Dagur - 19.11.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 19.11.1997, Blaðsíða 10
10 -MIDVIKUDAGVR 19. NÓVEMBER 1997 J^; Forval Opnað hefur verið fyrir skráningu í forval Alþýðuflokksins fyrir prófkjör Reykjavíkurlistans. Allir þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í forvalinu skili inn skriflegri yfirlýsingu um það á skrifstofu Alþýðuflokksins fyrir klukkan 22, föstudaginn 5. desember. Kjörgengi er ekki bundið flokksaðild í Alþýðuflokknum. Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík velur svo sjö fulltrúa til þátttöku í prófkjörinu á fundi um miðjan desember. Stjórnun og umhverfi íslenskra fyrirtækja. Hverju er ábótavant? Morgunverðarfundur um framleiðni íslenskra atvinnuvega. Þér er hér með boðið til fundar næstkomandi fimmtudag 20. nóvember, á Grand Hótel kl.8:20 til 10:00. Framsögumenn á fundinum verða: - Ingjaldur Hannibalsson, dósent við Háskóla Islands, fjallar um framleiðni íslenskra atvinnuvega. - Gunnar Páll Pálsson, forstöðumaður fjármála- og hagdeildar VR, fjallar um kjarasamninga framtíðarinnar. “ Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla íslands. Vorið 1997 fól Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Hagfræðistofnun Háskóla s Islands að kanna framleiðni íslenskra atvinnuvega og bera saman við fram- leiðni í Bandaríkjunum og Danmörku. Nú liggja fyrir niðurstöður og verða þær kynntar á fundinum. Ymsar athyglis- verðar niðurstöður hafa komið fram t.d. að afköst vinnunnar í smásöluverslun hérjukust um 100% frá 1984 til 1994 en hinsvegar að arðsemi fjárfestinga hefur minnkað í nær öllum greinum og er arðsemi fjármagns í þjónustugreinum einungis um 25% af því sem hún er í Bandaríkjunum. Fundurinn er öllum opinn. Ve rz 1 u n arm an n afé 1 ag Reykjavíkur FRÉTTIR Elna Katrín Jónsdóttir var endurkjörinn formaður HÍK með 35% greiddra atkvæða. Kennarar í eiiiu félagi um atdamót Aöalíimdur HIK sam- þykkti að viirna að framgangi hugmynda mii sameiningu kenn- ara í nýtt kennarafé- lag. Hið íslenska kennarafélag sam- þykkti á aðalfundi um helgina að skipa fulltrúa í sameiginlega nefnd með Kennarasambandi Is- lands til áframhaldandi vinnu um sameiningu kennarafélag- anna. Komi fram óskir um J)að verður nefndinni heimilt að hafa samvinnu við fleiri kennnarafé- Iög um stofnun hins nýja kenn- arafélags. Tillögur sínar um stofnun, uppbyggingu og markmið fé- lagsins skal nefndin bera undir fulltrúaráð kennarafélaganna fyrir lok næsta árs. Að fengnu samjrykki skuli, í ársbyrjun 1999, kynna þær félagsmönn- um, sem ákveði síðan í allsherj- aratkvæðagreiðslu hvort nýtt fé- lag skuli stofnað. Að fengnu samþykki verði Hið íslenska kennarafélag lagt niður haustið 1999, með fyrirvara um stofnun nýja félagsins, sem taki til starfa eigi síðar en 1. janúar árið 2000. Nýi grujmskólasanmingur- inn fær lága einkuun Nýgerður kjarasamningur fyrir grunnskólakennara fer ekki ná- lægt því að leiðrétta laun þeirra, að mati aðalfundar HIK. „Hann leysir þannig alls ekki vanda grunnskólans, Jiað verður jafn- erfitt og áður að manna skólana menntuðum kennurum. Nauð- synlegar úrbætur á innra starfi grunnskólans sitja enn á hakan- um,“ segir í ályktun. Bekkir séu of fjölmennir. Fjölga Jrurfi námsorlofum og möguleikum kennara á endurmenntun. Nauðsynlegar ljárveitingar verði að fylgja nýjum verkefnum sem lögð eru á herðar grunnskóla- kennurum, svo sem tóbaksvarn- ir, svo þeir geti sinnt þeim. Langar að læra meira HIK leggur áherslu á að mennt- un grunnskólakennara skuli vera fjögur ár á háskólastigi hið minnsta. Einnig sé nauðsynlegt að eitt kandídatsár bætist við nám í háskóla og menn öðlist ekki lögverndað starfsheiti fyrr en að Jjví loknu. „Á meðan kennaranámið er aðeins þriggja ára nám er ekki svigrúm til að sinna nægilega kennslu í kennslugreinum (valgreinum) og kennslufræði greina, t.d. kennslufræði raungreina og tungumála." Enginn bauð sig fram á móti formanninum Elnu Katrínu Jónsdóttur, sem var endurkjörin til formennsku Hins íslenska kennarafélags, með 35% greiddra atkvæða. — HEI Synir tónskáldsins við brjóstmyndina, þeir Tómas Árni, læknir, og Ingvar, fiðluleikari, búsettir í Reykjavík og Gunnlaugur, bóksali á Isafirði. Brjóstmynd af heiðurs- borgara í stjómsýsluhús Brjóstmynd af Jónasi Tómassyni, tónskáldi og heiðursborgara ísafjarðar, var nýlega afhjúpuð, en hún stendur í stjómsýslu- húsinu á ísafirði. Rótaryklúbbur Isafjarðar á veg og vanda af því að minnast heið- ursborgarans með þessum hætti og var það gert í tilefni af 60 ára afmæli klúbbsins. Jónas var fæddur í Fnjóskadal en fluttist til Isaíjarðar liðlega tvítugur og bjó Jrar síðan. Hann stofnaði þar bókabúð en starfaði auk þess að tónlistamál- um á ísafirði; kenndi m.a. á org- el og var organisti kirkjunnar, stjórnaði kórum og stofnaði Sunnukórinn. Hann var til- nefndur heiðursborgari bæjarins árið 1960. Brjóstmyndin er gerð af Jónasi S. Jakobssyni myndhöggv- ara. — GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.