Dagur - 19.11.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 19.11.1997, Blaðsíða 2
2 -MIÐVIKVDAGUR 19.NÓVEMBER 1997 rD^tr Foldaskóli: Hópur 13 til 15 ára unglinga þar og I félagsmidstöðinni Fjörgyn hafa veriö aö fikta við að sniffa gas og prufa ýmis vímuefni. mynd: e.ól Foreldrar, skólastjómend- ur og forstöðuineim Fjörg- ynar í Grafarvogi leita nú leiða til að stöðva þá „tískubólu“ ungliuga í hverfinu að sniffa gas. I Grafarvogi er nú verið að undirbúa samræmdar aðgerðir foreldra, skóla- stjórnenda í Foldaskóla og forráða- manna félagsmiðstöðvarinnar Fjörgyn eftir að upp komst að hópur 13 til 15 ára unglinga stunduði þá iðju að sniffa hættulegt gas til að komast í vímu. Eftir að í ljós kom að krakkarnir voru að sniffa gas fóru „yfirheyrslur" af stað og þá kom í Ijós að ýmis fleiri vímuefni höfðu verið prófuð, aðallega hass og maríjuana. Aftur á móti hefur það reynst erfiðleikum bundið að fá krakk- ðir gegn gas- í Graiarvogi ana til að játa og upplýsa málið, því foreldrar og stjórnendur lenda gjarnan á þeim vegg sem þagnarhjúpur og sam- staða krakkanna er. Foreldri sem Dag- ur ræddi við vildi alls ekki ræða málið, enda á viðkvæmu stigi. Erfitt mál Þó má ráða að lögð sé áherlsa á að ná saman kröftum foreldra, skóla og nem- enda í hverfinu til að stemma stigu við þessari hættulegu iðju. Þessi mál séu hins vegar fráleitt auðveld viðfangs þar sem erfitt sé að fá á hreint hvað hefur gerst og hverjir hafi blandast inn í þau. Ragnar Gíslason, skólastjóri Folda- skóla, kannaðist við að tilvik um gassniffun hefði komið upp í hverfinu, en sagði að sem betur fer væri ekki hægt að tala um faraldur og tugi ung- linga í þessu sambandi og sífellt reynt að fylgjast vel með unglingunum. „Við erum alltaf í lorvarnamálum og lend- um oft í því að taka á málefnum ein- stakra unglinga. Við fylgjumst með at- ferli þeirra, t.d. hvort einhver þeirra séu alltaf eða mjög oft syfjuð og þreytt í skólanum. Við vitum af því að ein- hverjir krakkar í hverfinu hafi verið að sniffa gas og það er auðvitað alvarlegt mál. En þrátt fyrir allar skynsamlegar forvarnir og uppeldi er eins og svona tískubylgjur spretti reglulega upp. Við höfum ekki orðið vör við þetta í skólan- um sjálfum, en tökum að sjálfsögðu þátt í að bregðast við þessu.“ Það mun hafa verið í félagsmiðstöð- inni Fjörgyn sem málið komst í raun upp, en árvökulir starfsmenn þar urðu varir við einkenni þess að sumir ung- Iingarnir væru í vímu. Forráðamenn Fjörgynjar vildu ekki tjá sig um málið, en í næstu viku verður haldinn þar fundur með unglingunum um for- varnamál og hættur vímuefna. - FÞG FRÉTTAVIÐ TALIÐ i. Það vakti ómælda ánægju í pottinum að sjá hve velkomnir óháðir eru í takmarkaðan fjölda sæta sem gömlu flokkunum er úthlutað í prófkjöri R- listans. Raunar muna menn ekki aðra eins upp- gangstíma hjá óháðum. Þá þykir mönnum það ekki síst athyglisvert að það eru flokkseigendur sjálfir sem ákveða þessa skipan mála en þeir töldu sem kunnugt er ófært að taka frá sæti utan flokka á listanum fyrir óháða. Nú tala menn um að það sé ekki sama að vera óháður og óháður, því flokksforingjar vilji aðeins liafa „sína“ óháðu á listum hjá sér... Sérstaklega velta menn því fyr- ir sér hvaða óháðu aðilar gætu komið þama inn hjá framsókn, því engin nöfn hafa heyrst nefnd scm kandídatar úr öháða söfnuðinum. í pottinum tala menn helst um endurkomu ffelga Pé, en Kvennalistinn mun hættur við þá hugmynd að taka inn óháða karla í sínar raðir. Hin nýja byggðastefna fram- sóknar var til umræðu í pottin- um í gær. Framsókn með Hali- dór Ásgrímsson í fararbroddi hefur mikið verið að stúdera byggðamálin að undanförnu og nú segja menn aö mikiö átak sé í vændum í þeim efnum. Heim- sókn forsætisráðherra Neðra Saxlands er höfð til marks uin þetta, en hún mun hefjast á Akureyri í dag, sem er afar óvenjulegt. Pottverjar útskýra þetta með því að Halldór liafi ekki viljað láta sitt eftir ligg- ja þegar Davfö Oddsson og Egiil Jónsson fluttu hluta Byggðastofnunar út á land og ákveðið að flytja opinberar heimsóknir út á land... V Úlafur Ólafsson landlæknir. Landlæknir sendi heil- brigðisráðherra bréfþarsem hann varaði við þeim mögu- leíka að íslensk erfðagrein- ing kynni að kaupa fyrirtæk- ið Gagnalind, sem hannar upplýsingakerfifyrir heilsu- gæsluna. Varar vi ö hugsanlegri hættu — Hefur jyrirtækið Gagnalind npplýs- ingar sem kynnn að snerta heilsufarsupp- lýsingar og lög um persónuupplýsingar? „Gagnalind hefur þróað tölvukerfi fyrir ís- lensku heilsugæsluna. Fyrirtækið á í sjálfu sér aðeins hugbúnaðinn, en sá sem hannar og þjónustar slíkt kerfi er í aðstöðu til að afla slíkra upplýsinga." — Hafðir þú rökstuddan grun uni að Is- lensk erfðagreining kynni að misnota slíkar upplýsingar? „Það er í rauninni ekki verið að tala um rökstuddan grun eða neitt slíkt. Það sem verið er að tala um er að það á ekki neinn að vera í aðstöðu til að geta það. Við getum tekið dæmi jrar sem breskt Iyfjafyrirtæki hefði keypt upplýsingar heilsugæslunnar á Akureyri, á þessi gögn og getur komist inn í þau. Heldurðu að ferðum þínum á Heilsu- gæslustöðina myndi ekki fækka? Setjum svo að þú værir með sjaldgæfan erfðagalla sem væru 5% líkur á að börnin þín fengju. Spurningin er hvort slíkar upplýsingar yrðu til þess að fyrirtæki gæti gert fyrirspurn og hætt við að ráða þig t.d. f vinnu á grundvelli slíkra upplýsinga.“ — Er það mál Landlæknis og Heilbrigð- isráðuneytis hvernig kaupitt gerast á eyr- inni milli einkafyrirtælija? „Hugsaðu nú málið, heldurðu að það geti ekki verið? Fólk fer til læknis af því að jrað er veikt, en ef það héldi að læknirinn færi ekki með mál jiess sem trúnaðarmál, þá færi það líklega eldd til hans. Landlækni ber að fylgjast með því að sá trúnaður standist." — Hafið þið meiri tryggingu fi rir því að Gagnalind, sem hefur aðgang að þessum upplýsingum, selji þær ekki frekar en Is- lensk erfðagreining? „Þetta er góð spurning. Eg hef gert þá kröfu að hið opinbera eigi ákveðinn hlut í Gagnalind, þannig að það megi koma í veg fyrir slíkt. Það sem er ólíkt með Gagnalind og Islenskri erfðagreiningu er að Gagnalind er fyrirtæki sem hefur þróað tölvuvætt upp- lýsingakerfi. Islensk erfðagreining byggir á upplýsingum um persónur. Þar er mikill munur á.“ — Snýr það þá ekki að löggjafanum að móta reglur sem tryggja það að fyrirtæki sem byggja á slíku eigi eklti í fyrirtækjum sem starfa á sviði Gagnalindar? „Jú ég tel svo vera, enda hefur svo verið gert að verulegu leyti. Það er það sem ég er að benda á, vegna }>ess að ég tel þetta óör- uggt. Þetta eru upplýsingar sem lögum sam- kvæmt á að vera þagnarskylda um og land- lækni ber að hafa eftirlit með því að sú skylda sé virt. Eg er að vara við hugsanlegri hættu, en ég er ekki að saka íslenska erfða- greiningu eða aðra um eitt eða neitt. Við gerum það að tillögu okkar að ríkið eigi stór- an hlut í Gagnalind. Við viljum líka að emb- ættið í samvinnu við heilsugæsluna standi að eftirliti með meðferð slíkra upplýsinga." — Er ekki jákvætt í sjálfu sér að rann- sóknaraðilar, hvort heldur er opinberir aðilar eða einkafyrirtæki hafi aðgang að slíkum upplýsingum, sem lúta að frarn- þróun i læknavísindum svo fremi að per- sónuleynd sé tryggð? „Jú, eðlilega, en kannski höfum við farið fram úr okkur hvað þetta varðar sem er hættan jregar tækniþróun er hraðari en þró- un siðfræðiumræðunnar og raunhæfrar per- sónuleyndar sem er nauðsynlegt að fylgi með.“ — HH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.