Dagur - 22.11.1997, Blaðsíða 7
Ij /1 IJ u/iiiiy/iuuii
ZZ.NOVEMBER 1997 - 7
RlTSTJOJtNARSPJALL
Bladamenn hafa þessa viku verið að halda upp á aldarafmæli félagsins með kvöldfundum. Myndin er tekin við eitt slíkt tækifæri. mynd: pjetur
Fjórða stéttin - fjóróa valdið
BIRGIR
GUÐMUNDS-
SON
SKRIFAR
Nokkrum misserum eftir að Loð-
vík XVI kallaði saman Stétta-
þingið í Versölum vorið 1989
með stéttunum þrem - klerkum,
aðalsmönnum og „þriðju stétt-
inni“ (“tiers état“), var einn öfl-
ugasti spámaður breskrar
íhaldsstefnu staddur í neðri
deild þingsins í Lundúnum.
Þetta var hinn írskættaði þing-
maður Edmund Burke. Hann
hafði þá nýlega skrifað heila bók
um frönsku stjórnarbyltinguna,
bók sem þótti ótrúlega forspá
um framvindu byltingarinnar og
skrifuð af miklu innsæi og skiln-
ingi á þeim krafti sem í hylting-
arandanum bjó. Það stafaði því
talsverðum Ijóma af Burke og
menn lögðu við hlustir þegar
hann talaði, ekki síst ef það sem
hann sagði tengdist með ein-
hveijum hætti frönsku bylting-
unni. Og sem Burke stendur
þarna í þingsalnum og horfir upp
í blaðamannastúkuna segir
hann: „Þar situr Ijórða stéttin
(Fourth Estate) og sú er mikil-
vægust þeirra allra!“
Stjómmálatcngsl
Hugsun sem hinn orðheppni
þingmaður fangaði í einni setn-
ingu fyrir rúmum 200 árum varð
að viðteknum sannindum hjá
stjórnmálamönnum næstu tvær
aldirnar eða svo. Stjórnmála-
menn og stjórnmálaflokkar ( og
raunar ýmis konar sérhagsmuna-
öfl) hafa alla tíð síðan verið mjög
meðvituð um mikilvægi „§órðu
stéttarinnar" eins og sést best á
því að stjórnmál, blaðamennska
og fjölmiðlun hafa verið samofin
- ekki bara á Islandi - heldur um
allan hinn vestræna heim, allt
fram á síðustu ár og jafnvel til
dagsins í dag.
Breytingarskcið
Þó hefur orðið á þessu mikil
breyting, bæði alþjóðlega og hér
á Islandi, breytingar sem hafa átt
sér langan aðdraganda og er eng-
an veginn lokið enn. Þessar
breytingar felast í því að „fjórða
stéttin" þróast yfir í „fjórða vald-
ið“. Solzhenítsyn talaði um fjöl-
miðlana sem fjórða valdið þegar
hann kom vestur yfir járntjaldið.
Vísaði hann þá til þess að fjöl-
miðlar í vestrænum lýðræðis-
þjóðfélögum væru orðnir að
sjálfstæðu valdi, sem hægt væri
að tala um í sama orði og hið þrí-
skipta ríkisvald. En ólíkt því var
þetta fjórða vald ekki kosið held-
ur var það sjálfskipaður eftirlits-
aðili með almannahagsmunum
og sótti umboð sitt til lesenda.
Það er í þessu skrefi í átt til sjálf-
stæðis fjölmiðlanna, sem um-
byltingin felst. Þegar fjölmiðlun-
in og blaðamennskan tók að
starfa alfarið á eigin forsendum,
en ekki í tengslum við hug-
myndafræðilega eða efnahags-
lega hagsmuni. Soltzhenítsyn sá
þetta strax og kunni að koma
orðum að því.
Tvö túnabil
Ef maður leikur sér svolítið
meira með þessar „fjórðaparts"
skilgreiningar er ljóst, að sögu
nútíma fjölmiðlunar má skipta
upp í tvö megin tímabil. Annað
er tímabil hinnar fjórðu stéttar,
þegar stjómmál og sérhagsmunir
settu svip sinn á blaðamennsku
og reynt var að nota þá fagþekk-
ingu sem blaðamannastéttin bjó
yfir til framdráttar einhveijum
tilteknum efnahagslegum eða
pólitískum hagsmunum. Hitt
tímabilið er þegar fjórða stéttin
verður fjórða valdið, þegar blaða-
mannastéttin skilgreinir það sem
sitt megin markmið að vera sjálf-
stæð og óháð sérhagsmunum,
hvort sem slíkir hagsmunir eru
pólitískir eða efnahagslegir. Þeg-
ar það varð hluti sjálfsmyndar
blaðamanna að standa utan
hagsmuna- eða hugmyndakerfa
eftir því sem kostur var. Blaða-
menn standa þó auðvitað eftir
sem áður föstum fótum í þjóðfé-
laginu og taka á eigin forsendum
afstöðu til hinna ýmsu mála sem
þar eru á dagskrá.
Sígild atriði
Umbyltingarskeiðið milli þessara
tímahila hefur tekið áratugi og
mörkin eru ekki endilega alltaf
sk)T, enda mörg fagleg grund-
vallarariði það sígild að þau hafa
haldið gildi sínu út í gegn. A
þeim tímamótum sem 100 ára
afmæli Blaðamannafélagsins
marka er hins vegar tilefni til að
velta þessu fyrir sér. Allir hafa
alltaf verið sammála um mikil-
vægi og gildi vandaðra fjölmiðla
fyrir lýðræðið og lýðræðislega
umræðu. Það á við um bæði
tímabilin. Hins vegar er mun erf-
iðara að svara því nákvæmlega
og í einstökum atriðum hvað
felst f því að vera vandaður fjöl-
miðill'?
Svo er að sjá að það hafi m.a.
verið þessi spurning sem var til-
efni þess að Jón Ölafsson, rit-
stjóri og ævintýramaður sendi út
bréf til nokkurra kollega sinna
þar sem boðaður var fundur um
stofnum sérstaks Blaðamannafé-
lags íslands á Hótel íslandi
föstudaginn 19. nóvember árið
1897. Félagið var stofnað á þess-
um fundi og í fyrstu lögum þess
er m.a. að finna eftirfarandi um
tilgang félagsins: „Tilgangur
fjelagsins er að styðja með sam-
tökum atvinnuveg blaða-
manna......efla viðkynning
fjelagsmanna hvers við annan og
auka veg og gengi heiðvirðrar
blaðamennsku í landinu.“
Eins og þessi stutta tilvitnun
ber með sér er „heiðvirð blaða-
mennska" eitthvað sem menn
veltu fyrir sér strax á stofnfund-
inum og töldu skynsamlegt að
stéttin reyndi að rækta saman í
félagi. Allar götur síðan hafa fé-
lagsmenn verið að ræða ein-
hveija anga þessarar spurningar
þó það hafi vissulega verið í mis-
miklum mæli eftir tímaskeiðum.
Fagklúbbur - stéttarfélag
Fyrstu 80 árin var Blaðamanna-
félagið frekar klúbbur en stéttar-
félag. Þetta voru menn sem
störfuðu í fjölmiðlun og hittust
tvisvar í mánuði til að ræða fag-
leg mál er vörðuðu útgáfu og
blaðamennsku. Það er t.d. at-
hyglisvert að á þessum fyrstu
misserum félagsins eru menn
farnir að leggja drög að siðaregl-
um fyrir blaðamenn þar sem
skilgreind eru ákveðin grundvall-
aratriði „heiðvirðrar blaða-
mennsku". Frumheijarnir í
Blaðamannafélaginu - klúbb-
meðlimimir - og arftakar þeirra
næstu 80 árin voru því ekki að
starfa í stéttarfélagi, samkvæmt
nútíma skilningi. Þeir voru fyrst
og fremst að búa til vettvang til
að ræða um blaðamennsku og
móta henni einhveijar starfsregl-
ur í íslensku samhengi.
Kjaramálaiunræða
A undanförnum árum og áratug-
um hefur fjölmiðlun á íslandi
sem og raunar í öllum hinum
vestræna heimi tekið stakka-
skiptum. Framboðið hefur marg-
faldast og efnistökin breyst. Við
höfum verið að ganga í gegnum
umbyltingartímahil. Klúbbmeð-
limirnir - Qórða stéttin - hefur
verið að breytast í fjórða valdið.
Þessar hræringar hafa óhjá-
kvæmilega haft veruleg áhrif á
Blaðamannafélagið lfka, því fé-
lagsmenn voru ekki lengur verð-
andi stjórnmálamenn heldur at-
vinnublaðamenn, sem gert hafa
blaðamennsku að ævistarfi. Slíkt
kallaði á stéttarfélag sem sá um
hagsmunagæslu fyrir félaga sína. ,
Ekki vil ég gera lítið úr hags-
munagæslu og réttindabaráttu
blaðamannafélagsins, slíkt er
nauðsynlegt til að tryggja sjálf-
stæði blaðamanna og öryggi.
Stéttarfélagsþátturinn í starfi
Blaðamannafélagsins og f um-
ræðu blaðamanna um stéttina
hefur verið ráðandi hjá félaginu
sl. 20 ár. Þar fjalla menn um mál
eins og höfundaréttarmál, al-
menn launþegaréttindi, kjara-
mál, orlofsmál o.s.frv. Fagleg
umræða hefur þó vissulega
fengið þar inni líka, en einhvern
veginn orðið miklu stopulli.
Niðurstaðan hefur orðið sú að
þegar blaðamenn fagna aldaraf-
mæli félags síns eru þeir að
fagna afmæli sæmilega öflugs
stéttarfélags. Fagfélagið Blaða-
mannafélag Islands þyrfti hins
vegar að vera miklu öflugra.
AfmælisóskLr
Það fer nú saman að Blaða-
mannafélagið stefnir inn í sína
aðra öld og að gruggið er að setj-
ast eftir að hrist var upp í fjöl-
miðlaheiminum. Umbyltingin
frá §órðu stétt Edmund Burke
og yfir í fjórða vald Solzhenítsyns
gerir miklar faglegar kröfur á
blaðamenn. Athugasemd
nóbelverðlaunahafans er nefrii-
lega rétt, blaðamenn eru ekki
kosnir. Þeir þurfa sjálfir að veita
hver öðrum aðhald. Það hlýtur
því að verða afmælisáskorunin til
félagsins á þessum tímamótum
að margfalda áhersluna á faglegt
starf - endurvekja frjósemina úr
ldúbbstarfi frumheijanna. Að á
nýrri öld verði félagið orkuverið
sem drífur áfram faglega um-
ræðu og hjálpar blaðamönnum
að vera það sem þeir vilja vera.
Sjálfstæðir, óháðir og vandaðir í
starfi. Þá er líka von til að orð-
heppnir Edmund Burkar eða
Solzhenítsynar næstu aldar geti
sagt: „Þarna situr fjórða valdið,
og það er mikilvægast þeirra
allra!“ I kvöld munu blaðamenn
fagna 100 ára afmæli félagsins.
Þeim óska ég til hamingju með
daginn!
i
j