Dagur - 19.11.1997, Blaðsíða 16

Dagur - 19.11.1997, Blaðsíða 16
VEÐUR- HOKFUR Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vin- dáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Reykjavík NNV3 A3 ANA3 l'Sl'3 S3 N4 A3 NA2 VSV2 Stykkishólmur Akureyri °9 Fim Fös Lau Sun mm •10 - 5 0 V2 A2 A2 SSA2 SV2 N2 ASA2 ANA2 SV2 Egilsstaðír j!9 Fim Fös Lau Sun mm SA3 ASA3 A2 SA3 VSV2 SA3 A3 ASA4 SSV3 Kirkjubæjarklaustur 9 Fim Fös Lau Sun mm p 5 g ‘ 5 | 0 NNV2 A2 ANA2 SSV2 SSV2 1 A3 ANA3 N2 SV2 Stórhöfði J?9 Fim Fös Lau Sun mm 110------------------------------- SE 0- J -5 NNV6 A7 ANA6 VSV5 S4 NNA6 A7 N5 V4 Miðvikudagur 19. nóvember 1997 Veðrið í dag... Norðan kaldi eða stinningskaldi og dálítil slydda á Vestfjörðum, en aunars sunnan og suðaustan gola eða kaldi og smáskúrir. Hiti 2 til 8 stig. ÍÞRÓTTIR Hilmar í aðgerð í dag Hilmar Bjarnason, leikmaður 1. deildarliðs KA í handknattleik sem fingurbrotnaði fyrir skömmu, þarf að gangast undir aðgerð í dag. Við læknisskoðun í gær kom í ljós að að brotið hafði ekki gróið rétt saman og það þarf því að festa fingurinn að nýju með pinnum. Hilmar mun því líklega ekki leika með KA fyrr en eftir áramótin. Stefán Guðmundsson, leikmaður FH-inga, verður í sviðsijósinu í kvöid i uppgjöri toppliðanna. Stórleikur í Kaplakrika Fjórir leikir fara fram f 1. deild karla í handknattleik í kvöld. Stórleikur umferðarinnar er viðureign toppliðanna FH og Aftureldingar sem mætast í Kaplakrika kl. 20:30. Hálftíma fyrr eru þrír leikir á dagskrá. Stjarnan tekur á móti Breiða- bliki, IB mætir Haukum og Fram leikur gegn Val. Leik KA og Víkings sem fram átti að fara í kvöld hefur verið frestað til 26. þessa mánaðar. Þá var einum leik umferðarinnar flýtt, HK og ÍBV mættust í Digranesi um síðustu helgi og hafði IBV eins marks sigur. Hættir eftir 15árí eldlÍTiinnii Bjarni Jónsson, sem verið hefur fyrirliði 1. deildar- liðs KA í knattspyrnu mörg undanfarin ár, hef- ur gefið þjálfara sínum, Einari Einarssyni, svar um að hann sé hættur að leika knattspyrnu. Bjarni er 32 ára gamall og hef- ur leikið í meistaraflokki Bjarni Jónsson. KA í fjórtán ár, eitt árið bjó hann á suð-vesturhorninu og lék þá með Stjörnunni. „Eg hef hugsað mér að taka mér frí, hvort það verður til eilífðar á eft- ir að koma í ljós, en ég held að LandsUðið áíram í Nike KKÍ og Austurbakki liafa fram- lengt samning sinn, um að Is- lenska landsliðið í körfuknatt- leik leiki áfrarn í Nike búningum og skóm, um eitt ár. Nú eru lið- in fimmtán ár síðan KKl og Austurbakki gerðu sinn fyrsta samning um að körfuboltalands- liðin léku í Nike búningum. Það er lengri samningur en nokkurt annað sérsamband hefur haft við einn og sama íþróttavöruinn- Ilytjanda. Þá gerðu KKI og Aust- urbakki, fyrr á árinu, samning um að einungis væri leikið með Spalding körfuboltum, sem fyr- irtækið flytur inn, í DHL-deild- inni í vetur. Verðmæti þessara samninga er um ein milljón króna. — GÞÖ líkurnar á því að ég sé hættur séu 99 prósent,“ sagði Bjarni þegar rætt var við hann í gærdag. Flest bendir til þess að KA-menn verði einnig án þriggja af varnarmönnum sínum næsta sumar. Kristján Sigurðsson mun sem kunnugt er líklega ganga til samninga við Stoke og þeir Halldór Kristins- son og Helgi Aðalsteinsson eru í námi í Danmörku og munu lík- lega dveljast ytra næsta sumar. Þess má til gamans geta að þeir llalldór og Helgi leika knatt- spyrnu með Islendingaliði ytra, sem fengið hefur nafnið FIFA. Skammstöfunin stendur fyrir „Félag íslenskra fótboltaáhuga- manna." - FE

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.