Dagur - 19.11.1997, Blaðsíða 13

Dagur - 19.11.1997, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 19.NÓVEMBER 1997 - 13 ÍÞRÓTTIR Þorbiöm hneyksíaöur á þj álfara Patreks Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálf- ari, var bæði hissa og hneykslað- ur á aðferðum Rúmenans Petr Ivanescu, þjálfara þýska 1. deild- arliðsins Tusem Essen, sem Patrekur Jóhannesson leikur með. Þorhjörn fylgdist með viðureign Wuppertal og Essen á Iaugardaginn og sagðist telja að flest benti til þess að Essen félli í 2. deild. „Meinið hjá Essen-liðinu er að mínu mati þjálfarinn, Ivanescu, sem er aftan úr fornöld. Hann er með gamlar úreltar aðferðir sem ganga engan veginn upp,“ segir Þorbjörn og er Iíklega að vitna til þess að þjálfarinn sé að beita gömlu austantjaldsaðferðunum, stífum aga og skömmum út í leikmenn sína. Patrekur fékk sinn skammt frá Ivanescu í leiknum, en þjálfarinn hélt hlífi- skildi yfir öðrum eins og Alex- ander Tutschkin. Emtómir vitleysingar „A blaðamannafundi eftir leikinn gaf Ivanescu það f skyn að það væru eintómir vitleysingar í lið- inu; hann hefði aldrei þjálfað eins marga leikmenn sem hefðu jafn litla hæfileika. Mér fannst það segja margt um hann sjálfan, Hann er búinn að vera með þá á undirbúningstímanum og ef hann er allt í einu að uppgötva það núna, þegar líða tekur að desember, þá hlýtur hann að vera skelfilega lélegur þjálfari. Mér fannst hann vera þvílíkt dónaleg- ur við leikmenn sína og ég get ekki ímyndað mér að þeir geti borið virðingu fyrir honum og gert eitthvað sem hann biður um,“ segir Þorbjörn. Ivanescu tók við þjálfun Essen um mitt síðasta tímabil og hélt liðinu í efri hluta deildarinnar. Þorbjörn Jensson. Ekkert hefur hins vegar gengið í vetur. Þrátt fyrir litlar breytingar á liðinu er liðið í botnsætinu með aðeins þrjú stig úr fyrstu níu leikjum sínum. Þess má geta að Ivanescu þjálfaði þýska landslið- ið, auk þess sem hann stjórnaði Essen á þeim tíma sem Alfreð Gíslason lék með liðinu. Alfreð þjálfar nú Iið Hameln og Þor- björn sagðist bvívetna heyra góð- an vitnisburð um störf hans hjá félaginu. - fe Patrekur Jóhannsson. Þórður Emil og Ólöf valin kylflngar ársins íslandsmeistaramir Þórður Emil Ólafsson og Ólöf María Jóns- dóttir voru valin kylfingar ársins af meistaraflokks- kylfingum og af stjórnarmönnum GSÍ. Kosningin fór fram á lokahófi meistara- flokkskylfinga, sem haldið var í Grafar- holti sl. föstudags- kvöld. Efnilegasti kylfingur landsins er Akureyringurinn Omar Halldórs- son og þau Ólöf María Jónsdótt- ir og Björgvin Sigurbergsson tóku við verðlaunum sínum sem stigameistarar ársins. Meistara- flokkskylfingar léku 18 móts- hringi á sl. sumri á íslensku mótaröðinni og á Landsmótinu í Grafarholti. Kylfingar sáu um að skrá árangur sinn að loknum hverjum hring og veitt voru verð- laun í hinum ýmsu flokkum. Is- lenskir kylfingar náðu mjög góð- um árangri á erlendri grundu, en aðstæður voru oft með erfiðasta Ómar Halldórsson. móti heimafyrir, þar sem stiga- mót sumarsins voru oft haldin á vindasamari dögum sumarsins og það kemur berlega í Ijós þegar tölfræðin er skoðuð. Karlaflokkui Fæst pútt að meðaltali á hring: Ragnar Ólafsson, GR 29,72 Ingi R. Gíslason, GL 29,75 Björgvin Sigurbergss., GK 30,06 Þorkell Sn. Sigurðarson, GR 30,08 Davíð Jónsson, GS 30,11 Sigurpáll Geir Sveinsson úr GA var með 28,5 pútt að meðaltali, en náði ekki tilskildum hringja- fjölda, 14 af 18. Meðaltalið hjá meistaraflokknum á hring voru rúm 32 pútt. Fjöldi hola undir pari: Helgi Birkir Þórisson, GS 2,457 Björgvin Sigurbergsson, GK 2,222 Örn Ævar Hjartarson, GS 2,000 Þorst. Hallgrímsson, GR 1,933 Björgvin Þorsteinsson,GR 1,733 Birgir Haraldsson GA og Sigur- páll G. Sveinsson GA voru með tvær holur undir meðaltali, en náðu ekki tilskildum hringa- Ijölda. Á braut í upphafshöggi Björgvin Sigurbergsson, GK 50,6% Helgi Dan Steinsson, GL 49,9% Sigurður Hafsteinsson, GR 49,1% Þórður E. Ólafsson, GL 44,5% Örn Hjartarson, GS 40,4% Á flöt í réttum höggum Þórður E. Ólafsson, GL 52,5% Örn Æ. Hjartarson, GS 50.0% Þorst. Hallgrímsson, GV 49,3% Björgvin Sigurbergss., GK 49,8% Helgi Dan Steinsson, GR 48,7% Kristinn G. Bjarnason var með 59.1% en lék aðeins 11 hringi. Einar Einarsson, leikmaöur Aftureldingar, brýst i gegnum vörn norska lidsins Runar, í Evrópuleiknum sl. sunnudagskvöld. Mynd: BG UMFA mætír Skövde í átta liða urslitimiim Afturelding dróst gegn sænska liðinu Skövde í 8-liða úrslitum í Borgakeppni Evrópu, þegar dregið var í Austurríki fyrir há- degi í gær. Afturelding kom fyrst upp úr pottinum og liðið á heimaleikinn á undan. „Við erum heppnir, en hefðum getað verið örlítið heppnari með því að fá heimaleikinn á eftir. Eg veit ekkert um þetta lið, annað en að það hefur unnið sex af fyrstu níu leikjum sínum í deildinni og líklega er það sterkara en Runar, sem við lékum við í síðustu um- ferð,“ sagði Gunnar Andrésson, leikmaður Aftureldingar. Skövde Iagði rúmenska liðið „Fibrex" Savinesti í báðum leikj- unum í 16-Iiða úrslitunum. Fyrri leiknum lyktaði með níu marka sigri sænska liðsins, en þeim síð- ari með tveggja marka mun. Hin sex liðin sem eftir eru í keppninni eru ungverska liðið Pick Szeged sem mætir þýska liðinu Nettelstedt. Spánska íiðið Academia Octavio Vigo mætir portúgalska liðinu Benfica og Forst Brixen frá Ítalíu leikur gegn Wallau Massenheim frá Þýskalandi. Leikir liðanna fara eldd fram fyrr en á næsta ári. Þóröur Emil Ólafsson og Ólöf María Jónsdótt/r voru valin kylfingar ársins á lokahófi meistaraflokkskylfinga. Hann hitti 78% flata á þemur hringjum sl. sumar, tveimur á Jaðarsvelli og einum á Hólmsvelli. Léleg skil f kvennaflokki Aðeins einn keppandi skilaði töl- fræðikortum ef'tir alla mótshringi sína í sumar og var það Þórdís Geirsdóttir úr Keili. Ef tekið er mið af þeim kortum sem skilað var, reyndist Ólöf María Jóns- dóttir úr Keili nota fæstu púttin, að meðaltali 31 á hring, en næst í röðinni var Þórdís Geirsdóttir með 32,13. Ragnhildur Sigurð- ardóttir úr GR lék flestar holur undir pari, eða 1,14 á hring, en Ólöf María kom næst með 0,71 að meðaltali. Herborg Arnars- dóttir úr GR var oftast á braut úr upphafshöggum, eða f 78,6% högga sinna og Ragnhildur hitti 40,5 % flata í réttum höggum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.