Dagur - 19.11.1997, Blaðsíða 8

Dagur - 19.11.1997, Blaðsíða 8
8- MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 FRÉTTASKÝRING I I i 1.3 millj arður í bíla, risnu og ferðir Svona skiptist kostnaðurinn Risna Ferðir innanlands Utanferðir Rekstur bíla 80 milljónir ! Leigubílar Rílastyrkir Samtals RiMsbankamir borga ineira en 1 milljón hvem virkan dag til að koma starfsmönn- um sínum í vinnu og/eða utanferðir og risnn vegna gesta. Seðlabankinn hefur borgað tæp- lega 260 þús. kr. á mánuði að meðaltali í utanferðakostnað hvers bankastjóra undanfarin fimm ár, þar af dagpeningar eru um 75 þúsund. Þetta gera rösk- lega 3 milljónir á ári að meðal- tali. Athygli vekur að undanfarin tvö ár er hátt í sjötti hluti kostn- aðarins vegna bankastjóra- frúnna, sem fá þó ’væntanlega að lúra frítt hjá eiginmönnunum og ættu því að hafa lágan hótel- kostnað. Þessi kostnaður var næstum hálf milljón að meðal- tali á hverja frú í fyrra — og reyndar líka á hverja Lands- bankastjórafrú. En utanferðir þeirra kostuðu Landsbankann sem svarar meira en fjórðungi af ferðakostnaði sjálfra bankastjór- anna. Þetta er að- eins dæmi um það hvað það kostar gríðar- lega mikla pen- inga fyrir ríkis- bankana að koma sfnum 9 bankastjórum (og þeirra frúm), og þar á ofan um 320 öðrum starfs- mönnum, stað úr stað, innan lands og utan. Rúmlega 1.300 milljónir samtals, var svarið sem Jóhanna Sigurðardóttir fékk á Alþingi við fyrirspurn sinni um risnu-, bifreiða- og ferðakostnað ríkisbankanna síðan 1993, eða undanfarna 57 mánuði. Risnukostnaðurinn 170.000 kr. á dag Risnukostnaðurinn var 205 milljónir - um 170.000 krónur hvern einasta virkan dag undan- farin fimm ár. Jóhanna benti á að risna bankanna í fyrra sam- svaraði risnukostnaði Forseta- embættis og 10 ráðuneyta. Utanlandsferðir starfsmanna kostuðu bankana hátt í 270 milljónir á tímabilinu - hvar af drjúgur þriðjungurinn var vegna 9 bankastjóra og maka þeirra, eða meira en 10 milljónir á hvern þeirra á tímabilinu. Dagpeningar voru um þriðj- ungur af ferðakostnaði banka- stjóranna, tæp 31 milljón. Hæst var upphæðin hjá Seðlabankan- um - 13 milljónir - eða ríflega 900.000 kr. á ári á hvern banka- stjóra. Viðskiptabankastjórarnir fengu ekki nema 600-650 þús. á ári í dagpeninga. Ferðalög bankastjórafrúnna kostuðu bankana 13 milljónir, og Iíklega gott betur því dagpening- ana vantar í yfirlit Búnaðarbank- ans. En Seðlabanki og Lands- banki borga sínum bankastjóra- frúm kringum 35.000 kr. á mán- uði í ferðakostnað, eða sem því svarar að þeir hefðu þær næst- um í hálfu starfi. Alls fóru bankamenn í rúm- Iega 1.230 utanferðir - þannig að nærri lætur að einhver þeirra hafi átt erindi til útlanda hvern einasta virkan dag að jafnaði öll þessi ár. Helmingur þessara ferða voru á vegum Seðlabank- ans, eða 11-12 ferðir í hverjum mánuði. Hver ferð kostaði kring- um 220.000 kr. að meðaltali. Innanlandsferðir voru álíka margar og utanferðir, en kostuðu aðeins fimmt- unginn af verði hinna, eða um 45.000 kr. að jafnaði. 35 „banka- stjórabílar“ af módelum 1995 97 Þótt ferða- kostnaðurinn sé ríflegur er samt bílakostn- aðurinn bönk- unum dýrastur. Rekstur 35 bíla flota ríkisbankanna kostaði þá rúmar 80 milljónir á tímabilinu, eða tæpa hálfa milljón á ári að meðaltali. Á bílalistunum eru a.m.k. fimm Cherokee af ýmsum gerðum, nokkrir Ford Explorerar og Toyota 4Runnerar og slíkir. Athygli vekur að aðeins tveir af níu bílum Seðlabankans eru af eldra módeli en 1995, en annar þeirra er Chervolet Surburban 1984. Frá Búnaðarbankanum er svipaða sögu að segja. Lands- bankinn hefur líldega þurft að spara, því helmingurinn af hans bílum er eldri en þetta. Bankastjórarnir níu, ásamt forstöðumanni bankaeftirlitsins, hafa hver um sig bíl til umráða, og tekið er fram að þeir fái ekki greitt fyrir afnot eigin bíla. Aðra bíla segja bankarnir notaða til eftirlitsferða, peninga- og gagna- flutninga, eftirlitsferða í útibú, gestamóttökur og ýmis verkefni. Þetta dugir þó ekld, því bankarn- ir hafa þurft að punga út 20 milljónum á tímabilinu fyrir bílaleigu- og leigubíla, eða sem svarar 350 þús. kr. á mánuði að meðaltali. Um 680 milljónir í bíla- styrki Liðlega helmingur allra útgjald- anna - eða um 680 milljónir króna - fóru í bílastyrki, þ.e. til greiðslu fyrir afnot af bifreiðum um það bil 340 annarra starfs- manna bankanna; aðstoðar- bankastjóra, forstöðumanna deilda, útibússtjóra og sérfræð- inga svo dæmi séu nefnd. Bíla- styrki til um 40% sinna stafs- manna skýrir Seðlabankinn t.d. þannig: „Hafa ber í huga að hátt hlutfall starfsliðsins eru háskóla- menntaðir sérfræðingar en til- tölulega fáir sinna afgreiðslu- störfum." Reka bankamir líka yfir 300 starfsmannabila? Athyglivert er að þessir bílastyrk- ir til starfsmanna kosta bankana hlutfallslega næstum eins mikið og rekstur „bankastjórabflanna“. Verður því varla betur séð en að bankarnir reki eina 350 bíla að mestu eða öllu leyti, en ekki að- eins 35 eigin bíla. Bílastyrkirnir samsvara nefni- lega um 2 milljónum á mann á tímabilinu, eða um 420 þús. kr. á ári að meðaltali. „Rekstur" starfs- mannabílanna kostar bankana þannig einungis ríflega 105 þús. kr. minna að meðaltali heldur en rekstur „bankastjórabílanna" - sé litið fram hjá fjárfestingunni við kaup þeirra síðarnefndu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.