Dagur - 19.11.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 19.11.1997, Blaðsíða 7
 MIDVIKVDAGVR 19. NÓVEMBER 1997 - 7 ÞJÓÐMÁL Alþýðubandalagið, samstarf og Evrópa Frá Landsfundi Alþýdubandalagsins, en Ari Skúlason segir að fundurinn hafi markad nýja stefnu i Evrópumálum. - mynd: eól ARI SKÚLASON FRAMKVÆMDASTJÓRI ASÍ OG SITUR Í FRAM- KVÆMDASTJÓRN AL- ÞÝÐUBANDALAGSINS, SKRIFAR í kjöll’ar landsfundar Alþýðu- bandalagsins og flokksráðsfund- ar Alþýðuflokksins hafa orðið miklar umræður um afstöðu þessara flokka til utanríkismála og hve langt sé á milli sjónar- miða þeirra. Fréttaflutningur af þessum málum hefur verið af- skaplega óskýr, sérstaklega af landsfundi Alþýðubandalagsins. I fréttum hefur verið hamrað á því að Alþýðubandalagið hafni alfarið aðild að Evrópusamband- inu. Það er ekki rétt. Það rétta er að til þessa hefur flokkurinn al- farið hafnað aðild að ESB, en á því varð breyting á fundinum. Landsfundurinn samþykkti eftir- farandi um þessi mál: „Landsfundur ítrekar afstöðu flokksins gagnvart Evrópusam- bandinu miðað við núverandi aðstæður. Hins vegar telur AI- þýðubandalagið mikilvægt að stöðugt fari fram opin, heiðarleg og lýðræðisleg umræða um stöðu íslands í Evrópu og ákvarðanir séu ávallt teknar með heildar- hagsmuni þjóðarinnar í huga.“ Breytt stefna Hér hefur því orðið breyting á stefnu flokksins. Um þetta var tekist á í þeirri nefnd á lands- fundinum sem fjallaði um utan- ríkismál og varð sátt um þessa niðurstöðu. Landsfundurinn, sem er æðsta ákvörðunarvald flokksins, samþykkti síðan þessa stefnu. Það er einnig augljóst að fólk gerir sér grein íyrir þessari breytingu vegna þess að við af- greiðslu á stjórnmálaályktun flokksins kom fram tillaga frá Hjörleifi Guttormssyni og fleir- um að taka út orðalagið sem vfs- ar í núverandi aðstæður. Sú til- laga var hins vegar ekki tæk til afgreiðslu vegna þess að lands- fundurinn hafði samþykkt þessa stefnu daginn áður. Það rétta í málinu er því að Al- þýðubandalagið er andvígt aðild að Evrópusambandinu eins og aðstæður eru nú. Flokkurinn tel- ur hins vegar mikilvægt að fram fari opin, lýðræðisleg og heiðar- leg umræða um stöðu Islands í Evrópu. Það hlýtur einnig að fela í sér að sú umræða fari fram innan flokksins. Landsfundur- inn lýsti einnig þeirri stefnu sinni að nauðsynlegt sé að meta áhrif EES-samningsins á ís- lenskt þjóðfélag. Þessar sam- þykktir fela auðvitað í sér að um- ræðan um stöðu Islands í Evr- ópu verður á dagskrá innan AI- þýðubandalagsins á næstu miss- erum. Skiptar skoðanir innaii flokksins Það kom auðvitað engum á óvart að skiptar skoðanir voru um Evr- ópumál eins og aðra málaflokka á landsfundinum.' Skoðanir um þau mál eru skiptar innan allra floltka. Innan Alþýðubandalags- ins eru mjög sterk þjóðernisleg öfl, sérstaklega meðal eldra fólks. Þessi öfl eru mjög neikvæð gagnvart aukinni nálgun Islands við Evrópu, hvort sem það er á vettvangi EES-samningsins eða felst í nálgun að ESB. Það kom hins vegar fram á þessum fundi að skoðanir margs ungs fólks eru töluvert öðruvísi og það er ekki eins hrætt við erlend áhrif og eldra fólkið. Þá kom einnig fram á þessum fundi það sjónarmið frá hluta af þeim fulltrúum sem starfa í verkalýðshreyfingunni að EES-samningurinn hafi haft já- kvæð áhrif á reglur á íslenskum vinnumarkaði. Ég tel það mjög jákvætt að þessi mál verði rædd í þaula innan flokksins. Ungu fólki fer sem betur fer fjölgandi innan flokksins og því má búast við að þær áherslur sem það hef- ur vinni á eftir því sem tímar líða. Eg er einnig sannfærður um að opin og heiðarleg umræða innan flokksins mun opna augu margra fyrir því að EES og Evr- ópa hafa ekki bara neikvæðar hliðar. Hvaða nálgun er best Auðvitað er langt á milli þeirra sjónarmiða sem Alþýðubanda- lagið og Alþýðuflokkurinn eru þekktastir fýrir í Evrópumálum. Annar flokkurinn er á móti ESB og var á móti aðild að EES á sín- um tíma. Hinn flokkurinn styður Ég er eiiuiig sannfærður uin að opin og heiðarleg umræða innan ílokksiiis mun opna augu margra iyrir því að EES og Evrópa hafa ekki hara neikvæðar hliðar. aðild að hvoru tveggja. En málið snýst í rauninni ekki um þetta. Island er aðili að EES í dag og hæpið er að Alþýðubandalagið sem flokkur myndi gera það að kröfu að segja EES-samningnum upp ef verið væri að fjalla um þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfi. Að mati flestra er aðild að ESB ekki tfmabær kostur eins og staðan er akkúrat í dag og hæpið er að Alþýðuflokkurinn myndi gera það að úrslitaatriði í sam- bandi við mögulegt stjórnarsam- starf að við ættum að sækja um aðild að ESB. Þessi atriði skipta ekki mestu máli í sambandi við tengsl okkar við Evrópu í dag og þau eru heldur ekki mikilvæg- ustu málin í íslenskum stjórn- málum eins og er. Það sem skiptir mestu máli er hvaða væntingar og kröfur við höfum í sambandi við tengsl okkar við Evrópu. Hver eru þau markmið sem við viljum ná? Umræða um Evrópumál hefur verið ótrúlega lítil hér á síðustu misserum og það er engu líkara en flestir stjórnmálamenn hafi orðið sammála um að þegja mál- ið í hel. A meðan tökum við þátt í EES-samstarfinu af fullum- krafti og flestir eru sammála um að íslenskt atvinnulíf, íslenskt launafólk og fleiri hafi fengið margt jákvætt út úr þessu sam- starfi. Spurningin er hvernig samstarf vinstri flokka vinnur best úr þessum spilum. Kyrrðin rofin Nú hefur landsfundur Alþýðu- bandalagsins rofið kyrrstöðuna um Evrópumálin. Flokkurinn hefur mýkt harða afstöðu sína gagnvart evrópsku samstarfi og bent á að aukin umræða sé nauðsynleg. Flokkurinn vill að áhrif EES-samningsins á ís- lenskt þjóðfélag séu metin og flokkurinn vill líka opna heiðar- lega og lýðræðislega umræðu um stöðu Islands í Evrópu. Flokkur- inn vill þ\a Evrópumálin á dag- skrá. Hvort Evrópumálin verði sá tappi sem standi mest í vegi fyrir auknu samstarfi og sameiginlegu framboði vinstri flokkanna efast ég hins vegar um. Þótt þessi málaflokkur sé auðvitað mikil- vægur hefur hann þó ekki sama vægi og ýmsir aðrir málaflokkar eins og t.d. staða, framtíð og þróun velferðarkerfisins og sjáv- arútvegsmál. Hér er átt við báða þessa málaflokka í víðum skiln- ingi. Ef þessir tveir flokkar og önnur öfl sem kjósa að vera með í þessu samstarfi ná að skapa sér sameiginlega stefnu og markmið í þeim málaflokkum ættu Evr- ópumálin ekki að standa í vegi fyrir öflugu samstarfi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.