Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 5
T FRÉTTIR L i. A u Ir ii « ju/í u u H 22.NÓVEMBER 1997 - S SameiniiH* til viiistri styrkir íramsókn Byggðamálin verða i brennidepli á miðst/órnarfundi framsóknarmanna og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddi byggðavandann við setningu fundarins i gærkvöld. Formaður Framsókn- arflokksms virðist hafa meiri trú á þ ví nú en áður að samein- mgartilraunir A- flokkanna skili ein- hverjum árangri, en hefur ekki áhyggjur af því að sameinaður vinstri flokkur veiki Framsóknarflokkiun. Framsóknarmenn verða að ganga út frá því að sameiningar- tilraunir flokka á vinstri vængn- um gangi eftir í einhverri mynd, sagði Halldór Asgrímsson, for- maður Framsóknarflokksins, við setningu miðstjórnarfundar flokksins í gærkvöld. Hann sagði andstæðinga flokksins klifa á því að sameinaður vinstri flokkur myndi veikja Framsóknarflokk- inn, en engin ástæða væri til að ætla það. Þvert á móti myndi það að styrkja stöðu flokksins til lengri tíma litið. „Það er augljóst að sá málefnagrundvöllur sem þessir flokkar gætu hugsanlega komið sér saman um, hlýtur að verða til þess að ýmsir snúi baki við hinum sameinaða flokki," sagði Halldór og notaði tækifær- ið og bauð þá alla velkomna til starfa í Framsóknarflokknum. Halldóri varð tíðrætt um sjáv- arútvegsmálin og sagði fiskveiði- stefnuna verða að vera í stöðugri endurskoðun. Hann boðaði frek- ari takmarkanir á framsali veiði- heimilda. „Það hefur verið tak- markað frá því sem áður var og ég á ekki von á að það sé erfitt að ná samkomulagi um að setja þar frekari skorður." Byggðamál í breunidepli Byggðamál eru meginefni mið- stjórnarfundar framsóknar- manna og Halldór sagði að ef til vill væri rót vandans í þeim efn- um sú að ekki hefði tekist sátt um að mynda nokkra sterka byggðakjarna í iandinu, sem gætu myndað raunhæft mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Æski- legt væri að byggja upp nokkra kjarna t.d. á Egilsstöðum, Reyð- arfirði, Isafirði, Sauðárkróki, Selfossi, Akranesi og Reykjanes- bæ. Halldór sagði rannsóknastofn- anir atvinnulífs geta aukið starf- semi sína út um land og þannig eflt atvinnulífið og sama mætti segja um margar stofnanir ríkis- ins. Einnig þyrfti að flytja sem mest af starfsmenntun í iðn, tækni og viðskiptagreinum út á land. Sameining og samvinna sjúkrastofnananna styrkti einnig byggðirnar, sem og bættar sam- göngur. Ríkisstjórnin væri nú að fjalla um metnaðarfulla áætlun um að tengja byggðarlögin í landinu saman með varanlegum vegi. -vj Samkvæmt heimildum Dags hefur Baldri Krist- jánssyni, frá- farandi bisk- upsritara, verið boðið að taka að sér nýja stöðu upp- lýsingafull- trúa þjóð- kirkjunnar ásamt um- sjón með ýmsum sérverkefnum. Verkefni sem víðast hvar flokkast undir upplýsingafull- trúa, svo sem samskipti við fjöl- miðla, hafa undanfarin ár verið í höndum biskupsritara og því í höndum Baldurs. Þó skal þess getið að í biskupstíð Sigurbjörns Einarssonar og Péturs Sigur- geirssonar voru fréttafulltrúar í starfi. Hin nýja staða tekur því ákveðin verkefni úr höndum til- vonandi biskupsritara, Þor- valdar Karls Helgasonar, sem þá mun hafa meiri tíma til að sinna öðrum embættisverkum, svo sem tímafrekum skipulagsmál- um. Baldur baðst undan að tjá sig um málið í samtali við Dag. - FÞG Baldur Kristjánsson. Dópráöstefna á Dalvík Unglingum í Dalvík- urskóla er nóg boðið og hafa þau sjálf fmmkvæði að ráð- stefnu um vímuefna- vandann. Nemendaráð Dalvíkurskóla hef- ur að eigin frumkvæði ákveðið að efna til ráðstefnu 4. desember nk. fyrir nemendur skólans, þar sem m.a. verður tekist á við fíkni- efnavanda. Málefni unglinga í Ólafsfirði, á Dalvík og Akureyri verða tekin fyrir í breiðri mynd og sjá nemendur sjálfir um alla skipulagningu og undirbúning með hjálp skólastjóra og kenn- ara. Vfiiiuvandirm eykst Pétur Skarphéðinsson, fulltrúi í nemendaráði 10. bekkjar Dalvík- urskóla, segir að vímuefnavandi hafi greinilega vaxið að undan- förnu á Dalvík og taka félags- málayfirvöld og skólastjórnendur á Dalvík í sama streng. Um síð- ustu helgi kom upp alvarlegt vímuefnamál á Dalvík og þykir a.m.k. hluta nemenda á Dalvík tfmabært að sporna við fótum. Margt bendir til að vímuefna- vandi fari vaxandi, ekki bara á Dalvík heldur um allt Iand og staðfest er að reykingar ung- Pétur Skarphéðinsson, nemandi i Datvíkurskóia. menna hafa stóraukist og ýmsir telja það fyrsta skref í alvarlegra ferli, þ.ám. félagsmálastjóri Dal- víkur. Deilt um útivistartíma Margir fyrirlesarar munu flytja erindi á ráðstefnunni og er m.a. fyrirhugað að fá ungmenni sem lent hafa í alvarlegum vímuefna- vanda til að segja frá reynslu sinni. Annað sem tekið verður á er útivistartími unglinga. „I Ólafsfirði fá krakkarnir að vera úti til 11 eða 12 á virkum dögum og til klukkan 1 um helgar. Mörgum finnst óréttlátt að á Dalvík er þessi tími bara til 10 alla daga vikunnar en löggan leyfir samt að við séum úti til ell- efu um helgar,“ segir Pétur. Halldór Guðmundsson, félags- málastjóri á Dalvík, tekur undir að mismunandi útivistartfmi bæjarfélaga sé vandamál. Svo virðist sem margir fylgi ekki þeim landslögum sem um þetta séu sett. Halldór segir að félagsleg- um vandamálum hafi fjölgað á Dalvík að undanförnu. — bþ Islendingamir sýknaðir Varnarmálaskrifstofa utanríkis- ráðuneytisins og sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli hafa kveðíð upp úr um að íslenskir starfs- menn verslunar varnarliðsins „Navy Exchange" séu saklausir af því að hafa stolið úr versluninni eða staðið fyrir óeðlilegri rýrnun. Yfírlýs'ing þessa efnis er beint til Verslunarmannafélags Suður- nesja og kemur í kjölfar þess að varnarliðsmenn tóku upp á því að fylgjast með starfsfólki verslunar- innar með földum myndatökuvél- um. Engin skýring er enn fund- inn á 800 þúsund dollara rýrnun hjá versluninni, en íslenska fólkið hefur verið hreinsað af grun um refsivert athæfi. Jafnframt er staðfest að notkunin á földu myndatökuvélunum hafi verið ólögleg, enda hefði engin heimild dómara legið fyrir. Má á bréfi varnarmálaskrifstofunnar ráða að bandarískir rannsóknaraðilar hafí talið sig hafa heimild til þessa eft- ir óformlegt samráð við sýslu- manninn. - FÞG Bókaverðlaim móðurmálskeimara Skammdegisfundur Samtaka móður- málskennara var haldinn í Kennara- húsinu Mð Laufásveg í gær. Fundurinn var helgaður barna- og unglingabókmennt- um og voru veitt þrenn verðlaun í smásagnasamkeppni sem samtökin stóðu fyrir í sumar í sam- Verðlaunahafar ásamt Sigurði Svavarssyni, framkvæmdastjóra vinnu við bókaútgáf- Máls og Menningar. una Mál og Menn- ingu. Fyrstu verðlaun í keppninni hlaut Brynhildur Þórarinsdóttir fyr- ir söguna Áfram ÓIi. Önnur verðlaun hlaut Emelía Baldursdóttir fyrir söguna Grímsi bróðir og þriðju verðlaun hlaut Ulfar Harri Elíasson fyrir sögu sína Græni jakkinn. Alls bárust 140 sögur í keppnina, en dómnefnd skipuðu Þórður Helgason, Kristín Jónsdóttir og Hildur Hermóðsdóttir. A fundinum var einnig tilkynnt um val á smásögum í bók sem Mál og Menning gef- ur út. Menntamálaráðimeytið vísar gagnrýni ábug Vegna ummæla Árna Þórs Sigurðssonar borgarfulltrúa um skerðingu framlaga menntamálaráðuneytis til fatlaðra barna í leikskólum vill ráðuneytið taka fram að það telur lækkunina ekki á sína ábyrgð. Ráðu- neytið bendir á að starfshópur, sem Arni hafí átt sæti í, hafí komist að þeirri niðurstöðu að greiðsluskylda ríkisins yrði felld niður og beri því sveitarfélögin ábyrgð á þjónustu við fötluð börn. I samningi sem tjár- málaráðuneyti og félagsmálaráðuneyti hafi gert við Samband íslenskra sveitarfélaga komi þetta frarn og ríkið hafi tekið á sig aðra útgjaldaliði á móti. Kórastarf á Norðurlandi Vetrarstarf kóra víða um Iand er nú með miklum blóma. Nýstofnaður samkór Svarfdæla ásamt barnakórnum sem ber nafnið Góðir hálsar halda kaffítónleika við kertaljós í félagsheimilinu Rimum í Svarfaðar- dal. Tónleikarnir verða á sunnudag ldukkan þrjú og verða flutt bæði innlend og erlend Iög. Tónleikarnir eru ekki með hefðbundnu sniði, heldur geta áheyrendur notið stundarinnar yfír kaffibolla við kertaljós. Sama dag á sama tíma verður bingó á vegum Karlakórs AkurejTar - Geysis í Lóni, félagsheimili kórsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.