Dagur - 21.11.1997, Qupperneq 2

Dagur - 21.11.1997, Qupperneq 2
2 —FÖSTUDAGUR 21.NÓVEMBER 1997 FRETTIR „Á svona litlum stöðum úti á landi hættir mönnum til að útiloka þann ijóta veruieika sem lesa má um i biöðunum úr Reykjavík, “ segir Halldór Guð- mundsson, féiagsmáiastjóri á Dalvik, en þar stendur fyrir dyrum átak gegn vímuefndavandanum. Höfum kairnsM sofid lengur en adrir Því minni sem bæjarfélög eru, ])ví meira áfall er hvert fikniefnamál. Tekur landsbyggðarfólk þátt í yfirhylmingu? Alvarleg fíkniefnamál hafa skotið upp kollinum að undanförnu á Dalvík, sér- staklega um síðustu helgi þegar nokk- ur ungmenni neyttu Rush sem er stór- hættlegt eiturefni. Bæjarfélagið hyggst nú snúa vörn í sókn, enda fer vímu- efndavandi vaxandi og ekki bara á Dal- vík heldur landinu öllu. Félagsmála- stjórinn á Dalvík vonast eftir hálfrar til einnar milljónar kr. framlagi á ári í þágu vímuvandaátaks. „Ahyggjur hafa farið vaxandi hjá fé- lagsmálayfirvöldum, skólayfirvöldum og Iögreglu vegna breytinga á vímu- efnaneyslu á Dalvík að undanförnu. Reykingar, bjórdrykkja og neysla sterk- ara áfengis hefur vaxið, sniffmál komið FRÉTTAVIÐTALIÐ upp og nú síðast þetta. Niðurstaðan varð sú að hæjarstjórn hyggst koma á legg sérstöku átaki gegn vímuefna- vandanum. Búið er að skipa vinnuhóp sem gerir tillögur til að leysa vímuefna- vandann. Við erum væntanlega að tala um aukna fræðslu og stuðningskerfi ýmisskonar. Sérstaklega er mikilvægt að foreldrarnir verði virkir," segir Hall- dór Guðmundsson, félagsmálastjóri á Dalvík. Dalvík ekkert frábrugðin Er ástæða til að ætla að Dalvík skeri sig frá öðrum bæjarfélögum? „Það held ég ekki. Hins vegar höfum við e.t.v. sofið lengur en aðrir. A svona litlum stöðum úti á Iandi hættir mönn- um til að útiloka þann Ijóta veruleika sem lesa má um í blöðunum úr Reykja- vík. Menn segja: Þetta er ekki svona hjá okkur en hið sanna er að lands- byggðarfólk er ekkert öðruvísi statt en höfuðborgarbúar. Aðgengi er auðvelt að öllum efnum, hægt að fá fræðslu með því að hoppa á Internetið og minnsta málið að fá uppgefin símboða- númer til að gera pantanir." Góð lögregla Sumir telja mun auðveldara að hafa eftirlit með vímuefnavanda unglinga í smábæjum en í Reykjavík. Er hugsan- legt að yfirvöld hylmi yfir vandamálin á landsbyggðinni vegna þess að smábæj- arsamfélögin skammist sín? „Ég hugsa að það geti spilað inn í. Eg er ekki í vafa um að ímynd bæjafélags skiptir miklu máli, sérhvert svona mál skiptir meira máli eftir því sem samfé- lagið er minna. Hér á Dalvík höfum við á undaförnum árum verið svo heppin að eiga mjög gott samstarf við lögregl- una. Þeir eru traustsins verðir og al- menningur treystir þeim fyrir upplýs- ingum sem nægja til þess að þeir taka á málunum. Þannig er e.t.v. ekkert samræmi milli raunverulegs vímun- efnavanda og fjölda mála sem koma fram í dagsljósið," segir Halldór Guð- mundsson, félagsmálastjóri á Dalvík. - BÞ Pottverjar hafa að vonum nokkuð rætt um Atl- antaflugfélagið og skainmir Norræna flutnluga- mannasambandsins í garð forseta íslands, sem leyfði sér að fara fögrum orðuin um flugfélagið. Atlanta hélt á síðasta ári upp á 10 ára afmæli sitt og það kom pottverjum því á óvart þcgar einn þeirra upplýsti að flugfélagið væri „að ljúga tll um aldur sinn“. Og inikið rétt; Atlanta var samkvæmt stofnsamþykktum ekki stofnað íyrr en 9. febrúar 1988 og á því enn nokkra mánuði í 10 ára afmæli sitt. Áður starfrækti Amgrímur B. Jóhannsson liins vegar Air Artic eða frá 1986. Úrsögn Kristínar Ástgeirsdóttur úr Kvcnnalistanum hefur vakið upp miJdar umræður í pottin- um og velta menn því fyrir sér að hvaða stjórnarandstöðu- floklú hún muni einna helst halla sér, þar sein hún hefur af- neitað framsókn þrisvar. Ekki þykir líklegt að hún snúi sér til krata en allaballar eru sagðir líklegri. Alþýðubaiidalagsmaðurinn í hcita pottinum sagði þó þann galla á að þar á bæ he- fðu menn þegar eiim Hjörlcif!. Pottverjar velta inikiö fyrir sér hvaða „óflokks- bundna" einstaklinga Reykjavíkurlistaflokk- arnir reyna að lokka undir sína regnhlíf til þátt- töku í prófkjöri flokkanna. Til nokkurrar sam- keppni gætl komið og heyrst licfur að gainal- grónir kratar þrýsti nú mjög á Hrannar B. Arn- arsson gróskufrömuð að vera í hópi frambjóð- enda Alþýðuflokksins, náttúrulega sem „óháð- ur“. Mun Hramiar ekki verið frábitinn þessu. Hann var á árum áður allaballamegin í tilver- unnl og var framarlega í Nýjum vettvangi, en liaim er einmitt maðurinn sem „keypti spum- inguna" sem lagði grunninn að Reykjavíkurlist- anum. V_______ Kristin Ást- geirsdóttir. Ami Þór Sigurðsson stjómarformaður Dagvistunar liarita Um203 leikskólaböm með alvarleg þroskafrávik njóta ekki sérstuðnings vegna spamaðarhjá ríkinu. Afellisdómur yfír meimtamálaráðimeytinu — Hefur sérstuðningur við leikskóla- börn með þroskafrúvik minnkað eitthvað frd því menntamúlaráðuneytið breytti reglum um greiðslur vegna þeirra fyrir tveimur árum? „Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir okkur í Dagvist barna kemur fram að allt að því helmingur þeirra barna sem fékk sér- stuðning fyrir reglubreytinguna hefur misst hann. 1 Reykjavík er þarna um að ræða hátt í 200 börn á Ieikaskólaaldri. I skýrslunni kemur einnig fram að 203 börn sem ekki njóta sérstuðnings í dag eru talin hafa alvar- Ieg einkenni Jtorskafráviks, eða 3,7% leik- skólabarna í borginni. Það lætur nærri að hér sé um sama fjölda að ræða og missti stuðning af háifu menntamálaráðuneytisins við breytingarnar 1995. Fyrir breytinguna á árunum 1993 og 1994 nutu 300-350 börn sérstuðnings sem ráðuneytið greiddi fyrir.“ — Hvað eru þetta mörg börn sem þurfa sérstuðning á leikskólum borgarinnar? „Það er talið að um 670 börn þurfi á ein- hverjum stuðningi að halda vegna þorska- frávika. Á síðasta ári urðum við hinsvegar að fækka tímum vegna sérkennslu leikskóla- barna um 20% með flötum niðurskurði vegna þess að við fengum ekki greiðslur frá menntamálaráðuneytinu. Ef mig minnir rétt þá var gert ráð fyrir því í yfirstandandi íjárhagsáætlun að ríkið mundi greiða 56 milljónir til þessa málaflokks. Það hefur hins vegar gengið illa að innheimta það. Á tímabilinu 1992-1996 hefur borgin hins vegar lagt 125 milljónir króna til sérstuðn- ings þessara barna á verðlagi í nóvember í ár.“ — Hvaða afleiðingar hefur þetta? „Þetta bitnar auðvitað harðast á þeim sem þurfa á þessari þjónustu að halda. Ef þessi börn fá ekki þessa þjónustu í leikskólunum verður vandinn yfirfleitt mun meiri þegar þau koma upp í grunnskólann. Ég tel að þetta sé áfellisdómur yfir menntamálaráðu- neytinu, alveg tvímælalaust. Eg tel einnig að ríkið beri fulla ábyrgð á því að það er ekki hægt að veila þessum börnum þann sér- stuðning sem jtau Jturfa á að halda.“ - Hvað ællar borgin að gera? „Við fjárhagsáætlun fyrir næsta ári höfum við ákveðið að skila þessum 20% niður- skurði til baka. Á sínum tíma hafði hann það í för með sér að vikutíminn var styttur úr 4 tímum í 3,12 tíma. Við ætlum einnig að efla sálfræðiþjónustuna við þessi börn. Sá kostnaður kemur alfarið úr borgarsjóði vegna þess að við teljum okkur ekki stætt á að horfa uppá þetta lengur.“ — Hvað kosta þessar vanefndir stjórn- valda borgina mikið? „Það má gera ráð fyrir að við munum verja allt að 30 milljónum króna til þessa málaflokks á næsta ári. Þá reiknum við með að ríkið standi við sinn hluta, þannig að heildarfjármagn til sérstuðnings leikskóla- barna geti numið allt að 80 milljónum króna. Þetta eru umtalsverðir fjármunir sem borgin hyggst verja í þessu skyni. I jtví sam- bandi má minna á að það hefur ekkert ver- ið samið um það á milli ríkis og sveitarlélaga að borgin taki jtetta að sér og þess vegna munum við ekki fá þetta bætt frá ríkinu." -GRH

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.