Dagur - 19.11.1997, Blaðsíða 4
4- MIBVIKVDAG VR 19.NÓVEMBER 1997
FRÉTTIR
Thypir
Krossanes vill bora eftir sjó
Loðnuverksmiðjan Krossanes hf. hefur lagt fram óformlega beiðni til
bæjarráðs Ólafsfjarðar um að fá að bora eftir sjó á lóð fyrirtækisins
eða á hafnarsvæðinu. Bæjarráð tekur ekld afstöðu til málsins að svo
stöddu en mun hafa viðhorf stjórnar veitustofnana til hliðsjónar við
endanlega afgreiðslu málsins.
Af hverju frá Norðurlandi
Bæjarráð hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn Ólafsfjarðar að
beina því til Eyþings, sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjar-
sýslum, að það hafi forgöngu um faglega athugun á forsendum þess
að fólk flytji úr kjördæminu.
Rekstrarhalli á áhyrgð ríkisins
Stjórn dvalarheimilisins Hornbrekku í Ólafs-
firði hefur fjallað um rekstrarhalla sjúkradeild-
ar og heilsugæslustöðvar og ábyrgð ríkisins á
halla þessum með tilliti til samnings heilbrigð-
isráðuneytisins við bæinn um reksturinn. Bæj-
arstjóri, Hálfdán Kristjánsson, lagði fram lög-
fræðiálit sem bærinn hefur látið gera um mál-
ið en samkvæmt því er ábyrgð ríksins á rekstri
sjúkradeildar og heilsugæslustöðvar ótwrætt á
hendi ríkisins. Stjórnin samþykkti að að ítreka
að úttekt verði gerð á stofnuninni samkvæmt
loforði heilbrigðisráðherra frá 12. júní sl. þar
sem hún gaf loforð um úttektina strax að lokn- Hátfdán Kristjánsson.
um sumarleyfum.
Lífeyrlssjóðiir sveitarfélaga eður ei
Starfsmannafélag Ólafsfjarðar, STÓL, hefur farið fram á það við bæj-
arráð að það leggi til við bæjarstjórn að félagsmönnum í STÓL verði
heimilt að velja á milli A og B deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkis-
ins, LSR. A fundi bæjarstjórnar var samþykkt eftirfarandi viðbót við
samkomulag um flutning úr B-deild LSR og tímabundna aðild að A-
deild sjóðsins og verði síðasta málsgrein samkomulagsins:
„Ef ekki verður af stofnun lífeyrissjóðs sveitarfélaga fyrir 1. maí
1998 fellur ofangreint samkomulag úr gildi nema aðilar komi sér
saman um annað og verður starfsmaðurinn þá áfram í A-deild LSR.“
Helsti munur á A og B deild er sá að íA deildinni er borgað í lífeyr-
issjóðinn af öllum launum þannig að þeir sem eru með aukavinnu
borga af henni líka og öðlast þannig sjálfkrafa hærri rétt til lífeyris.
Stálgrindarhús fyrir skíðadeild
Leifturs
Bygginganefnd Ólafsíjarðar hefur samþykkt að leyfa skíðadeild Leift-
urs að reisa stálgrindarhús á lóð sem deildin fékk úthlutað á skíða-
svæðinu í Tindaöxl samkvæmt teikningum. — GG
60.
Skipting fólks í atvinnugreinar
50.
Reykjanes Vestfirðir Norðurland Suðurland
Reykjavík Vesturland Norðurland vestra Austurland
40 tm jm, eystra
Iðnaður ES
Landbún. / sjávarútvegur ■
Verslun og þjónusta
Opinber þjónusta
Vgur
Línuritiö sýnir m.a. hvernig sá hluti vinnuaflsins, sem starfar vid sjávarútveg og landbúnaö á iandsbyggðinni, er i Reykjavik kom-
inn í verslanir og þjónustustörf.
Borgarbúar starfa í
verslun og þjónustu
Aðeins 20% Reykvík-
inga viniia við aimað
eu Jjjónustu og versl-
un en helmiugur
landsbyggðarfólks.
Höfuðborgarbúar ættu varla að
þurfa að kvarta undan þjónustu-
leysi þar sem 4 af hverjum 5
borgarbúum starfa nú orðiö við
það að þjóna hver öðrum. Ríf-
lega 40% allra starfandi Reykvík-
inga vinna víð verslun og al-
menna þjónustu og næstum 40%
að auki í opinberri þjónustu. A
landsbyggðinni er hins vegar ein-
ungis helmingur fólks við versl-
un og þjónustu.
Mismunurinn, eða ríflega
þriðjungur landsbyggðarmanna
vinna við landbúnað, fiskveiðar
og fiskvinnslu - störfum sem
varla eru Iengur til í Reykjavík,
þar sem bara 2% fólks veiða fisk
og/eða verka.
Kýr eða kontorar
Hlutur iðnaðarins er á hinn bóg-
inn svipaður um allt land, nema
helst á Vestfjörðum og Nl.
vestra. Annars staðar starfar milli
fimmti og sjötti hver (17-20%) í
iðnaði, hvar af Iiðlega þriðjung-
urinn er í byggingariðnaði.
Atvinnulega fellst þannig stóri
munurinn millí höfuðstaðar og
landsbyggðar í því að sá þriðjung-
ur vinnuaflsins, sem ófaglærður
er og á landsbyggðinni vinnur að
mestu við „illa þcfjandi" búfénað
og fisk, er í Reykjavík kominn til
starfa í huggulegum verslunum
og skrifstofum. Skýrir þetta
kannski að hluta til hinn marg-
umrædda fólksflótta af lands-
byggðinni, sem Byggðastofnun
hefur lengi barist á móti með
takmörkuðum árangri?
40% borgarbúa hjá því opin-
bera
Hlutur verslunar og almennra
þjónustustarfa er um tvöfalt
stærri í Reykjavík og Reykjanesi
heldur en annars staðar á land-
inu. Hið opinbera skaffar borg-
arbúum líka hlutfallslega miklu
fleiri störf en öðrum lands-
mönnum. Hátt í .20 þúsund
Reykvíkingar vinna hjá borg og
ríki. Störf á vegum hins opinbera
í borginni eru þó sjálfsagt mildu
fleiri, því mikill fjöldi fólks frá
grannbæjunum sækir líka vinnu
til borgarinnar. Framangreindar
tölur byggjast á könnun Félags-
vísindastofnunar HI, m.a. um at-
vinnuskiptingu á landinu. — HEI
Skipaskrá með ljósmyiidum
I bókinni eru Iitljósmyndir afskipum og bátum rp
sem ná 20 brúttólesta stærð samkvæmt skrám
Siglingastofnunar. Einnig er þar að finna upp-
lýsingar um kvóta allra skipa, farsímaskrá skipa
og útgerða frá Tilkynningaskyldunni, kort af
öllum höfnum í landinu og upplýsingar um alls
2.490 skip og báta.
Hér birtist í fýrsta sinni bók sem inniheldur
víðtækari upplýsingar ásamt ljósmyndum um
hvert skip undir nafni þess. Ætlunin er að gefa
bókina út árlega í upphafi hvers kvótaárs og þá
uppfæra Ijósmyndir og gögn um hvert skip til
samræmis við gögn Siglingastofnunar svo not-
endur bókarinnar hafi ávallt í höndunum nýj-
ustu gögn um íslenska flotann. Ritstjóri bókar-
innar er Einar Guðmann. — GG
Kápumynd Islenskrar
skipaskrár med Ijós-
myndum '97-’98.
Landbúnaður á Internetinu
Bændasamtökin, Framleiðsluráð landbúnaðarins og Upplýsingaþjón-
ustan hafa samið við Skímu um hönnun og uppsetningu á vef fyrir
íslenskan Iandbúnað. Vefurinn mun m.a. geyma upplýsingar frá
Bændasamtökunum og öðrum samtökum sem tengjast íslenskum
landbúnaði, m.a talnagagnasafn frá Framleiðsluráði og gagnagrunn-
inn Feng, sem hefur að geyma ítarlegar upplýsíngar um íslenska
hesta, ættir þeirra og dóma.
Bændasamtökin voru frumkvöðlar hérlendis í að nota tölvupóst til
þess að miðla upplýsingum milli samtakanna og hagsmunaaðila
þeirra, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Skímu. Háhraða-
sambandið er því sagt eðlileg þróun í aukinni póstmiðlun og sívax-
andi notkun Internetsins.
Sjötti hluti mj ólkurkvót ans
seldur fyrir tvo milljarða
Medalskuldir mjólk-
urbæuda jukust imi
rúma milljón og eigið
fé rýmaði um fimmt-
ung frá 1993. Kvóta-
kaupum fyrir 2 millj-
arða m.a. um kennt.
Rúmlega 15 milljóna lítra mjólk-
urkvóti færðist á milli bænda á
sl. sex árum, eða hátt í sjötti
hluti heildarkvótans. Ætlað er að
þessi kvótakaup hafi kostað
mjólkurframleiðendur (nú tæp-
Iega 1.300 talsins) hátt í 2 millj-
arða króna - þ.e. rösklega hálfa
aðra milljón að meðaltali á hvern
framleiðanda. Mjólkurframleið-
endum hefur fækkað um 270,
eða einn sjötta, síðan 1990.
Meðalinnlegg hefur vaxið um
tæp 15%, í næstum 79 þúsund
lítra, samkvæmt nýrri skýrslu
Sjömannanefndar.
Kvótakaup hæpinn gróði?
Þótt allt stefni þannig í „rétta“
átt hefur ábatinn látið á sér
standa. Meðalskuldir mjólkur-
bænda hafa hækkað um 1,2
milljónir, í næstum 7 milljónir,
síðan haustið ‘93, samkvæmt at-
hugun hagþjónustu landbúnað-
arins. A sama tíma jukust eignir
óverulega. Eigið fé búanna hefur
því lækkað um fimmtung, úr
rúmlega 50% niður fyrir 40% á
síðasta ári. Og ástæður þessa eru
einmitt að raktar m.a. til kvóta-
kaupanna, sem kostað hafa
mjólkurframleiðendur um 3-4
krónur á hvern einasta mjólkur-
lítra sem þeir hafa selt á þessu
árabili, eða um 6% þess sem þeir
fá að jafnaði greitt fyrir mjólkina
- um 58 kr. um þessar mundir -
hvar af tæpur helmingurinn eru
beingreiðslur.
Kúahúum fækkað uui þús
imd
Mjólkurframleiðendur eru nú
næstum þúsund (43%) færri en
árið 1980 og hefur sú fækkun
orðið nær jafnt og þétt allt tíma-
bilið. Meðalinnlegg á hvern
þeirra hefur að sama skapi vaxið
um hátt í 30 þús. lítra á tímabil-
inu, í 78.700 lítra á síðasta ári.
Fækkun mjólkursamlaganna
hefur gengið mun verr en ætlað
var, eða aðeins um þrjú frá 1991:
Borgarnes, Patreksfjörð og Höfn.
Tólf samlög eru eftir, hvar af að-
eins þrjú eru á Suðurlandi og
Vesturlandi; I Borgarnesi, á Sel-
fossi og MS í Reykjavík. — HEI