Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 1
Ifleminiir miðstöð ofbeldis og eiturs Fors varsmeim fyrir- tækja við Hleniin hafa fengið nóg og krefjast aðgerða vegna sífellds ónæðis, þjófnaðar, hótana og svívirðinga útigangsfólks. Undirskriftasöfnun er nú í gangi á meðal forsvarsmanna fyrir- tækja milli Rauðarárstígs og Snorrabrautar, þ.e. í kringum Hlemm, þar sem því er beint til Böðvars Bragasonar, Iögreglu- stjóra, að þegar verði gripið til aðgerða vegna ónæðis útigangs- fólks við biðstöð SVR við Hlemm. „y\stæðan fyrir þessu er að fólk er einfaldlega búið að fá nóg. Fólk hér í kring verður fyrir stöð- ugu ónæði og við þurfum sífellt að glíma við þjófnað úr verslunum svæðisins. Ónæðið og þjófnaðurinn tengist án nokk- urs vafa útigangsfólkinu við Hlemm, sem á margan hátt er sama fólkið og stundar krána Keisarann. Við viljum að lög- reglustjóri fylgi þessu máli eftir þannig að ár- angurinn verði áþreifanlegur," segir einn versl- unareigandi á svæðinu, sem að svo stöddu kýs að vera ónafngreindur. I texta undirskriftaskjalsins segir meðal annars að forsvars- mennirnir geti „ekki lengur unað því ástandi sem orðið er á þessu svæði. Er þá átt við sífellt ónæði af útigangsfólki, þjófnaði og hnupli úr verslunum sem er dag- legt brauð, ofbeldishótunum við starfsfólk og það ausið svfvirð- ingum. Dæmi eru um að versl- unareigendur þora ekki lengur að senda starfsfólk sitt, sem vinnur framyfir venjulegan lok- unartíma (kl. 18.00), með fjár- muni í næturhóif bankanna, sem þó eru í svo til næsta húsi. Svæð- ið við Hlemm virðist vera orðið miðstöð drykkju- og ofbeldis- manna og eiturlyfjasala." — FÞG Er biðskýli SVR við Hiemm að verða að miðstöð fyrir eiturlyfjasala? Biskups- vígslu flýtt vegna suudmóts Fyrirhugaðri biskupsvígslu á sunnudaginn, þegar Karl Sigur- björnsson tekur við af Olafi Skúlasyni, var flýtt um 30 mín- útur eða frá kl. 14 til kl. 13.30, að beiðni ríkissjónvarpsins. Astæðan er sú, að útsending sjónvarpsins frá vígslunni hefði ella rekist á beina útsendingu frá bikarkeppninni í sundi, sem fram fer í Sundhöllinni í Reykja- vík. Reyndar er sjónvarpið með „Þrjú-bíó“ kl. 15 og sýnir þá bandarísku fjölskyldumyndina „Kalli og vofan“ með Cheech Marin (Cheech and Chong). Út- sendingin frá sundmótinu hefst kl. 16.30 og þar sem þijú bíó verður að vera klukkan þijú fór sjónvarpið fram á að útsending frá biskupsvígslu hæfist kl. 13.30 en ekki kl. 14 og það sam- þykkti Biskupsstofa. Biskupsvígslan fer fram í Hall- grímskirkju kl. 13.30 á morgun og er öllum opin. — FÞG Sjá einnig ítarlega umjjöll- un og viðtal á bls. 8-9 Ágúst Einarsson alþingismaður. Jafnaðar- mennfái forsætis- ráðuneyti „Ef sameiginlegt framboð nær góðum árangri í næstu þingkosn- ingum er lykilatriði að jafnaðar- menn leiði ríkisstjórnina og fái forsætisráðherrann. Eg hef frek- ar trú á því að samstarf muni takast með Framsóknarflokki fremur en Sjálfstæðisflokki, en það myndi að sjálfsögðu ráðast af úrslitum kosninganna,“ segir Ágúst Einarsson, alþingismaður, í samtali við Dag. Sjá blað 2, bls. 24-25 Ökinní kiitdahóp Óhugnanlegt umferðarslys varð f Vogum í Mývatnssveit á miðviku- dag þegar vöruflutningabíll ók inn í kindahóp með þeim afleið- ingum að fimm ær drápust. Kona rak kindahópinn eftir þjóð- veginum og sakaði ekki. Talið er að hálka geti verið orsök slyssins, en af ummerkjum að dæma ók bíllinn á töluverðum hraða inn í hópinn án þess að hemla. Töluvert þéttbýli er í Vogum og hefur byggð austan þjóðvegarins vaxið á síðari árum. Ibúar eru margir hveijir mjög ósáttir við þann ökuhraða sem leyfður er, en Iöglegt er að aka á 90 km hraða í gegnum hverfið. Hefur m.a. verið óskað eftir úrbótum við sveitarstjóm og Vegagerð en Vegagerðin Iátið sér nægja að setja upp skilti sem sýnir umferð gangandi fólks. „Eg var búinn að segja að það væri ekki spurning um hvort slys yrði hér heldur hvenær. Það er mjög brýnt að lækka hámarks- hraða. Hér eru mörg börn,“ seg- ir Jón Reynir Reynisson, íbúi í Hraunbergi í Vogum." - bþ ] i \ I J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.