Dagur - 22.11.1997, Qupperneq 4

Dagur - 22.11.1997, Qupperneq 4
4-LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 FRÉTTIR L MeiriMuti bæj arstj ómariimar í hættu Bæjarstjórnin á ísafirði mun funda sérstaklega í næstu viku vegna fyrirhugaðra kaupa á húsnæði frystihúss Norðurtanga til að breyta þvf í skólahúsnæði. Formaður bæjarráðs Isaíjarðarbæjar telur kaup- in á Norðurtanganum hagkvæmasta kostinn fyrir bæinn en kostnað- ur er mikill. Sigurður E. Ólafsson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokks, er mjög mótfallinn þessum hugmyndum og segir að bæjarsjóður verði settur á kúpuna ef af kaupunum verði. Hann talar um trúnaðarbrest og er framtíð meirihlutans á Isafirði í hættu vegna málsins. „Eg mun slfta samstarfinu við Sjálfstæðisflokk innan fimm mínútna ef þessi ákvörðun verður tekin,“ var haft eftir Sigurði í fréttum Ríkisútvarps- ins í gær. Rauðsíða fær ekki sömu kjör hjá Funa Umhverfisnefnd Isafjarðarbæjar hefur hafnað erindi Rauðsíðu ehf. sem hefur farið fram á það að þær umbúðir sem fargað sé undir nafni Rauðsíðu hjá sorpbrennslunni Funa á Isafirði og eru sendar til Bol- ungarvíkur af hagkvæmisástæðum, fái sömu kjör og fyrirtæki á Isa- firði njóta og borga fyrir. Fjöluýtihús á skíðasvæðinu á Tungudal Skólafulltrúi Isafjarðarbæjar hefur kynnt teikningar af þjónustuhúsi í Tungudal en áhugamenn um uppbyggingu skíðasvæðisins hafa komið fram með hugmyndir um fjölnýtihús. Húsið nýtist skíðasvæð- inu á vetuma, en sem ferðamannamiðstöð á sumrin. Fræðslunefnd telur nauðsynlegt að finna varanlegan geymslustað fyrir tæki skíða- svæðisins, þar á meðal snjótroðara með viðkvæman rafmagnssstjórn- búnað. Fræðslunefnd mælir með því að haft verði samstarf við áhugamenn um uppbyggingu skíðasvæðisins og að skipulag fyrir skíðasvæðið liggi fyrir sem allra fyrst. Sauðfé í lystigarðmuui Skrúð í Dýrafirði Menningarnefnd telur að lystigarðurinn Skrúður við Núp í Dýrafirði sé slíkt menningarverðmæti að hann megi ekki grotna niður, né bú- smali geti valsað um hann að vild eins og nú er. Mikil vinna hefur verið lögð í endurgerð garðsins í sína upphaflegu mynd og því má sú vinna ekki fara forgörðum. Menningarnefnd er ekki kunnugt um eignarhald á Skrúði né hver ber ábyrgð á varðveislu þessara menn- ingarverðmæta. Bæjarráð er kvatt til þess að forða garðinum frá eyði- leggingu. Eugiun Dýrfirðmgur í stjóm heUhrigðisstofnaua Á fundi bæjarstjórnar Isafjarðarbæjar nýverið Iagði Jónas Ólafsson ffarn eftirfarandi bókun: „Eg tel að kosning í stjórn sameinaðra heil- brigðisstofnana í Isafjarðarbæ sé þannig að ég geti ekki stutt tillögu um þá fulltrúa sem tilnefndir eru, þar sem enginn fulltrúi er frá Dýrafirði." I stjórn voru kosin Sverrir Hestnes, Steinþór, Bjarni Krist- jánsson og Birkir Friðbertsson og til vara Karítas Pálsdóttir, Óðinn Gestsson og Helga Dóra Kristjánsdóttir. Grárðfa í stað Freyju áSuðureyri Vegna rekstrarerfiðleika Fiskiðjunnar Freyju á Suðureyri sem leitt hefur m.a. til nauðasamninga við lánadrottna, hefur reksturinn ver- ið leigður til fimm Súgfirðinga, þeirra bræðranna Guðna, Elvars og Ævars Einarssona og Kristins og Óðins Gestssona og hefur hið nýja fyrirtæki fengið nafnið Grárófa sem dregur nafn sitt af ævafornri gönguleið milli Súgandafjarðar og Bolungarvíkur. Fyrirtækið hefur tryggt sér viðskipti heimabáta auk þorsks úr Barentshafi af rússnesk- um fiskiskipum. — GG Hnappar helmingi ódýrari eftir útboð Tryggingastofmm sparar tugi milljóna með útboðum á neyð- arbnöppum og öðrum hjálpartækjum. Þrátt fyrir liðlega 10% fjölgun fólks sem fengið hefur neyðar- hnappa hjá Tryggingastofnun er kostnaðurinn næstum helmingi - eða 23 milljónum - lægri fyrstu níu mánuði þessa árs en í fyrra. Þessi tugmilljóna sparnaður er afrakstur útboðs stofnunarinnar á þessari þjónustu, sem jafn- framt varð til þess að skjólstæð- ingar hennar hafa nú frjálst val milli tveggja fyrirtækja. En áður skipti stofnunin við aðeins eitt fyrirtæki með samningi. Á níunda hundrað með hnapp Tæplega 840 manns hafa nú neyðarhnapp frá Tryggingastofn- un, samkvæmt upplýsingum Bjarkar Pálsdóttur deildarstjóra. Samkæmt því má áætla að út- boðið hafi þegar sparað yfir 30 þús. kr. á hverjum þessara hnappa. Neyðarhnapparnir eru ekki það eina sem boðið er út. Björk sagði nú unnið í tilboðum sem nýbúið er að opna eftir viðamik- ið útboð á stoðtækjum; spelk- um, gerviliðum, bæklunarskóm og þess háttar. Fyrsta útboðið í þeim málaflokki hafi raunar ver- ið 1994, þegar Tryggingastofn- un tók upp þessa útboðsstefnu. Þeir samningar, sem renni út um áramótin, hafi ekki aðeins skilað sparnaði heldur einnig hagræð- ingu. Markmiðið sé að gera nýja samninga til að taka við af þeim. Samningar hafi einnig verið gerðir um hjólastóla, göngu- hjálpartæki og sjúkrarúm. Fleiri tæld fyrir sama pening Spurð um sparnaðinn svaraði Björk: „Við erum að gera þannig samninga að við fáum nú fleiri tæki fyrir svipaðan pening og áður.“ Þörfina fyrir hjálpartæki segir hún vaxandi. Bæði vegna þess að þjóðin er að eldast, fólk er útskrifað fyrr út af sjúkrahús- um, og einnig vegna þess að fólk hefur nú meiri vitneskju um að það getur, og hvar það getur, nálgast þessi hjálpartæki. - HEI íslensk neyðarhjálp til útílutnings Guðjón Petersen, fyrrum fram- kvæmdastjóri Almannavarna rík- isins, er nýkominn til Islands úr för frá Azoreyjum ásamt Eysteini Tryggvasyni jarðfræðingi. Þang- að voju þeir kallaðir vegna gífur- legra skriðufalla sem lömuðu samgöngukerfi Iandsins og kost- uðu 29 manns lífið. „Það voru ósköp að sjá þetta, mikið tjón á mannvirkjum og vegum. Mitt starf var að fara í gegnum almannavarnakerfið og skoða hvað hafði farið miður og leggja á ráðin um skilvirkara fyr- irkomulag. Eysteinn aftur á móti var ásamt breskum sérfræðingi að mæla skriðurnar og stöðugleika svæðisins. Hann gerði jafnframt áhættumat," segir Guðjón. L í k u r standa til að Guðjón og E y s t e i n n muni aftur verða kallaðir til Azoreyja og bendir margt til að Guðjón muni snúa sér í auknum mæli að neyðarhjálp erlendis. Hann er alþjóðlegu neyðarstarfi vel kunn- ugur og hefur unnið mikið fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Guðjón segir íslenskt al- mannavarnakerfi mjög hátt skrifað á alþjóðavettvangi. „Það má segja að við höfum verið einna fyrstir í svokallaðri sam- þættingu neyðarþjónustunnar. Við byrjuðum á þessu fyrir 20 árum og höfum sífellt verið í þróun. Fleiri þjóðir hafa svo fylgt fordæmi okkar. Islendingar búa við ógn af sérlega fjölbreyttum náttúruhamförum,“ segir Guð- jón. - bþ Guðjón Petersen. Sameinast Skagafírði síðar Samskipti Akrahrepps við nýtt sveitarfélag verða ekki frábrugð- in því sem verið hefur við 11 sveitarfélög í Skagafirði, segir oddviti Akrahrepps. Broddi Björnsson í Framnesi, oddviti Akrahrepps, segist ekki sjá fyrir sér öðruvísi eða stirðari samskipti íbúa Akrahrepps við nágrannana en verið hefur. En reynsla af því kemur ekki í ljós fyrr en á næsta ári. Broddi segir úrslit sameiningarkosninganna ekki hafa breytt hans skoðun á því að rétt hafi verið fyrir íbúa Akrahrepps að standa utan kosninganna. „Ibúum á landsbyggðinni hef- ur fækkað mikið á undanförnum árum og sú þróun heldur áfram. Mér finnst líklegt að með tíð og tíma muni Akrahreppur samein- ast nágrannanum og Skagafjörð- ur verði eitt sveitarfélag. Það breytir ekkert því nema þessi sameining takist mjög illa eða óánægja minnihlutahópa verði áberandi. Við munum t.d. starfa innan Héraðsnefndar Skaga- fjarðar og á öðrum samstarfs- vettvangi skagfirskra sveitarfé- Iaga,“ sagði Broddi Björnsson. - GG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.