Dagur - 21.11.1997, Side 4

Dagur - 21.11.1997, Side 4
4-FÖSTVDAGUR 21. HÓVEMBER 1997 FRÉTTIR Tfgpu- Styrkur til kaupa á svigstöngum Bæjarráð Siglufjarðar hefur samþykkt að styrkja Skíðafélag Siglu- fjarðar, Skíðaborg, til kaupa á 50 svigstöngum þar sem svigstangir og annað fleira eyðilagðist í snjóilóði veturinn 1995. Bæjarráð hefur samþykkt að styrkja kór Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauð- árkróki um 80 þúsund krónur vegna ferðar kórsins til Frakklands og Englands. Stuöningur viö jarð- gangagerð Bæjarstjórn Siglufjarðar og og sveitarstjórn Hofshrepps funduðu nýlega sameiginlega í félagsheimilinu Höfðaborg á ílofsósi. Þar kynnti Kristján L. Möller, forseti bæjarstjórn- ar, þau sjónarmið og væntingar sem Siglfirð- ingar hafa varðandi jarðgangagerð úr Siglu- firði í Ólafsfjörð um Héðinsfjörð. Sveitar- stjórn Hofshrepps tók vel í að athuga beiðni um að undirrita stuðningsyfirlýsingu varð- andi hugmyndir um jarðgangagerðina. Eiufalt en afdrifaríkt Handknattleiksmenn Knattspyrnufélags Siglufjarðar (KS) fláðu ekki feitan gölt í viðureign sinni við Gróttu/KR í bikarkeppninni en úrslit- in urðu 36-15 fyrir gestina. Þetta er eini opinberi handboltaleikurinn á Siglufirði þennan vetur, vertíðinni er sem sé lokið, stutt gaman! Það er oft venja að taka þjálfara í viðtal að leik loknum og Hellan, héraðsfréttablað Siglfirðinga, er þar engin undantekning. Þjálfarinn, sem kallaður er Bóbó, segir að leikmennirnir hafi aðeins gert tvö mis- tök en nokkuð afdrifarík; í fyrsta lagi að leyfa andstæðingnum að skora svo mörg mörk og í öðru Iagi að skora ekki fleiri mörk sjálfir! Einfalt, ekki satt? Batnandi atvinnuástand Atvinnuástand á Siglufirði er nokkuð gott; á atvinnuleysisskrá um mánaðamótin október/nóvember voru 59 manns, 14 karlar og 35 konur. Hluti þessa fólks er í hálfs dags vinnu eða hlutastarfi en þigg- ur bætur að hluta. Margir fóru á atvinnuleysisskrá á Siglufirði þegar flakavinnsla Þormóðs ramma-Sæbergs var lögð niður. Horfur á þverrandi atvinnuleysi á árinu 1998 eru taldar allgóðar. Byijað verð- ur á umfangsmiklum framkvæmdum við snjóflóðavarnargarð ofan byggðarinnar og eins verða umfangsmiklar framkvæmdir á vegum SR-mjöls, sem kosta munu hundruð milljóna króna. — GG Heilsugæslustöð í Fossvogi Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri tóku á miðvikudag fyrstu skóflustungurnar að nýrri heilsugæslustöð í Fossvogi. Nýja Heilsugæslustöðin er 876 fer- metrar að stærð og 3.555 rúmmetrar. Verktaki er Mark-hús og er áætlaður kostnaður við'bygginguna tæpar 125 milljónir. Áætlað er að verklok verði 1. maars árið 2000. Nýtt FÍB-farsíniatilboð Samkeppnisstofnun hefur heimilað Pósti og síma að gera félags- mönnum FIB nýtt tilboð á farsímum og farsímaþjónustu. Notkun símanna verður ekki bundin við farsímakerfi Pósts og síma og þeim sem þegar höfðu keypt síma á FÍB-tilboði er líka frjálst að nota þá í öðrum farsímakerfum. Odýrasti pakkinn hækkar um 280 kr., upp í tæplega 1.830 kr. á mánuði, samkvæmt tilkyningu frá Pósti og síma. Heimilin eru í auknum mæli farín að fárfesta f stað þess að eyða í beina neyslu. Meðal þess sem keypt er eru hlutabréf. „Fj ármálaráöherrar1“ hetmila í framför Skuldir heimilaima aukast enn um 19 milljarða í ár, en öf- ugt við áður fara þær nú í íbúðir, bíla og hlutabréf en ekki neyslu. „Fjármálaráðherrum" heimil- anna virðist fara fram í ljár- málastjórninni samkvæmt haustskýrslu Seðlabankans. Um 19 milljarða skuldaaukning sem fyrirséð er hjá heimilunum á þessu ári (um 200.000 kr. á hvert) er ekki bara heldur minni en undanfarin þrjú ár, heldur er þessum krónum líka varið í haldbetri hluti en oft áður. Og skuldaaukninguna, um 5,5% að raungildi, segir Seðlabankinn m.a.s. minni en nokkru sinni síðan árið 1979 - eða með öðr- um orðum hlutfallslega þá minnstu frá „fæðingu" lánskjara- vísitölunnar. Reiknað er með að einkaneysl- an muni aukast um 5% í ár, sem er heldur minna en vöxtur kaupmáttarins og líka minna en einkaneysla jókst í fyrra. Hrein fjárfesting heimilanna í íbúðarhúsnæði og bílum stefnir í 14 milljarða. Auk þess hafa þau aukið fjáreignir sínar töluvert segir Seðlabankinn. Auknar skuldir fari því ekki til fjármögnunar á einkaneyslu, enda virðist eiginfjárhlutfall heimilanna ætla að verða svipað og á síðasta ári. Þetta verði því þriðja árið í röð sem eiginfjár- hlutfall heimilanna annað hvort hækkar eða stendur í stað, eftir stöðuga lækkun í hálfan annan áratug þar á undan. I þetta hlut- fall vantar samt hlutafjáreign heimilanna, sem að líkindum hafi vaxið þó nokkuð undanfarin ár, og sömuleiðis innbú heimil- anna. Til alls líkleg Seðlabankinn hefur að vísu þann fyrirvara að horfur um neyslu og „sparnaðarhegðun“ heimílanna séu alltaf töluverðri óvissu háðar. En í ljósi þess að skuldir heimilanna séu komnar vel yfir 130% ráðstöfunartekna (með öðrum orðum í 16 mán- aða ráðstöfunartekjur) gæti sparnaðrhneigð heimilanna hugsanlega aukist enn meira. Aukin áhersla á Iífeyrissparnað og auknar heimildir til skatt- frelsis í því sambandi gæti einnig stuðlað að því sama, þótt óvíst sé að þess gæti þegar á næsta ári. Fjárfesting í steinsteypu liðin tíð Aftur á móti virðist virðast menn ekki Iengur spara í steinsteypu, umfram þarfir. Þótt fjárfesting í íbúðum hafi aukist um 4% í fyrra og jafnvel 5% ár þá dugi það tæpast til að vega upp 10% samdrátt ársins 1995. Og samt sem áður yrði íbúðafjárfesting 15% minni en hún var 1990. „Reyndar þarf að fara allt aftur til ársins 1972 (fjórðung aldar) til að finna jafn lága fjárfestingu í íbúðarhúsnæði og verið hefur undanfarin ár,“ segir Seðlabank- inn. — HEI Breskir útgerðarbæir ætla að gefa minnisvarða Til stendur að reisa minnismerki á Pat- reksfirði iiin drukkn- aða breska sjómenn og verður það vígt á sj ómann adaginn 1998. Það eru horgaryfirvöld í Aber- deen, Fleetwood, Grimsby og Hull sem gefa minnisvarðann og þau ákváðu á fundi í Aberdeen að fengnum umsögnum frá sveitarstjórn fyrir vestan, að minnismerkinu skyldi valinn staður á Patreksfirði þar sem breskir togarar sóttu þjónustu þangað í miklu mæli. Einnig var það samþykkt að vegna áhuga Egils Ólafssonar í Hnjóti, en þar er staðsett sjóminjasafn, yrði sett þar upp sýning af Fiskiminja- safninu í Grimsby og öðru safni í Aberdeen sem síðar yrði eign safnsins á Hnjóti. Egill Ólafsson á Hnjóti hefur lagt á það áherslu að minnis- merkinu yrði valinn staður á Hnjóti til að minnast I 1 sjó- manna sem fórust með togaran- um Sargon árið 1948. Viðar Helgason, bæjarstjóri Vestur- byggðar, segir það hins vegar óeðlilega kröfu og aldrei hafi verið deilt um staðsetninguna eins og Egill hafi haldið fram. Minnismerkið eigi að vera til minningar um alla þá bresku sjó- menn sem fórust hér við land, ekki bara sjómennina á Sargon. Bæjarstjóri segir að minnismerk- inu verði annað hvort valinn staður á túnskika norðan við pósthúsið á Patreksfirði þar sem 5 lslendingar voru heiðraðir vegna björgunar sjómanna af togaranum Duun sem fórst í des- ember 1947 en einnig komi til greina að hafa það við hlið minn- ismerkis um drukknaða sjómenn sem er á hafnarsvæðinu. - GG FLókið en framkvæmanlegt Samkvæmt upplýsingum frá yfir- dýralækni ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að einstakir bænd- ur flytji sjálfir inn sæði til að erfðabreyta íslenska kúastofnin- um. Ferlið er samt nokkuð flók- ið og krefst umsagnar sérstakrar nefndar og annarra afskipta yfir- valda. „Umsækjandi þarf ekki endilega að vera samtök, heldur virðast einstaklingar einnig geta falast eftir þessu,“ segir yfirdýra- læknir, Halldór Andrésson. Meirihluti kúabænda er and- snúinn stofnbreytingum í naut- griparækt en fylgjendur nýrra möguleika hafa einkum beint sjónum sínum að Noregi eða Norðurlöndunum, ekki síst í ljósi sjúkdómavarna. — Bi>

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.