Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 11
L AV G ARD AGV R 22. NÓVEMBER 1997 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Frá skemmtistað í Novosibirsk: „Drykkjan, “ segir Alex aðspurður um hvað sé helsta einkenni Rússa - „og einsemdin Jafnvel læknar drekka í vinnu Áfengisneysla hefur aftur öðlast siun íyrri sess í Rússlaudi - með skelfílegiun afleiðing- um. Á þeim sex árum sem Mikhail Gorbatsjov var við völd í Sovét- ríkjunum er talið að hann hafi bjargað að minnsta kosti hálfri milljón mannslífa - en ekki þó vegna þeirra ákvarðana sem hann tók á sviði hernaðar eða stjórnmála. Hann barðist hatrammri bar- áttu gegn ofdrykkju áfengis, og notaði til þess þær venjulegu að- ferðir sem tíðkuðust í Sovétríkj- unum: valdboð að ofan sem fylgt var eftir með hörðum aðgerðum Iögreglu og hers. Vörugeymslur voru eyðilagðar, ólöglegir áfeng- issalar settir í fangelsi, vodka- verðið hækkað upp úr öllu valdi, og Iögreglan fékk frjálsar hendur til að handtaka alla sem drukku á almannafæri. En árið 1988 rann þessi her- ferð út í sandinn, og liafði þá orðið stjórnmálaumbótum Gor- batsjóvs sjálfs að bráð. Nú er svo komið að Vladimír Shírínovskf, kjaftfor þjóðernissinni, sem von- ast til að verða forsetí Rússlands einn góðan veðurdag, hikar ekki við að afla sér fjár til kosninga- baráttunnar með því að selja sína eigin vodkategund með mýnd af sjálfum sér á flöskumiðanum. Áfengið hefur aftur öðlast sinn fyrri sess, og gott betur en það. Neyslan orðin hættulegri en áður Afleiðingarnar eru skelfilegar. Áfengisneysla á mann hefur auk- ist um 600 prósent frá því 1988 og dauðsföll tengd áfengisnotk- un fylgja fast í kjölfarið. Gorbat- sjov hafði tekist að fækka dauðs- föllum af völdum áfengis niður í 179 af hverjum 100.000 á ári, en nýjustu tölur, sem eru frá 1995, eru nærri 500 af hverjum 100.000. Þarna eru tekin saman dauðsföll vegna áfengiseitrunar, skorpulifur, ofbeldis og slysa sem tengjast áfengisnotkun. Murrey Feshbach, bandarísk- ur lýðfræðingur sem hefur heim- sótt Rússland reglulega allt frá því 1972, segir Rússa ekki aðeins drekka meira núna en fyrr á tím- um, heldur sé neyslan orðin hættulegri. Það sem selt er sem vodka eða viský í Moskvu getur verið allt frá alvöru vodka til rak- spíra sem þynntur hefur verið út með vatni. „Það er ekki bara það hvað neyslan er mikil,“ sagði Fesh- bach. „Það er hvernig þeir drek- lca. Þeir þamba þetta í sig, byrja strax í kaffitímanum í vinnunni á morgnana og halda áfram alveg fram á kvöld.“ Dónaskapur að drekka ekki Löng hefð er fyrir drykkju af þessu tagi í Rússlandi og víðar í nágrannaríkjum þess, en ekki í því magni sem nú er farið að sjást; Tveir rússneskir siðir, eða öllu heldur ósiðir, auka enn á vandánn: annar ,er sá að vodkaflösku verði að klára ef búið er að opna hana á: ánnað borð, tappann megi aldrei setja aftur í haiia; hinn er að hvert glas af vodka verði að drekka í einum teyg. Meðal karla sérstak- lega er það talinn hreinn og klár dónaskapur að brjóta þessar tvær siðvenjur, móðgun við gest- gjafann og að auki greinilegt merki um skort á karlmennsku. Það er heldur ekkert nýtt að drekka í vinnunni, og tíðkast meðal allra stétta og beggja kynja. Meira að segja er ekki óal- gengt að Iæknar drekki nokkuð reglulega í vinnunni, jafnvel þótt þeir fordæmi slíkt athæfi opin- berlega. „Drykkjan - og emsemdin“ Drykkja er talin „félagsleg nauð- syn“ í Rússlandi, en um Ieið hef- ur hún margs konar andfélags- lega hegðun í för með sér - of- beldi hefur aukist gífurlega og álag á heilbrigðiskerfið, sem er nærri að hruni komið hvort eð er, verður meira en nokkur leið er að ráða við. Sjálfsmorðstíðni eykst og handtökur unglinga fyr- ir áfengistengda glæpi eru orðn- ar þrefalt fleiri en árið 1991. Einn vinsælasti skemmtistað- urinn í borginni Novosibirsk í Sí- beríu heitir 888. Þar inni er fullt af ýmiskonar minjagripum frá Sovéttímanum, sem þykja af- skaplega spaugilegir í þessu um- hverfi. Listamenn á unglings- aldri og háskólanemendur hreiðra þar um sig í dimmum af- kimum skemmtistaðarins, fá sér f glas og ræða um framtíð sína. Fimm ungir menn eru spurðir að því hvað það sé sem helst ein- kenni Rússa. „Drykkjan," segir Alex, sem er 18 ára. „Og ein- semdin. Enginn er meira ein- mana en Rússi.“ „Ég reyndi að fremja sjálfsmorð“ Þegar umræðan tekur að beinast að áhrifum áfengisneyslunnar á framtíð þeirra, þá upplýsir Sergei, sem er 22 ára, skyndilega um atvik úr fortíðinni: „Eg reyndi að fremja sjálfsmorð," sagði hann og dregur upp erm- ina til að sýna ör á úlnliðnum. „Eg líka,“ segir þá Alex og sýn- ir svipuð ör. Og áður en varði hafa allir fimm ungu mennirnir dregið upp ermarnar, blaða- manni Newsday til hinnar mestu furðu, og bera saman af miklum áhuga mismunandi áðferðir og örin af hlútust. Anna Terentjeva, sálfræðingur, segir að tilfinningar þessara ungu manna í Novosibirsk séu dæmigerðar fyrir það sem hún hefur kynnst annars staðar í Rússlandi. Hún starfar við sam- tök í Moskvu sem vinna gegn áfengis- og fíkniefnaneyslu, og hittir nánast á hverjum degi ungt fólk sem svipað er ástatt um. „Þetta unga fólk skortir allt sterka sjálfsímynd," segir hún. Það veit ekkert hvað það á að gera eða hvert það á að stefna í Iífinu. Oll trúa þau því að þau „hafi ekkert annað“ til að hverfa að en áfengi eða vímuefni, bætir hún við. Enda er það frekar ódýr val- kostur, og löglegur að auki. - Newsday Atvinna Fosshótel ehf. óska eftir umsóknum í eftirtalin störf á Hótel KEA og Hótel Hörpu, Akureyri: Gestamótttaka Næturverðir Þernur Almenn hótelþrif Veitingastjóri Matreiðslumenn Framreiðslumenn Kjallaravörður Afgreiðslustörf í Súlnabergi Uppvask og þrif í veitingadeild Umsóknum ber að skila fyrir 27. nóvember 1997. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Ef nánari upplýsingar óskast veitir þær Páll Sigurjónsson í síma 461 1400. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu 7 HÓTEL Dags merkt: 123 llfH >HARPA fiKUREYR, Borgarskipulag Reykjavíkur Kirkjutún - breytt skipulag Auglýst er kynning á tillögu um breytt deiliskipulag Kirkjutúns- reits við Borgartún/Kringlumýrarbraut. Laugavegur 20 a - viðbygging Auglýst er kynning á tillögu um viðbyggingu að Laugavegi 20 a. Kynningamar fara fram í sal Borgarskipulags og Byggingarfull- trúa í Borgartúni 3, 1. hæð, kl. 9 til 16, og standa til 19. des. 1997. Ábendingum og athugasemdum vegna ofangreindra kynninga skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur, eigi síðar en 19. des. 1997. VÉLBOÐA mykjudreifarar Stærðlr: 4 -12 þús. lítra Flotdekk, hæöamælir, vökvadrifið lok á lúgu, Ijósabúnaður. VÉLBOÐI HF. Sími 565 1800 Hafnarfirði. Mjög gott verð og greíðslukjör vlð allra hæfi. lést að Landakoti fimmtudaginn 13. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Gestsdóttir, Hafrún Ebba Gestsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.