Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 10
10-LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 ro^tr 0^. Félagsvist Hin árlega þriggja kvölda félagsvist í Eyjafjarðar- sveit verður haldin í Sólgarði sunnudagskvöldið 23. nóvember, Laugarborg 30. nóvember, og Freyvangi 7. desember. Hefst öll kvöldin kl. 21. Góð kvöldverðlaun og heildarverðlaun. Nefndin. RAFVEITA AKUREYRAR - lýlist ■leiiíistG, Útboð Rafveita Akureyrar, fyrir hönd Akureyrarbæjar, óskar eftir til- boðum í göngubrú á Glerá, sem byggja skal ofan á Gler- árstíflu. Um er að ræða stálgrindarbrú með 22 m hafi, en heildar- lengd er 48 m. Brúargólf er úr timbri. Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. október 1998. Útboðsgögn eru afhent á Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd- sen hf., Glerárgötu 30, Akureyri. Tilboð skulu hafa borist á skrifstofu Rafveitu Akureyrar, Þórsstíg 4, eigi síðar en þriðjudaginn 2. desember 1997 kl. 11 fh., og verða þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Rafveita Akureyrar. Hagstofa Islands - Þjóðskrá Er lögheimili yðar rétt skráð í þjóðskrá? Nú er unnið að frágangi árlegrar íbúaskrár 1. desember. Mikil- vægt er að lögheimili sé rétt skráð í þjóðskrá. Hvað er lögheimili? Samkvæmt lögheimilislögum frá árinu 1991 er lögheimili sá stað- ur þar sem maður hefur fasta búsetu. Hvað er föst búseta? Föst búseta er sá staður þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefn- staður hans er. Þetta þýðir að lögheimili manns skal jafnan vera þar sem hann býr á hveijum tíma. Hvað er ekki föst búseta? Dvöl frá heimili um stundarsakir t.d. vegna orlofs, vinnuferða og veikinda er ekki breyting á fastri búsetu og þar af leiðandi ekki breyting á lögheimili. Sama gildir t.d. um dvöl í gistihúsum, sjúkrahúsum, heimavistarskólum og fangelsum. Hvernig eiga hjón og fólk í óvígðri sambúð að vera skráð? Séu þessir aðilar samvistum eiga þeir að hafa sama lögheimili. Hvað bamafólk varðar er reglan sú að dvelji annar hvor aðilinn fjarri fjölskyldu sinni um stundarsakir, t.d. vegna atvinnu, skal lögheimili allrar fjölskyldunnar vera skráð hjá þeim sem hefur böm þeirra hjá sér. Hvenær og hvar skal tilkynna flutning? Breytingu á fastri búsetu á að tilkynna innan 7 daga frá flutningi til skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til. Ennfremur má til- kynna flutning beint til Hagstofu íslands - Þjóðskrár eða lögreglu- varðstofu í Reykjavík. Tilkynningar skulu vera skriflegar á þar til gerðum eyðublöðum. Hagstofa íslands - Þjóðskrá Skuggasundi 3 150 Reykjavík Sími 560 9800 Bréfasími 562 3312 ÞJÓÐMÁL Sverrir Leósson spyr í grein sinni um vinnubrögð hjá Kaupþingi Norðurlands. „Fínir kallar“ Á mínum sokkabandsárum þóttu það menn með mönnum, sem gengu um hvunndags með háls- tau, harðan flibba og hatt. Þetta þótti tilhlýðilegt, ef menn höfðu á annað borð eitthvað á bak við sig, en ef menn bárust þannig á f sýndarmennsku voru þeir sömu hafðir að háði og spotti. En þessir „kóngar" gengu sinn veg og tíðarandinn breyttist. Og hann er alltaf að breytast. Eg veitti því athygli fyrir skömmu, að ég var sí og æ að rekast á „fína kallá“ á förnum vegi. Þeir voru að vísu fæstir með hatt, en fínir í tauinu og gjarnan með síma á eyranu. Mér var sagt, að þetta væru verðbréfasalar. Hafa þeir eitthvað á bak við sig? spurði ég. Það varð fátt um svör. Handónýtt fyrirtæki? En svo gerðist það á dögunum, að ég fékk raunverulegt svar við þessari spurningu. Þannig vill til, að ég á lítinn hlut í félagi sem heitir Nótastöðin Oddi og er þar stjórnarformaður. í samræmi við sameiningaráráttuna í okkar þjóðfélagi nú til dags höfum við átt í viðræðum við stjómendur Utgerðarfélags Akureyringa hf. um að sameina Nótastöðina Odda hf. og veiðarfæragerð ÚA í eitt félag. Áhugi virtist vera fyrir Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 24. nóvember 1997 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Sigfríður Þorsteinsdóttir og Valgerður Hrólfsdóttir til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geisla- götu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem að- stæður leyfa. Síminn er 462 1000. því að úr þessu gæti orðið, en ágreiningur var um eignarhlut- föll í sameinuðu félagi. Þá fengu menn hugljómun, við höfum samband við „fínu kallana" og látum þá gera hlutlaust, faglegt mat á þeirri starfsemi, sem verið er að sameina. ANir voru giaðir, því í ósköpunum datt okkur þetta ekki í hug fyrr, sögðu menn hver við annan kampakátir. Síðan var haft samband við Kaupþing Norðurlands, enda fyrrverandi framkvæmdastjóri þess núverandi fjármálastjóri Út- Fer mat verð- bréfafyrirtækja á verðmæti hluta- bréfa eftir hags- mirnuin, vinskap eða ættartengsl- um? Er einum hyglað á meðan aðrir diugla í snörunni? gerðarfélags Akureyringa. Hann þekkir því til þar á bæ og hlýtur að bera traust til félagsins. Og loks rann stóra stundin upp. Niðurstaðan ffá „fínu köllunum" hjá Kaupþingi Norðurlands var komin. Þeir mátu gengi hluta- bréfa í Nótastöðinni Odda á nafnvirði, það er á genginu 1,0 á fínu máli. Þá brá okkur fulltrú- um Nótastöðvarinnar í brún. Við vorum greinilega með handónýtt GLÆSILEG noRMn Hoiravn SöLUSTAÐIR: Leðuriðjan Atson Laugavegi 15 RvIk. Veidimaðurinn Hafnarstræti 5 Rvík. SuNNEVA DESIGN HvANNAVÖLLUM 1R AK. fyirtæki í höndunum, sem þó er skuldlaust og skilaði nokkrum milljónum króna í hagnað á síð- asta ári. llvað munar um mUljónir? Við reyndum að muldra einhver mótmæli, hvort þetta gæti nú staðist, húsið væri verðmætt, vélarnar stæðu fyrir sínu og hver nót kostaði tugi milljóna, svo dæmi séu tekin. „Fíni kallinn" vildi skoða mál- ið. Á næsta fundi hafði honum tekist að „hífa“ gengi bréfanna upp í 1,62, hafði sem sé aukið verðmæti þeirra um einar 12 milljónir króna með reiknivél- inni einni, því ekkert hafði verið gert til að auka verðmæti fyrir- tækisins. En við þetta sat. Þar með voru sameiningarviðræð- urnar komnar í hnút, því þetta þýddi minni eignaraðild Nóta- stöðvarinnar að fyrirhuguðu fyr- irtæki en stjórn hennar gat sætt sig við. Nú voru góð ráð dýr. Málið var sett í biðstöðu um sinn á meðan við hugsuðum okkar gang. En þá gerðist enn eitt undrið. Einn stærsti hluthafinn í Nótastöð- inni, Þorvaldur Guðjónsson, ákvað að selja sín bréf. Hann hafði líka heyrt um „fínu kall- ana“, sem voru svo klárir að meta verðmæti hlutabréfa. Hann hafði því samband við Kaupþing Norðurlands, enda á hann afa- dreng þar innan dyra. Og þar á bæ settust menn enn yfir flókna útreikninga til að meta Nóta- stöðina Odda. Og nú var útkom- an sú, að gengi bréfanna væri 3,0! Miklir menn eru í þessari nýju stétt „hvítflibba", sem víla ekki fyrir sér að þrefalda verð- mæti lítillar nótastöðvar á nokkrum dögum, með reiknivél- ina eina að vopni. Finu fotin keisarans Hvað er að gerast í íslenskum verðbréfaheimi? Þar er daglega verið að möndla með háar íjár- hæðir. Hvað stendur á bak við það „gengi" sem verðbréfafyrir- tækin gefa út? Er hægt að panta „gengi“ í líkingu við það sem hér hefur verið rakið? Fer matið eft- ir hagsmunum, vinskap eða ætt- artengslum? Er einum hyglað á meðan aðrir dingla í snörunni? Og hver borgar svo brúsann? Eða hefur verðmætasköpun í þjóðfélaginu ef til vill aukist með tilkomu „fínu kallanna" hjá verð- bréfafyrirtækjunum? Svari hver fyrir sig! En hvernig var með fínu fötin keisarans í ævintýrinu forð- um? Sá þau nokkur?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.