taki málið í gegn.
Ríkisbankarnir hafa eytt 1,3
milljörðum króna í risnu-, bif-
reiða-, og ferðakostnað frá því
1993, að því er fram kemur í
svari viðskiptaráðherra við íyrir-
spurn frá Jóhönnu Sigurðardótt-
ur þingmanni, sem lögð var fram
á Alþingi í gær. Ráðherra var ekki
tilbúinn til að tjá sig um þennan
kostnað að svo stöddu þegar
Dagur ræddi við hann, en Jó-
hanna Sigurðardóttir segir þess-
ar upplýsingar ekkert annað en
„skandal". „Þetta ber vott urn
óráðsíu í bankakerfinu, en það
sem er verst er að það virðist
Loksins loðna
við Kolbeinsey
Grindvíkingur GK kom til Siglu-
fjarðar með 180 tonn og upp-
snúna nótina í pylsu og Svanur
RE fór til Raufarhafnar. Á Rauf-
arhöfn fer Ioðnan til bræðslu en
gert er ráð fyrir að hægt verði að
taka þar við loðnu til frystingar
eftir nokkra daga.
Björg Jónsdóttir ÞH og GuII-
berg VE héldu til Seyðisfjarðar
þar sem loðnan fer til frystingar.
Grænlenski loðnubáturinn
Ammasat landaði hjá Krossanes-
verksmiðjunni í gær en aflinn var
ekki nema slatti að sögn tals-
manns verksmiðjunnar. Áður
höfðu Vestmannaeyjabátarnir
Guðmundur og Sigurður landað
þar fullfermi, alls um 2.300
tonnum. Þeir bátar sem hafa
verið á síld með nót fyrir austan
land eru komnir á loðnu, en þeir
sem eru með flottroll eru enn
fyrir austan, enda næst síldin illa
í önnur veiðarfæri. — GG
enginn bera ábyrgð. Þarna er
verið að bruðla með almannafé,
sem fólk greiðir bæði í gegnum
skattinn og í gegnum þau þjón-
ustugjöld sem þessir bankar
taka,“ segir Jóhanna. Hún segir
bankastjórana augljóslega ekki
kunna fótum sínum forráð og
séu því eins og krakkar sem hafa
þurfi vit fyrir. Þess vegna vill hún
setja bankastjórum og bankaráð-
um fastmótaðar og skýrar leik-
reglur og að bankaráðin verði
ábyrg.
Óþarfa ferðir
I þeim upplýsingum sem finna
má í svari ráðherra við fyrirspurn
Jóhönnu kemur í ljós að ríkis-
bankarnir, Landsbanki, Búnað-
arbanki og Seðlabanki, borga
meira en eina milljón hvern virk-
an dag í þennan kostnað. Jó-
hanna Sigurðardóttir segir það
engum vafa undirorpið að veru-
legur hluti þessa kostnaðar sé
óþarfur. „Eg vil halda því fram að
verulegur hluti af þessu séu
óþarfa ferðir, enda vilja þeir ekki
svara mér þegar ég spyr um til-
efni ferða og tilgang og bera það
Jóhanna Sigurðardóttir segir ríkisbanka
brudla með fé fólks.
fyrir sig að það sé samkeppnis-
hamlandi að gefa slíkt upp. Eg
blæs á þau rök en segi að þeir
vilji ekki gefa þetta upp vegna
þess að slíkt væri ferðahamlandi
- ekki samkeppnishamlandi!“
segir Jóhanna. Hún segir sér-
staklega sorglegt að sjá hvernig
dagpeningamál bankastjóranna
eru. Sem dæmi hafi allir banka-
stjórar Seðlabanka haft 75 þús-
und krónur í dagpeningagreiðsl-
ur á mánuði, alla mánuðina 57
sem rætt er um, fyrir utan dag-
peninga maka. Það er hærra en
fólk fær í Iágmarkslaun. Jó-
hanna Sigurðardóttir segist vilja
gera það að tillögu sinni að Rík-
isendurskoðun verði send á
bankana og fari ofan í það „svín-
arí og sukk“ sem þar viðgengst.
Hún vill að þetta verði gert strax
ekki síst með lilvísun til þess að
nú á að fara að breyta tveimur
bankanna í hlutafélög og reynsl-
an sýni að menn noti slíkar
breytingar til að leyna upplýsing-
um. „Slík ógn vofir yfir okkur
sem eigum að hafa eftirlit með
þessum málum að vegna hluta-
félagsvæðingarinnar sé verið að
loka á allar upplýsingar um starf-
semi bankanna," sagði Jóhanna.
- BG
Sjá einnig ítalega umjjöllun
um svar ráðherra á
blaðsíðu 8.
■■■■■■BHnBaBanH
Hötel KEA
leigt
Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri
hefur leigt Fosshótel-keðjunni
Hótel KEA til fimm ára frá
næstu áramótum. Fosshótel reka
hótel víða um land ojg meðal eig-
enda þeirra eru Urval-Utsýn,
sem er að stórum hluta í eigu
Flugleiða, og Omar Benedikts-
son, sem er framkvæmdastjóri
Islandsflugs.
Samningurinn felur í sér að
Fosshótel sjá um allan rekstur á
hótelinu og veitingum. KEA
hafði sagt upp öllum starfs-
mönnum hótelsins og er gert ráð
fyrir að flestir þeirra verði endur-
ráðnir.
Magnús Gauti Gautason,
kaupfélagsstjóri KEA, segir það
hafa verið í deiglunni um langt
skeið að leigja út rekstur hótels-
ins. Taprekstur hefur verið á hót-
elinu um nokkurt skeið.
TJrsagnir úr
Kveimalista
Úrsagnir nokkurra forystukvenna
í Kvennalistanum verða í dag.
Blaðið hefur áreiðanlegar heim-
ildir fyrir því að þetta hafi verið
niðurstaða fundar í hópi óá-
nægðra kvenna sem komu saman
í gær. Niðurstaða landsfundar
listans um að ganga til viðræðna
um samfylkingu með A-flokkun-
um eru undirrót úrsagnanna. Á
fundinum í gær kom fram það
álit að eðli Kvennalistans væri
gjörbreytt með þessum samfylk-
ingaráformum og staðfest að
nokkrar þekktar forystukonur
myndu hverfa frá samtökunum.
Hugsanlegt er talið að fleiri fylgi
á eftir á næstu dögum. Dagur
hefur þó ekki staðfest nákvæm-
lega hvaða konur muni segja skil-
ið við samtöldn í dag. Talið er að
meðal þeirra séu Þórhildur Þor-
leifsdóttir, Kristín Einarsdóttir,
Anna Ólafsdóttir Björnsson og
Elín G. Ólafsdóttir. Þingkonan
Kristín Ástgeirsdóttir var einnig á
meðal þeirra.
Öskiibaklia PHl Óháðir
1P|| áborð E - uveLkoninir IWmil Hringrásnrdælur 1
■K i-B [Wl* j? 1 F’erfeöa SINDRI *«]
Blað 2 ■í mm BlS. !> ’\P / -sterkur í verki * jgp