Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 8

Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 8
8-LAUGARDAGUR 22.NÓVEMBER 1997 ro^tr FRÉTTASKÝRING Islenska þjóðkirkjan stendur á tímamótum um þessa helgi þegar nýr biskup tekur við og verður fremstur meðal jafningja i prestastétt. - mynd: gs Þjóókirkjan verður virkari í þjóðmálum FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDS- ..,ÆzL/„í> SON SKRiFAR Þjóðkirkjan fær um helgina nýjan hiskup og íiin næstn áramót taka gildi ný lög um hana. Það er talsvert hatterí í kringum þjóð- kirkjuna og hún hefur rúm auraráð. En í hvaða átt skal stefna? Nýr biskup tekur við hinni evangelísk-lúthersku þjóðkirkju Islands í dag. Karl Sigurbjöms- son fær í hendurnar öfluga en talsvert hrjáða kirkju, sem hefur verið grátt leikin vegna etja og illdeilna á síðustu árum - kirkju sem hefur gengið illa að skapa sér fallega geistlega ímynd. Kirkju þar sem veraldlegt vafstur og mannlegur breiskleiki hefur verið í forgrunni frekar en and- leg leiðsögn og heilsteypt trúar- iðkun. Ursagnir úr þjóðkirkjunni voru um tíma áberandi og sömu- leiðis á krafan um aðskilnað rík- is og kirkju verulegan hljóm- grunn meðal þjóðarinnar. Sem aftur breytir því ekki að 90% þjóðarinnar tilheyra þjóðkirkju- söfnuðinum, sem býr við trausta fjárhagslega afkomu og hefur fengið vænlega sóknarmöguleika með nýjum lögum frá Alþingi. Og nýjum biskup. Félag með 90% þjóðarinnar innan sinna vébanda og tvo milljarða króna í buddunni ætti að geta staðið fyrir blómlegu trú- ar- og félagslífi. Þegar gestirnir í biskupsvfgslunni standa upp og syngja inngöngusálm Sigur- björns Einarssonar mun hljóma: „Gefðu nýtt líf, meira ljós, þinni hjörð, Ieið oss í heilögum anda“. En er í raun ástæða tii að ætla að margt breytist með tilkomu Karls Sigurbjörnssonar í biskupsstól? Karl gaf í tilefni biskupskjörs frá sér stefnuyfirlýsingu, texta sem hann nefnir „Siðbót, upp- eldi, samtal". Þar voru áherslu- punktarnir fjórir; endurnýjun og innri uppbygging kirkjunnar, endurbætur á stjórnkerfi og- starfsháttum, uppeldi í trú og bæn- og nýtt „samtal“ kirkju og þjóðar. Þar talar hann meðal annars um símenntun presta, þörfina fyrir nýrri „köllunar- vissu", samstöðu og einingu, hagsýni og ráðdeild, betri nýt- ingu starfskrafta, aukinn hlut kvenna í starfi og við stjórnun og aukið trúaruppeldi heimilanna. Guð lifii - vörumst kllkur Sérstaklega má síðan nefna áherslu Karls á baráttuna gegn ofbeldi og á að kirkjan standi „dyggan vörð um heill þeirra sem standa höllum fæti í tilverunni“. Hann segir græðgina ógna öllu lífi á jörðu og vill að kirkjan leggi til lífsgildi og viðmiðanir í sið- gæðisefnum. Má reyndar ætla að Karl boði aukna þátttöku kirkj- unnar í þjóðmálaumræðunni, svo sem um fátækt, jafnrétti og umhverfismál. Einn viðmælenda blaðsins, Karl V. Matthíasson, sóknar- prestur á Grundarfirði, sér einmitt fyrir sér aukna þátttöku kirkjunnar í þjóðmálaumræð- unni. „Eitt af því mikilvægasta sem kirkjan verður að Iáta til sín taka er á sviði urnhverfismála. Kirkjan verður að boða að fólk gefi því aukinn gaum hvernig það gengur um sköpun Guðs. Þá er það staðreynd að þrátt fyrir aukna velsæld virðist fátækum fjölga og æ fleiri þurfa að leita á náðir Hjálparstofnunar kirkj- unnar. Og liður í vaxandi safnað- arstarfi getur t.d. verið vinna með atvinnulausu fólki, eins og Sigurður Sigurðsson vígslubisk- up beitti sér fyrir, þrátt fyrir meinta íhaldssemi." Karl er viss um að safnaðar- starf verði fjölbreyttara og al- mennara en verið hefur. „Fólk mun komast að því að Guð lifir og kirkjan mun rísa upp á ný til gleði, huggunar og uppörvunar fyrir almenning. Kirkjan hefur mikilvægu hlutverki að gegna þrátt íyrir aukið framboðs ýmiss konar félagsvísindamanna, sem leysa ekki af hólmi þörf manns- ins fyrir trúna á Guð. Allt þetta leiðir til þess að ég hlakka til framtíðarinnar í kirkjunni. Eftir sem áður er ýmislegt sem þarf að varast og nefni ég sérstaklega að biskup þarf, á hverjum tíma, að varast að það myndist klíkur og prívathópar, sem geta verið alls- ráðandi innan kirkjunnar og þá hef ég ekki síst stöðuveitingar í huga,“ segir Karl. Kirkjan böðuð í jákvæðu ljósi Baldur Kristjánsson, fráfarandi biskupsritari, er bjartsýnn á framtíð kirkjunnar. „Eg hef það sterklega á tilfinningunni að kirkjan muni standa traustum fótum í íslensku samfélagi á næstu árum. Og þótt böndin við ríkisvaldið muni smám saman losna og kirkjan verða sjálfstæð- ari eftir því sem líður á næstu öld þá sé ég ekki fram á aðskilnað ríkis og kirkju. Það hafa orðið miklar hræringar í veröldinni og lífi fólks á síðustu áratugum og í raun undrar það mig hversu kirkjan hefur staðið af sér og lag- að sig að öllum þessum miklu breytingum.11 Baldur bendir á að þrátt fyrir umrót eru 90% þjóðarinnar inn- an vébanda þjóðkirkjunnar. „Nú er tímabil nýs biskups að heljast og kristnir menn að halda upp á 2000 ára afmæli kristni og 1000 ára afmæli kristnítökunnar á Is- landi. Það er óþarfi að reikna með öðru en að þjóðkirkjan verði böðuð í jákvæðu ljósi og að hún eigi eftir að styrkjast enn frá því sem nú er. Við verðum bara að hafa hugfast að kirkjan á að vera opin og umburðarlynd og rúmi innan sinna vébanda margskon- ar nálgun að hinu kristna undri,“ segir Baldur. Átök íun málefni en ekki inenii Loks heyrðum við í Sigurði Jóns- syni, sóknarpresti í Odda, sem eins og kollegar hans er bjart- sýnn. „Framundan kunna að vera átök, en þau munu þá snú- ast um málefni en ekki menn. Nú er efst á baugi lagabreytingin um áramótin, sem meðal annars færir kirkjuþingi aukin völd - löggjafarvald í sumum málum. Þá munu menn sjálfsagt takast á um þessi mál og meðan þessi nýja skipan er að festa sig í sessi og menn eru að velta fyrir sér veiku og sterku hliðum skipu- Iagsins verður áreiðanlega Iffleg málefnaumræða í gangi.“ Sigurður óttast ekki um fram- tíð þjóðkirkjunnar. „Eg vona að þegar það verður friður um menn og tekist á um málefnin á hófstilltan hátt muni kirkjan endurheimta sitt fyrra traust. En það gerist ekki á einum mánuði, þetta er þróun sem mun taka mörg ár,“ segir Sigurður. 4

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.