Dagur - 19.11.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 19.11.1997, Blaðsíða 11
Tfe^wr MIÐVIKUDAGUR 19.KÓVEMBER 1997 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Því stendur Saddam enn? DAGURÞOR LEITSSON skrifar Haft er eftir Saddam Hussein, einræðisherra Iraks, að hann eigi um tvennt að velja: að verða drepinn með bandarískum sprengjum eða af eigin herfor- ingjum. Þetta kann að vera ein- földun nokkur, en er þó e.t.v. vís- bending um hegðunarmynstur valdhafa þessa. Því er haldið fram að yfir tvær milljónir manna í írak búi við al- varlegan fæðuskort. Að sögn að- ila á vegum Sameinuðu þjóð- anna er ástandið í heilbrigðis- málum, einkum meðal barna, barnshafandi kvenna og kvenna sem hafa börn á brjósti, mjög slæmt, sennilega einkum vegna skorts á mat og lyfjum. Stendur ekki fyrir svefni Þetta hörmungarástand stafar mikið til af viðskiptahömlum, sem alþjóðasamfélagið undir for- ystu Bandaríkjanna hefur sett á írak. Þær hömlur stafa af því að Irak þverskast sífellt við að standa við það sem samið var um eftir Flóabardaga. Þetta kann í fljótu bragði að virðast undar- Iegt. Hvers vegna stendur Saddam ekki við gerða samn- inga, þegar samningsrofin kosta landa hans hungur og neyð? Einkar kynlegt kann þetta að virðast með hliðsjón af því, að valdamestu aðilar alþjóðasamfé- lagsins hafa að öllum líkindum Iítinn eða engan áhuga á að stey- pa Saddam af stóli. Svo gæti því virst að hann tryggði stöðu sína best með því að leitast af frems- ta megni við að koma sér vel við Bandaríkin og S.Þ. Saddam kvað hafa takmarkaða þekkingu á heiminum utan Iraks, en kunna með afbrigðum vel á landa sína. Þar er að ýmissa fréttaskýrenda mati að leita einnar helstu skýringarinnar á því hve lengi honum hefur tekist að halda sér við völd. Hann er sagður meta málin svo, að gerist hann samvinnuþýður við Banda- ríkin og S.Þ. muni þegnar hans fara að halda að hann sé allur tekinn að linast og missa kjarkinn. Það yrði hinum og þessum áhrifamönnum, sem vilji ná æðstu völdum og/eða heri hefndarhug til Saddams (og þeir eru trúlega fjölmargir), hvatning til þess að reyna að steypa hon- um af stóli. Markmið Saddams sé fyrst og fremst að halda völd- unum, og er hann síður en svo einsdæmi meðal valdhafa um það. Hann hefur þar að auki ástæðu til þess að ætla, með hliðsjón af sögu Iraks, að hann muni láta lífið um leið og völdin. Þjáningar þegna hans, svo lengi sem hann telur sig hafa full tök á þeim, standa honum líklega ekki fyrir svefni. Reiðinni beint út á við Með þvergirðingi öðru hvoru við alþjóðasamfélagið, S.Þ. og sér- staklega Bandaríkin, eina risa- veldi heims, tekst Saddam, sem nú er um sextugt, hins vegar að Saddam og nokkrir landa hans: sagdur kunna meó afbrigóum vei á þá. gera sig að kappa miklum í aug- um a.m.k. margra landa sinna og beina þannig reiði almennings út af hörmungarástandinu heimalyrir út á við, að Vestur- löndum fyrst og fremst og sér- staklega Bandaríkjunum. I ísl- amska heiminum hefur raunar Baksviö aldrei verið djúpt á hugsuninni um þann heimshluta sem óvinarímynd og svo er' enn. Allbreið samstaða meðal al- mennings með Saddam tryggir honunt fylgi herforingja, öryggis- þjónustu og héraðsstjóra og hann tryggir sér þessa aðila enn Saddam Hussein, ein- ræðisherra íraks, er sagður sannfærður um að láti hann af ögrunum við alþjóða samfélagið muni þess skammt að híða að hann láti völd og líf. betur með því að hygla þeim með ýmsu móti. Þetta eru þeir aðilar í Irak, sem mesta mögu- Ieika hafa á að steypa Saddam. Hann er sjálfur súnnískur arabi og ætla má því að súnnískir arabar, sem búa í norðurhluta Mesópótamíu og eru e.t.v. um fimmtungur eða fjórðungur landsmanna, standi allfast með honum af ótta við að sjítískir arabar og Kúrdar, aðrir helstu trúarhópar/þjóðernishópar landsins, myndu hefna á þeim harma sinna af völdum Sadd- ams, gæfist á því færi. Hræösla vlð „syndaflóö44 eft- ir Saddam Þar að auki getur Saddam skák- að í því skjólinu að þótt Banda- ríkjaforsetar líki honum við Hitler (ekki mjög frumlegt) og Ieggi sig fram við að sýna einurð gagnvart ögrunum hans, þá er Bandaríkjastjórn ekki viss um að hún vilji að hann falli. Bandar- ískir ráðamenn óttast að \dð það myndi Irak leysast upp og suður- hlutinn, þar sem sjítar eru þorri íbúa, verða háður Iran. Þar með mætti segja að klerkunum í Iran hefði tekist að endurreisa stór- veldi Sassanída, sem Arabar unnu á 7. öld, og áhrif Irans í Vestur-Asíu og olíumálum myndu við það aukast drjúgum. Þá vilja Bandaríkin heldur hafa Saddam áfram. Arabísk grann- ríki Iraks, Saúdi-Arabía, Jórdan- ía og Egyptaland, sem Bandarík- in leitast við að hafa gott sam- band við, horfa með enn meiri hryllingi til nefndra hugsanlegra breytinga á landabréfinu af Vest- ur-Asíu. Þessari vináttu óvina sinna á Saddam það raunar líklega eink- um að þakka að hann stendur enn. I lok Flóabardaga og eftir hann slepptu Bandaríkjamenn úr herkví svokölluðu lýðveldis- varðliði Saddams, úrvalsveitum hers hans, sem þeim hefði verið í lófa lagið að gerevða, veittu uppreisnarmönnum sjíta og Kúrda enga aðstoð og létu af- skiptalaust að Saddam beitti herþyrlum sínum gegn þeim. Sú afstaða sem í því kom fram hef- ur ekki breyst í grundvallaratrið- um. Ætluöu að taka gísla EGYPTALAND - Fjöldamorðin í Luxor í Egyptalandi á þriðjudag hafa þegar valdið ferðaþjónustu landsins miklu tjóni, þar sem þúsundir manns víða um heim hafa hætt við ferðir sínar þangað. Bókstafstrú- arsamtökin Gamaa Islamiya hafa lýst yfir ábyrgð á skotárásinni, sem kostaði 68 manns lífið, þar af 58 erlenda ferðamenn. Samtökin segja markmið sitt hafa verið að taka gísla til þess að kreljast þess að and- Iegur leiðtogi hreyfingarinnar, Omar Abdel-Rahman, sem situr í fang- elsi í Bandaríkjunum, verði látinn laus. Viðbrögð öryggisvarða hafi hins vegar orðið til þess að til skotbardaga kom. HiIIary sker upp herör gegn vændi BANDARÍKIN - Hillary Rodham Clinton, forsetafrú í Bandaríkjunum, kynnti í gær sérstaka herferð á vegum Bandaríkjastjórnar og Sameinuðu þjóðanna gegn vændi kvenna og sagði það vera brot á mannréttindum þegar konur væru keyptar og seldar til vændis. Frú Clinton var að Ijúka átta daga ferð sinni til fyrrverandi Sovétlýðvelda. Tugir bama farast INDLAND - Oflilaðinn skólabíll rann út af brú og hrapaði ofan í ána Yamuna í höfuðborg Indlands, Nýju Delhi, með þeim afleiðingum að hátt í 50 börn fórust. Tugir barna í viðbót slösuðust, en alls voru 112 börn og fjórir fullorðnir í bílnum, sem er nærri helmingi meira en ætlast er til að bíllinn taki. Slysið varð með þeim hætti að skólabílnum var ekið hratt nærri annarri brún brúarinnar og rann þá til í sandi og út af brúnni. Klakklaust flug vfir írak IRAK - Bandarísk U2 eftirntsnugvél flaug yfir Irak í gær án þess að á hana yrði skotið, eins og Irakar hafa þó hótað. írösk stjórnvöld for- dæmdu flugið harðlega og sögðu myndir hafa verið teknar af hernað- arlega mildlvægum stöðum og væri það liður í undirbúningi undir árásir á landið. Þetta er í annað sinn á átta dögum sem eftirlitsflug- vél flýgur yfir Irak eftir að Irakar neituðu Bandaríkjamönnum um þátttöku í vopnaeftirliti Sameinuðu þjóðanna. Hillary C/inton lauk í gær ferð um fyrrverandi Sovétlýðveldi. Nýr formaður Norðurlandaráðs Norska þingkonan Berit Brörby Larsen var í síðustu viku kosin forseti Norðurlandaráðs og tekur \ið embættinu um áramótin af Olof Sal- mén frá Álandseyjum. Hún er einn af forystumönnum norska Verka- mannaflokksins og hefur setið á norska Stórþinginu frá því 1985. Person hneykslaður á sjálfum sér Göran Person, forsætisráðherra Svíþjóðar, leigði sér einkaþotu þegar hann var á ferð í Bandaríkjunum fyrir skömmu, og kostaði það sænska skattgreiðendur rúmlega eina milljón sænskra króna, eða sem svarar um 10 milljónum íslenskra líróna. Almenningur í Svíþjóð er ekki par hrifinn af þessu, og sjálfur segist Person vel skilja það því hann sé sjálfur furðu lostinn og hneykslaður á því hversu dýrkeypt flugið var. Hann hafi ekki vitað betur en að flug með einkaþotunni myndi kosta álfka mikið og með flugvél sænsku stjórnarinnar, sem var í viðgerð. Starf Umsjón með húsaleigubótum Húsnæðisskrifstofan á Akureyri óskar eftir starfsmanni í hálft starf til að hafa umsjón með útgreiðslu húsaleigubóta. Umsækjandi þarf að vera framtakssamur, þjónustulipur og eiga auðvelt með mannleg samskipti. Einnig þarf hann að vera töluglöggur og skipulegur í vinnu- brögðum. Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja þekk- ingu á tölvum. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Laun samkvæmt kjarasamningi milli Akureyrarbæjar og Starfsmannafélags Akureyrarbæjar. Húsnæðisskrifstofan er reyklaus vinnustaður. Umsókn, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, Skipagötu 12, sími 462 5311, fyrir 25. nóvember nk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.