Dagur - 19.11.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 19.11.1997, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 19.NÓVEMBER 1997 - 3 FRÉTTIR L Misþyrmt vegna fíkniefnaskuldar Meiuiimir þrír sem iiiisþyriiidu öryrkja í fyrrinótt voru að „handrukka“ fíkni- efnaskuld. Gróft of- heldi tengt fíkniefna- heiminum fer vaxandi en enginn veit þó um umfangið. Þrír einstaklingar sem réðust á og misþyrmdu miðaldra öryrkja í íbúð við Kleppsveg í fyrrinótt voru að öllum líkindum að inn- heimta fíkniefnaskuld. Eftir pyntingar til að ná af manninum peningum höfðu reynst árang- urslausar gripu misindismenn- irnir til þess ráðs að hirða sjón- varp, myndbandstæki, hljóm- Atvinnu- ástand versnar Atvinnuástand versnaði heldur í október nema á Vestfjörðum og Vesturlandi samkvæmt nýjasta yfirliti Vinnumálastofnunar. I október voru um 4400 manns á atvinnuleysisskrá sem jafngildir 3,3% af mannafla á \dnnumark- aði, en var 3% í september. At- vinnuleysi var sem fyrr mun meira meðal kvenna, eða 5%, en 2% hjá körlum. Undanfarin ár hefur atvinnu- leysi alltaf aukist á þessum tíma árs, en það eykst reyndar heldur minna nú en það gerði í fyrra og er aðeins minna en í október 1996 þegar það var 3,7%. Atvinnleysi er hlutfallslega mest á höfuðborgarsvæðinu, en minnst á Vestfjörðum. Fyrsta hj’eiðþota Islands- fiugs Fyrsta þota Islandsflugs af gerð- inni Boeing 737-200 kom til Keflavíkur í gær. Að sögn Omars Benediktssonar, framkvæmd- stjóra íslandsflugs, mun hún að- allega verða notuð í fraktflug milli íslands og Evrópu, en vélin er þó þeirrar náttúru að aðeins klukkutíma tekur að breyta henni í farþegavél að sögn fram- kvæmdastjórans. íslandsflug leigði tvær vélar út fyrir skemm- stu og tengdist sú ákvörðun komu þessarar þotu. „Þetta er stór áfangi í sögu fé- lagsins og fyrir lslendinga alla. Við höldum áfram að reyna að tryggja samkeppni," segir Omar. Með tilkomu nýju vélarinnar Hytur Islandsflug um 14 tonn af frakt í hverri ferð og segir Omar mjög mikilvægt að hafa nokkra rekstrarþætti í félaginu til að tryggja stöðugleika. — BÞ flutningsgræjur, veiðigræjur og jafnvel sérstaka öndunarvél sem maðurinn þurfti á að halda. Mennirnir þrír brutust inn í íbúðina um nótt, bundu mann- inn, kefluðu og skáru til blóðs með hníf. Þeir skildu hann eftir með snöru um hálsinn og fóru með öndunarvélina, en honum tókst síðan að losa sig og gera viðvart. Hann var færður á slysa- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur og er ekki í lífshættu. Hann gat greint lögreglunni frá því hverjir árásarmenniinir væru og hófst leit að þeim þegar. Tveir árás- armannanna náðust í gær, en þess þriðja var enn leitað þegar Dagur fór í prentun. Fórnarlamb árásarmannanna hefur um nokkurt skeið átt við fíkniefnavanda að stríða og vildi ekki tjá sig um málið. Lögreglan vildi lítið tjá sig um málið í gær, en aðspurður sagði Sigurbjörn Víðir Eggertsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar að það lægi nokkuð ljóst fyrir að þarna hefðu menn verið að „handrukka" vegna fíkniefna- skuldar. „En málið er í rannsókn og ekki hægt að úttala sig um það á þessari stundu.“ Sökum þess hversu gróf og hrottfengin árás þremenning- anna var kann svo að fara að þeir verði ákærðir fyrir tilraun til manndráps. Harður heimur Viðmælendur blaðsins innan Lögreglustjóraembættisins í Reykjavík og Ríkislögreglunnar voru sammála um að ofbeldi tengt fíkniefnasölu færi vaxandi, en sögðu erfitt að fullyrða um umfangið, þar sem engar rann- sóknir hefðu farið fram á því og eins vafalítið að margir sem verða fyrir ofbeldinu tilkynni það ekki, bæði vegna hótana frá of- beldismönnunum og vegna þess að þá kemst upp um fíkniefna- kaup og neyslu fórnarlambsins. „Við heyrum af þessu ofbeldi og vitum að það fer vaxandi. Þetta er harður heimur,“ segir Sigur- björn Víðir. Þórir Oddsson vararíkislög- reglustjóri tók undir þetta. „Ég hef áður bent á að þróunin ein- kennist af ákveðinni firringu þar sem ofbeldið verður grófara en það var áður. Það eru sterkar vís- bendingar sem tengja þessa þró- un við sölu og neyslu fíkniefna og þá er stundum verið að gera upp óuppgerðar sakir í fíkniefna- heiminum," segir Þórir. - FÞC, Sótt um bensinstðð Höldur ehf. hefur fengið úthlut- að byggingasvæði við Viðjulund, sunnan hitaveitutanka og ofan Furulundar, fyrir bensínstöð og skylda starfsemi. Byggingaskil- málar gilda hvað varðar þessa úthlutun og því þarf samkvæmt bókun skipulagsnefndar frá 1995 að leggja fram deiliskipu- lagstillögu til auglýsingar áður en hægt verður að reisa bensín- stöð á þessum stað. Skipulagsnefnd fer viða Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar gerir víðreist því 30. og 31. októ- ber sl. fundaði hún í Skúlatúni 2 í Reykjavík og Listasafni Kópa- vogs. I Reykjavík tók á móti nefndinni formaður skipulags- nefndar Reykjavíkur, Guðrún Ágústsdóttir, ásamt starfsmönn- um Borgarskipulags og borgar- verkfræðings og kynntu nýstað- fest Aðalskipulag Reykjavíkur. I Kópavogi var fundur með skipu- lagsnefnd Kópavogs og Bæjar- skipulags Kópavogs og farið yfir belstu drætti f skipulagi bæjar- ins. Síðan var Bæjarskipulag Hafnarfjarðar heimsótt og ný hverfi og framtíðar bygginga- lönd í Hafnarfirði skoðuð í f>'lgd Jóhannesar S. Kjarvals skipu- lagsstjóra. Ófær gata Hólmfríður Sigurðardóttir, íbúi við Hafnarstræti 45 á Akureyri, hefur kvartað undan ástandi á götunni frá Hafnarstræti 41 til 86. Telur Hólmfríður götuna ekki hæfa til aksturs, hún sé holólt og ójöfn og Akureyrarbæ til háborinnar skammar. Auk þess stafi af þessu ástandi mikil slysahætta og krafðist hún úr- bóta hið fyrsta. Erindinu var vís- að til framkvæmda- og fjárhags- áætlunar ársins 1998. Erindi Hólmfríðar var borið upp í viðtalstíma bæjarfulltrúa, en það er hins vegar nýlunda að erindi sem þar eru borin upp komi inn á borð bæjarstjórnar. Fundargerðarbókinni hefur til þessa verið stungið ofan í „góða“ skúffu, sem valdið hefur því að erindi bæjarbúa hafa einnig endað þar, að vísu innfærð í bókina. Örbylgjuofnar trufla sjón- varp Örbylgjuofnar truna sendingar fjölvarps. Þjónustufyrirtæki hafa fengið hundruð beiðna um að- stoð óánægðra íjölvarpsnotenda sem ekki fá horft á dagskrá. Fjarskiptaeftirlitið á að gæta þess að innflutt tæki sem senda frá sér geislun trufli ekki önnur sambærileg tæki, en við þessu hefur ekki verið séð. Margir örbylgjuofnar senda frá sér sterka geislun sem getur truflað móttöku sendinga í allt að 100 metra fjarlægð frá ofnin- um, að sögn starfsmanns þjón- ustuverkstæðis. Boðið er upp á „síur“ til að setja á loftnet fjölvarpsnotenda. Þær eru mis- jafnar eftir merkjum sem loft- neti er ætlað að ná, en með upp- setningu getur kostnaður orðið allt að 10 þúsund krónurn. Samkeppni flugfélaganna í innanlandsflugi hefur lækkad verö, en búast má við að hörðustu orustu fargjaldastríðsins sé að Ijúka og verðið muni eitthvað hækka á ný. Innanlandsf'ar- gjöid iiiium hækka Bæði Islandsflug og Flugfélag íslands munu hækka fargjöld sín á næstunni. Inn- anlandsmarkaður hef- ur þó vaxið umtals- vert. Ljóst er að innanlandsflugfar- gjöld munu hækka á næstunni. Páll Halldórsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags Islands, stað- festir þetta í samtali \áð Dag en hann er þó ánægður með nýting- una sem er betri er áður en ís- landsflug veitti flugfélaginu sam- keppni. „Nei, ég er ekki sáttur, þetta gengur ekki. Það er engin spurn- ing að fargjöldin eru of lág. Við erum að leggja síðustu hönd á ný fargjöld sem við munum kynna um næstu mánaðamót og taka gildi 1. janúar. Það er nauðsyn- íegt að hækka lægstu fargjöldin, við erum með allt of mikið sæta- framboð á þeim,“ segir Páll. Samkeppnin virkaði Hægt hefur verið að ferðast með íslandsflugi milli Akureyrar og Reykjavíkur svo dæmi sé tekið fyrir 6.900 kr. báðar leiðir. Flug- félag íslands svaraði „sprengitil- boðinu" með því að lækka far- gjöldin í 7.300 kr. og hafa um 30 sæti farið í hverri vél á því verði að undanförnu að sögn Páls. „Nýtingin hefur verið nokkuð góð, sennilega um 65-67% yfir heildina og betri en í fyrra. Það hefur hins vegar eldii dugað til, en ég get ekki upplýst á þessu stigi hve mikill tapreksturinn er,“ segir Páll. Ljóst er að innanlandsflug- markaðurinn stækkaði mjög mik- ið þegar fargjaldastríðið hófst í sumar milli llugfélaganna. Páll segir líka að annað værí óeðli- legt, enda sé ódýrara nú að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar en fara til Keflavíkur með leigubíl. Páll gat ekki upplýst hve miklum hækkunum neytendur gætu átt FuUreynt hjá íslandsflugi Sömu sögu er að segja af íslands- flugi, þar standa hækkanir til. Ómar Benediktsson fram- kvæmdastjóri segir fullreynt að ná þeirri nýtingu sem að hafi ver- ið stefnt og því neyðist félagið til að hækka fargjöldin. Hann sagði tapið nema einhverjum miiljón- um, nýtingin væri aðeins tæp 50% í stað 70% sem stefnt var að. Ómar vildi ekki upplýsa hvenær eða um hve miklar hækkanir væri að ræða, en sagði að til greina kæmi einnig að auka fjölbreytileika fargjaldanna. — BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.