Dagur - 19.11.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 19.11.1997, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 19 .NÓVEMBER 199 7 - S X^MT FRÉTTIR Oháðir eru alls- staðar velkonmir R-lista flokkarnir fjórir ætla allir að bjóða óflokksbimdnii fólki að keppa fyrir sína hönd í prófkjöri listans, þótt ekki bafi náðst samkomulag um að taka frá sæti fyrir óháða í sjálfu prófkjörinu. Flokkarnir fjórir sem standa að Reykjavíkur-listanum ætla allir að gefa óflokksbundnu fólki kost á að taka þátt í prófkjöri listans fyrir sína hönd. Flokkarnir eiga hver um sig að tilnefna 7 menn í prófkjör R-listans sem haldið verður í janúar. Alþýðubandalagið hefur áður boðið óháðum að taka þátt í for- vali flokksins, bæði vegna sveit- arstjórnar- og þingkosninga og gerir væntanlega einnig nú. Al- þýðuflokksfélögin í Reykjavík samþykktu í vikunni að auglýsa eftir fólki til að taka þátt i próf- kjörinu fyrir hönd flokksins og er ekki gert að skilyrði að viðkom- andi sé í flokknum. Berist fleiri en 7 framboð velur fulltrúaráð endanlega lista. Kvennalistinn hefur þegar val- ið 5 konur í prófkjörið fyrir Samrád R-listans samþykkti nýlega fyrirkomulag prófkjörsins sem haida á fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Ekki nádist samkomulag um aö taka frá sæti fyrir óháða, en flokkarnir 4 sem að R-listanum standa ætia allir að gefa óháðum kost á að taka þátt I prófkjörinu fyrir sína hönd. - mynd: e.ól. Kvennalistann. Þær eru Stein- unn Óskarsdóttir borgarfulltrúi, Kristín Blöndal myndlistarkona, Guðrún Erla Geirsdóttir mynd- listarkona, Sólveig Jónasdóttir útgáfu og kynningarfulltrúi starfmannafélags Reykjavíkur- borgar og Drífa Snædal formað- ur Iðnemasambandsins. Leita á til kvenna utan samtakanna til að fylla sjömanna kvótann. Tímamót hjá Framsókn Sérstaka athygli vekur að fram- sóknarmenn hafa ákveðið að hafa sama háttinn á og kratar. Til þessa hafa ekki aðrir en flokksbundnir framsóknarmenn tekið þátt í prófkjöri eða forvali á vegum flokksins. Þetta vekur ekki síst athygli fyrir þá sök að það voru einkum framsóknar- menn sem lögðust gegn því að óháðum frambjóðendum yrðu tryggð ákveðin sæti í fyrirhuguðu prófkjöri R-Iistans. — VJ Kúabændur íhaldssamir Pétur Guðfinnsson, útvarpsstjóri. Sjónvarpið í Efstaleiti Ríkisstjórnin samþykkti í gær að heimila Sjónvarpinu að flytja í húsnæði Ríkisútvarpsins í Efsta- Ieiti. Pétur Guðfinnsson, út- varpsstjóri, segir að í fyrsta áfanga verði útsendingin og fréttastofa sjónvarpsins flutt og gangi allt að óskum ætti það að geta orðið næsta sumar. Gert sé ráð fyrir að flutningum verði lok- ið í árslok 1999. Aætlað er að það kosti um 960 milljónir króna að flytja starf- semi Sjónvarpsins í Efstaleitið, en liðlega helmingur þeirrar upphæðar er vegna endurnýjun- ar á heldur bágbornum tækja- kosti, sem hefði þurft að endur- nýja hvort eð var. Útvarpsstjóri hefur óskað eftir því að Ríkisút- varpiö fái að taka Ián til þess að hægt verði að drífa framkvæmd- irnar af á sem skemmstum tíma, en það hefur ekki verið afgreitt. Fáist ekki Iánsheimild verður að flytja í smáskömmtum, eftir því sem fjárhagur framkvæmdasjóðs RÚV Ieyfir. - VJ Hugmyndir um inii- flutning erfðaefnis til kynbóta á íslenska kúastofninum fá dræmar undirtektir hjá bændum. Mikill meirihluti kúabænda vill óbreytt ástand í nautgriparækt ef íslensku pólförunum þremur gengur vel í göngu sinni á Suð- urpólinn samkvæmt upplýsing- um frá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Þeir eru í stöðugu sambandi í gegnum Argos-tæki við flugbjörgunarsveitina og seg- ir Grétar Bjarnason að allt sé á áætlun. „Þeir fóru frekar rólega af stað eins og þeir höfðu fyrirhugað en hafa hert á sér eftir því sem á gönguna líður. Þeir fóru 17 kíló- metra í fyrradag sem þykir gott,“ segir Grétar. Göngugarparnir leggja daglega af stað upp úr hádegi að sögn Grétars og ganga til um klukkan 23.00 að staðartíma. Búnaður hefur reynst vel og veður verið gott, um 1 7 stiga frost en svolít- ill mótvindur. Nú er kuldahæð yfir suðurskautinu en innan nokkurra daga mun vindur að Ifkindum fara minnkandi. Gang- marka má nýlega skoðanakönn- un um afstöðu þeirra til inn- flutnings á erfðaefni til kynbóta á íslenska kúastofninum í til- raunaskyni. Þannig eru 44,9% svarenda andvígir öllum hugmyndum um innflutning og 17,7% andvígir að tilraunin verði gerð. 27,4% Iýstu sig fylgjandi tilrauninnni og 8,8% lögðust ekki gegn fram- kvæmdinni eða tóku ekki af- an er í heildina um 1200 kíló- metrar og má ætla að Islending- stöðu. Fagráð í nautgriparækt lít- ur því svo á að tillögu um til- raunainnflutning hafi verið hafnað. Könnunin var gerð samkvæmt tillögu Nautgriparæktarnefndar og fór fram á sextán kynningar- fundum víða um land, dagana 10.-14. nóvember sl. A kjörskrá voru 2.635 bændur. — BÞ arnir hafi lagt milli 70 og 80 kílómetra af þeirri Ieið nú. — BÞ Pólfönmuin gengur vel Pólförunum hefur gengið vel enda vel undirbúnlr. Hér má sjá Ingþór Bjarnason máta heimskautaúlpu áður en hann fór. REYKJAVÍK Hafna eignaskatti Borgarsjóður og stofnanir hans verða að greiða 372 milljónir króna á ári í eignaskatt, ef frum- varp sem fjármálaráðherra hefur lagt fram verður samþykkt. Sam- kvæmt frumvarpinu eiga sveitar- félög, fyrirtæki og stofnanir sem þau reka að greiða 0,35% eigna- skatt af öllum eignum sínum. t umsögn borgarráðs um frum- varpið segir að ljóst sé að álögum af þessu tagi yrði að mæta með beinni skattheimtu sveitarfélags- ins. Borgarráð leggst alfarið gegn samþykkt frumvarpsins. Laugavegur lagaöur Borgarráð hefur samþykkt að farið verði í endurbætur á Laugavegi frá Vitastíg að Baróns- stíg. Aætlað er að framkvæmdir heþ'ist í mars og þeim verði Iokið í júlf. Borgarverkfræðingi og borgarskipulaginu er falið að fara yfir hönnun götunnar til þess að einfalda hana og gera ráð fyrir 30 bílastæðum. Verslanir og fyrirtæki við Laugaveg sendu borgarráði í gær áskorun um að laga Laugaveginn og fjölga þar bílastæðum. Styrkir til mótorsendla Borgarráð hefur samþykkt að veita fyrirtækinu Mótorsendli 400 þúsund króna fjárstyrk til að þróa atvinnuúrræði fyrir ungt fólk. Einnig var samþykkt að styrkja Linsuna með 300 þúsund krónum vegna rekstur jólamark- aðar á Ingólfstorgi. Þá var ákveð- ið að veita 300 þúsund krónum til verkefnis á vegum CNN sjón- varpsstöðvarinnar. Þórunn Sigurðardóttir, leikstjóri. Þóruun tekin við af Þorgeiri Þórunn Sigurðardóttir, leikstjóri, hefur verið ráðin stjórnandi verkefnisins „Reykjavík - menn- ingarborg Evrópu árið 2000“, í stað Þorgeirs Olafsson, listfræð- ings, sem hefur látið af störfum. Þórunn hefur unnið sem leik- ari, leikstjóri og leikritahöfundur hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Þjóð- leikhúsinu og víðar. Hún var blaðamaður um árabil á Vísi og síðar Þjóðviljanum og hefur einnig unnið sem kennari. Þór- unn var verkefnisstjóri hjá Barnaheillum á síðasta árí og formaður framkvæmdastjórnar Listahátíðar í Reykjavík frá hausti 1996.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.