Dagur - 20.11.1997, Side 6
6- FIMMTUDAGUR 20.NÓVEMBER 1997
ÞJÓÐMÁL
wmmmmmmmimmmm
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjórar: stefán jón hafstein
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo og soo 7080
Netfang ritstjórnar: ritstj0ri@da9ur.is
Áskriftargjaid m. vsk.: 1.680 KR. Á mánuði
Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: soo 7080
Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Opið bréf til forsætisráðherra
(2. prentun að ítrekuðu tilefni.)
í fyrsta lagi
Hr. forsætisráðherra. Eg leyfi ég mér að víkja að Iitlu erindi
sem skiptir ekki miklu fjárhagslegu máli. Þetta er mál sem
varla er ríkisstjórnarmál, og ætti að vera búið að hreinsa út fyr-
ir löngu. I hlutfalli við stjarnfræði ríkisútgjaldanna er þetta
eldspýtustokksmál. En það fer ósegjanlega í taugarnar á þjóð-
inni. Eg er að tala um hlunnindagreiðslur ráðherra og æðstu
embættismanna fyrir að fara til útlanda. í daglegu tali nefnd-
ar ferðadagpeningar.
í öðru lagi
Ráðherrar, bankastjórar og mjög háttsettir embættismenn
njóta þessara hlunninda með mismunandi blæbrigðum.
Ferðadagpeningar eru, samkvæmt skilgreiningu fyrír alla aðra
landsmenn, til að mæta útlögðum kostnaði á ferðalögum. Þeir
sem hér um ræðir bera hins vegar almennt engan kostnað af
ferðalögum sínum. En fá mismunandi marga tugi og hundruð
þúsunda fyrir ferðalög í útlöndum, eftir atvikum. Ég hef tekið
eftir því að fólki finnst þetta siðlaust. Þú hefur eflaust heyrt
það Iíka. Það gerir bara enginn neitt í því. Þess vegna er hér
beðið um forystu þína.
í þriðja lagi
Siðferðisleg forysta forsætisráðherra gæti falist í að láta
hringja saman nokkra bankaráðsformenn, mann úr fjármála-
ráðuneytinu og kannski einn eða tvo sem vel er treystandi.
Forsætisráðherra yrði auðvitað að leggja sitt siðræna Ióð á vog-
arskál þessara manna; þú ert talinn fylginn þér þegar þú vilt
við hafa. Af því að menn eru almennt yfirhlaðnir störfum er
ekki hægt að reikna með að þessu verði lokið fyrir hádegi á
morgun, en þá bara um miðja næstu viku. Þá gætum við ein-
faldlega gleymt þessu sorglega dægurmáli og snúið okkur að
öðru. Virðing myndi vaxa fyrir valdastofnunum og þeim mönn-
um sem þar vinna. Þá hefðir þú unnið þarfaverk og þjóðin
verða þér þakklát. Ef þér finnst þetta ekki athugavert, viltu þá
vinsamlega segja okkur hvers vegna? Okkur finnst þetta nefni-
lega siðlaust, en kannski erum við siðvillt?
Stefán Jón Hafstein.
Skoðum og skjótum
Garri fylgdist með umræðum
um hvalveiðar í sjónvarpinu í
íýrrakvöld í þætti sem var
einhvers konar smækkuð
endurholdgun á þættinum
Almannarómur sem var á
Stöð 2 í umsjón hæstvirts rit-
stjóra Garra - Stefáns Jóns
Hafstein. Nema hvað Húsa-
víkur-Páll og hvalaskoöunar-
útgerðarmaður var í þessum
þætti við sérstakt háborð
ásamt Kristínu Halldórsdótt-
ur þingkonu að tala gegn því
að hvalur yrði veiddur þar
sem slíkt gæti skaðað hvala-
skoðunariðnaðinn. Til
hliðar sátu uppi á
hanabjálkum stórsveit
blóðþyrstra hvalfang-
ara og snerist sjón-
varpsþátturinn semsé
um hvort hafði betur,
hanabjálkahersveitin
eða háborðstvennan.
Áhorfendur gátu síðan
tekið þátt í þessari orrustu
með því að hringja í sjónvarp-
ið gegn gjaldi og lýsa stuðn-
ingi við aðra hvora sveitina.
Óiafn leikur
Ekki hafði Garri sig nú í að
hringja, enda sveiflaðist hann
á milli, nánast alltaf sammála
síðasta ræðumanni, nema
þegar Kristín Halldórs talaði,
því hún virtist líka alltaf vera
sammála síðasta ræðumanni,
eða því sem næst. Leikurinn
var því vissulega ójafn því
Húsavíkur-Páll mátti standa
meira og minna einn í stapp-
inu, en það var lán í óláni hve
hógvær en sannfærandi hann
var varðandi eigið ágæti sem
markaðsmanns - t.d. þegar
hann talaði um hvernig hann
„tæki menn markaðslega í
nefið“. Garra þótti það líka
afrek hjá hanabjálkasveitinni
að geta í heilan þátt talað um
hvalveiðar án þess að segja
eitt einasta orð sem þeir voru
ekki búnir að marg, marg,
marg tyggja áður og tönglast
á frá því hvalveiðibannið tók
gildi. Slíkt jaðrar við að geta
kallast staðfesta!
Fj ölskyldufer ðir
I öllu falli gekk Garra illa að
gera upp hug sinn og hringja.
Svarið lá í spurningunni sjál-
fri sem var eitthvað á þá leið
hvort það væri samrýmanlegt
að skjóta og veiða hvali? Báð-
ir deiluaðiiar höfðu
því rétt fyrir sér -
lausnin felst í því að
£'■ skoða hvalina fýrst og
skjóta þá svo. Það er
varla mildll vandi að
wg bjóða upp á hvala-
«g skoðunarferðir sem
§ enda í því að skjóta á
hvalinn. Milljóna-
mæringar um allan heim
væru eflaust tilbúnir að borga
morðfjár fyrir slíkan veiðitúr
ekki síður en að fara á ljóna-
eða villisvínaveiðar. Þetta
gætu líka sem best orðið fjöl-
skylduferðir og yrði þá skoð-
unarhlutinn fyrir konur og
börn en seinnihlutinn fyrir
pabbana. Síðan gæti fjöl-
skyldan í sameiningu skorið
sér kötbita úr volgri bráðinni
og grillað á ströndinni um
kvöldið! Þegar Garri hafði séð
fyrir sér þessa bráðsnjöllu
Iausn málsins og ætlaði að
hringja og segja já, já, já,
hvalveiðar og hvalaskoðun
fara svo sannarlega saman, þá
var búið að loka fyrir símann í
sjónvarpinu. En hvað um það
- Garri var ekki einn - þjóðin
hafði líka séð þennan mögu-
leika og 80% höfðu hringt inn
sittjá. GARRI
JÓHANNES
SIGURJÓNS
SON
skrifar
Maður áttar sig ekki alveg á
þessu moldviðri sem Jóhanna
Sigurðardóttir er að þyrla upp út
af farareyri bankastjóra og þeim
úlfaþyt sem moldviðrið hefur
valdið í samfélaginu. Verður er
verkamaður launa sinna, segir í
hínni góðu bók og farandverka-
menn á akri fjármagnsins á borð
við bankastjóra eru verðir síns
farareyris og yrðu enda ugglaust
strandaglópar í útlöndum og
kæmust ekki heim fyrr en eftir
dúk og disk, ef farareyrir væri
skorinn við nögl. Og þá náttúr-
lega rykju dagpeningagreiðslur
upp úr öllu valdi. Reyndar má
deila um það hvort þess sæist
stað í þverrandi þjóðarhag þó
tímabundinn bankastjóraskortur
áherjaði, enda er slíkur skortur
víst þegar tíl staðar.
Flandur á fyrsta farrými
Málið er að menn misskilja störf
bankastjóra. Almenningur stend-
Farandverkamenn í
skftverkum
ur í þeirri trú
að þetta sé
voðalega næs
djobb, laxveiði-
túrar, mál-
verkakaup,
veisluhöld, og
flandur um
veröld á fyrsta
farrými. Auð-
vitað þurfa
bankastjórar að
dunda við þetta
allt og er auð-
vitað gaman.
En allajafnan
eru þeir í slut-
verkunum.
Bankastjóra-
störf eru sem sé
mestu skítadjobbin í samfélag-
inu. Almenningur jarmar sífellt
yfir því hvað það sé ógurlega
þreytandi og slítandi og leiðin-
Iegt að sýsla með peninga. Það
sé jafnvel fyrir neðan mannlega
virðingu að
snudda með
debit og kredit,
skuldir, vexti og
vaxtaverki. En
þetta þurfum við
múgamenn ekki
að gera nema í
frístundum.
Bankastjórar
afturámóti eru
neyddir til að
velta sér upp úr
þessum mann-
skemmandi
ófögnuði á degi
hverjum. Og er
þá nokkur furða
þó þeir þurfi
smávegis upplyft-
ingu annað veifið og umbun? Því
verður er skítverkamaður launa
sinna.
Satans þjónar?
Og annað verra og bankastjórar
eru þess væntanlega fullkomlega
meðvitaðir, að þeir eru að vinna
störf sem eru í eðli sín andkristi-
leg og þeir eru því eiginlega
Satans þjónar. Þannig bannaði
kirkjan í árhundruð alla lána-
starfsemi og aðeins undirmáls-
lýður á borð við Shylock og aðra
gyðinga mátti stunda þessa iðju
sem stríddi gegn guðs og manna
lögum.
Og hvað segir ekki í Lúkasar-
guðspjalli, sjötta kapítula um
bankastjóra?: „Gjörið gott og
lánið, án þess að vænta nokkurs
í staðinn." Þetta er auðvitað það
sem okkar ágætu bankastjórar
eru alltaf að gera án þess að fá
nokkuð í staðinn, nema þá helst
skít og skömm í hattinn. Og svo
náttúrlega dulítið af dagpening-
um og verði þeim að góðu.
SDm&i
svar'aö
Kemur til greina að
deila hluta afhlutabréf-
um í Pósti og síma hf.
til álmennings?
Benedikt Jóhannesson
fraiiikvæindastjóri Tálnákönminar hf.
Mér finnst
það vera góð
h u g m y n d .
Ég tel að
með því yrði
skapaður
mjög góður
markaður
fyrir þessi
hlutabréf
sem aftur leiddi til þess að ríkið
gæti fengið meira síðar út úr
einkavæðingu ríkisins, það er
þegar afgangurinn af hlutabréf-
um ríkisins í fyrirtækinu verður
seldur.
Pétur Blöndal
alþiitgisniaður.
Já, mér
finnst það
koma til
greina. Ég
hef sjálfur
lagt til aðra
útfærslu, til
dæmis að al-
m e n n i n gi
yrði gefinn
kostur á að
kaupa bréfin á hálfvirði í áskrift,
fyrir til dæmis 5.000 kr. á mán-
uði. Póstur og sími hf. er fyrir-
tæki af Sovét-gerð og þá finnst
mér líka eðlilegt að beita sovét-
lausnum við að leysa það upp.
Ögmundur Jónasson
alþingisniaður ogfortn. BSRB.
Almenning-
ur á Póst og
síma. hf.
Það sem
fyrir sam-
gönguráðh-
erra vakir er
að taka Póst
og síma úr
eigu al-
mennings og
fá öðrum fyrirtækið í hendur.
Síðan á að deila út einhverjum
molum til að reyna að hafa menn
góða.
Magnús Stefánsson
alþingismaður og stjómamiaður í
Pðsti og sínia.
Þetta er al-
veg ný leið
ef menn
ákveða að
fara hana.
Þetta hefur
ekkert verið
rætt, en ég
er tilhúinn
að ræða
hana einsog allt annað í þessu
sambandi. Nei, þetta hefur ekk-
ert verið rætt innan stjórnar fyr-
irtæksins, enda væru ákvarðanir
í þessum efnum alfarið eigand-
ans, það er ríksins - og með það
eignarhald fer samgönguráð-
herra.