Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 12

Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 12
12-LAUGARDAGUR 22.NÓVEMBER 1997 Tannverndarráð ráðleggur foreldrum að gefa börnum sínum jóladagatöl án salgætis Iðjuþjálfi óskast til starfa Hjúkrunarheimilið Skógarbær óskar eftir iðjuþjálfa til starfa. í byrjun árs 1998 verður lokaáfangi hjúkrunarheimilisins tekinn í notkun. Iðjuþjálfar sem hafa áhuga á að vinna gefandi starf í fallegu umhverfi við að móta nýja starfsemi eru vinsamlega beðni að hafa samband og kynna sér aðstæður. Einnig er óskað eftir starfsmanni til að leiðbeina við tómstundastarf í tengslum við iðjuþjálfun. Hjúkrunarheimilið Skógarbær er bæði fyrir eldri og yngri einstaklinga sem þurfa sólarhrings umönnun og stuðning við að lifa farsæiu lífi þrátt fyrir fötlun og sjúkdóma. Nánari upplýsingar gefur Rannveig Guðnadóttir, hjúkrunarforstjóri í síma 510 2100 Áhugavert starf Duglegur og áreiðanlegum starfskraftur óskast til að sjá um litla Caféteríu/mötuneyti, sem opnar nú á næstu dögum. Viðkomandi þarf að hafa þjónustulund, gott frumkvæði og reynslu af matargerð (léttum réttum). Góð laun í boði fyrir hæfan starfskraft. Upplýsingar gefur Valmundur Árnason frá kl. 14 til 18, laugardag, sunnudag og mánudag, í síma 461 3700 eða 462 6669. ffi3 eál, Aat Veisíu- og veitingaþgónusta v Naustatanga 1 • Pósthólf 234 • 602 Akureyri Símar: 461 3700 & 898 3370 • Fax: 461 3701 http://WWW.NET. IS/BORGARBÍÓ |D BcrcArbic Q| DIGITAL SOUND SYSTEM FRÉTTIR RafLýst fyrir hestameim Hestamannahverfið Breiðholt á Akureyri verður raflýst í vetur en í fyrra varð raflýs- ing í hverfinu tilefni heitra deilna. Rafveita Akureyrar er þessa dagana að ljÚLka við að raflýsa hest- húsahverfi Akureyr- inga og nemur kostn- aðurinn liðlega 2 milljónum króna. Um er að ræða hesthúsahverfið í Breiðholti, sem er lang stærsta einstaka hesthúsahverfið, og eins er hverfi norðan Glerár í Lög- mannshlíðinni. Gamalt hest- húsahverfi í Lækjargötu hefur verið raflýst til margra ára enda er það einnig íbúðahverfi. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa að undanförnu verið að endur- skoða skipulag hesthúsahverf- anna, m.a. með tilliti til holræsa- gerðar, endurskoðunar gatna- gerðargjalda og lagfæringar á götunum, en gatnagerðargjöld hafa raunar ekki verið innheimt til þessa. „Það er til skoðunar hvernig hægt er að bæta þjónstuna við hestamenn og það stendur yfir endurskoðun á deiliskipulagi, bæði í Breiðholtshverfinu og úti í Lögmannshlíðinni, og þegar því er lokið er gert ráð fyrir að hesta- menn fái ótímabundin stöðuleyfi á þessum svæðum. Hesthúsa- hverfið í Lækjargötu er á tíma- bundnu stöðuleyfi og ég geri ráð fyrir að því verði sagt upp þegar heildarlausn er fengin á framtíð- arskipan hesthúsahverfa á Akur- eyri. Kostnaður við þessar fram- kvæmdir við hesthúsahverfin liggur ekki fyrir en hann hleypur á einhveijum milljónum króna. Eg á þá von á samkvæmt þessari endurskoðun að hestamenn greiði lóðaleigu og fasteignagjöld en ekki gatnagerðargjöld, þar sem þama er nánast ekki um neinar nýbyggingar að ræða,“ segir Stefán Stefánsson, bæjar- verkfræðingur. — GG KynsMpt stéttar- félög á útleið Dagsbrún á leið í eina sæng með Framsókn. Hlíf og Framtíðin efna til skoðanakönnunar mn sameiningu. Stærri og öflngri félög. Nk. mánudagskvöld verður kynnt niðurstaða í allsheijar atkvæða- greiðslu félagsmanna í Dagsbrún til sameiningu félagsins við Verkakvennafélagið Framsókn. Um 3300 manns voru á kjörskrá Dagsbrúnar en atkvæðagreiðslan hófst í gær og Iýkur í dag. Félags- konur í Framsókn taka afstöðu til sameiningar félaganna á félags- fundi nk. mánudagskvöld. Þá hefur Hlíf og Verkakvenna- félagið Framtíðin í Hafnarfirði samþykkt að efna til skoðana- Halldór Björnsson segir að þessi síð- asta atkvæðagreiðsla sé liklega sú sjötta í röðinni. könnunar meðal félagsmanna um afstöðu þeirra til sameiningar félaganna. Búist er við að niður- staða könnunarinnar muni Iiggja fyrir um miðjan næsta mánuð. Verði af sameiningu félaganna verður félagatala þess um 2300 manns, en um 900 konur eru í Framtíðinni. Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar, segir að þessi síðasta atkvæðagreiðsla félagsins um sameiningu sé líklega sú sjötta í röðinni. Þar með eru taldar at- kvæðagreiðslur sem fram hafa farið á félagsfundum og trúnað- arráðsfundum um sameininguna við Framsókn. Hann býst eldd við öðru en að sameiningin verði samþykkt. Um áramót verður svo tekin ákvörðun um nýtt nafn á fé- laginu. Þangað til verður notast við nafnið Dagsbrún-Framsókn. Þá er talið líklegt að Framsókn muni selja skrifstofuhúsnæði sitt þegar rekstur þess flytur í hús- næði Dagsbrúnar. Félagsmenn í sameinuðu félagi verða eitthvað um 6-7 þúsund manns .-GRH Hafnarfjöréur sam- einist Garðabæ „Sögulega er þetta sama svæðið. Aður en Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi var hann í Garðahreppi," segir Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlífar í Hafnarfirði. Hann vill ásamt öðrum félags- mönnum í Hlíf sameina Hafnar- íjörð, Garðabæ og Bessastaða- hrepp í eitt sveitarfélag. í ályktun félagsfundar er skorað á bæjar- og sveitarstjórnir þeirra að helja sem fyrst viðræður um samein- ingu. Miklir hagsmunir séu í veði fyrir sveitarfélögin og íbúa þeirra. Talið er að hægt verði að minnka stjórnunarkostnað sveitarfélag- anna um allt að þriðjung við sam- einingu og auðvelda alla skipu- lagsvinnu á svæðinu. Fundurinn telur einnig að það megi ekki láta hræðslu einstakra pólitískra flokka um minnkandi áhrif eftir sameiningu, þ.e. krata, teíja fyrir framþróun þessa mikilvæga hags- munamáls fyrir íbúa á suðurhluta höfuðborgarsvæðisins. -GRH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.