Dagur - 19.11.1997, Blaðsíða 6
6- MIÐVIKUDAGUR 19.NÓVEMBER 1997
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Símar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjald m. vsk.:
Lausasöiuverð:
Grænt númer:
Símbréf aug/ýsingadeildar:
Simbréf ritstjórnar:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
STEFÁN JÓN HAFSTEIN
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÓTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritsjori@dagur.is
1.680 KR. Á MÁNUÐI
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
800 7080
460 6161
460 6171
Nú er það alvara
í fyrsta lagi
Sameiningarsinnar á vinstri væng stjórnmálanna eru heldur
betur að herða róðurinn þessa dagana. Sú ákvörðun meirihlut-
ans á landsfundi Kvennalistans um helgina að samtökin skuli
ganga með formlegum hætti til viðræðna við Alþýðuflokkinn
og Alþýðubandalagið er aðeins nýjasta merkið um þá alvöru
sem komin er í málið. Þótt þriggja manna þingflokkur Kvenna-
listans sé ljóslega þríklofinn í afstöðu sinni til slíkra viðræðna
var meirihlutinn á landsfundinum ekki Iengur tilbúinn að
þæfa málið endalaust innan samtakanna, heldur knúði fram
atkvæðagreiðslu sem í reynd felur í sér ákvörðun um að hlut-
verki Kvennalistans sem sjálfstæðra stjórnmálasamtaka sé lok-
ið.
í öðru lagi
Kvennalistinn hafði auðvitað úr vöndu að ráða. Otrúlega
margt þarf að breytast fram að næstu alþingiskosningum til að
hann hafi hinn minnsta möguleika á að ná manni á þing á eig-
in spýtur. Með því að knýja fram aðild að sameiningarviðræð-
um vinstrimanna er meirihlutinn að gera tilraun til að tryggja
sér einhver áhrif á málefnaskrá og framboðslista sameiningar-
sinna. Hvort það gengur eftir skal ósagt látið á þessari stundu,
en væntanlega hafa A-flokkarnir áhuga á að innbyrða sem
mest af Kvennalistanum áður en hann deyr drottni sínum eins
og aðrir smáflokkar síðustu áratuga hafa gert.
í þriðja lagi
Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Kvennalisti hafa allir hald-
ið mikilvæga fundi um sameiningarmálin síðustu vikurnar. Al-
þýðuflokkurinn virðist standa best saman um þá stefnu sem
mörkuð hefur verið. Innan Alþýðubandalagsins og Kvennalist-
ans eru harðir andstæðingar samkrulls af því tagi sem forystu-
menn þessara flokka vilja efna til. Takist foringjunum að kom-
ast á leiðarenda og standa saman að framboði vorið 1999 virð-
ist því enn augljósara en áður að minnihlutar innan Kvenna-
listans og Alþýðubandalagsins verða ekki með. Sameiningin
gæti því hæglega kostað klofning í tveimur flokkum.
Elias Snæland Júnsson.
m
Stjáni og Steini
Dagur segir frá því í gær að
Kristján Ragnarsson yfirsjáv-
arútvegsráðherra íslands skilji
hreint ekkert í undirmanni
sínum, Þorsteini Pálssyni
sjávarútvegsráðherra, þegar
liann tali um að hugsanlega
þurfi að takmarka veiðar ís-
lenskra fiskiskipa í Smugunni.
Efnislega segir Kristján, að
veiðar Islendinga í Smugunni
komi Þorsteini ekkert við, og
liann eigi ekki að vera að
blaðra um einhverja hluti sem
hann hefur
ekkert með að
gera. „Svona
gerir maður
ekki“ ræða
Kristjáns kem-
ur í kjölfar um-
mæla sem Þor-
steinn Iét frá
sér fara á dög-
unum um að
sterklega kæmi
til greina að setja einhverjar
skorður við sókn íslensku
skipanna í Barentshafið, í Ijósi
þess að hrun blasti við hjá
þorskstofninum þar.
Snöfitrmaimlegt
Garra þótti það raunar noldTuð
snöfurmannlegt hjá Þorsteini
að nefna þetta í ljósi þess að
yfirmenn hans í ráðuneyti LÍU
hafa sjaldan verið hrifnir af
því að tilmæli komi frá ráðu-
neytinu nema þá þau hafi ver-
ið stimpluð og samþykkt hjá
þeim fyrst. Ljóst er að fleirum
þótti þetta karlmannlegt hjá
Þorsteini, því margir voru
hættir að tala um Þorstein en
notuðu þess í stað Steini-þor.
En nú er semsé Ijóst að Krist-
ján var ekki einn þeirra sem
heillaðist af ummælum Þor-
steins. Þvert á móti býður
Kristján undirmanni sínum
byrginn í málinu og gerir lítið
V._________________
úr honum með því að vísa yfir-
lýsingum hans á bug sem
barnalegu hjali.
Meðferð
Hins vegar segir Kristján lík-
legt að íslensk skip muni þrátt
fyrir Þorstein minnka sókn-
ina, einfaldlega vegna þess að
það veiðist minna ár frá ári.
Það er einmitt sú veiðistefna
sem Kristjáni er svo eðlislæg.
Hann ræður augljóslega ekki
við þá tilhneigingu að veiða og
veiða þangað
til allt er búið.
Samt veit hann
að það er Ijótt
að klára allan
fiskinn úr sjón-
um og hann
verður rosalega
glaður eftir á
þegar hann
hefur ná tök-
um á þessari
hömlulausu veiðifíkn sinni.
Ekki ósvipað alka sem þornar.
Það kom best í ljós þegar LÍÚ
heiðraði Jakob Jakobsson fyrir
að hafa frelsað útgerðarmenn
undan þessari veiðifíkn á ís-
landsmiðum. Jakob mátti um
árahil - meðan á meðferðinni
stóð - þola svívirðingar frá
Kristjáni og félögum, rétt eins
og Þorsteinn Pálsson aðstoð-
arráðherra sjávarútvegs má nú
búa við frá yfirmanni sínum.
En spyrjum að leikslokum -
hver veit nema Þorsteinn
verði heiðraður af LIÚ eftir
10 ár þegar menn uppgötva
að fiskveiðistjórnun í Smug-
unni er gott mál því fiskurinn
í Barentshafi drepst alveg jafn
mikið í veiðarfærum útgerðar-
innar og fiskurinn við ísland.
Þá verður LÍÚ orðið að VA -
„veiðifíkn ananomus". GARRI.
Kristján Ragn-
arsson.
Þorsteinn Páls-
son.
Steingeldar hugsjónir
Á að hjálpa Geysi í
Hauhadal að gjósa?
Auður Sveinsdðttir
Ég held að
það eigi að
láta náttúr-
una sjálfa
um þetta.
Strokkur
stendur fyrir
sínu, en það
má ef til vill
verja sér-
stætt og viðkvæmt umhverfi
Geysis betur gegn ágangi ferða-
manni. Allt Geysissvæðið getur
breyst í næsta jarðskjálfta á Suð-
urlandi, það sýnir sagan.
landslagsarkitekt.
Sveinn A. Sæland
formaður verltejnis íferðamálum í
uppsv. Ámessýslu.
Það er að
m i n n s t a
kosti mfn
skoðun. Við
teljum að
hverinn liggi
u n d i r
skemindum
fái hann
ekki að
skvetta úr
sér öðru hverju, því á skálum
hans þurfa að myndast úrfelling-
ar - því annars brotnar hverar-
skálin smám saman niður. Síðan
viljum við að hverinn fái að gjósa
öðru hverju, því hann er stolt
okkar Islendinga sem ferða-
mannaþjóðar erlendis.
Guömundur £. Sigvaldason
forstSðum. Norrænu eidfjállastöðvar-
innar.
Það hvort
Geysi er
hjálpað að
gjósa eða
ekki er
smekksatr-
iði. Bæði lif-
andi og dauð
náttúra fer í
gegnum þró-
unarskeið og eldist. Sumum
finnst smekklegt að fara í
hrukkuaðgerðir og andlitslyft-
ingu, öðrum finnst það ekki.
Nú hallar undir fæti hjá þeim
sem borið hafa uppi dýrustu hug-
sjónir samtímans. Þegar Kvenna-
listinn kemst að því seint og um
síðir að hann er ekki staðnaður
og afturhaldssamur sósíalista-
flokkur hrynur jafnréttisbaráttan
og nú blasir ekki annað við en
áframhaldandi kvennakúgun, þar
sem framaþyrstar konur eiga ekki
annarra kosta völ en að ganga til
liðs við gamla, lúna fjórflokkinn.
Þar breiða karlarnir yfir sig
femínistagæru, ráða þar og
ráðskast og plata og kúga kven-
fólkið eins og fyrri daginn.
Onnur er sú hugsjón sem er að
daga uppi eins og náttröll við sól-
arupprás. Byggðastefnur lands-
hlutanna eru byggðar á sandi og
misskilningi og augu einstaka
pólitíkusa eru að opnast fyrir því,
að allur rembingur þeirra við að
viðhalda strjálbýli og þjóðlegri
einangrun sem allra flestra Is-
lendinga er verri en árangurslaus.
Það er sama hve miklu fé er
ausið í hugsjónina, fólkið og fjár-
magnið leitar í þéttbýlið, en þeir
sem lystilegast leika jafn-
vægiskúnstirnar í byggðadreif-
ingu munu aldrei skilja að sjálfs-
þurftarbúskapur leið undir lok
fyrir rúmlega hálfri öld.
Greiðfær leiö
Nú er keppst við að
sameina sveitarfélög,
sem síðan á að gera
nokkurn veginn starf-
hæf með samgöngubótum. En
trúin á samgöngurnar er lífseig-
ari en svo, að þótt byggðastefnur
hrynji er aðeins hert á mann-
virkjagerð til að flýta fyrir sam-
göngum og auðvelda þær.
Hið fornkveðna, að allar leiðir
liggi til Reykjavíkur, er í fullu
gildi. Því liggur mikið við að
þangað liggi greiðari leiðir. Nú
þegar verið er að ryðja Hvalfirði
úr vegi sem farartálma, verður
Kjalarnesið innlimað í Reykjavík
og þar með annar endi ganganna.
Næsta stórverkefni er Sunda-
braut, sem á að tengja Kjalarnes-
hverfi og Kleppsholtið yfir nes,
eyjar og sjó og þá þurfa Reykvík-
ingar ekki lengur að aka yfir
Mosfellsbæ til að kom-
ast á milli hverfa.
Líf og fjör
Framkvæmdin á að
kosta álíka upphæð eins
og þrenn Vestfjarðagöng
og er enda flest til vinnandi að
leiðin til Reykjavíkur sé greið og
fljótekin. Þá geta sífellt fleiri
landsbyggðarmenn sótt alla
verslun og þjónustu, skemmtun
og skóla til höfuðborgarinnar, og
þurfa ekki lengur að húka að
sínu í héraði.
Uppbyggingin á Innnesjum
miðast öll við þá framtíðarsýn.
Margföldun verslunarrýmis og
skemmtanahúsa og hvers kyns
mannvirkja miðast við að sem
flestir komist á sem skemmstum
tíma til höfuðborgarsvæðisins
þar sem þörfum allra lands-
manna er sinnt með Ijúflegu
gróðahugarfari. Enda er svo
komið að ríkið er farið að leggja
til ríflegan skerf til samgöngu-
bóta innan borgarmarkanna til
að undirstrika hina nýju byggða-
stefnu, sem er að efla þéttbýlið á
Innnesjum á kostnað allra ann-
arra byggðarlaga.
Kvennapólitíkin mun nú öll
færast inn í fjórflokk karlanna og
jafnvægi í byggð landsins er flutt
til Reykjavíkursvæðisins í krafti
samgöngugeggjunar sem tröllrið-
ur þjóðinni og mun að lokum
sliga hana eins og fótafúna og
skjögrandi bykkju.
En þá verður Iíka líf og fjör í
verslana- og skemmtanaklösum
þegar gjörvöll þjóðin verður þar
samankomin til að sýna sig og sjá
aðra.
Guðmundur P. Ólafsson
náttúmfræðingur og rithöfundur í
Stykitisliólmi.
Það er frá-
Ieitt að Pét-
ur eða Páll
ráðskist með
Geysi eða
annan frið-
lýstan þjóð-
ararf. Ef
hjálpa á
Geysi verður
að gera það af þekkingu og vand-
virkni. Hverinn er í umsjón Nátt-
úruverndar og er friðaður því
hann er gersemi. Nauðsyn er að
fólk átti sig á að íslensk náttúra,
að ég tali ekki um friðuð svæði,
eru þjóðararfur. Að krukka í
Geysi eru helgispjöll. En menn
komast upp með ósómann því
lög er varða náttúruspjöll eru
tannlaus og f þau vantar refsing-
una.