Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 6
6- LAUGARDAGUH 22.NÓVEMBER 1997
-Tfagur
ÞJÓÐMÁL
Utgáfufélag: DAGSPRENT
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjórar: stefán jón hafstein
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Adstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri,
G ARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjaid m. vsk.: 1.680 KR. Á MÁNUÐI
Lausasöiuverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyri) 551 6270 (reykjav(k)
Blaðamaðuríim
í fyrsta lagi
Frásagnarlistin er jafn gömul mannkyni. Hellamyndir og
steinarúnir forfeðra okkar voru fyrstu tilraunir sagnaþularins,
homo sapiens, til að skilja, túlka og koma reglu á veröld sína
með frásögn. Blaðamaður nútímans rekur sögu sína alla leið
aftur til þessara fyrstu frásagna. Um leið og Blaðamannafélagi
íslands er óskað til hamingju með aldarafmælið um þessar
mundir, er hollt að rifja upp að hvað sem líður tækniþróun,
breyttum starfsháttum og öðru sem skiptir blaðamenn máli,
þá er hlutverkið óbreytt: skilja, túlka, segja frá.
í öðru lagi
Blaðamenn samtímans standa frammi fyrir ögrandi og mikil-
vægu verkefni. I upplýsingaflóði og yfirgengilegu áreiti verður
æ erfiðara að skilja - vinsa úr, koma á framfæri því sem er
raunverulega mikilvægt. Og samfélagshættir breytast: hin
harða hönd bitlingapólitíkusa verður máttlausari, en hin hulda
hönd markaðarins vinnur margefld sín verk. Viti vinstri hönd-
in ekki hvað sú hægri gjörir, vita blaðamenn það ekki heldur -
og þá ekki almenningur sem verkin varða. Hin mikla hólm-
ganga blaðamanns er ekki við breytta tækni. Ogrun blaða-
manns er leitin að sannleika í kraðaki lyga og þagnarsam-
særinu miðju - með kverkatak auðvalds á sér.
í þriðja lagi
Hlutverk íslenskra blaðamanna er einnig, frekar en áður, sjálf-
stæðisbaráttan sjálf. Hún fer nú fram á þeirra eigin velli, fjöl-
miðlunum. Erindið er að skilja, túlka og koma í frásögn því ei-
lífa smáblómi sem er íslensk vitund: land, tunga og þjóð.
Þannig má á hátíðarstundu finna tilgang í þessu erilsama, lýj-
andi, vanþakkláta og á allan hátt óvinnandi almennilega starfi.
Þeim tilgangi er þjónað á sama hátt, hvort heldur blaðamað-
urinn er netbúi eða hellisbúi: með heiðarlegri frásögn. Síðasta
vígi blaðamannsins er samviskan.
Stefán Jón Hafstein.
Sameiningar-
klofningiultm
Enn eru vinstrimenn farnir að
kljúfa til að sameina. Meiri-
hluti Kvennalistans ákvað að
knýja fram þá skilgreiningu á
sjálfum sér að þar færi flokkur
til vinstri í stjórnmálunum og
kastaði þar með fyrir róða
þeirri kenningu Kvennalistans
um langt árabil að hann væri
þverpólitísk kvennahreyfing.
Gömlu kempurnar hverfa nú á
braut hver af annarri, eða sitja
eftir í eins konar gíslingu
meirihlutans sem viil umfram
allt sameinast A-flokkunum.
Auðvitað á þetta ekki að
koma neinum á óvart. I hvert
sinn sem sameining-
arbakterían hefur
gert vart við sig hefur
hún leitt til klofn-
ings. En sameiningin
Iætur enn á sér
standa.
Klofnings-
saga
Kommúnistaflokkur-
inn gamli, sem
sprakk út úr Alþýðuflokknum
árið 1930, Ieitaði fljótlega eft-
ir sameiningu við höfuðbólið,
enda var það vilji Jósefs
frænda. Oflugir aðilar innan
Alþýðuflokksins, með glæsi-
legan leiðtoga, Héðinn Valdi-
marsson, í fararbroddi fengu
bakteríuna og börðust fyrir
sameiningu. Niðurstaðan var
klofningur Alþýðuflokksins,
þegar Héðinn var rekinn, og
„sameining" hans og komm-
anna í Sósíalistaflokknum. Sú
sæla stóð hins vegar stutt, þar
sem Héðinn hrökklaðist úr
nýja flokknum vegna fylgis-
spektar kommanna við Jósef
frænda í Finnagaldri.
Hannibal Valdimarsson
V___________________________
vann ötullega að sameiningu
vinstri manna áratugum sam-
an og lenti þrisvar í klofningi.
Fyrst þegar hann hrakist úr AI-
þýðuflokknum og tók höndum
saman með Sósíalistaflokkn-
um um stofnun Alþýðubanda-
lagsins. I annað sinn þegar
hann hraktist úr Alþýðubanda-
Iaginu og stofnaði Samtök
fijálslyndra og vinstri manna
til að sameina vinstrimenn.
Og í þriðja sinn þegar Samtök-
in klofnuðu og hluti þeirra fór
yfir í Alþýðuflokkinn.
Allaballar næst?
Síðustu áratugina
hefur þessi klofn-
ingssaga haldið
áfram. Nægir þar að
minna á Bandalag
jafnaðarmanna, sem
kom að meginstofni
til úr Alþýðuflokkn-
um, Nýjan vettvang
sem átti meginupp-
tök sín í Alþýðu-
bandalaginu og nú
síðast Þjóðvaka sem
klofnaði upphaflega úr Al-
þýðuflokknum. Öll eru þessi
samtök fyrir bí. Og samt er
enn eftir að sameina vinstri-
menn.
Forystumenn Alþýðuflokks-
ins og Kvennalistans virðast
harla ánægðir með þennan
nýjasta klofning, ef marka má
ummæli þeirra í Degi. Virðast
telja það auðvelda málið að
sótthreinsa Kvennalistann af
gömlum og úreltum viðhorf-
um. Svavari Gestssyni er hins
vegar órótt; hann óttast auð-
vitað að sameiningin muni
næst kljúfa Alþýðubandalagið.
Reyndur og raunsær maður,
Svavar. GARRI
ÁSGEIR
HANNES
skrifar
Samþykkt Sameinuðu þjóðanna
um að heimta aftur Kuwait í
þágu frelsis og friðar var því fljót
að snúast upp í andhverfu sína í
framkvæmd. Þrátt fyrir að olíu-
salar á Vesturlöndum hafi heimt
aftur bensínstöðina sína fyrir sex
árum stendur frelsun Kuwait
ennþá yfir með hafnbanni á
Iraka og fleiri banatilræðum við
fólkið í Mesópótamíu. Uppsker-
an Iætur ekki á sér standa og er
nú einkum mæld í vaxandi
dauða lítilla barna. Sameinuðu
þjóðirnar gegna því andstæða
hlutverki að reka barnahjálp með
annarri hendi og leggja blessun
sína yfir barnadráp með hinni.
Afram þegja Vesturlönd eins og
hlandkönnur. Þjóðir Arabíu
eru stoltar þjóðir með Ianga sögu
og merkilegan feril. Stór hluti af
menningu Vesturlanda er þaðan
kominn og barst vestur eftir Evr-
ópu med krossförum kirkjunnar
á sínum tíma. Þá skipulögðu
Vesturlönd hundrað ára herferð
á hendur Landinu helga og kaþ-
ólska kirkjan gegndi hlutverki
hinna sameinuðu þjóða í Evr-
ópu. Kallaði saman málaliða frá
mörgum löndum til ad frelsa Jór-
sali úr klóm trúvillinga frá
Mesópótamíu og leggja norður-
hluta Arabíuskaga í rúst. Sagan
gengur í hringi.
Nú kunna menn að
hafa skiptar skoðanir á
Saddam Hussein leið-
toga Iraks og fljótt á litið
virðist maðurinn ekki
bera af sér góðan þokka.
Hvort hann er svo eins-
dæmi meðal þjóðhöfð-
ingja heimsins skal látið
liggja á milli hluta. Sam-
einuðu þjóðirnar áttu
fullt erindi til Kuwait til að halda
friðinn í heiminum og vernda
smáar þjóðir fyrir stórum. Enda
hljóðaði umboð samtakanna
vegna Kuwait upp á að reka
árásarliðið úr landi og ekki orð-
inu meir.
Að minnsta kosti var hvergi
sagt í umboðinu að til að frelsa
Kuwait þyrfti björgunarliðið að
Ieggja lykkju á leið sína til Iraks
og fara mörg hundruð árasar-
ferðir yfir forna menningarríkið
Mesópótamíu med eldi og
brennisteini. Þá auka
þjónustu fengu Sam-
einuðu þjóðirnar í
kaupbæti. Hér var illa
staðið að verki.
Sameinuðu þjóðirnar
voru misnotaðar og
gerðar að skálkaskjóli
fyrir persónulega óbeit
Bandaríkjamanna á
Saddam Hussein ásamt
þjóð hans og fjölskyldu.
Hefndin varir ennþá í dag mörg-
um árum seinna og verður sætari
með hverjum deginum sem líður.
Hér halda Bandaríkjamenn
áfram að vaða reyk í hinu mis-
skilda hiutverki umsjónarmanna
heimsins og samvisku þjóðanna.
Sjálfsagt verður einhvern tíma
vikið nánar að þeim misskilningi
í pistli þessum. Hitt er svo annað
mál að Saddam Hussein fær ekki
að fylgjast með vopnaframleiðslu
Bandaríkjanna og sölu vopna úr
Iandi. Tryggja verður Samein-
uðu þjóðunum öflugan her til að
haldá friðinn og málaliðar henta
ekki síður en ungliðar með blá-
hvíta hjálma. Einu má iíka gilda
hvort samið er við einstaka
menn um málann eða heilu her-
fylkin og jafnvel þjóðlöndin eins
og í Flóabardaga. En umboðið
verður að vera skýrt og skorinort
og má ekki ná langt út fyrir þann
tilgang herferðarinnar sem hinar
sameinuðu þjóðir hafa sam-
þykkt. Vilji einstök ríki Samein-
uðu þjóðanna ná sér niðri á öðr-
um þjóðum heimsins verða þau
að gera það undir eigin fána en
ekki undan bláhvítum hjálmi.
Hvemig standa íslensk-
ir blaðamenn sig í
stykkinu?
Guðmtmdur Arni Stefánsson
Eg vil byrja á
því að óska
ykkur til
h a m i n gj u
með afmæl-
ið. Ég held
að almennt
standi þeir
sig alveg
þokkalega í
stykkinu, miðað við erfiðar
kringumstæður sé horft til
mannfæðar í stéttinni og ná-
lægðar í samfélaginu.
Stemgrimur Hermannsson
seðlabankastjóri
Þeir standa
sig misjafn-
lega. Sumir
blaðamenn
eru vel að
sér og stétt
sinni til
sóma en
aðrir því
miður ekki.
Nei, ég vil ekki nefna nein sér-
stök dæmi. Tíminn var mitt eftir-
lætisblað í gamla daga, en ætla
það sé ekki Mogginn núna. Það
blað er með ítarlegustu og
ábyggilegustu fréttirnar. Ég verð
að segja það.
Guðrún Pétursdóttir
forstöðumaðurSjávarútvegsstofnunar
Háshóla íslands
Þeir standa
sig misjafn-
lega. Ég
held al-
mennt að í
fjölmiðlun
hafi áhersla
á reynslu og
langtíma-
minni frétta-
manna farið dvínandi og það er
miður. Það er í raun hlutverk
þessara. manna að setja hlutina í
samhengi fyrir hinn almenna
lesanda úti í þjóðfélaginu. Síðan
segi ég til hamingju með afmæl-
ið og góða skejnmtun á Hótel Is^
landi. ,,
Sr. Baldur Kristjánssou
Þeir standa
,sig vel og
annmarkarn-
ir .sem eru á
í s 1 e n s k r i
frétta og
b I a ð a 1-
menn.sku
eru elcki
bláðamönn-
unum sjálfum að kenna. Mér
sýnist nefnilega í fljótu bragði að
það sé Ieyfð svo lítil sérhæfing á
blöðum að blaðamenn séu eins
og heimilislæknar. Þeir viti sitt
lítið af hverju um allt mögulegt,
en ekki neitt sérstaklega mikið
um neitt sérstakt. Þetta hefur
auðvitað sín áhrif. Svo hrúgast
þeir alltaf hver á eftir öðrum í
einstök mál og sjá ekki annað á
meðan. Ég óska íslenskri blaða-
mannastétt, sem ég sem gamall
blaðamaður á Tímanum og NT
tilheyri, til hamingju með daginn.
bishupsritari
alþingismaður